Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 25

Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 25 Póstkort barst inn á borðið. Mynd með failegum steindum kirkjuglugga. Og gáraði af í ýms- ar áttir. A bakhlið stendur skil- merkilega: „Gluggi í Siglufjarð- arkirkju. Litgreining og skreyt- ing: Korpus hf., Offsetprentun: Prenttækni“. Þetta gladdi mitt hjarta. Ekki af því að ég hefði sérstaklega þráð að sjá hvernig leyst væri af hendi ljósmyndun á kirkjuglugga þessum og síðan litgreining á téðri Ijósmynd og tæknin við að koma henni á prent. Ailt þó gert þarna með miklum sóma. Nei, mig hafði lengi langað til að sjá steindu kirkjugluggana eftir þýsku listakonuna Maríu Katzgrau á íslandi. Og úr því að þarna stóð „Gluggi í Siglufjarð- arkirkju", var einn þeirra greini- lega þarna kominn. En hvar var nafnið á listamanninum fyrir þá sem ekki vissu? Kannski varðar mann bara ekkert um hvað skap- ari listaverks heitir eða hver er framleiðandi verksins sjálfs, ef maður bara veit hver kom því svona ágætlega á prent. Eða hvað? Á téðu korti fæ ég og mínir lík- ar hugmynd um þetta verk. Kannski gefst líka einhvern tíma tækifæri til að sjá sjálf lista- verkin eftir hana Katz, eins og hún er oft kölluð (merkir myndir sínar stundum með lítilli katt- armynd). Annað hvort á Siglu- firði eða í Hornafirði. Fjórum sinnum hefi ég á ferð um Höfn reynt að sjá kirkjugluggana þar. Fyrst hæversklega með því að labba kringum kirkjuna og taka í hurðarhúninn. Tvö síðustu skiptin hefur gott fólk lagt lið og kannað hvort í fljótheitum fyndist nokkur með lykil. í haust nefndi ég rétt sí svona við hinn hjálpsama hótel- haldara, hvort ekki væri hampa- minnst að aukalykill væri hjá honum, þarna við hliðina á kirkj- unni. Eflaust mundu fleiri þiggja að eiga þess kost að sjá kirkjuna og Hafnarbúar mættu vera stoltir af að eiga slík listaverk. Hann kvaðst um tíma hafa fengið lykil. En ef fólk færi í kirkjuna, kæmu spor á gólfið. Nú hefði hann ekki lykil lengur. Sjálfsagt hefði ég með obbolítið meiri ýtni komist í kirkjuna, en bað hann blessaðan um að hafa ekki meira fyrir þessu. Ég hafði fyrirvaralaust getað skoðað í Húsi iðnaðarins í Achen í Þýskalandi í vor nýtt stórt glerlistaverk eftir þennan eftirsótta og vel metna listamann í Þýskalandi. Það verður að nægja í bili — fyrir utan kortið góða. Sé eitthvað til í fullyrðingu ljóð- skáldsins Walts Whitmans, að til þess að hægt sé að vænta mikiila listamanna verði líka að vera til góðir njótendur, þá hlýtur það að fylgja með að þeir komist í snert- ingu og að höfundum lista- verkanna sé ekki gleymt. Þetta sakleysislega fallega kort, sem kom fyrir augun í þann mund sem Gáruhöfundur settist við rit- vélina, vakti ýmsar vangaveltur. Ætli það sé dæmigert fyrir okkar viðhorf hér á þessari eyju að gleyma höfundum listaverka? Eða er þetta einstakt óviljaverk? Lítum bara í kringum okkur hér í miðbæ höfuðborgarinnar. í Aust- urstræti er stór ómerktur skúlpt- úr eftir Gerði sem enginn sér deili á. Jafnvel Jón okkar Sigurðsson á Austurvelli er alls ónafngreindur og stytta hans höfundarlaus. Mosaikmyndin á Tollstöðinni var merkt höfundi og framleiðanda verksins, en hafði ekki lengi verið þar er einhverjir sjálfboðaliðar höfðu lamið hðfundanöfnin úr. Umhyggjusamir aðstandendur hússins bættu strax