Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁÓÚST 1982
13
svona þung núna. Ríkisstjórnin
kennir vöxtum af erlendum lánum
um hluta viðskiptahallans. Það er
rétt, en hver nema ríkisstjórnin
stórjók lántökurnar? Ragnar Arn-
alds þyrfti ekki að kveinka sér
eins undan þessum greiðslum
núna, ef hann hefði fylgt þeirri
aðhaldssemi, sem við alþýðu-
flokksmenn höfum boðað.
Tillögur varðandi
íbúða mál og hag -
sparifjáreigenda
Ef raunvaxta- og verðtrygg-
ingarstefnu alþýðuflokksins hefði
verið fylgt í reynd, en hún ekki
afskræmd, væri hér innlendur
sparnaður en ekki fjárflótti í inn-
kaup erlendis frá með tilheyrandi
viðskiptahalla. Ef tillögur Alþýðu-
flokksins í desember 1980 um bætt
kjör íbúðabyggjenda, íbúðakaup-
enda og sparifjáreigenda hefðu
verið samþykktar þá byggi ungt
fólk við sæmilegar aðstæður til
íbúðarkaupa og við hefðum haft
innlent fé í arðbærar framkvæmd-
ir í stað þess að auka erlendar
skuldir um 40% eins og núverandi
ríkisstjórn hefur gert.
Verið að skrifa reikning-
inn til þjóðarinnar
Allt ber þetta að sama brunni.
Ef tillögur Alþýðuflokksins hefðu
náð fram að ganga væri ekki við
núverandi vanda að etja. Ástandið
nú er fyrst og fremst afleiðing
rangrar stjórnarstefnu. Hversu
hátt sem framsóknarmenn þenja
verðbólguspá sína í von um að
verðbólgan í reynd verði neðan við
spána komast þeir ekki hjá ábyrgð
sinni á að hafa sjálfir búið til
vandann. Svavari Gestssyni dugar
skammt að hrópa eldgos. í því
felst það eitt að hann líki ríkis-
stjórninni og stjórnarstefnunni
við náttúruhörmungar.
Þær svonefndu efnahagsráð-
stafanir, sem ríkisstjórn Alþýðu-
bandalags, Framsóknarflokks og
sjálfstæðismanna er nú að berja
saman, eru fyrst og fremst reikn-
ingur hennar til þjóðarinnar fyrir
afleiðingar eigin óstjórnar.
Kjartan Jóhannsson,
alþingismaður.
Gisting og
ferð um
Breiðafjörð
í einu lagi
Stykkishólmi, 12. ágúst.
HÓTELIÐ í Stykkishólmi hefir
nú tekið upp þá nýbreytni að
bjóða ferðafólki upp á gistingu í
tvær nætur og siglingu með
Baldri um Breiðafjörð og tekur
aðeins kr. 645.00 fyrir hvern
mann. Þegar hafa verið pöntuð
15 herbergi og í dag voru pant-
anir alltaf að berast.
Er augsýnilegt að fólk hefir
mikinn áhuga á að nota sér
þessi ágætu kjör og um leið að
dvelja hér í Stykkishólmi og
skoða umhverfið. Hótelið er á
einum fegursta stað í bænum
með útsýni yfir fjörðinn og
fjallasýn tignarleg. Aðsókn að
hótelinu hefir farið vaxandi ár
frá ári.
Fréttaritari.
Áttræöis-
afmæli
80 ára afmæli á í dag, 17. ágúst,
frú Margrét Ásgeirsdóttir í Trað-
arkoti á Vatnsleysuströnd. — Eig-
inmaður hennar, Sigurjón Sig-
urðsson bóndi, varð áttræður 2.
ágúst síðastl. Margrét er að
heiman í dag.
JAPANSKUR BÍLL FYRIR
ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
Tveggja drifa bíll:
Meö óvenjulega mikla veghæö (fjarlægö frá vegi
aö lægsta punkti undirvagns), stööugleika, lipurö
og afl..
