Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Herskipið Giötheborg grafið á Hr; „Skipið ligg- ur á þurru, á litlu dýpi“ — segir Karl Þorláksson, bóndi á Hrauni í Ölfusi Karl Þorláksson, bóndi á Hrauni, bendir vestur eftir Hraunsskeiói, þar sem hann álítur að skipið liggi. Séd vestur eftir Hraunsskeiði í átt til Þorlákshafnar. Á móts við hávíkina er talið líklegast að Giötheborg hafi verið hleypt á land. (Ljian. Mbi. ÓI.K.M.) Texti: Sveinn Guðjónsson Myndir: Ólafur K. Magnússon. Haustið 1718 háði herskipið Giötheborg sína siðustu orustu úti fyrir suðurströnd íslands en í þetta sinn var andstæðingurinn sjálfar höfuðskepnurnar enda fór svo að skipið varð að lúta í lægra haldi og strandaði á Hraunsskeiði eftir harða bar- áttu. Flestir af áhöfn skipsins komust lífs af úr þessum hild- arleik, en skipið sjálft varð eyði- leggingunni að bráð og leifar þess grófust í sandinn, þar á meðal dýrmætar koparfallbyss- ur, sem talið er að hafi verið á milli fimmtíu og sextíu talsins. Bærinn Hraun í Ölfusi kemur mjög við sögu þessa skips- strands, eins og fram kemur í atburðalýsingu, enda er sögu- sviðið í landareigninni. Morg- unblaðinu lék forvitni á að heyra viðhorf þeirra sem nú búa á Hrauni, hvort sagan um skipsstrandið hafi almennt ver- ið á þeirra vitorði og í framhaldi af því, hvort einhverja vísbend- ingu sé að finna um staðinn þar sem skipið grófst í sandinn. A Hrauni hittum við að máli Karl bónda Þorláksson og eftir að hann hafði boðiö okkur til stofu og samtal okkar hófst kom í Ijós að hann vissi meira um mál- ið en við höfðum þorað að gera okkur vonir um. — „Ég hef búið hér á Hrauni í 46 ár og er reyndar fæddur hér og uppalinn og hefur ætt mín búið hér í marga Iiði,“ sagði Karl á Hrauni þegar við, að íslenskum sið, spurðum hann um ættir og uppruna. „Það eru að minnsta kosti fimm ættliðir og sá sjötti er að taka við, Hrafnkell sonur minn. Ég veit þó ekki til að ég sé kominn af Brynjólfi lögréttumanni Jóns- syni, sem hér bjó og kemur við sögu þegar Giötheborg strandaði á sandinum, en hér hafa búið ýmsir stórkarlar í gegnum aldirnar, svo sem Erlendur lögmaður og fleiri. Söguna af strandinu hef ég því þekkt frá barnsaldri, en í hugum okkar hér hefur hún verið fremur óljós þangað til Árni Óla fór að skrifa um strandið. Eftir það hef- ur maður reynt að kynna sér þetta eftir föngum." Er vitað hvar skipið liggur grafið i sandinum? — „Það er nú sjálfsagt lítið eft- ir af sjálfu skipinu og karlarnir hafa hirt það sem hægt var á sín- um tíma. En við vitum að kopar- fallbyssurnar grófust í sandinn og ég held að það sé nokkurn veginn ljóst hvar þær muni vera. Það get- ur að vísu munað nokkrum tugum metra til eða frá. En þetta er á landamörkum Þorlákshafnar og Hrauns þar sem kallað er Melend- ar eða Miðalda. Sjálfur hef ég reyndar ekki fundið neitt úr skipinu, en við vit- um að Jón Árnason, sem var bóndi í Þorlákshöfn á árunum frá 1870 til 1912, kom niður á eina fallbyss- una. Eins og þá var háttað voru engin tök á að grafa hana upp. En þetta var í fjörunni þarna á þess- um stað og síðan hefur ströndin gengið eitthvað fram. Frá land- námsöld hefur ströndin gengið fram um kílómetra eins og við get- um séð ef við förum þarna niður eftir á eftir." Karl sýnir okkur nú beltissylgju úr kopar með svofelldum orðum: — „Þetta smíðaði afi minn og það má vel vera að hann hafi fundið efnið í þetta þarna í sandinum. Það hefur sjálfsagt verið meiri kopar í skipinu en bara í byssun- um. Ætli það hafi ekki verið kop- arslegið hér og þar, á lunningu og víðar. Annars hafa karlarnir áreiðaniega kroppað upp alla góð- málma sem þeir náðu í. Byssurnar hafa hins vegar verið of þungar og svo hafa þær auk þess verið njörf- aðar í þilfarið og þeir ekki náð þeim svo glatt. En allt annað hafa þeir hirt. Ef til vill hefur verið kopar í kjölfestunni, eins og var víst algengt í skipum á þessum tíma, en seinni strönd hafa sýnt að granítgrjót hefur verið notað í kjölfestu og stundum hefur maður fundið slíkt hér á sandinum. Það hefur verið lítill sem enginn farmur í þessu skipi, nema skot- færi og matvæli. Állt lauslegt ásamt timbrinu í skipinu var hirt og einnig seglin og kaðlarnir. Þeir höfðu sérstakan útbúnað til að spinna kaðal og ég lét t.d. byggða- safnið á Selfossi fá slíkt tæki fyrir nokkrum árum. En það er líklega lítið eftir af skipinu nema byss- urnar.