Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 17. AGUST 1982 Nú fær þjóðin reikninginn — eftir Kjartan Jóhannsson, alþm. Ráðherrarnir yfirbjóða nú hver annan við að lýsa þeim ógöngum sem þjóðin hafi ratað í undir þeirra forsjá. Verðbólguspám rignir yfir þjóðina frá ríkisstjórn- inni. Alltaf hækka boðin. Það er ekki talið niður heldur upp. Kapphlaup í verdbólguspám Við upphaf ársins átti verðbólg- an að verða 35%. Fyrir sex vikum eða svo töluðu ráðherrarnir um 45—50% verðbólgu. Fyrir tveimur vikum náði upptalning ráðherr- anna á verðbólgunni sér svo á verulegan skrið. Þá spáðu þeir 60% verðbólgu og töldu horfur á að hún færi bráðlega í 70—80%, ef fylgt væri stjórnarstefnunni áfram. Hinn 12. ágúst bættu nýj- ustu heimildir Ríkisútvarpsins í Framsóknarflokknum enn um bet- ur og létu hafa eftir sér í fréttum að rétt væri að spá 90% verðbólgu. Steingrímur Hermannsson vildi greinilega ekki una þessu og sló metið enn í sjónvarpsviðtali hinn 13. ágúst og spáði 20% verðbólgu frá ágúst til nóvember, en það samsvarar 107% á ári. Líklega öruggast fyrir Framsókn aö spá 160% verðbólgu Þessi sífelldu yfirboð ráðherr- anna eru eins og reyfari. Hvenær ætli það hafi gerzt áður að ríkis- stjórn hafi breytt verðbólguspá sinni um 50—60% á innan við tveimur mánuðum? Væri ekki öruggast fyrir Steingrím Hermannsson að spá svo sem eins og 160% verðbólgu? Þá gæti hann barið sér á brjóst þegar verðbólgan reynist 60% og hrósað sér af því að hafa lækkað verðbólguna 100% frá sinni spá. Var það kannske þannig sem átti að skilja niðurtalninguna? Ósmekkleg samlíking Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins notar aðra að- ferð, þegar honum er mikið í mun að alvara lífsins sé þjóðinni ljós. Þá vitnar hann í Vestmannaeyja- gosið. Þegar olíuverðhækkunin reið yfir 1979 sagði hann að það væri þjóðinni áfall á við gosið í Eyjum. Og enn er samlíkingin á lofti. í útvarpsviðtali 12. ágúst sagði hann, að nú hefði þjóðar- framleiðsla og sjávarafli dregizt svo saman að áfall þjóðarbúsins væri á við áfallið af Vestmanna- eyjagosinu. Samlíkingin fer að verða slitin. Hún er reyndar bæði röng og ósmekkleg. I Vestmanna- eyjagosinu eyddust og brunnu íbúðir hundraða manna, allir íbú- arnir urðu að flýja heimili sín, mikil verðmæti grófust undir hrauni og ösku og fjöldi fólks varð fyrir óbætanlegu tjóni. Svipaðar ytri aðstæður og 1979 Samlíkingin er líka röng, ef efnahagsþróun seinustu ára er skoðuð. Sú áætlun, sem Svavar styðst við, þegar hann dregur upp samlíkingu sína, gerir ráð fyrir 3,5—4,5% minni þjóðarfram- leiðslu 1982 heldur en 1981. Það þýðir einfaldlega að þjóðarfram- leiðslan verði nú hin sama og á árinu 1979. Þessar áætlanir gera líka ráð fyrir því að framleiðslu- verðmæti sjávarafurða á yfir- standandi ári verði svipað og 1979 og um 10% meira en á árinu 1978. í þeim er ennfremur reiknað með meiri þorskafla á þessu ári en varð 1979. Komust bærilega af 1979 Svavar líkir því sem sagt við náttúruhamfarirnar í Vestmanna- eyjum að við verðum að lifa við