Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 Annar markvörðurinn meiddur og hinn á sjó SIÐASTLIÐINN laugardag áttust við á Akureyrarvelli KA og ÍBÍ og var leikurinn fiður í 1. deildarkeppn- inrii og er skemmst frá því að segja að heimaliðið beið lægri hlut, 2—3. Leikur þessi var merkur fyrir þa-r sakir einar að þetta ku vera síðasti leikur er Kafn Hjaltalín dæmir í 1. deild sökum aldurs. Hafi þessi ágæti dómari verið umdeildur á stundum, slíkt er ætíð hlutskipti dómara, hef- ur engum dulist að þar hefur farið einn af okkar allra beztu dómurum gegnum tíðina og á laugardaginn stóð Rafn Hjaltalin flestum örðum framar. Leikurinn var mikilvægur báð- um aðilum og var fyrirfram vissu- lega búist við hörku viðureign tveggja þokkalegra liða. Annað varð þó uppi. Þrátt fyrir fimm skoruð mörk var leikurinn ákaf- lega slakur og lítt spennandi og var engu líkara en heimamenn þættust fullsæmdir af að tapa fyrir jafn slöku liði og ÍBÍ er, eða var a.m.k. í þessum leik. Má benda á atriði þessu til stuðnings. Aðal- steinn markvörður er meiddur í baki og varamarkvörður liðsins kominn á sjó. Var brugðið á það ráð að setja aðaldriffjöður liðsins, Gunnar Gíslason, í markið og kom það að sjálfsögðu niður á leik KA. Raunar virtist það ekkert aðalat- riði að setja fyrrnefndan mann í markið því í hálfleik skiptu þeir Gunnar og Ormar Örlygsson með sér verkum og var ekki hægt að sjá að Ormar stæði Gunnari neitt að baki í markvörzlunni, en um það þarf ekki að deila að Gunnar stendur Ormari enn framar sem tengiliður. Til að bæta gráu ofan á svart lék KA án Elmars Geirsson- ar, sem er í fríi erlendis, og er það firna skarð sem ekki verður auð- veldlega uppfyllt. Það var nákvæmlega sama hversu illa gekk, aldrei taldi þjálf- ari KA ástæðu til að skipta inn frískum mönnum og reyna að knýja fram jafntefli í það minnsta. Nei, fremur áð horfa upp á vonlitla baráttu þeirra er fyrir voru inni á vellinum. Leikurinn byrjaði fjörlega og gaf vonir um fyrirheit er aldrei rættust. Hlaupagikkurinn Jón Oddsson sýndi að hann er verður allrar þeirrar athygli er hann hef- ur hlotið og lék auðveldlega á Erl- ing Kristjánsson og þar sem fátt var um varnir í vítateig KA átti Gunnar P. Pétursson ekki í vand- ræðum með að athafna sig og skora með glæsilegu skoti, 0—1 fyrir ÍBÍ. Eftir þetta datt leikur- inn niður fyrir plan meðal- mennskunnar og voru heimamenn ótrúlega máttlitlir í aðgerðum sín- um og leikurinn fjaraði því smám saman út í vitleysu og tilgangs- leysi. Síðari hálfleikur var nánast endurtekning á þeim fyrri ef und- an eru skildar síðustu 3—4 mínút- urnar er mörkin komu æði greið- lega. Lengst af einkenndist leikur- inn af litlum samleik og lítilli bar- áttu að hálfu heimamanna en ís- firðingar gáfu aldrei eftir og misstu aldrei sjónar á markmiði sínu, að fá 2 afar dýrmæt stig. Það kom því ekkert verulega á óvart að það skyldu verða þeir er skoruðu næst en markið kom ekki fyrr en á 37. mínútu s.h. Seinheppnum leik- mönnum KA verða á hroðaleg mistök er kosta það að hinn snaggaralegi Gunnar P. nær að hlaupa vörn KA af sér og skora með góðu skoti í stöngina og inn, 0—2 fyrir ÍBÍ. í öllu svartnættinu leyndist ofurlítil von og 6 mínút- um síðar skorar Eyjólfur Ágústs- son fyrir KA í þeirra skástu sókn KA — IBI 2:3 en auðvitað átti Gunnar P. svar við þessum leik KA og brunar upp völl sem eimreið og gefur hárfínan bolta á höfuð Ámunda