Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 1
44 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 178. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. írland: Verða tengsl saksókn- arans við mann sem er grunaður um tvö morð stjórninni að falli? Dyflinni, 16. agUHt. AP. ÍRSKI ríkissaksóknarinn, Patrick Connally, var kallaður heim úr sumarleyfi í New York í dag til ad gera Haughey forsætisráðherra grein fyrir dvöl manns, sem grunaður er um tvö morð, í ibúð hans. Hinn grunaði, Malcolm McArthur, var handtekinn i ibúð saksóknara sl. fóstudag, en daginn eftir brá Connally sér vestur um haf. Talið er að hneykslismál þetta kunni að verða minnihlutastjórn Haugheys að falli. Malcolm McArthur er 36 ára írskur atvinnuleysingi með há- skólapróf frá Cambridge. Daginn eftir handtökuna var hann ákærð- ur fyrir að hafa myrt 25 ára hjúkrunarkonu, Bridie Gargan, með því að berja hana með hamri þar sem hún lá og sólaði sig í skemmtigarði i Dyflinni 22. júlí sl. Stúlkan lézt af sárum sínum fjór- um dögum síðar. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa skot- ið til bana 26 ára gamlan bónda, Donald Dunne, en lík hans fannst í Offaly 25. júlí sl. Byssa fannst í íbúð Connallys þegar McArthur var handtekinn og þykir líkiegt að hún sé morðvopnið þótt lögreglan hafi enn ekki gefið yfirlýsingu um það. Þá er McArthur ákærður fyrir að hafa framið innbrot og fyrir að hafa verið með skotvopn í Killiney hinn 4. ágúst sl., en blöð i írlandi hafa það eftir ónafn- greindum lögreglufulltrúa að frá þeim degi hafi McArthur búið hjá Connally. Þeir Haughey forsætis- ráðherra og Connally eru aldavin- ir, en Connally er einn virtasti lög- fræðingur í írlandi. Vopnahlé á bláþræði. PLO-liði með rússneskan AK-47-riffil á eftirlitsferð í Vestur-Beirút í gær. Þrátt fyrir það að vopnahlé það sem komið var á sl. fimmtudag hafi ekki farið út um þúfur, er það rnjög Ótryggt. AP-símamynd Bandarísk skoðanakönnun: Utanríkis- stefnan veld- ur óánægju New Vork, 16. ágúst. AP. NÝJASTA skoðanakönnun NBC sýnir að fylgi Reagan Bandarikja- forseta fer um þessar mundir mjög þverrandi og er þar meðal annars um að kenna óánægju kjósenda með utanrikisstefnu og stefnu í fjármálum. Skoðanakönnunin, sem fór fram í síðustu viku, leiddi í ljós að 37 prósent aðspurðra telja að Reagan standi sig vel í starfi sínu sem forseti, en sömu spurn- ingu svöruðu 43 prósent kjósenda jákvætt í júnímánuði síðastliðn- um og 63 prósent á sama tíma á síðastliðnu ári. Mesti munurinn kemur þó fram í tölum þar sem rætt var um utanríkisstefnuna. Þar töldu 34 prósent kjósenda að hann stæði sig vel, en sama sinnis voru 42 prósent kjósenda í júnímánuði síðastliðnum og 46 prósent á sama tíma á síðastliðnu ári. Samningsgerð á lokastigi — PLO-menn farnir að tygja sig Beirút, 16. ágúnt. AP. ALLAR horfur eru á því að brottflutningur PLO-manna frá Beirút hefjist á laugardaginn kemur. Búizt er við því að samkomulag um tilhögun flutninganna verði birt á miðvikudaginn, en bandarískt herskip með 1.800 manna lið innanborðs er lagt af stað áleiðis til Miðjarðarhafs- botna. Samkvæmt óstaðfestum heimildum mun erlent gæzlulið, skipað 800 Bandaríkjamönnum, 800 Frökkum og 400 ítölum, hafa eftirlit með brottflutningi PLO-mannanna frá Beirút, en þeir eru um 7.100 talsins. ítalskur stjórnarerindreki, Franco Otteri, sagði í Beirút í dag að PLO- menn væru þegar farnir að sýna á sér fararsnið. „Við teljum okkur hafa vissu fyrir því að þeir séu á förum,“ sagði hann, „þeir eru farnir að pakka saman, í bókstaflegri merkingu og siðferðilega.“ Á höfrungi líf að launa l*erth, Ástralíu, 16. ágúst. AP. HÖFRUNGUR bjargaði 11 ára gömlum dreng frá árás hákarla eftir að hann hafði fallið útbyrðis af bretti nokkru er hann var að leika sér á og varð skyndilega umvafinn hákörlum, samkvæmt dagblaði í Perth í dag. Samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum mun höfrung- urinn hafa bjargað drengnum með nærveru sinni, þar sem útilokað sé að hákarlarnir hefðu nálgast hann með höfr- unginn sér við hlið. Drengurinn fannst ekki við fyrstu leit vegna mikils öldu- gangs, en þyrla kom síðar auga á hann úr lofti og vísaði bátum veginn þangað sem hann svamlaði við hlið höfrungsins, er hann virðist eiga líf sitt að launa. Wazzan forsætisráðherra Líb- anons sagði eftir klukkustundar fund með Habib sáttasemjara Bandaríkjastjórnar að samn- ingagerðin væri á lokastigi. „Mér er óhætt að fullyrða að tekizt hefur að jafna nær allan ágreining og varla annað eftir en að framkvæma það sem sam- ið hefur verið um.