Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 15 Tjaldið þar sem miðdegisrerðurinn var snæddur. Lengst til vinstri er Grace Kelly að kvikmynda. Hesturinn gerði sig heimakominn að sögn. Sú sem stendur fyrir framan hann er Caroline. Fyrir ofan má sjá hellisopið, þar sem mannabústaður var í upphafi aldarinnar. ijtan. Mbi. köe ur, og kona hans, frú Sigrún Lax- dal. Ekki var veðrið eins og best verður á kosið, himinninn þungbú- inn og nokkur vindur, en að sögn kom það fram hjá furstahjónunum, að þau hefðu ekki komið hingað til þess að leita að góðu veðri, þau hefðu nóg af því í Monaco, heldur ti! |>ess að kynnast þessum heims- hluta, eins og hann væri í raun. Parið var frá boröi klukkan 8.40 og var fyrsti viðkomustaðurinn Árbær. þar sem furstafjðiskyldan skoðaði bæði kirkjuna og bæinn í fylgd minjavarðar, Nönnu Her- mansson. Ekki var höfð þar löng viðdvöl, en þaðan haldið upp í Kjós, þar sem furstinn og prinsinn ætl- uðu að renna fyrir lax í I>axá. Ekki kræktu þeir í neinn laxinn, enda höfðu þeir til þess stuttan tíma, ekki nema um það bil klukkustund. Á meðan feðgarnir reyndu sig við veiðiskapinn, skoðaði kvenfólkið náttúru landsins. Caroline gekk eitthvað upp frá ánni og síðan niður með henni allri, niður undir sjó og Grace Kelly var með kvik- myndavél og kvikmyndaði eigin- manninn við veiðarnar. í kveðju- skyni var þeim gefinn lax að gjöf, svo þau færu ekki tómhent úr ánni. Frá Laxá var haldið um Kjós- : ' ' I:. lax, salöt, kavíar, rækja í hlaupi, murta í hlaupi og ostaréttir. Gátu ekki beðið Geysisgoss Á Laugarvatnsvöllum var stopp- að lengur en gert hafði verið ráð fyrir og fór því tímaáætlunin að tölverðu leyti úr skorðum. Þaðan var haldið um Gullfoss til Geysis, en á báðum stöðunum var stöðvað styttra en gert hafði verið ráð fyrir, vegna seinkunarinnar. Því miður fékk furstafjölskyldan ekki að sjá Geysisgos, þar sem þau höfðu ekki tíma til að bíða eftir því, en það varð ekki f.vrr en klukkan 9 um kvöldið og skipið átti að fara samkvæmt áætlun klukkan 18.00. Hins vegar sáu þau Strokk gjósa og gátu gengið um hverasvæðið og skoðað það. Það var einkum Grace Kelly, sem var áhugasöm um hverasvæðið. Strokkur gýs. Lengst til hægri sér í bakið á Grace Kelly. Sú sem hoppar er Caroline og sá sem heldur í hana Albert. Þar næst til vinstri er furstinn. ijómn. Mbi. köe Mannfjöldinn á bryggjunni, þegar skipið kom. Ljósm. Mbi. köe arskarð til Þingvalia. Þetta var í eina skiptið, sem furstafjölskyldan fékk sól í ferðinni, því sólin braust fram úr skýjunum, rétt meðan far- ið var um Kjósarskarðið og stóð ekki lengi við, í 15—20 mínútur, svona rétt til að sýna hvernig ís- lensk sól lítur út. Þegar komið var til Þingvalla var stöðvað við útsýnisskífuna, þar sem horft var yfir Þingvelli. Þaðan var gengið niður Almannagjá, stöðvað þar sem talið er að Lögberg hafi verið og síðan farið aftur í bíl- inn fyrir neðan gjána. Nú var klukkan orðin rúmlega eitt og var nú farið að Laugar- vatnsvöllum, þar sem snæddur var miðdegisverður í tjaldi, sem reist var á staðnum af því tilefni. Á boðstólnum var eingöngu íslenskur matur. Að sögn tókst hann mjög vel og var furstafjölskyldunni eft- irminnilegur, enda örugglega tölu- vert sérstæður. Fyrir sælkerana má nefna að meðal þess, sem á borðum var, voru síldarréttir, graflax, reyktur lax, soðinn heill Fór hún um allt svæðið með kvik- myndavél og myndaði. Það mátti greinilega finna að henni þótti tölvert fyrir því að sjá ekki Geysi gjósa, því áður en fyrrgreint sam- tal fór fram, sem er upphaf þessar- ar greinar, sagði hún: „Þeir segja að það séu að minnsta kosti 15 mín- útur í gos, en við getum ekki beðið, við viljum ekki missa af skipinu." Morgunblaðið reyndi líka að ná tali af öðrum meðlimum fursta- fjölskyldunnar, en það bar ekki árangur. Þegar reynt var að tala við Albert og Caroline, en þau héldu hópinn við Geysi, svo ekki var hægt að ná þeim hvoru í sínu lagi, hristi Albert höfuðið, svo Morgunblaðið varð af samtali við börn furstahjónanna. Frá Geysi var ekið beinustu leið til Reykjavíkur. Þangað var ekki komið fyrr en 18.10, en þá kom í ljós að einni flugvélanna í Græn- landsfluginu, en farið með farþega skemmtiferðaskipsins í útsýnisflug til Grænlands, hafði seinkað, svo skipið fór ekki fyrr en klukkan 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.