úr því, sá ég. Verðlagning og skil á greiðslum til höfunda bóka og tónverka ann- ars vegar og þeirra sem fram- kvæma verkin hins vegar virðast tala sínu máli um hin almennu viðhorf. — Samfélagið þarf ekki á óperum að halda, sagði eitt tón- skáldið við mig nú í vikunni. Ekki aðeins að tónskáldið verði að semja þær í frístundum sínum, heldur vill enginn greiða fyrir þær þegar á að framkalla þær, þótt framkvæmendur fái vitan- lega sitt. Ymislegt fleira kemur í hugann af þessu tilefni. Hve dapurlegt er að ekki skuli vera hægt að hafa kirkjur opnar á íslandi — einkum nú þegar sóknarnefndir, kvenfé- lög og einstaklingar leggja svo mikið á sig við að prýða þær lista- verkum. Og framkallast hálfgerð sektarkennd yfir því hve oft mað- ur hefur í hugsunarleysi sporað gólf í kirkjum, erlendum sem inn- lendum, í leit að frægum steind- um gluggum og höggmyndum í miðaldakirkjum meginlands Evr- ópu, Búddalíkneskjum í hofum í Asíu, fögrum nútímakirkjum á við „kirkjuna í klettinum“ í Hels- inki og altaristöflum á borð við Kjarvalsmyndina í Borgarfjarð- arkirkju eystri, Ásgrímsmyndina í Stóra-Núpskirkju í Hreppum og mosiktöflu Segerströms og glugga Gerðar í Saurbæjarkirkju. Alltaf verið vel tekið á íslandi. Og er- lendu guðshúsin jafnan staðið opin. Ekki hafði mér hugkvæmst, að með slíku háttalagi verður mað- ur vandamál, einsog hin reynda ferðamálakona Birna G. Bjarn- leifsdóttir bendir á í blaðagrein- inni um óleyst verkefni í ferða- mannaþjónustu nú í vikunni. Ber þar fram lykilspurninguna: „En er það safnaðarfélagið, sem á að standa undir kostnaði af ferða- mönnum, sem koma fyrir forvitn- issakir til að skoða kirkjubygg- inguna sem slíka, en ekki til að hlusta á Guðsorð? Eða er það ferðamálaráð eða þær ferða- skrifstofur, sem selja ferðamönn- um aðganginn í atvinnuskyni?" Þarna er ég heimaskítsmát. Verð að játa að ég hefi ekki verið með hugann við þennan mikla vanda, gólfþvottinn, sem ég stóð og naut listaverka í kirkjum. Hef það í huga framvegis. Einu sinni voru þrif á skólahús- um farin að hafa stór áhrif á skólastarf — og var kippt í liðinn. Kannski má gera fólki að greiða ákveðna upphæð í söfnunarbauk í kirkjum fyrir sporin sín. Betra en að þau verði að vegg milli gesta og kirkjuverka. En listin hún er læ- vís. Finnst allt í kring um okkur í hversdagslegustu hlutum — hönnuðum af listiðnaðarfólki og listrænu fólki. Ekki ávallt metin þar heldur. Til dæmis hefur mér lengi fundist sú grein formsköp- unar, sem í daglegu tali nefnist hárgreiðsla, stórlega vanmetin. Sú formsköpun, sem mótar í hár í stað leirs, er stunduð af fjölda listiðnaðarfólks — vitanlega með misjöfnum árangri eins og í öllum listgreinum. Þar í hópi er fólk sem fer utan til að kynnast við nýsköpun í hárgreiðslulistinni, eins og aðrir listamenn á sýningar í sinni grein, fólk sem efnir til sýninga á árangri af starfi sínu hér heima og fólk sem leggur sig fram um að móta efnið, þ.e. hárið, í umhverfisramma, þ.e. við and- litið og persónuna. Að hárgreiðsla endist ekki nema fram að næsta hárþvotti skiptir ekki sköpum. Það sýndu fulltrúar listamanna- samtakanna á listhátíð 1972 okkur fram á þegar þeir ákváðu að listaverk hátíðarinnar í það sinn skyldi unnið af mætum og viðurkenndum listmálara, Kjart- ani Guðjónssyni, í forgengilegt efni og síðan brennt