“ Hvað heldur þú að þær séu marg- ar? — „Ég hef heyrt nefnda töluna sextíu og þó að þær hafi ef til vill verið eitthvað færri á þilförunum er þessi byssufjöldi þannig til kominn, að þær hitnuðu svo mikið að þeir urðu alltaf að hafa nokkr- ar til skiptanna. Þær virðast hafa verið hlunkar miklir, þessar byss- ur, og engin tök á að bjarga þeim, enda höfðu menn í þann tíð lítið við slíka hluti að gera. En byss- urnar eru vafalaust á þurru landi og ekki langt niður á þær. Það gæti verið fjórir til fimm metrar, við skulum segja fimm til sex metrar, en meira er það nú ekki. Þeim þætti það ekki mikið á Skeiðarársandinum." Svipast um á sandinum Brynhildur húsfreyja ber nú fram kaffi og meðlæti og yfir kaffibollunum berst talið að sagnfræði, en Karl er vel að sér í þeirri fræðigrein, eins og margir íslenskir bændur. Meðal annars ræðum við um óblíð kjör fólks hér á landi fyrr á öldum og um heims- styrjaldirnar tvær og erum við þar báðir sammála um að Versala- samningarnir séu gott dæmi um hvernig hatur og hefndarhugur geti villt mönnum sýn og að slíkir friðarskilmálar geti aldrei leitt gott af sér. Reyndar er Karl með ákveðnar skoðanir á utanríkis- stefnu Roosevelts Bandaríkja- forseta, en það er efni í annað við- tal. Skyndilega lítur hann á mig og það bregður fyrir glettni í svipnum er hann spyr: — „Hvernig er það með ykkur á blöðunum, þurfið þið ekki að vera mikil skáld? Eins og til dæmis með þessi dægurmál sem eru í sjálfu sér hégómi, eins og þetta strand, að vera að blása þetta út. En eitthvað verðið þið auðvitað að hafa í þessi blöð. Blað eins og til dæmis Morgunblaðið, sem er Giötheborg strandar á Hraunsskeiði fórust á flekanum, var ætlað að vinna, og farið það prýðilega úr hendi. Skipbrotsmenn vistaðir Eins og gefur að skilja hefur yf- irvöldum landsins verið mikill vandi á höndum að sjá skipbrots- mönnum fyrir veturvist, svo mikl- um fjölda. Húsakynni voru víðast hvar þannig að bændur gátu illa bætt við sig fólki, en hitt var enn alvarlegra að naum vetrarbjörg var víðast hvar, eftir harðindin sem á undan voru gengin og lýst er í upphafi þessarar greinar. Ævi skipbrotsmanna hefur enda verið ill fyrst í stað og segir skipherra í einu bréfa sinna, að fjöldi þeirra hafi veikst af kulda, vosbúð og hungri. Þá mun mataræði lands- manna hafa verið mjög frábrugðið því sem hinir útlendu menn áttu að venjast. Brynjólfur Þórðarson Thorlaci- us, sýslumaður, var skipaður til að hafa strandmálin í sínum höndum og þar á meðal vistun skipbrots- manna. í bréfi sem hann ritaði Fuhrmann amtmanni kemur vel fram hversu erfitt hefur verið að leysa úr þessum málum. Niður- staðan varð sú, að skipbrots- mönnum var skipt niður á fjórar sýslur, Rangárvallasýslu, Árnes- sýslu, Gullbringusýslu og Kjósar- sýslu. Fengu viðkomandi sýslu- menn skipun um að koma þeim fyrir. Víðast hvar var einn skipbrots- maður á hverjum bæ, en sums staðar tveir og jafnvel þrír. Þess er getið að allmargir skipverjar hafi andast hér um veturinn og munu margir hafa beðið heilsu- tjón af hrakningunum en að auki virðist mataræði íslendinga hafa farið illa í þá. Lætur nærri að ekki hafi undir tuttugu manns látist hér um veturinn. Með vorinu kom einnig upp nýtt vandamál sem laut að því hvernig koma ætti öll- um þessum mannfjölda úr landi. Það mál leystist þó um síðir. Það er gömul saga og ný að út- lendir menn, sem hér gista, hafa jafnan notið greiðasemi íslenskra kvenna og fór ekki hjá því að hér skapaðist eins konar „ástand" er svo margir aðkomumenn voru í þessum fjórum sýslum. Þær voru því ófáar heimasæturnar sem áttu von á sér um það leyti er hinir útlendu skipbrotsmenn hurfu héð- an og þannig guldu þeir þjónustu- launin með „óþægilegum barn- eignum", eins og segir á einum stað. Það gefur því auga leið, að fjöldi fólks hér á landi getur rakið ættir sínar til þessara manna. Dýr málmur grafinn í sand Brynjólfur sýslumaður hafði með höndum rannsókn á sjálfu strandinu og átti að sjá um björg- un á því, er enn kynni að nást úr skipinu. Vegna þess hve illt var í sjó var litlu hægt að bjarga utan lausamuna. Hinum dýrmætu fall- byssum var ekki hægt að hagga, enda þótt allir verkfærir menn legðust á eitt. í bréfi til amt- manns, sem dagsett er 23. nóvem- ber, segir sýslumaður meðal ann- ars: „Skipið sökk aðfaranótt 22., en í gær var stjórnborðshliðin rekin á land og liggur næstum á þurru. Bakborðshliðin er enn á kafi úti í sjó, brotin. Undir byrðingnum má sjá fallbyssu hanga fasta, en ómögulegt að ná henni. önnur lá i sjónum, hálf á kafi, rétt við land, en engin leið að hreyfa hana vegna þyngsla, og þegar flæðir fellur yfir hana. Ekki er hægt að rífa flakið,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.