Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Hringvegur- inn opnaðist á sunnudag HRINGVEGURINN var opnad- ur a ný á sunnudai', samkvKmt upplýsingum sem Morgunblaðiö (ekk hjá Jóni Birgi Jónssyni yfir- verkrræðingi hjá Vegagerðinni, en Austurlandsvegur skemmdist í vatnavöxtunum á dögunum frá Kvíá að Skartafellsá, svo sem kunnugt er. Enn er unnið að frambúð- arviðgerð vegarins, en fyrst miðaðist viðgerðin við það að koma umferð á að nýju. Jón Birgir sagði að ekki væri enn ljóst hve mikið viðgerðin kost- aði, en það lægi að líkindum ljóst fyrir undir helgina. Þokkalegar sölur í Hull og Grimsby l>KJ(I íslensk skip seldu afla á mörkuðunum í llull og (írimsby í gær og fyrradag og fengu öll þokkalegt verð fyrir aflann. Gaukur GK seldi 58,3 tonn í Grimsby á mánudag fyrir 589,3 þúsund krónur og var meðalverð á kíló krónur 10,12. Sama daga seldi Helga Jó. 49,1 tonn í Hull fyrir 926,5 þúsund krónur og þar var meðalverð á kíló kr. 10,73. Skuttogarinn Vestmannaey seldi síðan 141,3 tonn í Hull í gærmorgun fyrir 1.689,9 þús. kr. og meðalverð á kíló var kr. 11,96. Skartgrip- um stolið HKOTIST var inn í íbúð við Kjólugötu um helgina og stolið þaðan skartgripum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Kannsóknarlögreglu ríkisins. Tilkynnt var um innbrotið um klukkan 17 á sunnudag. Var mikið rótað í íbúðinni og talsverðar skemmdir unnar. Málið er í rannsókn, og er óupplýst. I>jóðhátíó Vestmannaeyja verður haldin um næstu helgi, en hátiðin er löngu landskunn fyrir sérstöðu sína en heill bær ris í litlum dal, Ijósum skrýddur, með sérstakri þjóðhátíðarbrennu, flugelda- sýningu og fjölbreyttri skemmti- dagskrá fyrir unga sem aldna. Há- tíðin í ár bregst ekki að þessu leyti. Gert er ráð fyrir 60 atriða skemmtidagskrá, þar sem lögð er áhersla á að hafa eitthvað fyrir alla, að margt smátt geri eitt stórt, svo að allir skemmti sér vel, að sögn þjóðhátíðarnefndarinnar sem sér um undirbúning hátíðar- innar. Að þessu sinni verður lögð áhersla á að byggja dagskrána upp á kröftum heimamanna og hafa margir eldri Eyjamenn verið ræstir út af því tilefni og þeirri málaleitan verið vel tekið. Þá mun annað veit- ingatjaldið vera upp á gamla móð- inn, með dekkuðum borðum, kaffi, kleinum, jólakökum og fleiru, en það Séð yfir hátíöarsvæðið í Herjólfsdal. LjÓHmjnd Mbl. KÖE. Þjóðhátíðin í Eyj- um verður um næstu helgi er Kirkjukór Vestmannaeyja sem sér um rekstur tjaldsins. Blaða- mönnum var boðiö til Eyja í síðustu viku til að kynna sér undirbúning hátíðarinnar. Byrjað var á að fara út í Herj- ólfsdal, þar sem hátíðarsvæðið var skoðað og kynnt það helsta sem þar átti að gerast. Herjólfsdalur er, fyrir þá sem ekki hafa séð hann, nær því að vera kvos inn á milli hárra slútandi fjallanna, en að vera raunverulegur dalur. En hann er mjög tignarlegur með fjöllin svona gnæfandi yfir. Það er alls ekki ótrúlegt, það sem sagt var um að stangarstökkvurum gengi vel að setja met í Herjólfsdal, vegna bakgrunnsins. A þjóðhátíð flytja Eyjamenn sig úr bænum og inn í dalinn og búa þar í þá þrjá daga sem þjóðhátíðin stendur yfir, eins og allir vita sem einhverja nasasjón hafa af þjóðhá- tíðarhöldum Eyjaskeggja. Þá rísa hvít stór tjöld í dalnum, sem búið er í meðan á hátíðinni stendur. Þau eru sérkennileg í útliti, 9—12 fer- metrar að stærð og strengd á grind, sem gefur þeim þetta útlit, að þau séu lítil hús, matador-hús eins og það var orðað. Alltaf hvít. Tjöldin rísa við beinar götur, sem allar bera ákveðin nöfn, eins og til dæmis Ást- arbraut, Veltusund, eða nöfn gatna í eyjum sem hurfu undir hraun, eins og til dæmis Landagata og Urðar- vegur. Á þjóðhátíð er því eins og risið sé nýtt þorp í Eyjum í dalnum, alla vega var sú reynsla undirritaðs, þegar hann ungur að árum upplifði þjóðhátíð og það að heimsækja vini og kunningja í fjölskyldutjöldin og þitíRja góðgerðir, þótt undirritaður væri þá of ungur til að þiggja allt sem þar var á boðstólum. Hvað um það, á þjóðhátíðinni verður mikið um dýrðir, eins og undanfarin ár, sögðu þeir okkur þeir mætu menn sem í þjóðhátíðar- nefndinni hafa