Morgunblaðið - 04.08.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982
17
Flokkurinn sem kom úr Hjálparsveit skáta í Hafnarflrði til leitar, þeir Bjarni
Sigurðsson, Sumarliði Guðbjörnsson, Sigurður Gunnarsson og stolt þeirra
hjálparsveitarmanna, Sámur.
inn í álteppi og hellt upp í hann
kaffi. Hresstist hann von bráðar
og var fluttur í Borgarnes til
læknis.
Af þessu má sjá, að ekki mátti
tæpara standa, þar sem þoka var
enn uppi á Arnarvatnsheiði, og
leitarskilyrði frekar slæm. Ekki
var kostur að fljúga vegna þok-
unnar. í mesta lagi að þyrian gæti
athafnað sig þarna. Því má full-
yrða það, að ef ekki hefði notið við
sporhunds Hjálparsveitar skáta í
Hafnarfirði, þá er óvíst hvort
maðurinn hefði fundist á lífi. En
því má þakka líka, að strax var
haft samband við hjálparsveit-
armenn, þar sem ekki var viðlit að
leita vegna þoku og því eina úr-
ræðið að fá sporhundinn til.
í framhaldi af þessu var haft
samband við Snorra Magnússon
hundatemjara hjá Hjálparsveit
skáta í Hafnarfirði, og hann
spurður um það, hvað fólk þyrfti
helst að hafa í huga, þegar leita
þyrfti til þeirra með að fá spor-
hundinn. Hann sagði, að þeir
þyrftu sem allra fyrst að fá að vita
af því, að hugsanlega gæti komið
til leitar. Hundarnir þyrftu hvíld
á milli þess, sem þeir væru að
leita. Það tæki dálítinn tíma fyrir
þá að losna við lykt þá, sem þeir
væru síðast með í hausnum.
Hundarnir væru þjálfaðir annan
hvern dag og því mikilvægt, að æf-
ing væri felld niður, ef útkall
kynni að vera á næstunni. Þá væri
beði með að þjálfa þá þar til ljóst
væri, hvort viðkomandi kæmi í
leitirnar. Einnig væri mikilvægt,
að sporhundur væri kallaður sem
fyrst á vettvang, þar sem lyktin
væri sterkust af nýjum sporum.
Snorri Magnússon sagði einnig,
að ekki mætti neinn koma við þau
föt, sem viðkomandi ætti. Heldur
væri best, að setja nærföt eða
náttföt óþvegin í plastpoka með
herðatré eða einhverju sem ekki
væri komið við og binda fyrir pok-
ann. Þannig fengi hundurinn lykt-
ina sem óspilltasta og gæti byrjað
að leita í framhaldi af því.
Snorri sagði, að leitarstarf spor-
hundanna færi mest fram í kyrr-
þey, þar sem 90% útkalla kæmu
hvergi fram í fjölmiðlum. Að með-
altali væru 2 útköll í mánuði.
Brýnasta verkefnið hjá þeim
væri núna að byggja yfir hundana
hús, sem stæði á bak við núver-
andi hús Hjálparsveitar skáta í
Hafnarfirði. Ekkert sérstakt hús
væri til handa þeim, sem stæði.
Jafnfram þyrfti hjálparsveitin að
koma sér upp SSB-talstöð til að ná
sambandi við Landsímann, en hún
kostar um 60 þúsund. Væri mikið
hagræði í þesskonar stöð, þar sem
þá væri unnt að láta menn vita
fyrr hvort viðkomandi hefði fund-
ist. Eins að hafa samband frá leit-
arstað til að afturkalla útkall, eins
og vel hefði komið sér núna uppi á
Arnarvatnsheiði, í stað þess að
þurfa að aka á eftir þeim sem fór
til byggða að kalla út, og stoppa
það útkall.
Mikilvægi hundanna hefði oft
sannast, og væri þetta í annað
skiptið á vikutíma, sem hundarnir
hefðu fundið týndan mann.
— pþ.
Veðrið um verslunarmannahelgina:
Hlýjast í innsveit-
um norðanlands en
góðviðri um land allt
SAMKVÆMT upplýsingum VcAurstofunnar var góðviðri um
land allt um verslunarmannahclgina. Hiti var víöast hvar í
meðallagi eða þetta 10—14 stig. Mjög hlýtt var þó í innsveit-
um norðanlands og komst hitinn upp í 21 stig á Akureyri á
mánudag.
Engin úrkoma mældist á
landinu fyrr en aðfaranótt
mánudags, en þá byrjaði að
súlda upp við Suðausturland
og segja má, að á mánudag
hafi verið komið þungbúið
veður alveg frá Austfjörðum
og vestur fyrir Vestmannaeyj-
ar, en annars staðar víða
léttskýjað og hiti þetta sextán
til sautján stig. Klukkan níu á
þriðjudagsmorgun mældist
hiti sextán stig á Akureyri og
sextán stig á Þingvöllum.
Búast má við áframhaldandi
austanátt næsta sólarhring og
tiltölulega góðu veðri suðvest-
anlands og norðanlands, en
áframhaldandi súld og þoku
við suðvesturströndina og á
sunnanverðum Austfjörðum.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
250 Wtmyndir
Ov\y^°
250 litmyndir
af blómstrandi plöntum og blaðgróðri. ít-
arlegar upplýsingar um öll vinsælustu
stofublómin og fjölmörg afbrigði þeirra.
Hvaö getur verið að?
Sérstakar litmyndir sýna hvað getur verið
að plðntunum og gefin eru ráð til úrbóta.
Haldgóðar leiðbeiningar
eru gefnar um meðferð, umhirðu og kaup
á plöntum og hvaö beri helst að varast.
Höfundurinn, David Longman, er
heimsþekktur blómamaður og er í stjórn
Interflora.
Þýðandinn Fríða Björnsdóttir,
hefur í mörg ár skrifað vikulega blóma-
þætti í heimilistímann.
bssssb
BkWl o* blom f jarir*A
0RI\l&0RLYCUR*umaa11
sími 84866
%
b\6m*fanál
msm
mm
feirri
\tar\egar