Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 7 HUGVEKJA efiirsr. Þóri Stephensen Á prestastefnu íslands, sem haldin var heima á Hól- um í júní sl., voru friðarmál til umræðu. Ákvörðunin um að halda friðardag og þakk- argjörðar kom þar í kjölfar- ið. Hann var valinn með til- liti til guðspjalls dagsins, sem er um líkþráu mennina tíu, sem fengu lækningu hjá Jesú, en aðeins einn sneri af- tur til að tjá þakklæti sitt, „gefa Guði dýrðina" eins og Jesús orðar það. Kirkjan hefur árlega notað þennan dag til að minna á að enginn hlutur er sjálfsagður, að allt, sem við hljótum af lífsins gæðum, er dýpst skoð- að frá Guði komið. Því má þakkargjörðin aldrei gleym- ast. Þessi dagur er á þeim árstíma, þegar uppskeru er að ljúka, og þótt ekki hafi árað neitt afburðavel til lands eða sjávar, þá höfum við íslendingar samt fyrir mikið að þakka, er við lítum á uppskeru og aflahlut. Gleymum ekki að þakka það. Skoðum jafnframt okkar persónulega líf. Þar er, býst ég við, víða pottur brotinn, en þegar betur er að gáð, er samt svo margt að þakka. Og þakkargjörðin fyrir slíka hluti hún gerir jafnframt út um það, hvort við finnum lífshamingju okkar eða ekki. Því hamingjan felst ekki í því að fá allt sem hugurinn girnist. Hún er miklu fremur í því fólgin „að finna ánægju í því, sem við verðum að gera“. Sá, sem er þakklátur, er hamingjusamur, og eng- inn maður er svo illa stadd- ur, að hann hafi ekki fyrir eitthvað að þakka og hafi því fulla ástæðu til að gefa Guði dýrðina. En svo eru það friðarmál- in. Orðið friður er dregið af hinni fornu sögn „að frjá“, sem þýðir að elska. Sannur friður helst því hvergi, hvorki í opinberu lífi né manna á milli, nema þar sem menn bera sanna elsku hver til annars. Að svo ófriðvæn- lega horfir í heiminum, sem raun ber vitni, er fyrir það, að kærleikurinn er ekki svo metinn sem skyldi eða látinn ráða í mannlegum samskipt- um. Kærleikur er trúarlegt hugtak og enginn trúarleið- togi hefur þar komið með eins háar hugsjónir og Jesús Kristur. Og ég hygg það sé óyggjandi staðreynd, að ör- uggur friður verður ekki saminn hér í heimi, fyrr en austur og vestur sameinast í kærleika, gagnkvæmu trausti og skilningi eða eins og Davíð Stefánsson orðaði það: „l»egar allir meiri ojj minni mega treysta elsku þinni, þá er rsamin sáttarfjjörd, freLsid tryjjjjt í fyrsta sinni, fridur (tUÓs á jöró.“ Kirkja Krists hlýtur því að finna sig kallaða til að boða frið á jörðu, efla það hugar- far sem er undirstaða hans. Friður er ekki eitthvað, sem Á degi friðar og þakkargjörðar kemur eins og hendi sé veif- að. Friður verður ekki, nema hugarfarið, sem skapar hann, sé fyrir hendi meðal mannanna. Þar er hið mikla vandamál. Við skulum heldur ekki gleyma því, að Kristur sagði eitt sinn, að hann væri ekki kominn til að boða frið held- ur sverð. Hann á þar við, að ekki sé hægt að semja frið við óréttlætið í heiminum í hvaða mynd sem það birtist. En hann ætlast til, að í bar- áttu gegn slíkum hlutum séu notuð „hertygi ljóssins“, gjörðir byggðar á hugarfari kærleikans. Styrjaldarhættan, sem vofir yfir heiminum í dag, er milli „austurs" og „vesturs" eins og áður var að vikið. Það er staðreynd, sem ekki verð- ur framhjá komist, að vestan Járntjaldsins" svonefnda eru þjóðir, sem byggja sitt andlega líf á kærleiksboðun Krists og vilja efla frelsi og frið, á meðan það þjóðskipu- lag, sem þjóðaleiðtogar aust- ursins vilja við halda, virðist ekki þola frelsi. Jafnframt er kristnum trúarhreyfingum hverju nafni sem þær nefn- ast haldið í fjötrum eða starfsemi þeirra verulega heft. Þess vegna er svo erfitt um vik að stofna til viðræðna og efla