Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 44
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 ■■ AC • fslandsmeistarar Fram í fjoröa Dokki eftir sigurinn á Val. Fyrirlióinn, Páll Grirasson, er með bikarinn fyrir miðri mynd í fremri röð og Arnljótur Davíðsson, sem skoraði sigurmarkið, er fjórði frá vinstri í aftari röð, við hlið Jóhannesar Atlasonar þjálfara. Mynd Reynír Eiríknnon. Valur meistari í fimmta flokki Úrslitakeppni 5. flokks var í Keflavík um helgina. Hófst keppnin þar á fimmtudaginn og var leikið í tveimur riðlum eins og hjá 4. flokki á Akureyri. Valsarar tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn, en l’róttarar urðu i öðru sæti. Kn lítum fyrst á úrslit leikja í riðlakeppninni. A-riðill: ÍBK - Vaiur KR — Þór Akureyri Valur — Þór ÍBK - KR Þór - ÍBK KR - Valur B-riðill: Súlan — Þróttur R. 1- 3 1-1 1-0 2- 8 5-4 0-0 0-6 Þór V. — Stjarnan 0—5 Þróttur — Stjarnan 4—3 Súlan — Þór V. 2—0 Þór V. — Þróttur 1—5 Stjarnan — Súlan 5—0 Keflvíkingar urðu í 7. sæti, þeir sigruðu Þór V. 4—1 (2—0) í leik um það sæti og Þór frá Akureyri hafnaði í 5. sæti eftir 4—0 sigur á Súlunni. Til úrslita um 3. sætið léku KR og Stjarnan. Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur og sýndu ungu mennirnir oft ótrú- lega knattleikni á blautum og þungum vellinum. Fyrri hálfleikur • Hér eru íslandsmeistarar Vals í fimmta flokki eftir úrslitaleikinn gegn Þrótti á sunnudaginn. var markalaus þrátt fyrir mörg tækifæri beggja liða. A 33. mín. skoraði svo Ásgeir Jónsson fyrir KR. Stjörnumenn sóttu mjög stíft eftir markið en KR-ingar vörðust vel með mark- vörðinn Kjartan Briem sem besta mann. Á 50. mín. innsiglaði svo Hörður Felix Harðarson sigur KR með glæsilegu marki af 20 metra færi. Til úrslita léku svo Valur og Þrótt- ur. Þróttarar hófu leikinn með mikilli sókn en Valsmenn urðu þó fyrri til að skora. Upp úr skyndi- sókn komst Ótthar Edvardsson einn inn fyrir vörn Þróttar og skoraði af öryggi. Á 32 mín. jafnaði svo Herbert Arnarsson með góðum skalla eftir hornspyrnu. Á 49. mín. bætti Val- ur öðru marki við eftir gott lang- skot sem markvörður Þróttar varði en hélt ekki boltanum, fylgdi Einar Daníelsson vel á eftir og skoraði óverjandi fyrir markvörð Þróttar og tryggði með því marki Val íslandsmeistaratitilinn. Að leik loknum valdi dómnefnd, sem skipuð var af Knattspyrnuráði Keflavíkur, mann leiksins. Fyrir valinu varð Gunnlaugur Einars- son, Val, og fékk hann að launum fallegan bikar. Þjálfari Vals er Halldór Halldórsson. Vigdís/— SH. Skoraði með sinni fyrstu snertingu FÁTT virðist nú geta komið i veg I í knattspyrnu. Um helgina lagði liðið fyrir að Þróttur R sigri í 2. deildinni | FH að velli með fjórum mörkum Þórsarar tóku bæði stigin í Sandgerði Draumur Reynismanna um I. deildarsætið dofnaði verulega, ef hann hefur ekki slokknað, við að tapa 1—3 fyrir Þór frá Akureyri á laugardaginn. í hálfleik var staðan 0—2. Um leikinn er ekki hægt að segja mikið, knattspyrnulega séð var hann ekki stórbrotinn, og setti all- sterkur, nánast hliðarvindur mikinn svip á hann. Reynismenn hófu leikinn af miklum krafti, og sóttu eins mikið ef ekki meira í fyrri hálfleiknum, en gekk mjög erfiðlega að skapa sér marktækifæri. Það voru Þórs- arar sem sáu um markaskorunina og nýttu fullkomlega þau færi sem þeir fengu í hálfleiknum. Hið fyrra kom á 11. mín. og var Guð- jón Guðmundsson þar að verki, og Hafþór Helgason skoraði annað markið