Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 17 Móðir Theresa bjargar 37 börn- um úr V-Beirút Líbanon, 16. igúst. AP. MÓÐIR Theresa brosti breitt til stríðshrjáðra barna er hún kom í geðsjúkrahús sem hefur orðið illa úti í árásum i Vestur-Beirút á laugardag og tók að faðma þar börn er hennar biðu í einni þvögu á gólfinu. Eftir meira en tveggja mánaða loftárásir ísraela, sem hafa eyði- lagt og jafnað við jörðu stóran hluta sjúkrahúss sem er innan flóttamannabúða Palestínu- manna, var 37 börnum, sem eru líkamlega og andlega fötluð, bjargað og farið var með þau yfir á svæði sem ekki eru innan árás- arsvæða Israela. Móðir Theresa hvíslaði hugg- andi orðum í eyru hinna hrjáðu barna sem eru á aldrinum 7 til 21 árs, en síðan tóku starfsmenn Rauða krossins að aðstoða hana við að bera börnin út í bifreiðir sem voru tilbúnar fyrir utan húsið með hvítan fána við hún ásamt fána Rauða krossins. Börnin voru síðan flutt í skóla í Austur-Beirút, sem móðir Theresa stofnaði fyrir tveimur árum. Móðir Theresa kom til Líbanon á miðvikudag eftir að hafa fundað með Jóhannesi Páli II páfa, og hefur verið að kanna ástand í skólum þeim er hún rekur ásamt systrum þeim er hún starfar með. Spítali þessi í Vestur-Beirút þar sem börnin höfðu aðsetur, er stað- settur nálægt höfuðstöðvum Yass- er Arafat í borginni og varð þar af leiðandi mjög illa úti í skotárásun- um. Tvær efstu hæðirnar eru gjör- samlega ónýtar eftir árásirnar og aðrir hlutar hússins eru mjög illa farnir. Aðspurð um það sem hún sá í Vestur-Beirút sagði Móðir Ther- esa: „Ég hef aldrei verið á víg- stöðvum áður, en ég hef áður séð dauða og hungur. Ég var að spyrja mig í huganum hvað þeir væru að hugsa meðan á þessu stæði, en ég get ekki skilið þetta. Allt eru þetta börn Guðs.“ Móóir Teresa, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels um árið, er í Líbanon um þessar mundir, en það var Jóhannes Páll páfi II sem sendi hana þangað. Á laugardaginn fylgdi hún 37 vangefnum börnum þegar þau voru fluH úr sjúkrahúsi í V-Beirút, þar sem ástandið er verst eftir bardagana að undan- förnu, yfir í austurhluta borgarinnar þar sem öryggi þeirra á að vera borgið. AP-8Ímmmynd Bretland: Fuglaverndunarmenn eitra fyrir máva KONUNGLEGA fuglaverndunarfé- lagið eitrar árlega fyrir hundruð sjófugla af ásettu ráði, segir í The Observer sunnudaginn 15. ágúst þar sem kynnt er starfsemi þess. Félagið tilkynnti um þessar fyrirætlanir sínar áður en það hóf starfsemi fyrir tólf árum, en mikið hefur verið rætt um þenn- an þátt í starfsemi þess að und- anförnu þar sem dráp þetta skað- ar óneitanlega ímynd þess út á við og baráttu þess við landeig- endur sem felst í því að fá þá til að hætta að eitra fyrir sjaldgæf- ar fuglategundir. Tilgangur með þessu drápi er að bjarga sjaldgæfum tegundum með því að fækka þeim algengu sem hina ætla að kaffæra. Það sem félagið gerir síðan er að eitra fyrir nokkrar mávateg- undir á litlum eyjum í þeim til- gangi að gefa öðrum sjaldgæfari meira rúm. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. í gegnum árin hefur mávum fjölgað á kostnað kríunnar. Máv- ar þrífast á ýmiss konar úrgangi og hafa því gnægð til matar í N-Atlantshafi, og er álitið að þeim muni fjölga gífurlega á þeim slóðum á þessari öld. Kríurnar eru trúlega sú fugla- tegund sem hvað mest hefur liðið fyrir þessa gífurlegu fjölgun má- vanna. í ár eru aðeisn u.þ.b. 2.000 hreiður hinnar róslitu kríu, sem gengur undir nafninu „sjógleyp- ir“, í Bretlandi en á sjötta ára- tugnum voru þau um 7.000. Astæðan fyrir þessu er sú að mávarnir hafa látið svo hressi- lega til sín taka á þeim slóðum þar sem kríurnar eru vanar að verpa og eru komnir þangað sex vikum á undan kríunni. Þeir berj- ast síðan hatrammri baráttu við kríuna og hafa í flestum tilvikum yfirhöndina. * Þessi mynd var tekin í Sundahöfn fyrir skömmu er þessari stóru jarðýtu var ekið um borð i eitt af skipum Eimskipafélagsins. Mun þetta í fyrsta sinn, sem jarðýtu er komið um borð í skip með þessum hætti. Húsgögn í barna- og unglingaherbergi Aðeins 1000 út 1000 á mán Geymíð þessa auglýsingu Bekkur 105 og hillur 226. Tsg. 2024. Bekkur + hilla + klaaðaakápur akúffuak. Teg. 2033. Skápur m/akrifb. ♦ bökaakápur. Teg. 2037. Geysilegt úrval - Myndalistar - Góð kjör, lágt verð. HUSGÖGN ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ HVSEAGNABÖLLIN BlLDSHÖFOA 20-110 REYKJAVIK 9 91-61199 og 61410 lAMISWOMSTA okkar pakkar og sendlr hvert á land sem er. I sima 91-81410 færðu upplýsingar um verð, gæðí og afborgunarkjör. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.