Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Útgefandi i\XiTntiií» hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. laðamenn Morgunblaðsins hafa undanfarið kannað „þróun" í neyzlu fíkniefna hérlendis og birt greinaflokk, sem gefið hefur lesendum blaðs- ins innsýn í vanda, sem fer vaxandi í íslenzku þjóðfé- lagi, og krefst skjótra og marktækra viðbragða. Rúmlega fjórðungur framhaldsskólanema á höf- uðborgarsvæðinu hefur neytt kannabisefna, sam- kvæmt könnun sem gerð var af hálfu heilbrigðis- ráðuneytisins á sl. vetri. Neyzla fíkniefna hér á landi er talin hafa vaxið um 50% á fjórum árum, sem er ógnvekjandi vöxtur. Einn viðmælenda Mbl. sagði, að meðal fólks í fíkniefnaheiminum sé talið, að um einu tonni af kannabisefnum hafi verið smyglað til landsins á sl. ári. Til eru þeir sem telja að fíkniefnasmygl sé mun meira og ætla megi, að neyzla þessara efna hafi numið allt að þremur tonn- um á sl. ári. Fyrrverandi fíkniefna- neytandi, sem Mbl. átti við- tal við, komst svo að orði: „Ég held að hassið sé hættulegast allra vímu- gjafa, vegna þess hve lúmskt það er. Fólk, sem reykir hass verður hægt og sígandi áhugalaust, sljótt og latt... Áhugi fyrir vinnu dvínar og fólk finnur sig vanmáttugt í lífsbarátt- unni. Innst inni vill það taka þátt í hinu daglega lífi, en brestur kjark og kýs að lifa í eigin heimi blekk- inga. Því fordæmir það þjóðfélagið og réttlætir eig- in aumingjaskap." Hassneyzla leiðir oftlega til notkunar enn hættulegri efna. Afleiðingin er síðan ótímabær dauði margra einstaklinga. Lögreglu- menn minnast á milli 15 og 20 manna, sem á undan- förnum árum hafa látist af völdum fíkniefna, beint eða óbeint. Aðrir eru „mann- lífsflök", í meðferð á geð- veikrahælum — eða endur- hæfingu á sjúkrastofnun- um, sem mörgum hafa bjargað. Hryggð og sárs- auki, sem persónulegt skipbrot margra fíkniefna- neytenda hefur valdið ást- vinum og skyldfólki, verður hvorki mælt né vegið. Það er e.t.v. ekki við hæfi að tala um tjón þjóðfélagsins, í glötuðum vinnustundum og auknum kostnaði við heilbrigðisstofnanir, en engu að síður er það hluti af þeirri hryggðar- og hörmungarmynd, sem fíkniefnin skilja eftir sig. I fréttaskýringu blaða- manns Mbl., sem fjallar um þetta efni, segir orðrétt: „Hverjar sem aðkomu- leiðir fíkniefna eru, þá er ljóst, að fíkniefni streyma á markað hérlendis og virðist sem vandamálið sé að taka á sig nýja mynd. „Þeirra atvinna er að ljúga, svíkja og stela," segir einn við- mælenda Mbl. um hina nýju stétt vikapilta, sem selja hass og sterkari efni.“ Síðan kemst fréttaskýrand- inn að þeirri niðurstöðu, að innbrot og þjófnaðir, sem aukizt hafi, tengist vaxandi fíkniefnaneyzlu, og hér sé að myndast „harður kjarni afbrotamanna„, sem numið hafi „iðn“ sína erlendis. Engum blöðum er um það að fletta að við íslend- ingar stöndum frammi fyrir vaxandi vanda, sem ekki verður lengur komizt hjá að taka föstum tökum. Fjölmiðlar, sjónvarp, út- varp og blöð verða að hefja samátak til að kynna al- menningi, ekki sízt ungl- ingum, hættur fíkniefna- neyzlu, og skapa sterkt al- menningsálit, sem er for- senda þess að löggjafar- og fjárveitingavald skilji sinn vitjunartíma í varnarvið- brögðum. Nýta þarf skóla- kerfið, frá grunnskólum og upp úr, til fyrirbyggjandi starfs, en það er, næst for- eldrum, í nánustu sam- bandi við unga fólkið. Sam- tök skólafólks, skólafélög, hafa og víða erlendis beitt sér fyrir baráttu gegn fíkniefnum. Heilbrigðis- kerfið verður að laga sig að nauðsynlegu björgunar- starfi. Og loks verður að herða bæði eftirlit og refs- ingar gagnvart þeim, sem gera sér veikleika og óham- ingju fólks að féþúfu. í því efni duga engin vettlinga- tök. Hjá fámennri þjóð er hver einstaklingur í senn: sjálfstæð manneskja, sem hefur rétt til að móta eigin lífsstíl, og verðmætur hlekkur, sem ekki má bresta. Hér