starfað, þegar þeir sýndu okkur hátíðarsvæðið í Herj- ólfsdal. Við gengum upp að ræðu- púltinu, þar sem hátíðin verður sett, en það er stór steinhnullungur, sem settur var upp í fyrra vegna þess að menn gáfust upp á því að endurreisa púltin á hverju ári. Þar sér yfir há- tíðarsvæðið og okkur var bent á það helsta. Það var búið að reisa brúna yfir tjörnina, sem er merki Þórs, því það er Þór sem heldur hátíðina þetta árið, en eins og kunnugt er skiptast íþróttafélögin í Eyjum á um að standa fyrir hátíðarhöldun- um. Þá mátti sjá gamla burstabæ- inn, þar sem veitingar eru seldar, og danspallana, fyrir gömlu og nýju dansana. Fjósakletturinn, þar sem brennan verður, gnæfir yfir svæðið, en brennan er einn hefðbundinn þáttur hátíðarhaldanna, og það eng- in smá brenna, á stærð við þriggja hæða hús er okkur sagt. Samræð- urnar beinast aö því hvernig safnað er til brennunnar og okkur eru sagð- ar nokkrar sögur í tilefni af því, um sára reynslu sumra í þeim efnum. Það er einmitt ein af minningum undirritaðs; um menn á vörubílum sem fóru um bæinn eins og eldur í sinu og hirtu allt sem hönd á festi. Að venju verður flugeldasýning, sem ekkert hefur verið til sparað að verði sem tilkomumest, því verslað verður við sama fyrirtæki og sér Tívolí í Kaupmannahöfn fyrir hrá- efni. Þá verður bjargsig að venju og Fiskhellarnir klifnir. Strengdur verður strengur þvert yfir dalinn, með ljósaskreytingu, sem gert er ráð fyrir að 12—1400 perur þurfi í. Þetta er einungis fátt eitt af því, sem til skemmtunar verður á þjóð- hátíðinni, samkvæmt þeim drögum að dagskrá sem okkur voru afhent, að lokinni skoðunarferðinni um há- tíðarsvæðið í Herjólfsdal, en þá var farið inní bæinn, þar sem þjóðhátíð- arnefndin bauð blaðamönnum til hádegisverðar. í ljós kom að þrjár hljómsveitir hafa verið fengnar til að sjá um danstónlistina á hátíð- inni, en ýmsir aðrir munu taka lagið og láta í sér heyra. Þá verða íþrótta- viðburðir og skemmtiatriði ólíkustu tegundar, en það má segja að um samfellda dagskrá sé að ræða, frá því hátíðin er sett klukkan 14.00 á föstudaginn og þangað til henni er slitið, nema yfir blánóttina. Einkan- lega á þetta við um föstudaginn og laugardaginn, en heldur hægist um á sunnudeginum, enda þá farið að líða að lokum þjóðhátíðar. en henni lýkur á sunnudagskvöldinu. í tilefni af þjóðhátíðinni er gefið út sérstakt þjóðhátíðarblað. Það verður 80 síður að stærð að þessu sinni, með efni úr sögu eyjanna og um ýmislegt sem snertir Eyjamenn sérstaklega. Ritstjórn blaðsins ann- ast Árni Johnsen, en hann er einnig þjóðhátíðarþulur. Þá var að venju haldin samkeppni um þjóðhátíðar- lag. 12 tillögur bárust, en það lag, sem var valið, heitir „Það er hátíð í Herjólfsdal" og er eftir Sigurjón Ingólfsson og Snorra Jónsson. Fugl hátíðarinnar núna er rita, en sú venja hefur skapast, þegar Þór held- ur hátíðina, að velja sérstakan fugl sem einkennisfugl hennar. Eins og áður sagði, skiptast íþróttafélögin í Eyjum á um að standa fyrir þjóðhátíðinni, og hefur hátíðin með tímanum orðið ríkur þáttur í því hvernig þau fjármagna starfsemi sína. Aðgangseyri á hátíð- ina er mjög, stillt í hóf, að sögn for- ráðamanna hennar, miðað við fjölda þeirra skemmtiatriða sem boðið er upp á. Hann er 500 krónur á alla hátíðina og hækkar hann aðeins um eitt hundrað krónur frá því í fyrra, sem er töluvert minna en verðbólg- an hefur verið á sama tíma. Þessari kostnaðarlækkun er náð fram með auknu starfi sjálfboðaliða, sem og minni skattheimtu ríkisins. Flug- leiðir og Herjólfur verða með ferðir milli Eyja og lands, Herjólfur tvisv- ar á dag og flogið verður eins og þurfa þykir. Húsgagnaland er nú flutt úr Síðumúla 2 og mun \ framvegis verða til húsa r f Skeifunni 6 undir sama * þaki og Stálhúsgagna- gerð Steinars. f Húsgagnalandi færðu eftir sem áður stálslegin stálhúsgögn í miklu úrvali, s.s. skrifstofu- og eldhúshúsgögn, borð og stóla fyrir samkomu- hús, skólahúsgögn o.m.fl. Við látum heyra betur frá okkur þegar sýning- araðstaðan verður full- frágengin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.