Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 17. AGUST 1982 Urslitin í einstökum flokkum mfl. karla Högg: 1. Sigurður Pétursson, GR (70 - 76 - 75 - 77) 298 2. Ragnar Ólafsson, GR (75 - 73 - 72 - 82) 302 3. Björgvin Þorsteinsson, GA (73 - 77 - 78 - 75) 303 4. Sveinn Sigurbergsson, GK (79 - 79 — 76 - 79) 313 5.-6. Magnús Jónsson, GS (83 - 76 - 76 - 80) 315 5.-6. Jón H. Guölaugsson, NK (82 - 74 - 75 - 76) 315 7. Magnús Birgisson, GK (85 — 81 - 75 - 76) 317 8. Oskar Sæmundsson, GR (83 - 76 - 79 - 81) 319 9. Óttar Yngvason, GR (80 - 85 - 79 - 78) 322 10.—11. Hilmar Björgvinsson, GS (82 - 74 - 85 - 81) 323 10.—11. Magnús I. Stefánss., NK (81 - 84 - 77 - 81) 323 mfl. kvenna Högg: 1. Sólveig Þorsteinsdóttir, GR (92 - 83 - 84 - 86) 345 2. Þórdís Geirsdóttir, GK (86 - 92 - 94 - 88) 360 3. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (85 - 90 - 100 - 94) 369 4. Kristín Pálsdóttir, GK (96 - 91 - 91 - 94) 372 5. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR (91 - 100 - 90 - 93) 374 1. fl. karla Högg: 1. Stefán Unnarsson, GR (85 - 78 - 77 - 80) 320 2. Sæmundur Páisson, GV (82 - 81 - 79 - 81) 323 3. Þórhallur Pálsson, GA (84-83-80-79) 326 4. Jóhann Benediktsson, GS (82 - 81 - 83 - 80) 326 5. Hálfdán Karlsson, GK (85-80-80-82) 327 6. Gunnar Þ. Finnbjörnsson, GR (88 - 81 - 77 - 83) 329 7. Jóhannes Árnason, GR (86 - 81 - 77 - 86) 330 8. Gísli Sigurðsson, GK (81-84-85-84) 334 9.—10. Kristinn Ólafsson, GR (81 - 87 - 83 - 86) 337 9.—10. Hilmar Steingrímss., NK (88 - 87 - 81 - 81) 337 1. fl. kvenna Högg: 1. Agústa Guðmundsdóttir, GR (88 - 90 - 98 - 93) 369 2. Jónína Pálsdóttir, GA (90 - 89 - 95 - 98) 372 3. Ágústa Dúa Jónsdóttir, GR (87 - 97 — 101 - 89) 374 4. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK (100 - 99 - 90 - 101) 390 5. Guðrún Eiríksdóttir, GR (97 - 94 - 105 - 99) 395 2. fl. karla 1. Ómar Kristjánsson, GR Högg: (93 - 81 - 83 - 89) 346 2. Jón Ó. Karlsson, GR (91-89-85-91) 356 3. Bergur Guðnason, GR (91 - 86 - 92 - 87) 356 4. Steinar Þórisson, GR (92 - 88 - 92 - 85) 357 5. Þorsteinn Geirharðsson, GS (93 - 92 - 89 - 85) 359 6. Sigurgeir Guðjónsson, GG (91 - 91 -, 87-91) 360 7. Jens Valur Ólason, NK (91 - 85 - 91 - 95) 362 8.-9. Stefán Halldórsson, GR (89 - 86 - 90 - 98) 363 8.-9. Sigurður Runólfsson, NK (97 - 86 - 90 — 90) 363 10.—11. Haraldur Friðrikss., GSS (91 - 89 - % - 91) 367 10.—11. Ágúst Húbertsson, GK (95 - 91 - 90 - 91) 367 Keppni í öðrum flokkum: Sólveig varði tit- ilinn af öryggi *>* ÞRÁTT fyrir afleita byrjun í ís- landsmótinu sigraði Sólveig Þor- steinsdóttir, meistarinn frá í fyrra, með miklum yfirhurrtum í meistara- flokki kvenna. Hún var í 4. sætinu eftir fyrsta daginn, 7 höggum á eftir Ásgerði Sverrisdóttur. Hún jafnaði metin annan daginn, en ung og bráð- efnileg stúlka, sem verið hefur i mikilli framför, Þórdís Geirsdóttir, var ekki langt undan. Vendipunkturinn kom síðan á þriðja degi keppninnar. Á sama tíma og Sólveig náði næstbesta skori kvenna í keppninni (hún átti sjálf besta skorið líka) gekk allt á afturfótunum hjá Ásgerði. Sólveig lék á 84 höggum, en Ásgerður á 100! Þar með notaði Þórdís tæki- færið og plantaði sér kirfilega í 2. sætið. Það varð ekki af henni tekið eftir það. Sólveig hafði því mikla yfir- burði þegar upp var staðið. Krist- ín Pálsdóttir, sem aldrei virðist eldast hót, krækti í fjórða sætið með mjög jafnri spilamennsku. Fyrrum íslandsmeistarinn, J6- hanna Ingólfsdóttir, var langt frá sínu besta og hafnaði í 5. sætinu. Hefur hún lítið spilað í sumar. I 1. flokki karla sigraði Stefán Unnarsson nokkuð örugglega þrátt fyrir slæma byrjun. Góður árangur hans annan og þriðja daginn gerði fyrst og fremst út- slagið. Annars var árangur sumra í 1. flokki mjög góður einstaka daga og engu lakari en það sem gerðist hjá meistaraflokks- mönnum. Ómar Kristjánsson sigraði með yfirburðum í 2. flokki karla. Hafn- aði 10 höggum á undan næsta manni. í næstu sætum voru menn, sem þekktir