skortir hins- vegar á nauðsynlega fræðslu til að gera fólki kleift að eygja þær ógnvekjandi hættur, sem fíkniefnaneyzla hefur í för með sér, og harðari viður- lög gegn fíkniefnamisferli. Það þarf að bregðast við strax — með einbeitni og hugarfari hjálpsemi. Samátak gegn fíkniefnum eykiavíkurbréf Laugardagur 11. september^ Stjórnskipuleg sjálfhelda „Þetta var stórræða," varð ein- um fundarmanna að orði á fundi Landsmálafélagsins Varðar sl. miðvikudagskvöld, þegar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafði flutt ræðu sína á fundinum, sem mikla at- hygli vakti meðal fundarmanna sem fylltu báða fundarsali Val- hallar, og birt var í heild í Morg- unblaðinu í gær, föstudag. í ræðu þessari fjallaði formaður Sjálf- stæðisflokksins ítarlega um ástandið í efnahagsmálum þjóðar- innar og stöðuna í stjórnmálum. Geir Hallgrímsson minnti á, að forsætisráðherra hefði fyrstur manna rætt um, að til „stjórn- skipulegrar sjálfheldu" gæti kom- ið á Alþingi í vetur, vegna þess að ríkisstjórnin hefði misst starfhæf- an meirihluta þar og sagði: „Undir öllum kringumstæðum er ljóst, að ríkisstjórn getur ekki komið mál- um fram í Neðri deild Alþingis, þótt hún gæti að vísu fengið fjár- lög samþykkt og varizt vantrausti, ef treysta mætti stuðningi 31 þingmanns. Sagt er, að minnihluti þingsins ætli að kúga meirihlutann, en það felst engin kúgun í því að fara eft- ir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þeir, sem sömdu stjórnarskrána, töldu á sínum tíma rétt að áskiija samþykki beggja þingdeilda við lagafrumvörp og krefjast þess, að meirihluti væri til staðar í báðum deildum, ella kynni að vera um svo vafasama lagasetningu að ræða, að ástæðulaust væri, að hún næði fram að ganga. Það ætti að vera öllum ábyrgum stjórnmálamönnum og lands- mönnum ljóst, að þegar svo alvar- legar aðstæður ríkja í efnahags- málum heimsins og íslenzku þjóð- arinnar, er það óverjandi með öllu, að ríkisstjórn, sem hefur ekki starfhæfan meirihluta á Alþingi reyni að hanga veturinn út. Það er a.m.k. í mikilli mótsögn við yfir- lýsingu núverandi ríitisstjórnar, að hún hafi verið mynduð til að bjarga heiðri Alþingis. Það væri slík misnotkun á stjórnarskrá lýð- veldisins að sitja áfram í ráðherrastólum, hvað sem það kostaði, að því verður ekki trúað fyrr en á er tekið, að þeir stjórn- máiamenn úr þremur flokkum, sem sitja í núverandi ríkisstjórn vilji kasta þjóðinni út í slíka stjórnskipulega sjálfheldu og þá hörðu stjórnmálakreppu, sem þá mundi ríða yfir þetta þjóðfélag." Á Sjálfstædis- flokkur ad framlengja líf ríkisstjórnar og völd Alþýðu- bandalags? Þegar ljóst var orðið fyrir nokkrum vikum, að ríkisstjórnin hefði ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi, settu tals- menn ríkisstjórnarinnar fram þá skoðun, að það væri eðlilegt og sjálfsagt, að þingmenn Sjálfstæð- isflokksins greiddu fyrir fram- gangi einstakra mála á Alþingi og töluðu raunar á þann veg, að það væri fremur skylda stjórnarand- stöðu en ríkisstjórnar að rjúfa þá „stjórnskipulegu sjálfheldu", sem forsætisráðherra sagði, að til gæti komið á Alþingi. Geir Hallgrímsson fjallaði sér- staklega um þennan málflutning í ræðu sinni á Varðarfundinum og sagði: „Hver væri tilgangurinn að framlengja líf ríkisstjórnarinnar með því að greiða fyrir framgangi bráðabirgðalaga hennar? Bráða- birgðalögin leysa ekki vandann ... Við sjálfstæðismenn höfum ekki staðið að svipuðum efnahagsráð- stöfunum og felast í bráðabirgða- lögunum, þegar af þeirri ástæðu, að ekki er um samræmdar efna- hagsaðgerðir að ræða og í þeim felast auknar skattaálögur." Síðan benti formaður Sjálfstæð- isflokksins á, að með því að greiða fyrir framgangi einstakra mála á Alþingi væri Sjálfstæðisflokkur- inn ekki einungis að halda lífi í ríkisstjórninni, heldur framlengja völd alþýðubandalagsins og sagði: „... þá