Sigmunds- sonar er skorar auðveldlega og forystan aftur orðin 2 mörk. Nú var komið fram yfir venju- legan leiktíma og ísfirðingar greinilega farnir að bíða loka- flautu dómarans en einhverjar tafir voru og hélt leikurinn áfram í 2—3 mínútur og það nýtti Gunn- ar Gíslason sér er hann skoraði með firna föstu skoti, staðan þá 2 mörk gegn 3. í sjálfu sér skamm- góður vermir en lítur betur út fyrir heimamenn. Bæði stigin töp- uð fyrir KA og óneitanlega er staða KA orðin slæm og ginn- ungagap 2. deildar hefur opnast til hálfs. Isfirðingar kunna aftur á móti að bjarga sér og er það að vonum því liðið berst virkilega vel og langt umfram t.a.m. KA. Lið KA var í heild mjög lélegt og fátt virðist geta bjargað liðinu frá falli. Alla baráttu og áræðni skortir og tap í jafn mikilvægum leik sem þessum er ekki til að bæta sjálfstraust leikmanna. Eng- inn skar sig úr, liðið sem heild var lélegt og áhugi til að bæta úr því næsta takmarkaður. ísfirðingar léku alls ekki fallega knattspyrnu en þeir börðust og uppskáru ár- angur erfiðis síns og eiga nú alla möguleika á að halda sér uppi. Margir leikmanna liðsins eru bæði duglegir og leiknir og með smáög- un á þetta lið þeirra að ná langt, þeirra er framtíðin. Akureyrarvöllur: 1. deild KA— ÍBÍ, laugardaginn 14. ágúst. KA-ÍBI2-3(0-l). Mörk KA: Eyjólfur Ágústsson á 88. mínútu og Gunnar Gíslason á 92. mínútu. Mörk ÍBÍ: Gunnar P. Pétursson á 5. og 82. mínútu og Ámundi Sig- mundsson á 90. mínútu. Gult spjald: Erlingur Kristjáns- son KA og Gústaf Baldvinsson ÍBÍ. Dómari: Rafn Hjaltalín. Línuverðir: Magnús Jónatansson og Kjartan Tómasson. Áhorfendur: Um 350 manns. -MÞ ídróltir • Páll l'álmason slær hér knöttinn frá áður en Ingi Björn nær til hans. Slakur leikur 1:1 EKKI voru lionar nema tæpar fjórar mínútur af leik Vals og ÍBV á laug- ardaginn er Sigurlás Þorleifsson hafði náð forystunni fyrir Eyjamenn. Lási skoraði þá örugglega af stuttu færi eftir að varnarmanni hafði mis- tekist að hreinsa knöttinn frá mark- inu. Skömmu áður hafði Dýri Guð- mund8Son fengið igætt færi við hitt markið, en skot hans hafnaði viðs VALUR— ÍBV LIÐ KA: Gunnar Gislason 5 Eyjólfur Agústsson Haraldur Haraldsson 4 5 Erlingur Kristjánsson Guðjón Guðjónsson Jóhann Jakobsson 4 5 4 Ormarr Orlygsson Friðfinnur Hermannsson 5 6 Asbjörn Björnsson Steingrimur Birgisson Hinrik Þórhallsson 4 4 5 LIÐ ÍBÍ: Hreiðar Sigtryggsson Einar Jónsson 5 5 Rúnar Guðmundsson 5 Amundi Sigmundsson Örnólfur Oddsson 6 5 Gunnar Guðmundsson 5 Gústaf Baldvinsson 6 Halldór Olafsson 5 Gunnar P. Pétursson 7 Jóhann Torfason 6 Jón Oddsson 6 Jón Björnsson (vm.) 5 Einkunnagjölin Knatispyrnaj LIÐ AKRANESS: LIÐ VALS: Davíð Kristjánsson 6 Brynjar Guðmundsson 6 Guðjón Þórðarson 7 1 'lfar Hróarsson 5 Sveinbjörn Hákonarson 6 Grímur Sæmundsen 4 Sigurður Lárusson 6 Magni Pétursson 5 Jón Gunnlaugsson 6 Dýri Guðmundsson 5 Jón Áskelsson 5 Þorgrimur Þráinsson 5 Árni Sveinsson 6 Ingi Björn Albertsson 5 Sigurður Jónsson 6 Hilmar Sighvatsson 5 Júlíus Ingólfsson 6 Valur Valsson 4 Kristján Olgeirsson 6 Guðmundur Þorbjörnsson 5 Sigþór Ómarsson 6 Þorsteinn Sigurðsson 4 Úlfar Masson (vm) 4 LIÐ KEFLAVÍKUR: Þorsteinn Hjarnason 6 LIÐ ÍBV: Kári Gunnlaugsson 5 l'áll Pálmason 6 Rúnar Georgsson 5 Viðar Elíasson 5 Ingiber Óskarsson 5 Örn Oskarsson 5 Gísli Eyjólfsson 6 Þórður Hallgrímsson 5 Sigurður Björgvinsson 6 Valþór Sigþórsson 5 Magnús Garðarsson 6 Snorri Rútsson 5 Ragnar