Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 23 tinu. Ragnar Ólafsson og Björgvin Þorsteinsson klappa honum lof í lófa.Morgunb_>i«/ S. iirsson verð- neistari í golfi Hann fór fyrstu holuna á einu höggi yfir pari. Þar með virtist rangi tónninn gefinn. Á sama tíma og Sig- urður, og sér í lagi Björgvin, léku af miklu öryggi, gekk ekkert upp hjá Ragnari. Hann missti hvert höggið á fætur öðru og þegar lokahringurinn var hálfnaður, 9 holum lokið, hafði Sigurður notað 7 höggum færra en Ragnar. Hann átti því sex högg til góða þegar þeir héldu fram dalinn, „heim á leið". í rauninni var þetta því aðeins spurning um að Sigurður héldi sínu striki. Ragnar þurfti að sýna undra- verða spilamennsku í lokin til að ná honum. Þá var Björgvin farinn að banka fast á 2. sætið, þannig að spennan snerist fyrst og fremst um það hvor þeirra yrði í 2. sætinu. Þótt Ragnari tækist að ná tveimur höggum af Sigurði á síðustu 9 holun- um var ekki um neina verulega ógnun að ræða. íslandsmeistarinn frá í fyrra sýndi áhorfendum og keppi- nautum sínum þó, að hann er frábær kylfingur, þegar hann lagði boltanum aðeins um tveimur fetum frá holu í öðru höggi á lengstu og að margra dómi langerfiðustu holu vallarins. Fimmtánda holan í allri sinni lengd, að ekki sé nú talað um af öft- ustu teigum, hefur reynst mörgum Sigurður Sverris- son skrifar um landsmótiö í golfi erfið. Brautin er þröng fremst og erf- ið "röff" á báða bóga, auk þess sem skurður á hægri hönd hefur neytt marga til að "húkka" óþarflega hraustlega. Ekki hefur vatnstorfæran fyrir framan flötina síður verið mörg- um þung í skauti. En það var eins og Ragnar vissi ekki af þessu. Teigskot hans var stórbrotið og af kunnugum talið eitthvert það lengsta og um leið fal- legasta, sem sést hefur í Grafarholt- inu. Hafi menn undrast yfir því vakti annað högg hans ekki minni hrifn- ingu. Þráðbeinn bolti, sem hafnaði rétt framan holu. Góður baksnúning- ur var á boltanum, þannig að hann hoppaði ekki nema tvó-þrjú fet framávið. Þetta reyndust síðustu fjörbrot hans í mótinu. Hann tvípúttaði og þar með var spenningurinn úr sögunni. Hefði hann farið tveimur höggum undir pari eins og hann átti mögu- leika á, er hætt við að spennan hefði getað haft slæm áhrif á Sigurð. Þegar svo stutt er til leiksloka skiptir hvert högg gífurlegu máli. Lokabrautirnar var flest sam- kvæmt bókinni og sigurinn aldrei í hættu hjá Sigurði eftir þetta. Hann var verðugur sigurvegari. Ef Björgvin Þorsteinsson hefði hins vegar átt betri hringi annan og þriðja daginn er ekki loku fyrir það skotið að loka- hringur hans hefði getað fært honum sigur. En það er hægt að ræða enda- laust um þá möguleika, sem fyrir hendi voru, þegar ef-ið stóra er tekið með í reikninginn. Níu menn heiðraðir í lokahófi GSÍ f LOKAHÓFI landsmótsins í golfi á laugardagskvöld var fleira gert en að afhenda verðlaun. Við tækifærið voru nokkrir framámenn innan golfhreyfingarinnar heiðraðir fyrir frábær störf í þágu þessarar sívin- sælu íþróttar. Gullmerki Golfsambandsins, sem er elsta sérsambandið innan ÍSÍ, hlutu þeir Sveinn Snorrason, Kristján Einarsson, Hermann Magnússon og Páll Ásgeir Tryggvason. Silfurmerki fengu þeir Guðlaugur Guðjónsson, Sig- urður Héðinsson, Ólafur Tómas- son og Kjartan L. Pálsson. Við þetta tækifæri var tveimur mönnum ennfremur veitt gull- merki ÍSÍ. Komu þau í hlut þeirra Konráðs Bjarnasonar, núyerandi formanns Golfsambands íslands, og Kristjáns Einarssonar Unglingalandsliðiö: Nær eingöngu strákar úr Golfklúbbi Suöurnesja GOLFKLÚBBUR Suðurnesja getur verið stoltur af unglingastarfi sínu og UL-mönnum sínum í golfinu. Þeg- ar unglingalandsliðið var tilkynnt um helgina kom í Ijós, að Suður- nesjamenn voru í algerum meiri- hluta. Eiga þeir 5 menn