Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiöslunni er 83033 ttpmiblábib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 I>RIÐJUDAGUR 17. AGUST 1982 Alþýðubandalagið: Heftir samþykkt 10% verðbótaskerðingu Alvarlegur ágreiningur í ríkisstjórn- inni um form heimildarákvæðis ALF'ÝÐUBANDALAGIÐ hefur samþykkt efnislega að standa að helmings skerðingu verðbóta á laun hinn 1. janúar nk. Hins vegar er enn alvarlegur ágreiningur innan ríkisstjórnar- innar um það í hvaða formi þessi verðbótaskerðing skuli sett fram í bráðabirgðalögum nú. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn og framsóknarmenn hafa lagt áherzlu á að ákvæði um þessa vísitölu- skerðingu yrðu sett í lög. Alþýðu- bandalagið lagði þá til að laga- ákvæðið væri heimildarákvæði, þ.e. ríki.-,stjórnin hefði heimild til að ákveða þessa verðbótaskerðingu. Framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn voru ekki tilbúnir til að fall- ast á slíkt heimildarákvæði, en sjálfstæðismenn munu hafa sett fram þá málamiðlunartillögu, að forsætisráðherra einn hefði heim- iid til að ákvarða hvort verðbóta- skerðingin kæmi til framkvæmda. Þetta höfðu alþýðubandalagsmenn ekki fallizt á í gærkvöldi og um þetta stendur ágreiningurinn í rík- isstjórninni nú. Gert hefur verið ráð fyrir, að kaupgjaldsvísitalan hækkaði um allt að 20% hinn 1. desember nk. og er verðbótaskerðingin, sem Al- þýðubandalagið hefur fallizt á, því allt að 10%. Hins vegar hefur ríkis- stjórnin í hyggju, að fækka greiðsludögum verðbóta, sem verið hafa fjórir á ári, í þrjá. Þetta þýðir, að verðbætur verða ekki greiddar á laun 1. desember nk. heldur 1. janúar nk., og kæmi þá til fram- kvæmda sú verðbótaskerðing, sem Alþýðubandalagið hefur fallizt á, ef samkomulag næst innan ríkis- stjórnarinnar að öðru leyti. Afstaða framsóknarmanna hefur verið sú, að þeir hafa viljað setja afdráttarlaus lagaákvæði um verð- bótaskerðingu en þeir hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um það, hvort þeir geti fallizt á ákvæði sem veitti forsætisráðherra einum heimild til að ákveða verðbóta- skerðingu. Þingflokkur, framkvæmdastjórn og stjórn verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins funduðu í gær um þessi mál. Þá sat þingflokkur Framsóknarflokksins langan fund í gærkvöldi og var honum ekki enn lokið þegar Mbl. frétti síðast í gærkvöldi. Ríkisstjórnin á að koma saman til næsta reglulegs fundar kl. 10 árdegis. Bíl ekið útaf, tveir slasast TVKIR ungir mcnn á Datsun-bifreið óku út af veginum við Ós fyrir utan Akranes í fyrradag og voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi. Annar pilt- anna var talinn hafa höfuðkúpu- brotnað og var Duttur á Slysadeild Borgarspítala. Meiðsl hins voru minni. Bifreiðin er mikið skemmd. BORN furstahjónanna af Monaco, ('arolinc og Albert, í Almannagjá á Þingvöllum. Prinsinn er greinilega að ihuga að mynda systur sína, sem er eftir því sem best verður séð í íslenskri lopapeysu og með vettlinga, sem hún hefur sennilega keypt í verslunarferðinni á ardaginn. Furstafjölskyldan fór af landi brott seinnipart sunnudags, eftir að hafa farið í skoðunarferð um Suðurland, snætt kvöldverð í boði forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, að Bessastöðum, versl- að og ekið um Reykjavík. Að sögn höfðu þau það mjög gott hér á landi og geta vel hugsað sér að koma hingað aftur. Sjá bls. 14 og 15: fsland er land andstæðnanna. Brotist inn í þrjár skartgripaverslanir og innbrot reynt í aðrar þjrár: Talið að verðmæti