Margeirsson 5 Sveinn Sveinsson 5 Óli Þór Magnússon 5 Jóhann Georgsson 4 Skúli Rósantsson 5 Sigurlás Þorleifsson 6 Daníel Einarsson (vm) 4 Kári Þorleifsson 4 Einar Ásbjörn Ólafsson (vm) 6 Agúst Einarsson 5 • IIilmar Valsari Sighvatsson skallar hér með tilþrifum í leiknum á laugar- daginn. Þórður Hallgrímsson virðist meira en lítið furðu iostinn yfir athöfn- um andstæðings SÍns. Mynd Kristján Einsrsson fjarri markinu. Eins £ þessu sést byrjaði leikurinn nokkuð fjörlega, en síðan dofnaði heldur betur yfir honum. Ágaetir samleikskaflar sáust annað slagið en því miður var það allt of sjaldan. Vestmanneyingar virkuðu sterkari fyrstu mínúturn- ar, en Valsarar styrktust er leið á fyrri hálfleikinn, og áttu ágæta spretti af og til. Þeir voru heldur ágengari og fengu þeir þrjú ágætis færi fyrir hlé, sem ekki tókst að nýta. Tvö þeirra fékk Valur Valsson, en hon- um voru frekar mislagðar fætur í leiknum. Það fyrra kom eftir langa aukaspyrnu Gríms inn í teig, Dýri skallaði niður til Vals, en skot hans af stuttu færi fór beint á Pál. Hið seinna var algjört dauða- færi, og kom það eftir mjög fal- lega sókn Valsmanna. Ingi Björn komst upp í hornið hægra megin eftir glæsilega sendingu Guð- mundar Þorbjörnssonar. En Valur var aðeins of seinn er sending Inga kom fyrir markið og missti af henni, boltinn rúllaði fyrir framan markið og var á leiðinni út af, er Þorsteinn Sigurðsson kom aðvífandi en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Lítið markvert er eftir úr fyrri hálfleikum utan örfá sæmileg færi, sem voru ekki ýkja hættuleg. Valsmenn léku undan nokkrum vindi og voru þeir öllu frískari. Vonir um líflegri leik eftir hlé urðu því miður ekki að veruleika. Langtímum saman gekk knöttur- inn mótherja á milli og bókstaf- lega ekkert skemmtilegt gerðist. Fyrsti Ijósi punkturinn í hálf- leiknum var jöfnunarmark Vals- manna á 22. mín. Ingi Björn komst í gegnum vörnina vinstra megin, alveg inn í markteigshornið þaðan sem hann skaut. Páll varði en knötturinn hrökk til Guðmundar Þorbjörns- sonar sem skoraði af örstuttu færi, þversláin og inn. Mikil þvaga var fyrir framan markið, þannig að ekki var gott að sjá greinilega hvað gerðist, en Páll markvörður virtist hafa orðið fyrir einhverju hnjaski. Það hefur þó greinilega verið minniháttar, þar sem ekki þurfti að stöðva leikinn til að at- huga það nánar. Þrátt fyi ir að leika á móti vind- inum voru Valsmenn heldur ákveðnari og áttu þeir einu færin. Þau voru reyndar ekki mörg, og komu ekki fyrr en á lokamínútun- um, utan eitt er Guðmundur Þorbjörnsson skaut fram hjá af markteig eftir sendingu Vals Valssonar. í restina varði Páll vel frá Inga Birni og Þorgrímur átti ágætan skalla rétt fram hjá eftir langa aukasþyrnu. Leikurinn í heild var eiginlega hvorki fugl né fiskur og ekki mikið um hann að segja. Bestu menn lið- anna voru markmennirnir, Brynj- ar og Páll. Þeir höfðu að vísu ekki mikið að gera en voru mjög örugg- ir báðir tveir og verður ekki kennt um mörkin. Þá átti Sigurlás góða spretti, en hann fékk mjög lítinn stuðning. Eyjamenn hafa örugg- lega saknað Omars Jóhannssonar en hann lék ekki með þeim að þessu sinni. I stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild: Val- ur-ÍBV 1-1 (0-1) Mark Vals: Guðmundur Þor- björnsson á 67. mín. Mark ÍBV: Sigurlás Þorleifsson á 4. mín. Dómari: Óli Ólsen Áhorfendur: 629. —SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.