Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 20

Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Frásögn af atburðunum haustið 1718 Samantekt: Sveinn Guöjónsson Leitin aó hollenska gullskipinu „Het Wapen von Amsterdam" hefur að vonum vakið mikla athygli og ekki síst eftir að talið var að skipið væri fundið. Reyndar greinir menn á um hvort nokkuð sé eftir af öllu „góssinu“, sem heim- ildir herma að verið hafi innanhorðs þegar skipið strandaði á Skeiðarársandi hinn örlagaríka septem- berdag árið 1667, þó ef til vill skipti það ekki höfuð- máli fyrir okkur sem engra hagsmuna eigum að gæta. En sandauðnir suður- strandar Islands geyma fleiri leyndarmál en þau, sem grófust í Skeiðarár- sand með hinu hollenska kaupfari. I>ar hafa sæfar- endur í aldanna rás háð miskunnarlausa baráttu við höfuðskepnurnar og ósjaldan beðið lægri hlut eins og glöggt má sjá ef blaðað er í íslenskum ann- álum. í einni slíkri frásögn ber fyrir augu nafn herskipsins „Giötheborg“, sem fórst á Hraunsskeiði haustið 1718. Að vísu er ekki vitað til að herskip þetta hafi verið hlaðið gulli og gimsteinum, en hitt er víst, að mikil kop- arnáma mun vera fólgin í sandinum þar sem skipið háði sína síöustu orustu. Árni Óla ritaði grein um strand „Giötheborg“ í Lesbók Morgunblaðsins ár- ið 1953 og svo skemmtilega vill til að hann mun einnig fyrst hafa vakið athygli samtíðarmanna sinna á hollenska „gullskipinu“ á Skeiðarársandi. í grein þeirri sem hér fer á eftir er að mörgu leyti stuðst við frásögn Árna Óla svo og aðrar heimildir sem tiltæk- ar eru um atburð þennan. Málverk frá árinu 1700 af ssnaku berskipi. Eitthvaó svipað þessu gæti Séð vestur eftir Hraunsskeiði þar sem Giötbeborg háði sína síðustu orustu. Giötheborg hafa verið. Myndin er tekin ofan við bæinn Hraun og sér yfir Hraunsskeið og Hafnarvík að Þorláksböfn lengst til hægri. (Ljóam. MbL ÓL.K.M.) Frændþjóðirnar Danir og Svíar hafa löngum eldað saman grátt silfur og er atburðir þeir gerðust, sem hér greinir frá, höfðu þeir átt í styrjöld, sem dregist hafði nokk- uð á langinn. Stríðið hafði slæm áhrif á afkomu manna á íslandi og ofan á bættist að mikil harðindi voru hér á landi á árunum 1717 og 1718. Vorið 1717 var hörmulega kalt og spretta lítil um sumarið vegna kulda, en um mitt sumar snjóaði svo að kúm varð eigi beitt. Næsti vetur varð mjög harður og dóu þá menn úr hungri og vesöld. Hólaskóla var sagt upp á jólum vegna fiskleysis en þó voru bág- indi og harðindin mest sunnan- lands, því þar brugðust vertíðar- hlutir. Veðurblíða var þó þetta sumar, en engu að síður dapurt yfir öllu lífi í landinu. Vegna styrjaldar frændþjóð- anna var kaupförum, sem til Is- lands sigldu, raðað í skipalestir, og fylgdi þeim herskip svo síður væri hætta á að þau féllu i hendur Svíum. í ágúst 1718 komu kaup- skipin hingað frá Noregi og fylgdi þeim stórt herskip, sem Danir höfðu náð af Svíum nokkrum ár- um fyrr. Bar það nafnið „Giöthe- borg“ og hét skipherrann Jochum Friis, en áhöfnin var aðallega norsk. Lá herskipið í Hafnarfirði það sem eftir var sumars og átti að verða kaupförunum samferða út um haustið. Oveður brestur á Giötheborg kvaddi Hafnarfjörð með þremur fallbyssuskotum og lét í haf sunnudaginn 23. október. Var veður þá gott, bjart og norð- austan gola og hið besta leiði. Undir kvöldið fór skipið fram hjá Keflavík og skaut þá einu fall- byssuskoti til merkis um að skipið „Hvalfisken", sem þar lá, skyldi koma til móts við sig. Skipin tvö komust út fyrir Garðskaga þá um nóttina, en veður var þá að breyt- ast og gekk til norðvesturs með skýjabakka mikinn í haf. Daginn eftir var byr óhægur og miðaði þeim lítt. Um kvöldið tók veður að dimma og var áttin þá gengin til suðausturs og gekk á með hryðjum. Hélst veðráttan óbreytt næstu tvo daga og hrökt- ust skipin þarna á sömu slóðum en á fimmtudaginn hvessti mjög og varð veður svo dimmt að herskipið varð að skjóta við og við úr fall- byssum sínum til að láta Hvalfisk- en vita um ferðir sínar. Um kvöld- ið var gefið merki um að láta reka og rak þá alla nóttina norðvestur í haf. Á föstudaginn snerist vindur skyndilega til norðvesturs en þann dag brast á svo mikið óveður um land allt að lengi var í minnum haft á eftir. Var veðurhæðin svo mikil að engar skepnur réðu sér og fuku þá hey og hús og margar kirkjur stórskemmdust eða eyði- lögðust eins og kirkjan að Hálsi í Fnjóskadal sem óveðrið braut í spón. Talið er að yfir 30 skip hafi týnst í stórviðri þessu undir Jökli og við Breiðafjörð. Af Giötheborg og kaupfarinu er það að segja að þau voru þá stödd djúpt norðvestur af Reykjanesi, en í þessum hamförum urðu þau viðskila og til kaupfarsins hefur síðan aldrei spurst. Herskipið hafði nóg með sig og var látið reka þennan dag og hinn næsta, en undir kvöldið laugardaginn 29. október lygndi nokkuð og snerist áttin þá til suðvesturs. Taldist þeim þá svo til að skipið væri statt l'Æ mílu norðvestur af Reykja- nesi. Þótt stórviðrinu hefði slotað nokkuð var veður þó enn hið versta og dag og nótt urðu skip- verjar að standa við dælur skips- ins og höfðu vart undan. Hafrótið mæddi mjög á skipinu og gekk það lítt, enda varð að hafa öll segl rif- uð. Á þriðjudagskvöldið gekk áttin til vesturs og gerði haglél en dag- inn eftir rauk veðrið aftur upp í suðvestan og gekk á með snjó- komu svo þeir vissu ekki glöggt hvar þeir fóru. Á hádegi fimmtu- daginn 3. nóvember birti nokkuð svo að þeir áttuðu sig. Sáu þeir þá „syðstu Fuglasker 4‘Æ mílu til norðurs, en Reykjanes um 3 mílur til norðausturs". Ljóst er af dag- bók skipsins að þeim hefur þá ekki litist á blikuna því þar stendur: „Gud hjælpe videre". Undir kvöldið þennan dag rauk á slíkt aftakaveður að skipið varð að taka niður „mærs“-segl í dauð- ans ofboði en það fór allt í handa- skolum vegna veðurofsans svo að skipið „fór yfir stag“ og lagðist hliðflatt fyrir hafrótinu. Um síðir tókst þó að rétta skipið af, en veð- urofsinn var svo mikill að það þoldi tæplega þrírifuð undirsegl. Giötheborg hrakti nú austur með landi og gekk þannig alla nóttina Giötheborg í hrakningum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.