þýfísins nemi hundruðum þúsunda BROTIST var inn í þrjár skartgripaverslanir um helg- ina og gerð var tilraun til inn- brots í aðrar þrjár, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Rannsókn málsins er á frumstigi, en talið er að verð- mæti þýfisins nemi hundruð- um þúsunda króna. Samkvæmt upplýsingum rann- Hækknn framfærsluvísitölu í kringum 13%: Um 8% verðbætur á laun 1. september Landbúnaðarvörugrundvöllurinn hækkar um 14—15% 1. september ll/KKKI N framfærsluvísitölu frá maíbyrjun til ágústbyrjunar er sam- kvæmt upplýsingum Mbl. í kringum 13%. Kauplagsnefnd mun síðan koma saman í vikunni og ákvarða verðbætur á laun 1. september nk. Frá 13% dragast 2,9%, en ASÍ og VSI sömdu um slíka skerðingu í sínum samningi í júní s,l. Varð- andi aðra hópa, sem ekki hafa samið um slíka skerðingu, þá má víst telja, að sett verði bráða- birgðalög þar að lútandi. Þá munu skerðingarákvæði „Ólafslaga" vega um 2%, þannig að tæplega 5% munu dragast frá 13% og verðbætur á laun verða í námunda við8%. Á tólf mánaða tímabili hefur verðbótavísitala því hækkað um tæplega 41%, en til samanburðar má geta þess, að framfærsluvísi- talan hefur hækkað um liðlega 48% og lánskjaravísitala um lið- lega49%. Sex manna nefndin hefur und- anfarið rætt um væntanlega hækkun á landbúnaðarvöruverði 1. september, en endanlegar niður- stöður liggja enn ekki fyrir. Þó er talið víst, að hækkun landbúnað- arvörugrundvallarins verði á bil- inu 14-15%. sóknarlögreglunnar var brotin öfl- ug hurð bakatil í verslun Halldórs Sigurðssonar, Skólavörðustíg 2, og farið þar inn. Var stolið talsverðu af skartgripum, bæði sem verslun- in átti og einnig hlutum sem þar voru til viðgerðar. Einnig var stol- ið 1.500 krónum í peningum. Þá var farið inn hjá Módelskartgrip- um, Hverfisgötu 16A, farið var inn um glugga á bakhlið hússins og stolið miklu magni af skartgrip- um. Þar var og stolið 1.000 krón- um í peningum. Loks var brotist inn hjá Magnúsi Ásmundssyni, Ingólfsstræti 3, og talsverðu magni skartgripa stolið þar. Gerð var tilraun til innbrots hjá Korn- elíusi á Skólavörðustíg 8, einnig var reynt að komast inn hjá Árna Höskuldssyni, Bergstaðastræti 4, en árangurslaust. Þá var reynt að fara inn hjá Jóni Sigmundssyni, Hallveigarstíg 1, en tókst ekki. í samtali yið Morgunblaðið sagði Sigmar 0. Maríusson, eig- andi Módelskartgripa, að ekki væri enn ljóst hverju verðmæti þýfisins næmi, en taldi að það skipti nokkrum hundruðum þús- unda. Sagði hann að stolið hefði verið allri gullvöru sem var í búð- inni, en ekki hefði öryggisskápur verið brotinn upp. Ein rúða á bakhlið verslunarinnar var brotin og klippt sundur öryggisgrind og fór þjófurinn eða þjófarnir þar Þórdís Jónsdóttir hjá Halldóri Sigurðssyni sagði að hurð hefði verið brotin bakatil og var stolið munum úr búðinni og hlutum sem voru til viðgerðar í versluninni. Taldi hún líkur á að verðmæti þeirra hluta sem stolið var úr versluninni væri á milli 100 og 200 þúsund krónur. Hins vegar kvaðst hún ekki geta giskað á verðmæti þeirra hluta sem í viðgerð voru og stolið var. Frá áramótum hefur verið brot- ist inn í sex skartgripaverslanir og eru áðurgreind innbrot ekki talin þar með. Tvö innbrotanna eru upplýst að fullu, en nú situr í gæsluvarðhaldi maður sem játað hefur á sig það þriðja. Þýfið er hins vegar ófundið í því tilviki. Verðmæti þýfis í þeim fjórum inn- brotum sem ekki eru að fullu upp- lýst nemur rúmlega 1,5 milljónum króna. Sjá myndir á bls. 43.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.