eru, eða hafa verið, fyrir þátttöku í öðrum íþrótta- greinum, mest handknattleik. Jafnasta keppnin í mótinu var í 3. flokki karla. Þar skildu aðeins tvö högg að fyrsta og þriðja mann, sem ekki fékk verðlaun sín fyrr en eftir bráðabana. Fimmti maður var svo aðeins höggi á eftir þeim í 3. og 4. sætinu. Aðeins í einum flokki var sigur- vegarinn ekki frá GR, langstærsta golfklúbbi landsins. Var það í nýstofnuðum 2. flokki kvenna. Þar sigraði Kristine Eide, NK, nokkuð örugglega. Landsmótið orðið of umfangsmikið? ÞÖTT öllum hafi borið saraan um að íslandsmótið í ár hafi heppnast fri- baerlega var ekki laust við að þær raddir heyrðust, að mótið væri orðið of umfangsmikið og er vissulega mikið til í því. Keppt var stanslaust frá morgni til kvölds alla keppnis- dagana og var ekki meira en svo að völlurinn annaði álaginu þegar mest var að gera. Er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig farið hefði ef leikið hefði verið á 9 holu velli. Tillaga þess efnis, að allar flokkar nema meistaraflokkar karla og kvenna yrðu lagðir niður á landsmótinu, var lögð fram á síðasta þingi GSÍ. Hún fékk ekki hljómgrunn á meðal þingfulltrúa, né heldur önnur tillaga, sem fól í sér, að klúbbarnir sæju sjálfir um framkvæmd undankeppni fyrir landsmótið þannig að einvörðungu viss fjöldi ynni sér þátttökurétt. Þau sjónarmið, sem vissulega má virða, eru nokkuð ríkjandi á meðal kylfinga, sér í lagi af eldri kynslóðinni, að landsmótið eigi að vera eins konar allsherjar „Jam- boree" þar sem menn frá öllum landshlutum koma saman. Tím- arnir hafa breyst. Nú eru haldin stórmót um hverja helgi og þar koma menn saman. Landsmótið er því einungis enn eitt mótið í aug- um margra. Kunnugir hafa tjáð blm., að ekki tíðkist erlendis að haldin séu landsmót í svo mörgum flokkum, sem hér er gert. Er venjan sú, að aðeins er keppt í meistaraflokki karla og kvenna. Önnur mót eru svo fyrir þá, sem lakari eru. óneit- anlega horfir það dálítið kyndug- lega við, að fólk, sem á annað borð er vaxið upp úr unglingaflokkum, geti nælt sér í meistaratitla í 3 og 4 gæðaflokkum, allt eftir því hversu góðir (eða slakir) menn • Sigurður Pétursson fagnar eftir að hafa sett niður síðasta pútt sitt á landsmótinu. Ragn Sigurður Pétur ugur íslandsmi SIGURÐUR Pétursson, GR, varð ls- landsmeistari í golfi i fyrsta sinn á 7 ára keppnisferli í meistaraflokki er hann skaut helsta keppinaut sínum, Ragnari Ólafssyni, GR, aftur fyrir sig á lokadegi keppninnar. Fyrir síðasta daginn hafði Sigurður og Sólveig Þorsteinsdóttir hampa verðlaunum sínum á lokahóflnu eftir mótið. MonninbUoi*/ ósitu Scmund»on Ragnar forystu á mótinu, hafði notað 220 högg á holurnar 54. Sigurður var ekki langt undan með 221 högg. Björg- vin Þorsteinsson var næstur með 228 högg. Aðrir áttu ekki raunhæfa mögu- leika á sigri. Eftir stólpabyrjun í mótinu þar sem hann lék 18 holurnar á nýju vall- armeti, 70 höggum, virtist sem Sig- urður væri að missa taktinn. Ragnar byrjaði ekki eins vel, en náði foryst- unni þriðja daginn með góðri spila- mennsku. Björgvin missti þá félaga hins vegar frá sér með tveimur slök- um dögum er hann lék á 77 og 78. Þegar lokahollið lagði af stað í strekkingsvindi á laugardag voru flestir á því, að um æsispennandi keppni yrði að ræða. Ragnar hafði tit- ilinn að verja frá í fyrra og hvort það var það eða eitthvað annað, sem sló hann út af laginu er ekki gott að segja til um. Frábært skipulag SKIPULAGMNG landsmótsins að þessu sinni þótti með eindæmum góð og minntust menn ekki hliðstæðrar skipu- lagningar frá fyrri landsmótum. Þau, sem allan heiður ittu af því hve mótið tókst vel, eru hjónin Gunnar Torfason og Svana Jörgensdóttir ásamt dóttur þeirra, Önnu. Bar öllum þeim, sem blm. ræddi við, saman um að þau hefðu unnið ómetanlegt starf og til marks um hversu allt var vel skipulagt og frá- gengið má nefna að einungis tvær kærur bárust allt mótið á énda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.