Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 43 Sýning Hundaræktarfélagsins Um helgina var sýning Hundaræktarfélags íslands í Félagsgarði í Kjósarsýslu. I»ar voru um 120 hundar til sýnis. Helztu úrslit voru sem hér segir: Poodle/Toy, beztur sinnar teg- undar, Erró. Eig. Viðar Janusson, meistarastig. Poodle/Mineatur, beztur sinnar tegundar, Dímon. Eig. Edda Ein- arsdóttir, meistarastig. Labrador, beztur sinnar tegund- ar, Labbi Trölli. Eig. Sigurður Hilmarsson, meistarastig. Besta andstaeða kyn, Hafdals-Píla. Eig. Valur Tryggvason, meistarastig. Golden Rctriever, beztur sinnar tegundar, Birta. Eig. Smári Sverr- isson, meistarastig. Bezta and- stæða kyn, Snati. Eig. Páll Eiríks- son, ekki meistarastig. írskur Setter, beztur sinnar teg- undar, Naddur. Eig. Júlíus Ingv- arsson, meistarastig. Besta and- stæða kyn, Tanja. Eig. Jón Krist- jánsson, meistarastig. Islenzkir fjárhundar, beztur sinn- ar tegundar, Garða-Tinni. Eig. Guðrún Guðjónssen, meistarastig. Besta andstæða kyn, Röskva frá Ólafsvöllum. Eig. Sigríður Pét- ursdóttir, meistarastig. Beztu hvolpar sýningarinnar, aldur 6—10 mánaöa: 1. Islenzkur fjárhundur, Stef- anía. Eig. Valgerður Auðunsdóttir, lofar góðu. 2. Poodle, Lena. Eig. Ósk Kvar- an. 3. írskur Setter, Spotti. Eig. Björn Ingvarsson, lofar góðu. Unghundaflokkur, 9—18 mánaöa: 1. Labrador, Labbi Trölli. Eig. Sigurður Hilmarsson, meistara- stig. 2. íslenskur fjárhundur, Tinni frá Ólafsvöllum. Eig. Sigríður Pét- ursdóttir, meistarastig. 3. Poodle, Dímon. Eig. Edda Einarsdóttir, meistarastig. Óldungaflokkur, 7 ára og eldri: 1. Golden Retriever, Snati. Eig. Páll Eiríksson. 2. Islenzkur fjárhundur, Röskva frá Ólafsvöllum. Eig. Sigríður Pét- ursdóttir, meistarastig. Beztu hundar á sýningunni: 1. Irskur Setter, Naddur. Eig. Júlíus Ingvarsson. 2. Labrador, Labbi Trölli. Eig. Sigurður Hilmarsson. 3. íslenzkur fjárhundur, Garða- Tinni. Eig. Guðrún Guðjónssen. 4. Poodle, Dímon. Eig. Edda Einarsdóttir. Að sögn Júlíusar Ingvarssonar, sem átti efsta hundinn á sýning- unni, þá var það fyrir tilviljun, að hann fór með Nadd. En þeir, sem þekktu hundinn og höfðu séð hann áður, töldu að hann ætti erindi á sýninguna. Því kom það honum mikið á óvart, að hann skyldi verða valinn bezti hundur sýningarinnar. Júlíus sagði, að Naddur væri af veiðihundakyni og þyrfti því að fá góða hreyfingu. Færi hann út með Nadd á hverjum degi og gengju þeir saman i um klukkutíma. Væri það nauðsynlegt til þess að hund- urinn yrði ekki taugaveiklaður á aðgerðarleysinu. Hvort þetta væri ekki bindandi, sagði Júlíus, að það væri ekki svo. Hann fengi góða hreyfingu út úr því að fara í þessar ferðir með Nadd. Naddur, sem var valinn bezti hundur sýningarinnar, ásamt eig- anda sínum Júlíusi lngvarssyni og verðlaunagripum. Ljósm. Mbl. K.E. Brotist inn í þrjár skartgripaverslanir Þórdís Jónsdóttir í verslun Halldóra Sigurtasonar, með tóma skartgripa- kassa. Hjá Halldóri var stolið skartgripum og munum sem þar voru í viðgerð. Hjá Magnúsi Ásmundssyni var farið inn og skartgripum stolið. Nýjar endurbætur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleiðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það er baðað í fúavarnar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Endurbættar samsetningar karma og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. ,\ i Nýju gluggarnir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtilboð þér að ko stnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Öll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. gluggaog Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu hlirAnt/arlrcmiAia fáanlegu þéttingu gegn vindi og vatni. iiuiuavcnvaiiiiuja Ustjnn erfestur f spor (karmstykkinu. Hann NJARÐVIK Sími 92-1601 Pósthólf 14 má taka úr glugganum, t.d. við málun eða Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERKH.F. fúavörn. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.