Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 3 Ameríska kvikmyndavikan: 5 af þeim myndum sem stóð til að sýna týndar Þann 14. ágúst sl. hófst í Tjarnarbíói amrísk kvikmyndavika sem ber yfirskriftina „Nýir straumar i amrískri kvikmyndagerð". Stóð til að hátíöinni lyki þann 21. nk., en nú er Ijóst að svo verður ekki vegna þess aö 5 af þeim kvikmyndum sem sýna átti á hátiðinni eru týndar. Er Mbl. hafði samband við Sig- urjón Sighvatsson, forstöðumanna kvikmyndavikunnar, sagði hann að þetta mál væri mjög dularfullt. Myndirnar hefðu farið í póst í Bandaríkjunum fyrir 20 dögum, það hefði aðeins átt að taka 5 daga að senda þær hingað til lands, en einhversstaðar á leiðinni hefðu þær týnst og vissi hann ekki hvar þær væri að finna nú, þrátt fyrir mikla eftirgrennslan. Brugðið hefði verið á það ráð að fella niður sýningar í dag og á morgun, en ef að myndirnar kæmi ekki í leitirn- ar að þeim tíma liðnum yrði að fresta kvikmyndavikunni um óákveðinn tíma. Sigurjón sagði að þetta væri í þriðja sinn sem að slík kvik- myndavika væri haldin hérlendis. Hann stæði fyrir þessari kvik- myndaviku í samvinnu við ís- lensk-ameríska-félagið. Félagið stæði fyrir komu myndanna hingað til landa, en hann hefði valið myndirnar og reynt að velja þær með tilliti til þess að þær gæfu sem gleggsta mynd af því sem væri að gerast í amerískri kvikmyndagerð í dag utan stóru kvikmyndaveranna. Þetta væru myndir sem að ekki væru teknar til sýningar í kvikmyndahúsum almennt heidur væru þær sýndar á kvikmyndahátíðum, kvikmynda- vikum og svo framv. Hér gæfist því gott tækifæri fyrir kvik- myndaáhugafólk að kynna sér nýja strauma og stefnur í ame- rískri kvikmyndagerð. Að lokum sagði Sigurjón að að- sókn hefði verið góð á þær myndir sem að sýndar hefðu verið. Að meðaltali hefðu komið á milli 100—150 manns á hverja sýningu. Hann vonaði bara að myndirnar kæmu í leitirnar svo að unnt yrði að halda vikunni áfram. En ef að það tækist ekki yrði haldin önnur kvikmyndavika og myndirnar þá sýndar. TEPPAVERSLUN FRIDRIKS BERTELSEN 100% ull breidd 4.00 m 100% Poly Teflon varinn þráður hver þrádur heldur frá sér óhreinindum TEPPAVERSLUN FRIDRIKS RERTELSEN Síðumúla 23, sími 86266 og 86260. Frá skákkeppni íslenskra og hollenskra þingmanna í Þórshamri i gær: íslensku þingmennirnir til vinstri; Guðmundur G. Þórarinsson, Vilmundur Gylfason Og Halldór Blöndal. Ljónii.: GuAjin BirKÍason. Skákkeppni islenskra og hollenskra þingmanna: Vilmundur vann en Halldór Blöndal og Guð- mundur gerðu jafntefli í GÆR var tefld fyrsta umferðin af þremur i skákkeppni íslenskra og holienskra þingmanna. Teflt er á þremur borðum, og fóru leikar svo, að á 1. borði gerði Guðmundur G. Þórarinsson jafntefli við dr. Dik van Kleef. Á 2. borði sigraði Vilmundur Gylfason prófessor Bastian de Gaey Fortman og á 3. borði gerðu jafntefli Halldór Blöndal og prófessor Johan van Hulst. Halldór og Guðmundur höfðu hvítt í skákum sínum en Vilmundur stýrði svörtu mönnunum til sigurs. I dag verður tefld önnur umferð, og verða þá þær breytingar á ís- lensku sveitinni að Garðar Sig- urðsson teflir í stað Vilmundar, sem situr yfir. Upphaflega var ætlunin að keppa á fimm borðum, en þar eð aðeins þrír Hollendingar komu, verða íslensku þingmenn- irnir að skiptast á. Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að heimsókn Hollendinganna nú væri til að endurgjalda heimsókn al- þingismanna til Hollands í janúar síðastliðnum. Þá hefði verið teflt á fimm borðum, tvær umferðir, og sigruðu íslensku þingmennirnir með 6 vinningum gegn 4. Upphaf þessara skákheimsókna, sem Frið- jón kvaðst ekki vita fordæmi fyrir hjá öðrum þjóðum, sagði hann að rekja mætti til þess að Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Al- þjóðaskáksambandsins á sínum tíma, en það hefur aðsetur í Amst- erdam í Hollandi. Almenna bókafélagið: Ný bók um Elvis Presley „Elvis,, nefnist ný bók sera væntanleg er frá Almenna bókafélaginu nú fyrir jólin. Eins og nafniö bendir til fjallar hún um ævi söngvarans Elvis Presley, sem lést fyrir nokkrum árum. Höfundur bókarinnar er Bandaríkja- maðurinn Albert Goldman, en Björn Jónsson skólastjóri íslenskar. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að bókin hefði komið út á síðasta ári í Bandaríkjunum, og þá vakið gífur- lega athygli. Síðar hefði rétturinn verið seldur til Bretlands, fyrir eitt hæsta verð sem um getur. í bókinni er fjallað um ævi stjörn- unnar, og sagði Brynjólfur þar margt koma fram sem áður hefði verið ókunnugt um. Fylgst væri með Presley jafnt í sviðsljósinu sem utan þess, og hlyti söngvarinn bæði lof og last, en bókin væri sett fram á afar trúverðugan hátt. Finlayson bómullarvörur fyrirliggjandi í miklu úrvali — • Lakaléreft \ • Handklæði einlit og • Satín sængurfataefni munstruð ístærðum • Dúkaefni 30x30 • Sloppaefni 50x70 • Sængurverasett 70x135 • Gardínuefni 50x50 • Dúkarímörgum 50x100 stæröum 80x180 d Heildverslun Friðrik Bertelsson hf. Síðumúla 23. Símar 86266 og 86260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.