þjóðartekjur á þessu ári sem eru jafnháar og þær voru 1979. Ef samlíkingin væri rétt hefðu átt að vera svipuð vandræði á því ári eins og nú. En hver er sannleikurinn? Þess- ar þjóðartekjur og þessi sjávaraf- urðaframieiðsla dugði okkur allvel 1979. Þá gekk útgerðin bærilega. Þá varð ekki 70% eða 80% eða 90% verðbólga. Og þá varð enginn viðskiptahalli. Að líkja ríkisstjórn við náttúruhörmungar Skýringin á ástandinu nú liggur því ekki fyrst og fremst í sam- drætti í þjóðartekjum og þá ekki í markaðserfiðleikum. Það er stjórnarstefnan þessi seinustu ár sem skiptir sköpum. Ástandið nú verður ekki rakið til óviðráðan- legra ytri aðstæðna á við eldgos. Hitt má vel vera, að það hafi reynzt þjóðinni áfall á við nátt- úruhörmungar að fá yfir sig þá óstjórn Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og sjálfstæð- ismanna, sem nú situr. Afleiðing- arnar að koma fram Það sem hefur gerzt í hennar stjórnartíð er nefnilega þetta: Kjartan Jóhannsson Afrakstri af miklu góðæri sl. tvö ár hefur verið eytt. Jafnframt hefur verið stofnað til óhóflegra skulda erlendis. Þetta fé hefur m.a. farið í að standa undir skriðu fiskiskipainnflutnings og í óhóf- legar útflutningsbætur og offram- leiðslu landbúnaðarafurða. Þar á ofan hafa verið tekin hrein eyðslu- lán erlendis, m.a. til að standa undir hallærisrekstri í einhverju mesta góðæri, sem yfir landið hef- ur gengið. Ríkisstjórnin hefur gengið ótæpilega á auðlindir sjáv- arins og eytt fiskistofnum, sem framtíð þjóðarinnar verður að byggjast á. Það er afleiðing þess- arar stjórnarstefnu, sem nú er m.a. að koma fram. Gætum staðið betur Þeir geta ekki kvartað undan því ráðherrarnir að á þetta hafi ekki verið bent, svo oft og ítarlega höfum við alþýðuflokksmenn fjall- að um það bæði innan þings og utan. Nú er það komið fram sem við voruðum við. Sú efnahags- stefna sem við höfum gagnrýnt hefur leitt þjóðina í ógöngur eins og augljóst var. Hitt er íhugunarefni, hve miklu betur þjóðin stæði nú, ef fylgt hefði verið stefnumörkun Alþýðu- flokksins. Ég skal nefna nokkur dæmi. Tillögur um sjávar- útveg og landbúnað Ríkisstjórnin hefur aukið fiski- skipastólinn með innflutningi um a.m.k. 7.000 tonn og 20—25 fiski- skip umfram það sem verið hefði, ef fylgt hefði verið þeirri stefnu sem Alþýðuflokkurinn mótaði í ríkisstjórn og hefur tvívegis síðan flutt tillögur um á þingi en ekki hlotið stuðning annarra flokka við. Þessi aukning skipastólsins hefur haft í för með sér 17% af- komurýrnun sjómanna og útgerð- ar á togaraflotanum. Nú er út- gerðin á hausnum og tapið á tog- araflotanum er nánast metið á þessa prósentutölu. Undir lok febrúar 1980 flutti Al- þýðuflokkurinn lagafrumvarp um niðurtalningu útflutningsbóta. Allir hinir stjórnmálaflokkarnir greiddu atkvæði gegn því. Ef það hefði verið samþykkt, hefði land- búnaðurinn þegar lagað sig að nýjum aðstæðum. Þá væru út- flutningsbætur fjórðungi til þriðj- ungi minni byrði á okkur núna og offramleiðslan og bæturnar hefðu horfið á næsta ári, en bændur hefðu fengið myndarlega