Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
35
200 manna
jarðfræði-
ráðstefna í
Háskólanum
„DAGANA 16. til 21. ágúst verður
haldin ráðstefna í Reykjavík sem
fjallar um uppruna þeirrar bergteg-
undar, blágrýtis, sem ísland er
myndað úr. Á ráðstefnunni verður
rætt um myndun blágrýtiskviku í
iðrum jarðar, úr hvaða efni hún
verður til, hvernig hún safnast sam-
an og berst til yfirborðs jarðar í
eldgosum.“
Frá þessu er skýrt í fréttatil-
kynningu, sem Morgunblaðinu
hefur borist, en þar segir einnig,
að þátttakendur á ráðstefnunni,
sem haldin er í Hátíðasal Háskól-
ans, séu um 200, þar af 170 erlend-
ir gestir frá 26 þjóðlöndum. Ráð-
stefnan er skipulögð af fulltrúum
frá Norrænu eldfjallastöðinni,
Náttúrufræðistofnun íslands,
Raunvísindastofnun Háskólans og
Orkustofnun, en Ferðaskrifstofa
ríkisins hefur annast alla fyrir-
greiðslu vegna erlendra þátttak-
enda.
I fréttatilkynningunni segir
m.a.:
„Eftir tilkomu plötukenningar-
innar hafa nýjar hugmyndir um
orsakir og eðli kvikumyndunar og
eldvirkni rutt sér mjög til rúms.
Ný tækni til greiningar á snefil-
efnum í bergi svo og til greiningar
á samsætuhlutföllum geilsavirkra
og stöðugra frumefna, sem finnast
í örlitlu magni í bergi, hefur skap-
að nýjar leiðir til að skyggnast í
innri gerð jarðarinnar og móta
líkön af þeim efnaskiptum, sem
eiga sér stað við uppbræðslu efnis
á dýpi, sem nemur tugum eða
hundruðum kílómetra.
Á ráðstefnunni verða haldin 130
erindi, sem skiptast í 4 efnis-
flokka: 1) möttull jarðar, 2) efna-
samsetning basalts við ólík fleka-
mót, 3) loftkennd kvikuefni og
hegðun eldgosa, 4) vöktun eld-
stöðva og eldgosaspá.
Ráðstefnan er haldin á vegum
tvennra alþjóðlegra samtaka.
Önnur eru alþjóðasamtök þeirra
fræðimanna, sem fást við
eldfjallafræði og efnasamsetningu
i iðrum jarðar (International As-
sociation of Volcanology and the
Chemistry of the Earth’s Interior,
IAVCEI). Hin eru alþjóðasamtök
þeirra, sem fást við jarðefnafræði
og efnafræði alheimsins (Inter-
national Association of Geochem-
istry and Cosmochemistry, IAGC).
Meðan á ráðstefnunni stendur
verður einnig haldinn fram-
haldsstofnfundur alþjóðasamtaka
eldfjallastöðva (Woríd Organizat-
ion of Volcano Observatories)."
Öldruðum boð-
ið í dagsferð
um ísland
Á MORGUN, miðvikudaginn 18.
ágúst, bjóða Samvinnuferðir —
Landsýn öllum þátttakendum í
orlofsferðum aldraðra 1982 til
dagsferðar um ísland. Lagt verður
af stað frá Austurvelli kl. 8.45 að
morgni og verður ekið um sögu-
slóðir Suðurlands. M.a. verður far-
ið á Þingvöll og Laugarvatn, þar
sem Samvinnuferðir — Landsýn
bjóða til hádegisverðar. Síðan
verður ekið að Skálholti, Gunn-
arsholt verður heimsótt og síðan
farið að Keldum og ekið inn eftir
Fljótshlíð að Hlíðarenda áður en
haldið er til Reykjavíkur.
Efnt er til þessarar boðsferðar í
tilefni af ári aldraðra. Samvinnu-
ferðir — Landsýn vonast til þess
að sem allra flestir sjái sér fært
að koma og biður væntanlega
þátttakendur að skrá sig á skrifst-
ofunni í dag.
(Fréttatilkynning.)
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö-
arför
GUDRUNAR BJARGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Heiöarvegi 18, Reyöarfirói.
Sigríður Stefánsdóttir, Hermann Ágústsson,
Magnús Stefónsson,
Guðrún Magnúsdóttir,
Guöjón Magnússon,
Stefán Magnússon,
Sólveig Magnúsdóttir,
Jóna Jónsdóttir,
Unnur Ingólfsdóttir,
Halldór Árnason
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir tyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, fööur okkar. tengdafööur, afa og langafa,
JÓNS JÓHANNESAR ÁRMANNSSONAR,
stýrimanns.
Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks DAS aö Hrafnistu.
Guölaug Guömundsdóttir,
Elín Jónsdóttir, Halldór Christensen,
Ármann Jónsson, Anna Benediktsdóttir,
Guömundur Jónsson, Jóna Gróa Siguröardóttir
og barnabörn.
Glas
gOW/ar
var einu
sinni kölluð
verslunar^S
miöstöð /S ís
lendinga vegna
tíöra feröaokkar
Skotlands. Þægilega
stuttar flugferöir & á
góöu verði. fZ Glasgow
hefur ekki breyst.Borgin er
ennþá ^ skemmtilegt sam
bland af gamalli og nýrri hefö.
Þar blandast saman fS gamall
úyggingarstíll.veitingastaðir og bjór
krár i JSgömlum.klassískum stíl.og
nútíma tækni á sviði verslunar - og viö
skipta. Þaö sér enginn fS eftir ferö um
skosku hálöndin. Skotar telja sig vera ná I
granna okkarog viniogvilja eiga í okkur hvert
bein/ff Þeir eru gestrisnir/Sfmeð afbrigöum og
góöir heim aö sækja. Fáöu upplýsingar hjá Flug
leiöum eöa feröaskrifstofum um/T feröir til Glasgow.
FLUGLEIDIR
Gott fólk h/á traustu félagi
VANTARÞIGVINNU(n
VANTAR ÞIG FÓLK {
tP
Þl Al'GLÝSIR LM ALLT
LAND ÞEGAR Þl' AUG-
LVSIR I MORGUNBLADIM