“ Helztu ráða- menn Líbanons ljúka miklu lofs- orði á Habib og telja að samn- ingar um brottflutning PLO hefðu aldrei getað tekizt nema fyrir vasklega framgöngu hans. Eftir því sem næst verður komizt felur samkomulagið í sér áætlun um að ljúka brottflutn- ingi PLO-manna frá Beirút á fimmtán dögum. PLO mun þá eftirláta líbönskum hersveitum bækistöðvar sínar og yfirgefa fyrst þær sem eru næst landa- mærum Israels, en í þessum bækistöðvum er vígbúnaður PLO mestur. PLO-mennirnir verða til bráðbirgða fluttir til Egyptalands, Jórdaníu og Sýr- lands, en þaðan verða þeir flutt- ir á áfangastaði sem enn er ekki fullráðið hverjir verða. ísra- elsmenn hafa ekki viljað fallast á að hið erlenda gæzlulið taki sér stöðu áður en brott- flutningurinn hefst, en í gær samþykktu þeir að 300 franskir hermenn mættu koma á vett- vang áður en fyrstu PLO- mennirnir yfirgefa landið. Þetta fyrsta gæzlulið mun standa vörð á brottfararstöðum, sem verða þrír, en PLO-menn verða fluttir sjóleiðina til Egyptalands og með bifreiðum til Sýrlands og Jórdaníu. Drottningarfjölskyldan brezka er nú 1 sinni árlegu sumardvöl í Balmor- al-kastala í Skotlandi. Þangað komu í gær Karl og Díana, með Vilhjálm litla, en þetta er í fyrsta skipti sem sveinninn ungi fer í ferðalag. Farkost- urinn er einkaþota Elízabetar drottningar, en Filippus drottningarmaður var samferða krónprinsfjölskyldunni. „Gestapó, Gestapó“ hrópaði fólkið þegar vatnsdælur lögreglunnar fóru í gang Varsjá, 16. ágúst. AP. LÖGREGLAN í Varsjá leysti í dag upp mótmælasamkomu á Sigurtorgi í mið- borginni með því að dada köldu vatni á um 300 manns sem þar krupu í kringum minnismerki og sungu sálma. Þegar vatnið tók að streyma úr hinum öflugu dælum, lét mannfjöldinn háðsglósur dynja á lögreglunni og hvað eftir annað var kallað í kór: „Gestapó, Gestapó." Táragasi var beitt til að stökkva á flótta unglingum sem þustu um i smáhópum í miðborginni eftir að dimma tók, hróp- andi slagorð, og samkvæmt síðustu fregnum frá Gdansk, var fjölmennt lögreglulið þar í óða önn að reyna að handsama unglinga sem hrópuðu ókvæðisorð og voru með ólæti í ná- munda við minnisvarða um fallna verkamenn. Leiðtogar Samstöðu höfðu skorað á almenning að hefja í dag „óvenju áberandi“ aðgerðir til að mótmæla herlögunum, en um þessar mundir eru tvö ár liðin síðan verkalýðshreyf- ingin í landinu hóf skipulagða starf- semi. Búizt er við áframhaldandi mótmælum á næstunni og er óeirða- lögreglan, sem starfrækt er í helztu borgum landsins, greinilega við öllu búin. Það vakti athygli að á Sigurtorginu í Varsjá í dag var mikið af gömlu fólki, og þegar vatnsaustur lögregl- unnar var afstaðinn, sneri sumt af því til baka til að sækja sér blóm úr blómabeði sem myndar mikinn kross á torginu. Áður en skrúfað var frá vatninu gaf lögreglan þrjár viðvaran- ir, en mannfjöldinn sinnti þeim í engu. Meðal sálma sem sungnir voru, var stæling á pólska þjóðsöngnum í anda Samstöðu, og kemur nafn Lech Walesa m.a. fyrir í þeim kveðskap. Þegar líða tók á daginn fjölgaði mjög á staðnum og er talið að þegar flest var hafi verið þar um þúsund manns, en lögreglan hafði sig ekki frekar í frammi, enda var samræmdum að- gerðum þá lokið. Jarúzelskí, hershöfðingi, æðsti valdamaður í Póllandi, er kominn suður á Krímskaga til að njóta sam- vista við Brésneff, forseta Sovétríkj- anna, en hinn síðarnefndi á þar sumarbústað. Jarúzelskí tjáði Brésn- eff það m.a. í dag, að „neðanjarðar- hreyfing með andbyltingaráform, studd af Bandaríkjastjórn" héldi gangandi kreppunni í Póllandi, að því er TASS kunngjörði í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.