af 6 í liðinu. Liðið er þannig skipað, Suður- nesjamennirnir taldir fyrst: Gylfi Kristinsson, Magnús Jónsson, Páll Ketilsson, Sigurður Sigurðsson og Hilmar Björgvinsson. Sjötti mað- urinn í liðinu er Magnús Ingi Stef- ánsson, NK. Urslitin í einstökum flokkum 2. fl. kvenna Leikur aðeins 36 holur. Högg: 206 Björgvin faðmar Sigurð að sér. fþróttaandinn í hávegum hafður. MorgunbkiM/ S 1. Kristine Eide, NK (100 - 106) 2. Sigríður B. Ólafsdóttir, GH (105 - 105) 210 3. Aðalheiður Jörgensen, GR (109 - 109) 218 4. Kristín Einarsdóttir, GV (116 - 102) 218 5. Margrét Árnadóttir, GÍ (110 - 109) 219 3. fl. karla Högg: 1. Arnar Guðmundsson, GR (95 - 100 - 88 - 95) 378 2. Sveinn J. Sveinsson, GOS (99 - 92 - 91 - 97) 379 3. Olafur Gn*jónsson, GR (82 - 104 - 96 - 98) 380 4. Þorsteinn Lárusson, GR (94 _ 94 _ 95 _ 97) 380 5. Einar Gunnar Einarsson, GR (101 - 93 - 93 - 94) 381 6. Baldvin Haraldsson, GR (98 - 99 - 92 - 96) 385 7. Arsæll Ársælsson, GOS (102 - 89 - 94 - 101) 386 8. Gunnar Hólm, GK (97 - 98 - 98 — 94) 387 9. Guðbjartur Þormóðsson, GK (99 - 99 - 102 - 88) 388 10.-12. Gunnar Haraldsson, NK (103-101-93-96) 393 10.—12. Ágúst Guðmundsson, NK (91 - 103 - 99 - 100) 393 10.—12. Guðmundur Jónass., GR (99 - 93 - 99 - 102) 393 Ragnar Ólafsson: „Það var hvergi neista að finna" „ÞAÐ ERU ekki allUf jólin hjá manni í þessu," sagði Ragnar Ólafs- son, rólegur að vanda er blm. ræddi við hann að keppninni lokinni á laugardaginn. „Ég lenti illa í þessu í dag, fékk „bogey" á fyrstu holuna og það virtist setja mig út af laginu. Mað- ur hefði kannski komist aftur á rétta braut ef eitthvað hefði geng- ið vel, það hefði kannski ekki þurft nema eitt gott pútt, en það var hvergi neista að finna. Eg náði mér aldrei almennilega á strik," sagði hann að lokum. „Eins og vítamíhsprauta að fa svona fljugandi start" „ÞAÐ ER auðvitað skemmtileg til- finning að vera orðinn íslands- meistari," sagði nýbakaður meistari, Sigurður Pétursson, er við ræddum við hann í Grafarholti að keppninni lokinni. „Raggi var ekki vel á bolt- anum í dag og ég held nú að það hafi fremur ráðið úrslitum en að ég hafi leikið óvenjulega vel," sagði hann ennfremur. „Annars held ég að miklu máli hafi skipt hversu góður völlurinn var og þá sér í lagi flatirnar, sem voru frábærar. Veðrið var erfitt og ég er nokkuð ánægður með ár- angur minn miðað við það. Þá iék i Björgvin einnig mjög vel í dag. Mér gekk mjög vel framan af hringnum og náði af honum 7 höggum á fyrstu 9 holunum. Eftir það var þetta mest spurning um, að ég héldi haus. Ég tók enga óþarfa áhættu, lét hann um allt slíkt. Dæmið gekk upp og ég vann nokkuð örugglega þegar upp var staðið." — Varstu betur undir mótið bú- inn nú en undanfarin ár? „Nei, ég var það e.t.v. ekki, en það sem mestu máli skiptir nú er að ég hef ekki verið í unglinga- landsliðinu í sumar. Undanfarin ár hef ég komið beint að utan úr EM, nóttina fyrir íslandsmótið. Venjan hefur verið sú, að maður hefur þjáðst af vissri golfþreytu og því hefur árangurinn ekki allt- af verið í samræmi við það, sem maður vonaðist eftir." — Nú voru þrír efstu menn nokk- uð sér á báti í mótinu. Má skilja þetta á þann veg að smár hópur kylf- inga sé ao skilja sig frá öorum meist- araflokksmönnum? „Nei, ég veit ekki hvort á að skilja það þannig. Við, þessir efstu í mótinu nú, höfum verið í efstu sætunum í flestum mótum sum- arsins. Það kom því ekki á óvart þótt þessi nöfn væru efst á blaði núna. Margir góðir kylfingar hafa ekki náð sér vel á strik í sumar." — Fannst þér um einhvern vendi- punkt vera að ræða hjá þér í mót- inu? „Það er ekki nema ef maður nefnir fyrsta daginn. Það verkaði eins og vítamínsprauta að fá svona fljúgandi start."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.