á 41. mín. Bæði mörkin komu eftir mikið sinnuleysi og varnarmistök Reynismanna. í síðari hálfleiknum var um nær látlausa sókn Reynis að ræða, þó voru það Þórsarar sem voru á undan að skora. Á 30. mín. hálf- leiksins skoraði Einar Arason þriðja mark Þórs. Reynismenn fundu aftur á móti ekki leiðina í markið, voru undarlega lagnir við að skalla eða skjóta beint í fang markvarðar, undantekið tvisvar er markvörðurinn þurfti að taka á honum stóra sínum og varði mjög vel. Loks á 32. mín. tókst Ómari Björnssyni að laga stöðuna fyrir Reyni er hann skoraði með skalla. Tveir Þórsarar fengu gult spjald og einn Reynismaður. — Jón gegn engu er leikið var i Hafnarfirði. Voru Þróttarar mjög sannfærandi og sigurinn mjög öruggur. í fyrri hálf- leiknum skoruðu Þróttarar eitt mark og var Daði Harðarson þar að verki. Eftir hléið voru Þróttararnir mjög ákveðnir og bættu þá þrem- ur mörkum við. Sverrir Pétursson skoraði annað markið, Rúnar Sverrisson það þriðja, og ungur nýliði í liði Þróttar, Haukur Magnússon, skoraði fjórða markið með góðum skalla eftir horn- spyrnu. Var Haukur nýkominn inn á fyrir Ásgeir þjálfara Elías- son, og skoraði hann með sinni fyrstu snertingu. Þróttarar hafa enn sem fyrr mjög örugga forystu í 2. deildinni, liðið hefur fimm stigum betur, en Þór Akureyri, sem er í öðru sæti. Öll liðin í deildinni hafa nú lokið 14 leikjum, og eiga því fjóra eftir. meistaratitilinn Framarar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í fjórða flokki annað árið i röð um helgina er úrslita- keppnin fór fram á Akureyri. Var það mál manna, að Framarar væru vel að titlinum komnir þar sem þeir hefðu verið með besta liðið í keppn- inni. Alls tóku átta lið þátt í úrslita- keppninni, og var þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli léku Fram, KR, FH og KA. Urslit leikja í riðlinum urðu þessi: KR-KA 4-0 FH - KA 4-2 Fram — KA 4—3 KR-FH 2-1 Fram — KR 5—0 Fram — FH 4—0 I B-riðlinum voru Valur, IBK, Þróttur N. og Stjarnan. Úrslit leikja í þessum riðli urðu: Þróttur N. — Stjarnan 3—2 ÍBK — Þróttur 2—1 Valur — Þróttur N. 3—1 Stjarnan — ÍBK 0—0 j Valur — Stjarnan 3—1 Valur - ÍBK 1-0 Framantaldir leikir voru leiknir á fimmtudag, föstudag og laug- ardag. Leikið var á þremur völl- um, Menntaskólavelli, KA-velli og Dagsbrúnarvelli, en allt eru þetta grasvellir. Á sunnudaginn voru síðan leiknir úrslitaleikirnir og fóru þeir allir fram á aðalleikvanginum á Akureyri. Fyrst léku KA og Stjarnan um 7. sætið og sigraði Stjarnan í þeim leik með þremur mörkum gegn einu. Þá léku Þrótt- ur N. og FH um 5. sætið, og lykt- aði þeim leik með jafntefli 1—1. Um 3. sætið léku KR og ÍBK og lyktaði þeim leik einnig með jafn- tefli, hvorugt liðið gerði mark. Til úrslita léku síðan Fram og Valur. Leikurinn var nokkuð góð- ur, og eru margir mjög efnilegir leikmenn í liðunum tveimur. Sýndu þeir oft á tíðum glæsitakta og meðal þeirra eru vafalítið hetj- ur framtíðarinnar. Leikurinn var mjög jafn, en Framarar þó ívið sterkari. Sigur- markið kom ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok, og gerði það markakóngur þeirra Framara, Arnljótur Davíðsson. Mikil þvaga hafði myndast fyrir framan mark Vals. Arnljótur kom þar aðvífandi og var ekkert að tvínóna við hlut- ina, heldur sendi knöttinn rakleitt í netið með miklu þrumuskoti. Glæsilegt mark hjá þessum stór- efnilega leikmanni, en hann hefur skorað mjög mikið fyrir liðið í sumar. Titillinn var því í höfn