Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 27 • fyrir i stór skriða iu þar sem fyrsta skriðan féll Stefánsson bæjarverkstjóri sagðist hundruð rúmmetrar af aur og áætla að á götunni væru eitt til tvö grjóti. rvo ég þurfi i 1982: átttaka æppni Hjónin Andrés og Marta með syni sína tvo í Reykjavík- urmótinu. og Á SUNNUDAGINN er leið var Reykja- víkurmót barnanna haldið í Hljómskála- garðinum. Þar voru mættir krakkar til keppni í hinum margvíslegustu íþrótt- agreinum. Þó ekki hinum hefðbundnu, sem við þekkjum frá keppni hinna eldri. Þarna var keppt í kassabílarallý, skalla- bolta á milli, ganga á grindverki, sippa, hitta bolta í mark, kvartmíla á reiðhjól- um, halda bolta á lofti með fótunum, snú-snú, húla, o.s.frv. Ekki leit vel út með veður til að byrja með. Skúraleiðingar voru í upphafi. En sönghópurinn „Ilálfl í öðru hvoru“ byrj- aði á söngnum „Ó blessuð vertu sumar- sól“ og þá var eins og við manninn mælt. Það stytti upp og hélzt gott frá því að búið var að skrá þátttakendur um hálf þrjú og þar til mótinu lauk. Keppt var í tveimur aldursflokkum og mátti sjá að sumar íþróttagreinarnar nutu meiri vinsælda hjá stelpum en strákum. Þannig voru mun fleiri stelpur í snú-snú og sippi heldur en strákar. Eins með boltaíþróttirnar. Það voru mest strákar, sem þar kepptu. Sigrún, 12 ára, stóð sig bezt í að húla í fyrsta keppnishópnum. Gat hún haldið hringnum lengst á lofti og mátti hætta, þótt hún hefði ekki misst hann niður. Við spurðum Sigrúnu, hvort hún æfði sig mikið í þessu. — Já, ég gerði mikið að því að húla þegar ég var 8—9 ára. Þá var það í tísku að allir væru að húla. En síðan gerði ég ekki mikið af því. — Er auðvelt að halda hringnum uppi? — Það er auðvelt, nema þegar það kemur vindhviða. Þá þarf maður að auka hraðann til þess að hringurinn falli ekki niður. — Hefurðu talið einhvern tímann, hvað þú hefur húlað marga hringi? — Já. Einu sinni komst ég upp í 2950 hringi. En þá kom strákur og stoppaði hringinn. — Hvers vegna húla strákar ekki? — Þeir nenna ekki «ð æfa sig. Þeir eru alltaf í fótbolta. Annars er auðveldara fyrir stelpur að húla, þar sem þær eru með stærri mjaðmir og mjórra mitti. Þá situr hringurinn betur á þeim. — Vildirðu hafa þetta oftar hérna í Hljómskálagarðinum? — Svona mánaðarlega yfir sumartím- ann. Þá gæti maður æft sig á milli. Jafnframt keppninni voru léttbátar á Tjörninni og var löng biðröð í að komast í þá. Þá viðraði vel fyrir flugdrekaflug, þar sem dálítil gola var. En hún kom ekki Einbeitnin lýsir sér vel hjá Sigrúnu og eins gott að hafa jafnvægið í lagi. að sök fyrir fólkið, þar sem trén í Hljóm- skálagarðinum mynduðu gott skjól, og keppnin fór fram á auðu svæðunum á milli þeirra. Að lokum hittum við hjónin Andrés og Mörtu með tvo syni sína, Magnús og Sig- urgeir. Spurðum þau fyrst, hvernig þeim litist á þetta. — Mjög vel. Það er góð skipulagning á þessu hjá skátunum. Mætti þetta vera oftar yfir sumarið? — Já, svona tvisvar á sumri væri gott. Það þarf að nýta Hljómskálagarðinn bet- ur en gert er og þetta er þarft framtak í þá áttina. Hlakkaði eldri strákurinn til þessa? — Síðan hann vissi af þessu fyrir tveimur dögum, þá er hann búinn að bíða eftir þessu stöðugt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.