gagnkvæman kær- leika og traust. Stjórnarfar vestursins er heldur ekki fullkomið eða þeir menn, sem þar standa að baki. En andlegt frelsi er þar ekki heft né heldur sú kærleiksboðun, sem hlýtur að vera undirstaða friðarins. Á sinni tíð sáu vestrænar þjóðir sig til þess neyddar að mynda með sér varnarsam- tök, sem hafa valdið því, að stefna sú, sem ræður ríkjum austan tjalds, hefur ekki náð tökum á fleiri ríkjum en þá var orðið. Síðan hefur verið vopnaður friður. En hervæð- ingin er orðin svo geigvænleg á báða bóga, að öllum skyn- samlega hugsandi mönnum hlýtur að standa ógn af. Jafnframt er eðlilegt, að menn vilji leita nýrra leiða, reyna að stöðva vígbúnað- arkapphlaupið og kanna, hvort ekki sé í staðinn hægt að skapa kærleika, gagn- kvæmt traust og skilning. Annars hlýtur eyðilegg- ingarógn vígbúnaðarins að vaxa sí og æ, og í það langar engan mann. En hvað er til ráða? Pól- land er nú í brennidepli. Þar hefur kirkjan aldrei glatað sjálfstæði sínu, og mest þess vegna hefur almenningur risið upp aftur og aftur með kröfur um frelsi. Þess vegna er ekki óeðlilegt að álykta sem svo, að leiðin til áhrifa sé ekki síst í gegnum trú og kirkju. Það sé rétt, að vest- rænar þjóðir efli sinn innri mátt með öflugra kirkju- starfi, biðji fyrir friði, fyrir kærleika, trausti og skilningi milli þjóða og margfaldi þann stuðning, sem kirkjur austursins sem og mannúð- ar- og mannréttindastofnan- ir þar fá vestan yfir tjald í dag. Með því má vonandi efla smám saman hugarfar kær- leikans, skapa bróðurhug og gagnkvæmt traust, sem bæri jafnframt í sér þá einu von, sem til er um frið á jörðu. Ég gleðst yfir aukinni til- finningu fólks fyrir þörfinni á friði, fyrir ógnun vígbúnað- arkapphlaupsins. En ég vil jafnframt vekja á því at- hygli, að kærleikurinn er undirstaðan, sá kærleikur sem fær næringu sína af þeirri trú, er byggir á Jesú Kristi og boðskap hans. Þess vegna er hver sú friðarhreyf- ing, sem ekki hefur þann andlega grundvöll, dæmd til að mistakast. Hin, sem bygg- ir á kærleiksboðskap Krists, hún ber vonina í barmi. Husgagna syning Borðstofuhúsgögn frá BAHUS i mjog haum gæöaflokki. Húsgagnasýning í dag frá kl. 2—5. Smiðjuvegi 6 - Simi 44544 SVAR: Oft kemur fyrir að lántakandi á ekki full- nægjandi veð fyrir þeirri lánsupphæð, sem hann ætlar að taka að láni. En lífeyrissjóðirnir veita lán fyrir allt að 50% af brunabótamati íbúðar. Þá er málið yfirleitt leyst þannig að lántakandi fær „lánað“ veð hjá ættingjum eða kunningjum. f því felst, að standi lántakandi ekki í skilum getur líf- eyrissjóðurinn gengið að veðinu og boðið það upp, ef ekki tekst að ná greiðslu á annan hátt. Sá sem veðleyfið veitir, verður því að bera mikið traust til þess, sem veðið fær lánað. Þeir sem lána veð í íbúðum sínum, verða að gera sér það fullljóst, að þeir eru hugsanlega að afsala sér hluta af eigninni og þeir verða að vera við því búnir að þurfa að greiða af láninu sjálfir. Slíkt kemur fyrir. Því verður að árétta: „Varúð við veð- leyfi“. Sömu sögu er að segja þegar fólk í sambúð er að byggja eða kaupa íbúð saman. Þá er mjög mikilvægt að fólk gangi tryggilega frá lagalegri hlið málanna, því að sambúðin getur rofnað og oft er um miklar fjárhæðir að ræða. Sá sem er skrif- aður fyrir eigninni stendur þá venjulega með pálmapn í höndunum og hinn aðilinn gæti tapað öllu sínu. Spurningarnar og svörin, sem birst hafa í undangegnum auglýsingum, hafa verið gefnar út í bæklingi, sem liggur frammi hjá lífeyrissjóðum og ýmsum lánastofnunum. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA LANDSSAMBAND LÍFEYRISSJÓÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.