fyrír framan LaugardalshöIIina í lok hátíðar- innar. Ætli þar sé ekki komin hin fræga Ars Brevis, sem lærðir menn hampa. LjÓHm: lUgnu Aielsaon. en að fulltrúar stjórnmálaflokk- anna geti komið sér saman á til- tölulega skömmum tíma um nauð- synlegar leiðréttingar á atkvæða- hlutfalli á milli kjördæma, sem hægt væri að leggja fyrir þjóíðina í kosningum nú á næstu mánuðum. Það er að vísu ekki útlit fyrir, að samkomulagsgrundvöllur sé fyrir því, að íbúar þéttbýlisins fái allar óskir sínar uppfylltar varðandi leiðréttingu á vægi atkvæða, en öll skilyrði ættu að vera til samkomu- lags um, að vægi atkvæða milli byggða, væri miðað við það, sem náðist eftir síðustu kjördæma- breytingu 1959. Við megum ekki jafna atkvæðisréttinn með þeim hætti að sundra þjóðinni þannig, að hún skiptist í þéttbýlishluta og dreifbýlishluta. Slík sundrung yrði ekki til þess fallin að við vær- um í stakk búin að leysa önnur þau alvarlegu viðfangsefni, sem við okkur blasa.“ Afleiðing fjögurra ára vinstri stjórnar Á þessu sumri hefur mjög verið um það deilt af hverju efnahags- öngþveitið í þjóðfélaginu stafar, hvort vandinn sé til orðinn vegna ytri áfalla, eða vegna óstjórnar heima fyrir. Um þetta sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins m.a.: „Meginmálið er, að síðustu fjögur árin hefur verðmæti sjávarafurða stóraukist, bæði vegna hagstæðs verðlags og ekki sízt vegna aukins afla í kjölfar úrfærslu efnahags- lögsögunnar 1975 í 200 mílur undir forystu sjálfstæðismanna. Menn spyrja auðvitað nú, hvað orðið hafi af þessari verðmætisaukn- ingu. Þessarar verðmætisaukn- ingar sér ekki stað í bættri af- komu fyrirtækja... Ekki sér þess- arar verðmætisaukningar heldur stað í bættri afkomu launþega. Þvert á móti hefur kaupmáttur launa farið versnandi. Staðreynd- in er sú, að verðbólgan hefur gleypt þessa verðmætisaukningu. Eyðslustefna stjórnvalda, skatta- stefna þeirra og röng fjárfest- ingarstefna hefur komið þessari verðmætisaukningu fyrir kattar- nef. í stað þess, að við ættum að vera betur undir það búin að mæta áföllum, glíma við vandann og búa í haginn fyrir framtíðina, þá erum við verr á vegi stödd en fyrir fjórum árum, eftir að vinstri stjórnir hafa setið við stjórnvöl- inn. Vinstri stjórnarárin fjögur hafa ekki eingöngu verið glötuð ár, heldur höfum við hrakist af leið og aftur á bak.“ Geir Hallgrímsson benti á nokkur dæmi þessu til sönnunar: Á fjórum árum vinstri stjórna hafa verðbætur verið skertar um meira en 40%, á sama tíma og grunnkaupshækkanir hafa verið um 24—25%. „Þrátt fyrir það, að skerðing verðbóta er langtum hærri en grunnkaupshækkanir á sama tíma, hefur ekkert áunnist í baráttunni gegn verðbólgu. Auð- vitað er þetta gersamlega öndvert kosningaloforðinu „samningarnir í gildi“.“ „Ef við lítum á kaupmátt launa hefur hann farið lækkandi. Kaup- máttur kauptaxta er minni, en var á árinu 1978, þótt þjóðartekjur séu álíka, en auk þess er nú í kjölfar þessara efnahagsráðstafana spáð, að kaupmáttur kauptaxta minnki um 6% á næsta ári,“ sagði Geir Hallgrímsson. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir, að við íslendingar séum að sökkva á kaf í erlendar skuldir. Um það sagði formaður Sjálfstæð- isflokksins: „Hverjir hafa sökkt okkur á kaf í erlendar skuldir nema Ragnar og Svavar og félagar þeirra í ríkisstjórninni? í stað þess, að greiðslubyrði erlendra skulda var 13—14% af árlegum gjaldeyristekjum fyrir fjórum ár- um, en erlendar skuldir um 30% af þjóðarframleiðslu, þá er greiðslubyrðin nú í ár áætluð um 22% af gjaldeyristekjum þjóðar- innar og erlendar skuldir yfir 40% af þjóðarframleiðslu, en geigvæn- legast er, að Seðlabankinn spáir, að á allra næstu árum fari greiðslubyrðin jafnvel svo vax- andi, að við þurfum að borga þriðju hverja krónu af gjaldeyris- tekjum okkar í afborganir og vexti af erlendum skuldum og þær muni þá nema nálægt 50% af þjóðar- framleiðslu okkar." En hvad vilja sjálf- stædismenn? Gjarnan er haft á orði, að ekki dugi fyrir sjálfstæðismenn að gagnrýna ríkisstjórnina, heldur verði þeir einnig að gera þjóðinni grein fyrir því, hvað þeir sjálfir vilji og hvernig þeir mundu taka á málum og stundum heyrist sagt, að engu skipti hvaða stjórnmála- flokkur haldi um stjórnvölinn, ástandið sé alltaf jafn slæmt. Geir Hallgrímsson fjallaði um þessi sjónarmið og sagði: „En, hvort sem kosningar verða fyrr eða seinna, þá bíða mikil og mörg verkefni okkar sjálfstæðismanna. Við verðum að vinna fylgi þjóðar- innar til þess, að við verðum þess umkomnir að framkvæma stefnu okkar eftir kosningar. Stöðnun- arstefnu vinstri stjórna undanfar- inna fjögurra ára verður að rjúfa, ef þjóðin á að hafa tækifæri til að rífa sig upp og ráða við vandamál- in. Við verðum að auka hagvöxt með því að draga úr ríkisumsvif- um og lækka skatta ... við þurfum að skapa atvinnuvegum, fyrir- tækjum og einstaklingum jöfn og almenn skilyrði til þess að stofna til nýrra atvinnufyrirtækja og efla þau, sem fyrir eru með því að laða menn til þátttöku í atvinnu- lífinu... Efla þarf frjálsa samkeppni og verðmyndun til að lækka vöruverð og hemja verðbólguna. Jafnvægi í efnahagsmálum skapast aðeins af samræmdum aðgerðum og al- mennum reglum, sem farið er eft- ir í ríkisfjármálum, peningamál- um, gengismálum, verðlagsmálum og launamálum ... Jafna þarf vægi atkvæða, en flytja um leið tekjustofna og verkefni til sveitar- félaga og valdið þangað, sem fólk- ið býr. Og þurrka þar með burt þá mynd, sem skapast hefur af Ál- þingi, sem ailsherjaruppboðs- markaði á atkvæðaveiðum ... Með öðrum orðum það er hlutverk okk- ar sjálfstæðismanna að hleypa nýju lífi í íslenzkt þjóðfélag, veita athafnaþrá þjóðarinnar útrás og veita henni frelsi til þess að hefja nýtt viðreisnartímabil.” Ordsending til sjálf- stæðismanna Þessari athyglisverðu ræðu á fundi Landsmálafélagsins Varðar á miðvikudagskvöld lauk formað- ur Sjálfstæðisflokksins með orð- sendingu til sjálfstæðismanna um land allt, þegar hann sagði: „Við unnum glæsilegan sigur í borgar- og sveitarstjórnakosningunum í vor með sameiginlegu átaki. Nú skiptir öllu, að við göngum sam- einaðir til nýrra átaka. Til þess, að svo megi verða er verk að vinna. Stj órnarmyndunin í febrúar 1980 hefur skilið eftir djúp sár í flokki okkar, en við skulum sýna, að við erum menn til að græða þau sár. Enginn ágreiningur er svo mikill, eða djúpstæður, að hann skipti meira máli, en heildarhagsmunir flokks okkar og þar með þjóðar- hagur. Þess vegna skulum við sjálfstæðismenn tengjast tryggð- arböndum og hefja nýja sigur- göngu Sjálfstæðisflokksins þjóð- inni til heilla."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.