værum við að framlengja völd Alþýðubandalagsráðherrans Hjörleifs Guttormssonar í iðnað- arráðuneytinu til þess að tefja fyrir nýjum virkjunarfram- kvæmdum og stóriðjufyrirætlun- um. Við værum að gefa honum tækifæri til að halda áfram skemmdarstarfsemi sinni gagn- vart samstarfi við erlenda aðila um uppbyggingu orkufreks iðnað- ar á Islandi. Við værum að fram- lengja möguleika Svavars Gests- sonar til þess að misnota aðstöðu sína í ráðuneytinu til að koma gæðingum Alþýðubandalagsins betur fyrir í stjórnkerfinu. Við værum að framlengja möguleika Ragnars Arnalds til þess enn að auka skattbyrði þjóðarinnar. Við værum að framlengja ístöðuleysi og stefnuleysi Steingríms Her- mannssonar í flugmálum og sjáv- arútvegsmálum. Við værum að framlengja aðgerðarleysi í menntamálum og við værum að framlengja neitunarvald Alþýðubandalagsins, ekki ein- göngu varðandi byggingu flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli, heldur og varðandi öll meiri hátt- ar málefni, ekki sízt í utanríkis- og öryggismálum, eins og leyni- samningur ríkisstjórnaraðila kveður á um. Við værum í stuttu máli að gefa Alþýðubandalaginu enn frekara tækifæri til að gera allt það, sem við erum á móti.“ Með vísun til þessara röksemda hafnaði Geir Hallgrímsson í ræðu sinni algerlega kröfum um, að Sjálfstæðisflokkurinn „í nafni ábyrgrar stjórnarandstöðu skapi ríkisstjórn skilyrði til að vinna skipulega og markvisst gegn öllum stefnumálum flokksins, gegn öll- um grundvallarhugsjónum hans.“ Kosningar og kjördæmamál Því hefur mjög verið haldið á lofti í stjórnmálaumræðum á und- anförnum vikum, að ekki væri margra kosta völ í þeirri stjórn- málakreppu, sem Geir Hallgríms- son gerði að umtalsefni í ræðu sinni á Varðarfundinum. Sagt hef- ur verið, að reynslan af desem- berkosningunum hafi verið slík, að ekki væri unnt að efna til kosn- inga síðar en í byrjun nóvember og ekki fyrr en í aprílmánuði á næsta ári og af þessum sökum væri bezti kosturinn, að ríkis- stjórnin sæti áfram út veturinn. Ennfremur hefur því verið haldið fram, að með því að knýja fram kosningar nú, eins og þingflokkur sjálfstæðismanna hefur gert kröfu til, væri komið í veg fyrir nauð- synlega leiðréttingu á atkvæða- hlutfalli á milli kjördæma. Geir Hallgrímsson fjallaði um þessi sjónarmið í Varðarfundar- ræðu sinni og sagði: „Ég vil taka það strax fram, að ég hafna þeirri kenningu, að ekki sé hægt að efna til kosninga á íslandi, nema á tímabilinu frá apríl til október á ári hverju, þótt auðvitað sé það hagstæðasti tíminn. En þegar brýn úrlausnarefni bíða og Al- þingi er svo skipað, sem raun ber vitni og þingmenn Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins eru umboðslausir, hafa lýst allt öðru yfir við kjósendur fyrir kosn- ingar, en þeir hafa í hyggju að fá lögfest nú, þá er ástæða til þess að efna til nýrra kosninga og setja það jafnvel ekki fyrir sig, að um vetrarkosningar yrði að ræða, þegar mikið er í húfi, enda væri tryggt að allir gætu neytt kosn- ingaréttar síns. En ennþá er hægt að bregðast við. Þær raddir heyr- ast vissulega, að engin ástæða sé til að efna til kosninga strax, held- ur þurfi að koma vel í ljós, hverjar afleiðingar eru af stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar og fyrri vinstri stjórna í landinu, svo að kjósendur geti gert upp hug sinn í næstu kosningum á grundvelli óvefengjanlegrar reynslu, sem þá væri komin. Slík bið kann hins vegar að reynast þjóðinni dýr, en ef hún verður til þess að létta af henni oki vinstri stjórnar um lengri framtíð, þá er hún e.t.v. þess virði...“ Um þá röksemd, að ekki megi efna til kosninga nú, vegna þess, að þá væri umbótum í kosninga- réttarmálum fórnað, sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins: „Það er engin ást,æða til að ætla^nnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.