Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 34
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
SUNNLENSKIR hestamenn
héldu um helgina stórmót i
Hellu á Rangárvöllum. Eru slík
mót ávallt haldin þegar ekki er
fjóróungs- eða landsmót á suður-
landi. Vlótsstörf hófust á föstu-
dag með dómum á kynbótahross-
um. Veður var frekar óhagstætt á
sunnudag en þá rigndi linnulaust
allan daginn og kom þetta í veg
fyrir góðan árangur á kappreið-
um þann daginn. Mikil þátttaka
var í öllum greinum mótsins og
má nefna að alls voru skráðar í
kynbótasýninguna fjörutíu og
sex hryssur sem einstaklingar
auk þess sem einn stóðhestur og
hryssa voru afkvæmasýnd.
Stóðhesturinn sem hér um
ræðir er Gustur 742 frá Krögg-
ólfsstöðum. í dómorði um hann
segir meðal annars: „Gustur
742 er nothæfur og býr yfir
þeirri kynfestu að geta gefið
góð meðalhross bæði hvað
snertir byggingu og hæfileika."
í einkun hlaut hann 7,73 og
önnur verðlaun.
Gustur er undan Herði 591
frá Kolkuósi og Öldu 3244 en
eigandi er Hrossaræktarsam-
band Suðurlands. Hryssan sem
sýnd var með afkvæmum heitir
Sóta frá Laugardælum. Hún er
undan Herði 591 og Stjörnu
2866 en eigandi er Kjartan
Ólafsson, Hlöðutúni. í dóms-
orði um Sótu segir meðal ann-
Stórrigning á
ars: „Sóta er rakin reiðhesta-
móðir,“ en hún hlaut í einkunn
8,01 og þar með I. verðlaun. Af
einstaklingssýningunni er það
að segja að þrjár hryssur náðu
fyrstu verðlaunum og er það
betri árangur en á fyrri stór-
mótum. Einnig er hlutfall
sýndra hryssna sem komust í
ættbók talsvert hærra nú en
áður og sýnir það að hestaeig-
endur gera sér betur grein
fyrir hvað sé sýningarhæft og
hvað ekki.
I gæðingakeppnina voru
skráðir til leiks þrjátíu og
fimm hestar frá níu hesta-
mannafélögum sem stóðu að
mótinu. Að venju var Skúli
Steinsson atkvæðamikill í gæð-
ingakeppninni og var hann
með efsta hest í B-flokki og
annan og þriðja hest í A-flokki.
Voru einkunnir þokkalegar hjá
efstu hestum.
Á kappreiðum náðust ágætir
tímar í flestum greinum og bar
þar hæst árangur tveggja
hesta. Villingur skeiðaði 250
metrana á 22,7 sek. og eru það
ávallt tíðindi þegar hestur
skeiðar undir 23,0 sek. Hefur
Villingur verið í sérflokki á
þessari vegalengd og unnið
flestar kappreiðar sem hann
hefur keppt í. Einnig náði
Fengur góðum árangri í brokk-
inu en nú var keppt í átta
hundruð metra brokki en ekki
þrjú hundruð metrum eins og
verið hefur í tísku í sumar.
Tími Fengs var 1:40,2 mín. sem
er mjög góður árangur því
brautin á Hellu er frekar erfið,
bæði laus í sér á kafla og
beygjan kröpp. í 250 metra
stökki sigraði Hylling engum á
óvart og er hún ósigruð nú í lok
keppnistímabilsins auk þess
sem hún setti eitt íslandsmet
um daginn sem enn er að vísu
óstaðfest. Spóla sigraði eftir
jafna keppni í 350 metrunum,
var hún sekúndubroti á undan
næstu hestum og voru þeir í
kappreiðadómnefndinni ekki
öfundsverðir að þurfa að skera
úr um röð hesta í öðru til
fimmta sæti svo jafnir sem
þeir voru. Góðir tímar náðust í
150 metrunum en þar sigraði
mikið vekringsefni, Ásaþór frá
Spóla sigrar bér í 350 metrunum en keppinautarnir fylgja fast i eftir allir
í einni kös.
