Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. a mánuði innenlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Farseðlar til Stykkishólms Alþýðubandalagið stendur nú frammi fyrir hugmyndum um verulega skerðingu verðbóta á laun, til viðbótar þeirri skerðingu, sem nýgerðir samningar við ASÍ (2,9%) og Ólafslög (um 2%) fela í sér. Ef stjórnarliðar ná saman um efnahagsaðgerðir, sem verða þá kunngerðar í og samhliða væntanlegum bráðabirgðalögum, benda líkur til þess, að þær feli í sér verulega launaskerðingu, sem komi til framkvæmda 1. desember eða 1. janúar nk. Alþýðubandalagið hafði hönd í bagga með miklum darrað- ardansi í íslenzkum þjóðarbúskap 1978, meðal annars ólög- legum verkföllum og útflutningsbanni á framleiðslu sjávar- útvegs, vegna verðbótaskerðingar á laun, sem þá var gripið til sem liðar í heildstæðum verðbólguhömlum. Verðlag var hér stöðugt í rúman áratug viðreisnar (1959—1971). Verðbólga var nálægt 5% er viðreisnarstjórnin fór frá. Vinstri stjórnin 1971—1974 skilaði hinsvegar milli 50—60% verðbólgu í þjóðarbúið. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar 1974—1978 tókst að ná þessari verðbólgu niður í 26% í upphafi árs 1977. Verðbólgan tók hinsvegar nýjan vaxtarkipp í kjölfar óraunhæfra kjarasamninga það ár. Við- námsaðgerðir, sem gripið var til 1978, fólu m.a. í sér nokkra verðbótaskerðingu. Þá aðgerð nýtti Alþýðubandalagið sér til þeirra skemmdarverka í þjóðarbúskapnum, sem þá vóru unnin. Hver man ekki slagorð eins og „samningana í gildi" og „kaupránslög", — óíöglegu verkföllin og útflutningsbannið?! Annað mál er, að eftir að Alþýðubandalagið komst í ríkis- stjórn 1978, en síðan hefur það setið stanzlaust við stjórnvöl- inn á þjóðarskútunni, ef undan eru skildir nokkrir mánuðir skammtímastjórnar Alþýðuflokksins, hefur verið gripið tíð- ar inn í gildandi kjarasamninga en í nokkurn tíma annan. Og enn er Alþýðubandalagi boðið til sömu veizlunnar, sem virð- ist orðinn fastur dagskrárliður íslenzks ráðherrasósíalisma. Alvarlegur ágreiningur er í Alþýðubandalaginu vegna þeirrar launaskerðingar, sem efnahagstillögur á stjórnar- heimilinu fela í sér. Þrastarkór Alþýðubandalagsins, sem lögheimili hefur í fjármálaráðuneytinu, þenur brjóst og sperrir stél í þágu framhaldslífs stjórnarinnar, hvað svo sem það kostar. Ráðherrasósíalismanum verður að bjarga! Önnur öfl í flokknum telja þegar nægilega trosnuð tengslin við „verkalýðsarm" flokksins — og óttast viðbrögð ASÍ og BSRB. Á meðan Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, þingar með öðrum fyrirmönnum um meiri kaupskerðingu, eins og það hét á máli Alþýðubandalagsins 1978, heyrist lítið í Ásmundum og Guðmundum verkalýðshreyfingarinnar. Það fara ekki einu sinni sögur af því að þeir hafi keypt sér farseðla til Stykkishólms, sem fyrr á tíð þóttu háttvís mót- mæli gegn ráðherrasósíalisma, þegar hann rak hornin í kjör launafólks. Þaðan af síður eru hafðar uppi kröfur um „samn- inga í gildi". Það gamla og góða orð, „kaupránsstjórn", er löngu týnt og tröllum gefið. Og var einhver að tala um verkfall eða útflutningsbann?! Það er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi þó að hentistefnuflokkur, eins og Alþýðubandalagið, breyti þvert á heit sín og „hugsjónir". Hið gagnstæða teldist frekar til tíðinda. En lítil eru geð guma, þeirra sem létu Alþýðubanda- lagið nota sig til óhæfuverka á íslenzkum vinnumarkaði 1978, að mæta því nú með samþykkjandi þögn, sem þá var talið flestu verra. I dag reynir