Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
23
Bærinn Hraun í Ölfusi, eins og þar er umhorfs í dag, en heimilLsfólk þar kom
mjög við sögu þegar Giötheborg strandaði á Hraunsskeiði haustið 1718.
Karl bóndi á Hrauni horfir eftir gamla sjávarkambinum sem hann nefnir í
viðtalinu.
svona fjölbreytt, það hlýtur að
vera gífurleg vinna að setja það
saman?"
Ég játa því, að það sé ekki á eins
manns færi að skrifa Morgunblað-
ið, en neita því hins vegar alfarið,
að strand Giötheborg sé hégómi,
þótt ef til vill megi flokka það
undir dægurmál. En okkur er ekki
til setunnar boðið því nú skal
haldið niður á Hraunsskeið, sem
sumir kalla Hafnarskeið, og líta á
strandstaðinn og aðstæður þar.
Ökufært er svo til alveg niður í
flæðarmálið en um það bil kíló-
metra þar fyrir ofan bendir Karl
mér á grjótkamb sem liggur til
beggja hliða og segir: — „Þetta
lætur ekki mikið yfir sér, en þetta
er greinilega gamall sjávarkamb-
ur sem liggur alveg austur að ölf-
usá. Þetta er lábarið grjót, sem
sjórinn hefur barið til og hér hef-
ur því ströndin eitt sinn verið. En
það var auðvitað löngu áður en
herskipið strandaði, en ströndin
hefur alltaf gengið fram og skipið
er þess vegna núna á þurru."
Á leiðinni ökum við einnig
framhjá sandnámi og þar sýnir
Karl mér að dýptin niður á mel er
um það bil sex metrar og dýpra
getur því skipið ekki legið. Þegar
komið er niður á Hraunsskeið sýn-
ir Karl mér staðinn þar sem talið
er að Giötheborg hafi verið hleypt
á land og er það um þrjá til fjóra
kílómetra austur af Þorlákshöfn.
„Á þessu svæði og vestur í hávík-
ina er talið að skipið liggi, eða
byssurnar, því það er líklega lítið
eftir af skipinu," segir Karl. „En
það er ekki ólíklegt að byssurnar
séu svo til óskemmdar því að kop-
arinn lætur sig ekki svo auðveld-
lega.“
Um leið og við höldum aftur til
baka að bílnum spyr ég Karl hvort
hann hafi sjálfur aldrei haft
áhuga á að grafa eftir byssunum:
— „Ég veit það ekki. Það hefur
stundum verið talað um að fara
með tæki niður á sandinn en
aldrei orðið neitt úr því. Þó eru
þetta víst tiltölulega einföld tæki.
Bergur Lárusson gæti ef til vill
tekið þetta að sér þegar hann er
búinn á Skeiðarársandinum. Hann
þarf að minnsta kosti ekki að fara
eins vítt og þar til að finna skip-
ið...“
— Sv.G.
til þess vantar áhöld, því að viðir
eru þungir og negldir með stórum
boltum ...“
í frásögn Árna Óla er þess getið,
að sagt hafi verið, að þegar Jón
Árnason var bóndi í Þorlákshöfn,
hafi hann eitt sinn séð ofan á
stykki mikið úr kopar í sandinum
á Skeiði. Var þá háfjara. Giskaði
hann á að þarna mundi vera ein
fallbyssan úr Giötheborg, en þótti
óvinnandi verk að reyna að bjarga
henni. Liggur því þessi fallbyssa
þar enn, en hinar sandorpnar þar
úti fyrir.
Ekki liggur fyrir nákvæm lýsing
á Giötheborg, en eftir því sem
næst verður komist er ekki ólík-
legt að 24 fallbyssur hafi verið
hvoru megin eða alls 48 kopar-
fallbyssur, og er þá miðað við al-
geng herskip á þeim tímum, með
þremur fallbyssuþilförum hvoru
megin og átta fallbyssum á hverju
þilfari. Auk þess má reikna með
að kopar hafi verið í kjölfestu
skipsins eins og tíðkaðist í mörg-
um skipum á þessum tímum, auk
ýmissa annarra málma sem til-
heyrðu í herskipi sem þessu.
Kopar er dýr málmur og eyðist
ekki þótt orpinn sé sandi í langan
tíma. Það yrði því ekki ónýtt að
hafa upp á fallbyssunum úr
Giötheborg nú og væri það verð-
ugt verkefni fyrir „gullleitar-
mennina" á Skeiðarársandi, þegar
þeir hafa grafið upp hollenska
„gullskipið", eða þá aðra fram-
takssama menn, sem ekki horfa í
fyrirhöfnina sem því fylgir að
grafa góðmálma úr jörðu.
— Sv.G.
V\ Vestfrost
FPYST1K1STUR
eru DÖNSK gceóavaro
í'-'Xh
LÍTRAR 201 271 396 506
BREIDD cm 72 92 126 156
DYPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65
HÆÐ cm 85 85 85 85
FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING kg. 15 23 30 30
ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh. 1,2 1,4 1,6 1,9
201. Itr.
271. Itr.
396. Itr.
506. Itr.
201 Itr. kr. 7.157.-
271 Itr. kr. 7.845.-
396 Itr. kr. 8.896.-
506 Itr. uppseld
VESTFROST frystikisturnar eru búnar
hinum viðurkenndu Danfoss frysti-
kerfum.
Hverri VESTFROST frystikistu fylgja
1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan-
leg^ir á hagstæðu veröi.
VESTFROST frystikisturnar eru allar
búnar sérstöku hraðfrystihólfi og
einnig má læsa kistunum. Innrabyrði
er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn-
brenndu lakki.
VESTFROST verksmiðjurnar i Esbjerg
er ein af stærstu verksmiðjum sinnar
tegundará Norðurlöndum.
Síðumúla 32 Sími 38000
Affsláttarverð vegna útlitsgalla
Roadstar
bíltæki
UTSALAztw
Nú er rétti tíminn til aö fá sér græjur í bílinn, áöur en vetur skellur
á og allra veöra veröur von.
Þetta sett, sem hér er sýnt er toppurinn frá Roadstar, hausttilboö-
iö er kr. 9.500.-
í staö kr. 12.000.-. Svona má lengi telja, en sjón er sögu ríkari og
eitt er víst þú verður líka ríkari, svo láttu sjá þig.
ísetning samdægurs
Roadstar í bílinn
VERSLIO I
SÉRVERSLUN
MEÐ
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800