Kirkjubæ, á 15,1 sek. Lakastir
voru tímarnir í 800 metrunum
og er það ekkert nýtt því
keppni á þessari vegalengd hef-
ur hvorki verið fugl né fiskur
miðað við fyrri ár. Á það
bæði við um tímana og keppn-
ina og virðist sem hestar í
þessari vegalengd séu hrein-
lega búnir og tími kominn til
að fara að endurnýja hesta-
kostinn.
í heild sinni var þetta ágætt
mót, framkvæmd góð og mót-
inu lokið á skikkanlegum tíma
þrátt fyrir erfiðar aðstæður
þar sem veðrið var. Töluverðar
tafir urðu á laugardag í undan-
rásum kappreiða þegar einn
knapi féll af baki þegar hestar
voru ræstir og var keppni
stöðvuð meðan beðið var eftir
sjúkrabíl og lækni. Sem betur
fór reyndist knapinn lítið sem
ekkert meiddur og mætti til
leiks á sunnudag galvaskur og
hleypti eins og ekkert hefði í
skorist.'
En úrslit urðu sem hér segir:
A flokkur gæóinga:
1. Nökkvi frá Hátúnum, eÍKandi Kári
Jensson, knapi Jóhannes Kjartansson,
einkunn 8,21.
2. Rauði-Núpur frá Ljósafossi. eigandi
og knapi Skúli Steinsson, einkunn 8,17.
3. FramtíÖ frá Eyrarbakka, eigandi og
knapi Skúli Steinsson, einkunn 8,17.
B-flokkur gæöinga:
1. Kjarvai frá Vindheimam., eigandi og
knapi Skúli Steinsson, einkunn 8,44.
2. Hrímnir frá Kílhrauni, eigandi Jó-
hann B. Guömundsson, knapi Gunnar
Ágústsson, einkunn 8,28.
3. Háfeti frá Miðsitju, eigandi Þorvaldur
J. Kristinsson, knapi Einar ö. Magnús-
son, einkunn 8,23.
Lnglingakeppni 13—15 ára:
1. Valgerður Gunnarsdóttir á Hrolli,
einkunn 8,44.
2. Jóhannes Hauksson á Eik, einkunn
8,42.
3. Guðmundur Sigfússon á Dreyra, ein-
kunn 8,18.
línglingakeppni 12 ára og yngri:
1. Annie B. Sigfúsdóttir á Blakk, ein-
kunn 8,45.
2. Haraldur Snorrason á Eðal, einkunn
8,45.
3. Ragna Gunnarsdóttir á Hemru, ein-
kunn 8,25.
150 metra skeið:
1. Ásaþór frá Kirkjubæ, eigandi Fríða
Steinarsdóttir, knapi Sigurbjörn Bárð-
arson, tími 15,1 sek.
2. Torfi frá Hjarðarhaga, eigandi Hörð-
ur G. Albertsson, knapi Sigurbjörn
Bárðarson, tími 15,4 sek.
3. Júpiter frá Borgarfirði, eigandi og
knapi Sigurbjörn Bárðarson, tími 15,5
sek.
250 metra skeið:
1. Villingur frá Möðruvöllum, eigandi
Hörður G. Albertsson, knapi Aðalsteinn
Aðalsteinsson, tími 22,7 sek.
2. Börkur frá Kvíabekk, eigandi Ragnar
Tómasson, knapi Tómas Ragnarsson,
Stórmóti“
i
fengur hreinlega stakk keppinauta sína af í 800 metra brokkinu og hefði
hann vafalaust náð betri tíma ef hann hefði fengið einhverja keppni.
Ljómn. VK.
tími 23,2 sek.
3. Þór frá Kvíabekk, eigandi Þorgeir
Jónsson, knapi Sigurður Sæmundsson,
tími 23,4 sek.
