Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 43 Sýning Hundaræktarfélagsins Um helgina var sýning Hundaræktarfélags íslands í Félagsgarði í Kjósarsýslu. l'ar voru um 120 hundar til sýnis. Helztu úrslit voru sem hér segir: Poodle/Toy, beztur sinnar teg- undar, Erró. Eig. Viðar Janusson, meistarastig. Poodle/Mineatur, beztur sinnar tegundar, Dímon. Eig. Edda Ein- arsdóttir, meistarastig. Labrador, beztur sinnar tegund- ar, Labbi Trölli. Eig. Sigurður Hilmarsson, meistarastig. Besta andstæða kyn, Hafdals-Píla. Eig. Valur Tryggvason, meistarastig. Golden Retriever, beztur sinnar tegundar, Birta. Eig. Smári Sverr- isson, meistarastig. Bezta and- stæða kyn, Snati. Eig. Páll Eiríks- sort, ekki meistarastig. Irskur Setter, beztur sinnar teg- undar, Naddur. Eig. Júlíus Ingv- arsson, meistarastig. Besta and- stæða kyn, Tanja. Eig. Jón Krist- jánsson, meistarastig. íslenzkir fjárhundar, beztur sinn- ar tegundar, Garða-Tinni. Eig. Guðrún Guðjónssen, meistarastig. Besta andstæða kyn, Röskva frá Ólafsvöllum. Eig. Sigríður Pét- ursdóttir, meistarastig. Beztu hvolpar sýningarinnar, aldur 6—10 mánaöa: 1. íslenzkur fjárhundur, Stef- anía. Eig. Valgerður Auðunsdóttir, lofar góðu. 2. Poodle, Lena. Eig. Ósk Kvar- an. 3. írskur Setter, Spotti. Eig. Björn Ingvarsson, lofar góðu. Unghundaflokkur, 9—18 mánaða: 1. Labrador, Labbi Trölli. Eig. Sigurður Hilmarsson, meistara- stig. 2. Islenskur fjárhundur, Tinni frá Ólafsvöllum. Eig. Sigríður Pét- ursdóttir, meistarastig. 3. Poodle, Dímon. Eig. Edda Einarsdóttir, meistarastig. Öldungaflokkur, 7 ára og eldri: 1. Golden Retriever, Snati. Eig. Páll Eiríksson. 2. íslenzkur fjárhundur, Röskva frá Ólafsvöllum. Eig. Sigríður Pét- ursdóttir, meistarastig. Beztu hundar á sýningunni: 1. írskur Setter, Naddur. Eig. Júlíus Ingvarsson. 2. Labrador, Labbi Trölli. Eig. Sigurður Hilmarsson. 3. íslenzkur fjárhundur, Garða- Tinni. Eig. Guðrún Guðjónssen. 4. Poodle, Dímon. Eig. Edda Einarsdóttir. Að sögn Júlíusar Ingvarssonar, sem átti efsta hundinn á sýning- unni, þá var það fyrir tilviljun, að hann fór með Nadd. En þeir, sem þekktu hundinn og höfðu séð hann áður, töldu að hann ætti erindi á sýninguna. Því kom það honum mikið á óvart, að hann skyldi verða valinn bezti hundur sýningarinnar. Júlíus sagði, að Naddur væri af veiðihundakyni og þyrfti því að fá góða hreyfingu. Færi hann út með Nadd á hverjum degi og gengju þeir saman í um klukkutíma. Væri það nauðsynlegt til þess að hund- urinn yrði ekki taugaveiklaður á aðgerðarleysinu. Hvort þetta væri ekki bindandi, sagði Júlíus, að það væri ekki svo. Hann fengi góða hreyfingu út úr því að fara í þessar ferðir með Nadd. Naddur, sem var valinn bezti hundur sýningarinnar, ásamt eig- anda sinum Júlíusi Ingvarssyni og verðlaunagripum. Ljism. Mbl. K.K. Brotist inn í þrjár skartgripaverslanir Ll JI3MW" ¦ Þórdís Jónsdóttir í verslun llalldórs Siguróssonar, meo tóma skartgripa- kassa. Hjá Halldóri var stolið skartgripum og munum sem þar voru í viðgerð. , ( Módelskartgripum var fario inn um glugga og öryggisrimlar spenntir frá. kW ¦ * ¦ Nyjar endurbætur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleíðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valid ef ni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það>er baðað í fúavarnar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggamir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtiiboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. ðll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. Endurbættar samsetningar karma og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. -:^l Hjá Magnúsi Ásmundssyni var farið inn og skartgripum stolið. gluggaog hurðaverksmiója NJARÐViK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Sðluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945 Nýr, kröftugur þéttilisti trygg'tr bestu fáanlegu þéttíngu gegn vindi og vatni. Listinn erfestur í spor í karmstykkinu. Hann ma taka úr glugganum, t.d. við málun eða fúavörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.