annað árið í röð, en nokkrir leik- menn eru í liðinu sem einnig léku með því í fyrra. Þjálfari piltanna er enginn annar en landsliðsþjálf- arinn Jóhannes Atlason, og var hann með liðið í fyrra líka. re/— SH. Mjög góður andi í hópnum hefði verið að koma til Akureyrar og taka þátt í úrslitakeppninni. Hann sagði að Framararnir hefðu verið á toppnum nú fyrir norðan, og leikið sína bestu leiki í sumar. Að sögn Páls æfir liðið þrisvar í viku, og oftast er einn leikur einn- ig á dagskrá í hverri viku, og væru strákarnir geysilega ánægðir með þjálfarann, Jóhannes Atlason. Væri þetta annað árið í röð sem hann gerði 4. flokk að meisturum. — Það er mjög góður andi í hópnum hjá okkur, og það hefur mjög mikið að segja að þessi kjarni er nú búinn að vera saman í nokkur ár, sagði þessi ungi fyrir- liði að lokum. re/— SH. • Ásgeir Elíasson hefur gert góða hluti með Þróttarliðið. Fyrirliði fjórða flokks Fram, Páll Grímsson, var náttúrulega mjög ánægður er blaðamaður náði tali af honum, enda nýbúinn að taka við Islandsmeistarabikarnum fyrir hönd félaga sinna. Hann sagði að mjög gaman Kærkomin stig til Þróttar N ÞAU voru kærkomin stigin sem Þróttur N fékk þegar þeir sigruðu Njarðvík 1—0 fyrir austan á laug- ardaginn. Það var Hörður Rafnsson scm skoraði mark Þróttar úr víta- spyrnu á 29. mín. eftir aö einn af varnarmönnum Njarðvíkur hafði handleikið knöttinn innan teigs. Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og gerðu harða hríð að marki Njarðvíkur. En aðeins eitt mark sá dagsins ljós og kom það út víti Harðar eins og áður sagði. I síðari hálfleiknum komu Njarðvíkingar miklu meira inn í leikinn, og voru þeir nokkrum sinnum nálægt því að jafna metin. En boltinn vildi ekki í mark heimamanna og sigur þeirra varð því staðreynd. Þetta var ágætur leikur, sérstaklega seinni hálfleik- urinn, sem bauð upp á mörg opin marktækifæri. Þróttarar voru heppnir að hirða bæði stigin í þessari viðureign, og geta þeir þakkað það markverði sínum, Ág- ústi Þorbergssyni, en hann varði oft mjög vel í leiknum. — Jóhann. Fylkir tapaöi á heimavelli FYLKISMENN, sem iðnir hafa ver- ið við að gera jafntefli í sumar, töp- uðu á heimavelli fyrir Einherja frá Vopnafirði um helgina. Skoruðu gestirnir eina mark leiksins aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok og var Páll Björnsson þar að verki, en hann hafði komið inn á sem vara- maður skömmu áður. Fylkismenn höfðu pressað mjög stíft að marki Austfirðinganna mest allan seinni hálfleikinn, en tókst ekki að skora. í öllum sókn- arþunganum gleymdu þeir hins vegar vörninni, og Páll nýtti sér það til hins ýtrasta á lokasekúnd- unum eins og áður sagði. Gunnar með tvö mörk á Húsavík Lið Skallagríms frá Borgarncsi gerði góða ferð til Húsavíkur um helgina er liðið lagði Völsung þar að velli í 2. deildinni. Úrslitin urðu 3—1, og verða þau að teljast sann- gjörn. Völsungar voru að vísu meira með boltann en komust lítt áleiðis gegn mjög sterkri vörn Borgnesinga. Skyndisóknir Skallagríms sköp- uðu ávallt hættu við mark heima- manna, en vörn Norðlendinganna var mjög slök í leiknum. Gunnar Orrason skoraði tvö af mörkum gestanna, það fyrra strax á 4. mín., en hið síðara á 56. mín. og var það síðasta mark leiksins. Björn Axelsson kom Skallagrími í 2—0 á 25. mín. en Jónas Hall- grímsson minnkaði muninn fyrir Völsung á 35. mín. með skalla eftir hornspyrnu. - KK/ - SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.