250 metra stökk:
1. Hylling frá Nýja-Bæ, eigandi Jóhann-
es Þ. Jónsson, knapi Jón Ó. Jóhannesson,
tími 18,8 sek.
2. Örn frá Uxahrygg, eigandi Hörður G.
Albertsson, knapi María Dóra Þórar-
insdóttir, tími 19,0 sek.
3. Aron frá Garöshorni, eigandi Jóhann-
es Þ. Jónsson, knapi Jón Ó. Jóhannesson,
tími 19,0 sek.
350 metra stökk:
1. Spóla frá Neðri-Brunná, eigandi
Hörður Harðarson, knapi María Dóra
Þórarinsdóttir, tími 25,0 sek.
2. Tvistur frá Götu, eigandi Hörður G.
Albertsson, knapi Arna Rúnarsdóttir,
tími 25,1 sek.
3. Don frá Hofstöðum, eigandi Guðríður
Hallgrímsdóttir, knapi Anna Dóra
Markúsdóttir, tími 25,1 sek.
800 metra stökk:
1. Örvar frá Hjaltastöðum, eigandi Rób-
ert Jónsson, knapi Anna Dóra Markús-
dóttir, tími 61,7 sek.
2. Snarfari frá Ármóti, eigandi Berg-
þóra Jónsdóttir, knapi Jón ó. Jóhann-
esson, tími 63,1 sek.
3. Þróttur frá Miklabæ, eigandi Sigur-
björn Bárðarson, knapi María Dóra Þór-
arinsdóttir, tími 63,2 sek.
800 metra brokk:
1. Fengur frá Ysta-Hvammi, eigandi
Hörður G. Albertsson, knapi Sigurbjörn
Bárðarson, tími 1:40,2 mín.
2. Trítill frá Skagafirði, eigandi Jóhann-
es Þ. Jónsson, knapi Jón Ó. Jóhannesson,
tími 1:47,9 mín.
3. Hylur frá Bergþórshvoli, eigandi og
knapi Vilhjálmur S. Bjarnason, tími
1:52,7 mín.
Hryssur fjögurra vetra:
1. Harpa frá Kúskerpi. F: Kuldi frá
Borgarhóli. M: frá Kúskerpi, eigandi
Þormar Andrésson, knapi Þorvaldur
Ágústsson, einkunn 7,73.
2. Skeifa frá Gamla Hrauni. F: Brún-
blesi 943. M: Halastjarna 4000, eigandi
Einar Magnússon, knapi Rúna Einars-
dóttir, einkunn 7,54.
3. Snekkja frá Oddgcirshólum. F: Sörli
653. M: Gulltoppa, eigandi Magnús Guð-
mundsson, einkunn 7,52.
Hryssur fimm vetra:
1. Kolbrá frá Kjarnholtum. F: Hrafn
802. M: Glókolla, eigandi Kristín Þor-
steinsdóttir, knapi Páll B. Pálsson, ein-
kunn 8,04.
2. Pamilla frá Efri-Brú. F: Hrafn 802. M:
Perla frá Efri-Brú, eigandi Böðvar Guð-
mundsson, knapi Sigvaldi Ægisson, ein-
kunn 8,00.
3. Lóa frá Stóra-Hofi. F: Náttfari 776. M:
Tóa, eigandi Sigurbjörn Eiríksson,
knapi Albert Jónsson, einkunn 7,84.
Hryssur sex vetra og eldri:
1. Hnallþóra frá Stykkishólmi. F:
Glanni 917. M: Þota 3201, eigandi Þor-
keli Bjarnason, knapi Þorkell Þorkels-
son, einkunn 8,01.
2. Gletta frá Langholti. F: Rauður frá
Skáney. M: Eldri-Gletta, eigandi Vignir
Júlíusson, knapi Jóhannes Kjartansson,
einkunn 7,92.
3. Lobba frá Seyðisfirði. F: Bleikur frá
Skuggahlíð. M: Ljónslöpp frá Ketilsstöð-
um, eigandi Hafsteinn Steindórsson,
einkunn 7,86.
V.K.