Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 32
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
tttmm
Ast er...
... ad slökkva á lampan-
um íyrir hana.
TM Rag. U.S. Pat. Ott.-all rlflhts rwarvad
• 1981 Los Anfl«l«s Tlmas Syndlcate
Er nauðsynlogt að drasla ferða-
töskunum einmitt á þessum tíma
sólarhringsins inn á herbergin hér
í hótelinu?
Leyfist mér að spyrja: Á forstjórinn
ógifta dóttur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Þorkell Hjaltason skrifar:
Undir slíkt jarðarmen
kommúnista mun meiri
hluti Alþingis aldrei ganga
Það varð strax ljóst við myndun
núverandi ríkisstjórnar, að þar
höfðu kommúnistar tryggt sér
einræðis- eða neitunarvald í ör-
yggis- og varnarmálum Islend-
inga, á þann veg, að ekki mátti
hyggj a flugstöð á Keflavíkurflug-
velli nema kommar samþykktu
það. Eg spyr, er það heilbrigt lýð-
ræði að minnihlutinn geti kúgað
meirihlutann undir vilja sinn og á
slíkt samkomulag nokkurn rétt á
sér lagalega séð. En auðvitað er
utanríkisráðherra dómbærastur
um það mál. Öll réttarvitund al-
mennings stríðir á móti þannig
lagaðri vitleysu. Nei, undir slíkt
jarðarmen kommúnista mun mik-
ill meirihluti Alþingis aldrei
ganga, hvað hátt sem „Glókollur"
hrín og galar um það mál.
Stjórnarliðar segja, að aldrei
hafi aðrir eins erfiðleikar steðjað
að þjóðarbúinu og nú, en eru menn
búnir að gleyma erfiðu árunum
1967 og 1968. Þá varð verðfall ís-
lenskra afurða erlendis miklu
meira en nú, og þó komst allt af,
já, af hverju, af því að á þeim ár-
um var allt önnur og viturlegri
stjórnarstefna viðhöfð en nú er.
Augljóst er að rangar stjórnarað-
gerðir eiga nú mesta sök á afkomu
og erfiðleikum í öllum atvinnuveg-
um landsmanna. Þarna eiga
stjórnarliðar sjálfir mesta sök á
þeim kröppu kjörum er nú þjaka
þjóðina mest. Þessum málum
verður ekki breytt í betra horf
fyrr en eftir að næstu alþingis-
kosningar hafa farið fram, sem
ekki verður síðar en á næsta ári.
Besti kosturinn væri að kostn-
ingar færu fram nú þegar, á
haustdögum á þessu ári, svo að
hreinar línur næðust á milli hinna
pólitisku flokka, og kommúnista-
einræðinu yrði þá endanlega aflétt
til frambúðar.
Það er fyrir löngu komið út í
fífldirfskuöfgar hvað kommúnist-
ar hafa hér mikil völd, og mál er
að linni. Sjálft fjöregg þjóðarinn-
ar, frelsið, sem öllu öðru er dýrm-
ætara, er í veði.
Þessa dagana fær pólska þjóðin
að reyna það, hvað frelsið er mik-
Þorkell Hjaltason
ils virði þegar allt sjálfstæði
þeirra er af þeim tekið og drepið í
dróma miskunnarlausra herlaga,
þar sem pyntingar og aftökur eru
daglegir viðburðir í fangabúðum
og þjóðfrelsishetja Pólverja, Lech
Walesa, er innilokaður í fúlum
fangaklefa. Frelsisþrá pólsku
þjóðarinnar verður aldrei kæfð
eða slökkt með kúgun, heldur mun
hún styrkjast og eflast við hverja
raun og vinna sætan sigur að lok-
um, það eitt getum við öll verið
viss um.
En að lokum varðandi flug-
stöðvarbygginguna á Keflavíkur-
flugvelli vil ég segja þetta: Utan-
ríkisráðherra þarf að beita sér
betur og af miklu meiri hörku en
hingað til. Já, berja hreinlega í
borðið og segja hingað og ekki
lengra. Lýðræði og réttlæti hafa
forgang í þessu máli. Þessi hlekk-
ur ykkar kommanna er þið hömr-
uðuð inn í stjórnarsamninginn,
sem óslítandi haldreipi mun
hrökkva, sem brunninn þráður í
höndum ykkar, þegar á reynir á
næsta stjórnarfundi, um þetta
flugstöðvarmál. Það þarf engan
fljúgandi fugl til að komast yfir
þennan stjórnarsamning. Þetta
umdeilda atriði samningsins er
dautt plagg og dottið upp fyrir að
mínu mati, ef lýðræði á að ríkja.
Einbeittur vilji meirihlutans án
nokkurrar linkindar við kommún-
ista á að mínum dómi aö gilda í
þessu máli. Vilji er allt sem þarf.
Og ég endurtek. Hvað sem „Gló-
kollur" segir og galar hátt og hrín
á móti flugstöðinni, — þá kemur
hún samt.
Fyrir-
hyggjusemi
Færeyinga
Fyrirhyggjusemi Færeyinga
gagnvart komandi kynslóð kem-
ur fram í takmörkun á fólks-
fjölda komandi kynslóðar, þar
sem öllum eru tryggð mannsæm-
andi kjör og mannréttindi. Það
er því engin fólksfjölgun fyrir-
huguð þar í landi án þess að viss
grundvöllur sé fyrir hendi.
Ferðamaður
Talið av barns-
burðum minkandi
Burðaravlnpið I f j*r var 9.9 fyri hverjar 1000
ibúgvar
Tað verða fadd alt faarrl og
Imrri barn 1 Faroyum 1 fjar
vóru aoatatt bert fadd 728
barn. aum ar tað aama aum
16,6 fyri hvarjar 1000
Ibúgvar. Talið av barnum
fadd a llvið «r .taðuRt
minkandi I 1966 vAru 967
barn fadd. og Uð er minkað
niður 1 743 I 1980 og aum
aagt 728 I fjar Fyri hvarjar
1000 ibúgvar er tahð falbð
frá 26 I 1966 tU 17,1 I 1980
og 16,6 I fjar
Talið av dcyðum I fjar
var 293, aum er 6.6 fyri
hvarjar 1000 fbúgvar Arið
frammanundan var talið
309 og 7,1 fyri hvarjar 1000
ibúgvar
havur 1 tlðarakeiðinum
1966 81 ligið um 6 til 8.
ultan nakra greiða helling
Burðaravlopið I fjar var
9.9 fyri hvarjar 1000 Ibúgv-
ar. og hetta var tað uma.
eum árið fyri Annara er
hetta talið minkað alðan
1966. tá burðaravlopið var
18.7 fyri hvarjar 1000
Ibúgvar. ruður I 9.91 ár
99% av allum barnaburð-
um I Faroyum fara nú frara
á ajúkrahúei
Av teimum 309, sum
doyðu 11980 vóru 183 menn
og 126 kvinnur. Deyðsor-
aekin var I 149 farum
hjarta og mðraa)úka og I 58
ferum krabbaajúka lleai
telini fyri 1981 eru ikki við I
Deyðtlttleikm Arsfrágraiðingini 1981.
im degum er út-