á kokvídd Alþýðubandalagsins þegar ríkis- stjórnin kemur saman til að freista þess að ná saman um einhverskonar stefnumörkun og aðgerðir í vandamálum þjóðarbúsins. Spurningin er, hvort flokkurinn gleypir enn og aftur kosningafyrirheit sín frá 1978. Æfingin skapar meist- arann, segir máltækið. Eða, — hvort þingflokkur Alþýðu- bandalagsins efnir sem heild til Stykkishólmsferðar — út úr stjórnarsamstarfinu. Skríðuföll eftir rigningar á Siglufirði: Heyrðum miklar drunui ofan okkur og síðan kon — segir Ágúst Stefánsson bæjarverkstjóri sem var við vinn „Við vortim í skuröi ofan við hús Sigurðar Hlöðverssonar en forðuðum okkur þegar viö heyrðum miklar drunur beint fyrir ofan og síðan kom stór skriða sem fór yfir skurðinn þar sem við höfðum staðið," sagði Ágúst Stefánsson, bæjarverkstjóri á Siglufirði, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fjórar aurskriður féllu á Siglufirði í um morguninn og nóttina áður. Ágúst var í gærmorgun við vinnu á samt 3 öðrum bæjarstarfs- mönnum við að veita vatnsflaumn- um, sem kom ofan úr hlíðinni, í niðurföll og að hreinsa frá ristum til að verjast skemmdum af völdum vatnsins. Á slaginu klukkan 8 heyrðu þeir miklar drunur uppi í fjallinu fyrir ofan sig og síðan kom fyrsta aurskriðan. Hún kom úr Hafnarfjalli, fór ofan í mjótt gil og spýttist með feiknarlegum krafti út úr gilinu, 100— 200 metra breið. Þegar hún kom út úr gilinu dreifð- ist hún en 20—25 metra breið læna hélt áfram og fór að íbúðarhúsi, yf- ir óbyggða lóð og yfir Suðurgötu. Gatan lokaðist en 1—1 '/2 metra lag af aur og grjóti var á henni á um 20 metra kafla. Húsið sem varð fyrir skriðunni, hús Sigurðar Hlöðverssonar, skemmdist ekkert en aurinn náði uppá miðja veggi á norðurhlið og suður eftir vesturhlið en lóðin er meira og minna ónýt. Önnur skriðan kom um hálf níu leytið. Þá kom stór skriða sem stoppaði uppi í hlíðinni, safnaði þar í sig vatni og eftir 10—15 mínútur sprakk hún fram með feiknaafli. Bæjarstarfsmennirnir höfðu þá grafið skurð til að verja húsið sem var í mestri hættu. Þriðja aðal- skriðan kom síðan um hálf tíu og sú síðasta kom í hádeginu. Síðasta skriðan var mest vatn og grjót og gærmorgun eftir miklar rigningar þá fór niður um allt hverfið fyrir neð- an. Ágúst Stefánsson sagði að þetta væru sannkallaðar náttúruhamfar- ir, fleiri þúsundir, ef ekki tugir þús- unda, rúmmetra af jarðvegi hefðu færst til uppi í fjallinu. Hann sagð- ist hafa farið þarna uppeftir í gær og hefðu miklar breytingar orðið í fjallinu í þessum skriðuföllum. Ág- úst sagði að fólk hefði ekki beinlínis verið í hættu statt en hann hefði samt ekki þorað annað en að vara það fólk við, sem býr í 12 húsa hverfi þarna næst fyrir neðan, og yfirgáfu nokkrir hús sín vegna þessa. Sigurður Hlöðversson, tækni- fræðingur hjá Húseiningum hf., sem á íbúðarhúsið sem skriðan féll á, sagðist í samtali við Morgunblað- ið í gær, hafa verið að heiman í gærmorgun, en aðkoman hefði ver- ið ljót þegar hann kom heim. Skrið- an lá að húsinu og var upp á miðjan vegg á norðurhlið hússins og rétt suðureftir vesturhlið þess. Hún fór inn í innkeyrslu og yfir lóðina sem Sigurður var nýbúinn að þekja. Húsið er timbureiningahús og sagði Sigurður að það hefði staðist og ekkert farið inn í það. í gær var unnið við að opna Suð- Meðfylgjandi myndir af aurskriðunni tók Steingrímur Kristinsson í gær. urgötu og var það margra tíma verk með stórvirkum vinnuvélum. Ágúst Reykjavíkurmót barnanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.