Kjörgripur til feröalaga á slæmum vegum og
vegleysum, pó meö pægindi og hraöa í fyrir-
rúmi.
viö hönnun pessa bfls hefur víötæk reynsla
M.M.C. verksm. af smföi fjölhæfra tveggja drifa
bíla veriö nýtt til fullnustu og hefur sérstök
áhersla verlö lögö á frábæra ökuhæfni og mikla
endingu. Milligírkassi er drifinn af tannhjóla-
keðju, sem er mun hljóðlátari en hið heföbundna
tannhjóladrif.
Þessi búnaöur hefur þá kosti aö færri slitfletir eru á aflrásinni, snúningsviönám minnkar
og ekkert „slag" myndast við átaksbreytingar.
Afturhjól eru knúin beint frá úttaksöxli í aöalgírkassa, sem er sterkari búnaöur en venju-
leg útfærsla, auk þess aö vera hljóðlátari og orsaka minni titring.
Skásettir höggdeyfar aö aftan, ásamt breiðum blaöfjöörum með mikiö fjöðrunarsvið,
þó án þess aö afturásinn vindist til, þegar sþyrnt er eöa hemlaö eins og þekkt er á bílum
meö heilum afturás.
Æskileg þungadreyflng meö og án hleðslu, sem stuölar aö fullu öryggi í akstri á veg-
leysum.
Hægt er aö velja um bensín eöa dieselvél báöar meö titringsdeyf um, sem gera ganginn
afburöa hljóöan og þýöann.
Snerilfjöðrun aö framan meö tvöföldum
spyrnum, strokk-höggdeyfum og jafnvægis-
stöng.
SnekKJustýrisvél meö æskilega undirstýringu í
beygjum.
Aflhemlar meö diskum að framan.
Hreyfillinn framleiöir mikiö snúningsvægi útá
hjólbaröana, sem gefa afar gott grip á hvers-
konar yfirboröi vegar.
Allt þetta leiöiraf sér undirvagn í sérflokki, sem
er þýöur, þægilegur, auöveldur (akstri og frá-
bær til snúninga í torfærum.
INNIFALINN BÚNAÐUR:
□ Framdrlfsvíslr - □ 7,60-15 hjólbarðar
□ Dráttarkrókur aö aftan
□ Oliuþrýstlngsmællr - □ Hallamællr
□ Snúnlngshraðamælir - □ Spennumællr
□ Tölvuklukka (Ouarts) - □ Framdrlfslokur
□ Halogen ökuljós - □ Mlöstöð afturí
□ Aflstýrl - □ vamarhom á vatnskassahlíf
□ Hlífðarplötur undlr framenda, vél,
gírkassa og eldsneytisgeyml
□ Hæglndastólar framí með fjaðrand!
undlrstööu
□ Útlspeglar á báðum huröum
□ upphltuð afturrúöa - □ Lltaö gier
□ Þurrka og sprauta á afturrúðu
HELSTU KOSTIR:
□ Mlkll veghæð
□ Hátt hlutfall orku: þunga
□ MJög sparneytln 2.6 l. bensínvél,
eða 2,3 I. dleselvél
□ SJálfstæö fjöðrun framhjóla
□ Skásettlr höggdeyfar að aftan
□ Fagurt og nýtískulegt útllt
□ innréttlng, sem veltlr þæglndl og
gleður augað
HELSTU MÁL MMC PAJERO LAND ROVER FORD BRONCO SUZUKI
HJÓLAHAF 2350 2230 2337 2030
HEtLDARLENCO 3920 3620 3863 3420
BREIOD 1680 1690 1755 1460
VECHÆÐ 235 178 206 240
HÆÐ 1880 1970 1900 1700
ECIN PYNCD 1395 1451 1615 855
Athygll skal vakln á því aö þau mál af Mltsublshl pajero
sem blrtst hafa í auglýsingum véladeildar sfs aö undan-
förnu eru röng.
PRISMA