Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Chrysler heldur sínu striki: Verulegur hagnaður á fyrri helmingi ársins Stefnir í 400 milljóna dollara hagnað á árinu Rekstrarhagnaður Chrysler-bíla- verksmiðjanna bandarísku á öðrum ársfjórðungi var liðlega 106,9 millj- ónir dollara, sem er mesti hagnaður fyrirtækisins á þriggja mánaða tíma- bili síðan 1977. Hagnaður fyrirtækisins það sem af er þessu ári er því um 256,8 milljónir dollara, samanborið við 286,8 milljóna dollara tap á sama tíma í fyrra. Þessi uppgangur fyrirtækisins er mun meiri en efnahagssérfræðingar höfðu spáð fyrir um. Lee Iacocca, forstjóri Chrysler, hefur iýst því yfir að ef ekkert óvænt komi upp á, þá muni gangúr fyrirtækisins verða góður áfram út árið, að vísu með eilítið minni hraða. Hann reiknar síðan með því, að rekstrarhagnaður Chrysler á þessu ári verði eitthvað í ná- munda við 400 milljónir dollara. í júlímánuði jókst sala Chrysler um tæplega 5%, en á sama tíma dróst sala Ford saman um 16,5% og sala General Motors dróst sam- an um liðlega 21,5%. — Það má í raun segja, að við séum komnir fyrir alvöru í slaginn á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Við eru að fjölga söluaðilum í endurskipulögðu kerfi. Þá erum við að fjölga módelum. Það er því ljóst, að við höfum staðizt prófið. Við þurfum ekki að sanna neitt fyrir neinum lengur, sagði Iacocca á fundi með blaðamönnum fyrir skömmu. Minnkandi markaðshlut- deild japanskra bíla Hlutdeild sænskra og vestur-þýzkra vex hins vegar RÚMLEGA ÞRÍR FJÓRÐU allra bíla, sem fluttir voru hingað til lands fyrstu sex mánuði ársins, eða 75,35%, komu frá þremur löndum, Japan, Vestur-Þýzkalandi og Svíþjóð. Frá þessum löndum komu alls 5.186 bílar af þeim 6.883, sem til landsins voru fluttir. Frá Japan komu 3.120 bílar, sem þýðir að markaðshlutdeild jap- anskra bíla er um 45,33% og hefur hún farið lækkandi undanfarin misseri eftir að hafa náð hámarki liðlega 60%. Frá Vestur-Þýzkalandi voru fluttir 1.042 bílar fyrstu sex mán- uðina, en sem hlutfall af heildinni er það um 15,14%. Hlutur vestur- þýzkra bíla hefur farið vaxandi síðustu misserin m.a. vegna hag- stæðrar skráningar vestur-þýzka marksins. Þá komu frá Svíþjóð 1.024 bílar fyrstu sex mánuðina, sem er um 14,88% af heildinni. Það er í raun sama sagan með sænsku bílana og þá vestur-þýzku, að þeir hafa komið mun sterkar inn í myndina síðustu mánuði og misseri, m.a. vegna hagstæðrar skráningar sænsku krónunnar. Ef sovézkum bílum er bætt við þessa upptalningu, þá koma tæp- lega 84% allra bíla frá ofan- greindum fjórum löndum, en frá Sovétríkjunum voru fluttir hingað til lands 577 bílar fyrstu sex mán- uði ársins, en sem hlutfall af heildinni er það liðlega 8,38%. Búnaðarbanki íslands: Rekstrarhagnaður 25.346 þúsundir króna á sl. ári • Eigið fé jókst um 80,3% • Eignaaukning var 70,2% • Innlánsaukningin var 72,4% • Útlánaaukningin var 76% REKSTRARAFKOMA Búnaðarbanka íslands á síðasta ári varð góð og naut hann þess, að ekki kora til yfirdráttarskuldar í Seðlabankanum. Rekstrarreikningur sýnir, að hagnaður til ráðstöfunar var 25.246 þús- undir króna, en þá höfðu verið lagðar í sérsjóð vegna skuldbindingar bankans gagnvart Eftirlaunasjóði starfsmanna 3.599 þúsundir króna. TiJ afskrifta húsbúnaðar og Uekja var varið 1.821 þúsundum króna. í afskriftasjóð útlána runnu 828 þúsundir króna og gjaldfærsla vegna verðbreytinga nam 14.274 þúsundum króna. Eigið fé Búnaðarbankans var í árslok 1981 129.905 þúsundir króna og jókst það um 57.843 þús- undir króna á árinu, eða um 80,3%. Samkvæmt niðurstöðu efna- hagsreiknings voru heildareignir 1.635 milljónir króna og höfðu þær aukizt um 70,2% frá árinu á undan. Kostnaður við rekstur bankans varð samtals 64.472 þús- undir króna, og hafði hann aukizt um 59,1% milli ára. Heildarinnlán Búnaðarbank- ans voru 1.246.985 þúsundir króna í árslok 1981, en voru 723.436 þúsundir króna í árslok 1980, og höfðu þau því aukizt um 523.549 þúsundir króna, eða 72,4%. Árið 1980 varð aukning innlána 289.737 þúsundir króna, eða um 66,8%. Spariinnlán, þ.e. innistæður á almennum sparisjóðsbókum og bundið sparifé, námu um áramót 1.004.553 þúsundum króna, en 564.471 þúsundum króna árið á undan. Áukningin 1981 varð því 440.082 þúsundir króna, eða 78%, en sambærilegar tölur ársins 1980 voru 224.454 þúsundir króna, eða 66%. Spariinnlán voru 80,6% af heildarinnlánum, en voru 78% árið 1980 og 78,4% árið 1979. Verðtryggð innlán voru 148.354 þúsundir króna í árslok, en aðeins 5.425 þúsundir árið áður, og nam því aukning þeirra 142.929 þús- undum króna, eða 2,635%. Hlutdeild bundinna innlána í heildarinnlánum var 31,2% í árslok miðað við 33,8% árið áður. Veltiinnlán, sem eru innistæður á ávísana- og hlaupareikningum, námu 242.432 þúsundum króna, en 158.965 þúsundum króna árið áður. Aukningin á árinu er því 83.467 þúsundir króna, eða 52,5%. Sambærilegar tölur árið 1980 voru 65.283 þúsundir króna, eða 69,7%. Heildarútlán Búnaðarbankans námu 1.058.351 þúsundum króna í árslok, en 601.347 þúsundum króna árið áður. Útlánaaukningin á árinu varð því 456.974 þúsundir króna, eða 76%, en sambærilegar tölur fyrir árið 1980 voru 221.294 þúsundir króna, eða 58,2%. í heildartölu útlána eru öll endurseld lán í Seðlabankanum, sem að langmestu leyti eru afurðalán landbúnaðarins, svo og skuldabréfakaup bankans af Framkvæmdasjóði, sem nema 4% af innlánaaukningu ársins, og af Ríkisábyrgðarsjóði, en þau eru 3% af innlánsaukningu ársins. Bankastjórar Búnaðarbanka íslands eru þeir Magnús Jónsson, Stefán Hilmarsson og Þórhallur Tryggvason. ' lAUSAfJÁRSTMAN Á ViOSKIPTARFIKNINGI BIJNAOARBANKANS í SEBIABANKANUM 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.