styrki á undanförnum árum til að laga sig að þessum nýju aðstæðum. Hversu miklu betur stæðum við ekki að vígi nú, ef þessari stefnu hefði ver- ið hrint í framkvæmd 1980? Greiðslubyrði erlendra lána Alþýðuflokkurinn gerði það að stefnumiði 1979, að erlendar lán- tökur takmörkuðust við að greiðslubyrði af þeim færi ekki yf- ir 15%. Þetta töldu alþýðubanda- lagsmenn goðgá. I umræðum um seinustu lánsfjárlög benti ég á, að áform ríkisstjórnarinnar væru um þúsund milljónum of há. Greiðslu- byrði yrði of mikil og hætta væri á því að viðskiptahalli ylli því að landið festist í vítahring erlendra skulda. Ragnar Arnalds taldi þetta svartagallsraus. Nú er það komið fram og Ragnar kveinkar sér. Ef lántökum hefði verið stillt í hóf, þá væri greiðslubyrðin ekki HæsUréttarlögmennirnir GuAmundur Pétnramn vinstra megin ©g Axel Einarsson ha-gra megin reka ekrtu málflutningsskrifstofu landsins og er hún 75 ára í dag. (Ljfam. mw. Kriatjáa Eiurawn.) Fyreti dómfundur nýstofnaos Hæstaréttar I Reykjavík irio 1920. Sveinn Bjðrasson flytur sitt fyrsta mál fyrir HæstaréttL Málflutningsskrifstofa — Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson: Elsta málflutnings- skrifstofa landsins 75 ára ELSTA lögfræðiskrifstofa landsins, Málflutningsskrifstofa — Guð- mundur Pétursson, Axel Einarsson, er 75 ira í dag. Málflutningsskrif- stofan hefur verið starfrækt óslitio þessi 75 ár eða síðan 17. ágúst 1907 er hún var stofnuð af Sveini lijörnssyni, sem síoar varð forseti Islands. Árið 1920 varð Sveinn Björns- son sendiherra í Kaupmannahöfn og tóku þá við stofunni þeir Guð- mundur Ólafsson, sem starfað hafði sem fulltrúi hjá Sveini í 7 ár, og Pétur Magnússon, sem síð- ar varð bankastjóri Búnaðar- banka íslands og Landsbanka ís- lands. Eftir lát Guðmundar Ólafssonar 1935 urðu eigendur að stofunni ásamt Pétri Magnússyni, Guðlaugur Þorláksson, sem starf- að hafði á stofunni frá 16 ára aldri, og Einar Baldvin Guð- mundsson, sem verið hafði full- trúi á málflutningsskrifstofunni í 6 ár. Pétur, Guðlaugur og Einar Baldvin ráku skrifstofuna frá 1935 og átti hver þeirra einn þriðja hluta hennar. Sú skipting hefur haldist síðan. Við lát Péturs Magnússonar ár- ið 1948 tók Guðmundur Pétursson við af föður sínum. Axel Einars- son eignaðist hluti í skrifstofunni árið 1968 en yfirtók síðan hlut föður síns, Einars Baldvins, árið 1974, við andlát hans. Málflutningsskrifstofan er nú rekin af Guðmundi Péturssyni og Axel Einarssyni hæstarréttarlög- mönnum en auk þeirra er eigandi Camilla Sandholt, ekkja Guðlaugs Þorlákssonar. Stofan annast öll almenn lögfræðistörf og er full- trúi ýmissa stærstu fyrirtækja landsins. Þar vinna 12 manns, þar af 4 lögfræðingar. Þrír af afkomendum eigend- anna vinna nú á skrifstofunni við ýmis störf og eru börn Guðmund- ar og Axels þriðji ættliðurinn sem þar starfar. Málflutningsskrifstofan var fyrstu árin til húsa í Kirkjustræti 10, síðan í Austurstræti 7 og þá í Aðalstræti 6. Þar er hún enn til húsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.