Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 26

Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Séi yfir elsU Heimsókn aö Stóru- Borg AÐ Któru-Borg undir Eyjafjöllum, hefur verið unnið að fornleifagreftri síðan 1978 og hefur Mjöll Snæsdótt- ir, fornleifafræðingur stjórnað því verki frá upphafi. Tildrög þess að ákveðið var að hefja fornleifauppgröft á Stóru Borg voru þau, að Þórður Tómas- son, safnvörður í Skógum var bú- inn að fylgjast lengi með rústun- um, og að sögn hans sjálfs fór hann yfirleitt einu sinni til tvisvar í viku til að skoða þær. Hann kveðst hafa verið búinn að finna það mikið magn vel varðveittra muna, að Þór Magnússon, þjóð- minjavörður hefði talið brýnt að að hefja rannsókn áður en það Forfeðurnir sýndu mikið verkfræðivit yrði um seinan. En hið forna bæj- arstæði á Stóru-Borg á mjög undir högg að sækja, þar eð sjór gengur mjög nærri því og árnar Kalda- klifsá og Bakkakotsá naga stöðugt af bæjarhólnum. Samkvæmt þeim rannsóknum, sem nú liggja fyrir, má telja full- víst að byggð hafi verið á Stóru- Borg um 900 ára skeið. Nafntogað- asti ábúandinn á Stóru-Borg er án efa Anna Vigfúsdóttir sem bjó þar um siðaskipti, en ætt hennar ríkti á Stóru-Borg fram til um 1700, en fullvíst má telja að á þeim tímum hafi bærinn verið stórbýli. En jörðin gekk stöðugt úr sér sökum ágangs náttúruaflanna og 1840 var svo komið, að síðustu ábúend- urnir á gamla bæjarstæðinu, þeir Eyjólfur Brandsson og Jón Jóns- son ákváðu að flytja bæinn lengra inn í landið. Sagan segir, að sjór hafi þá verið farinn að ganga svo nærri fjósinu, að þeir hafi orðið að bjarga kúnum upp í gegnum fjós- þekjuna. Blm. og ljósm. Mbl. lögðu leið sína fyrir skömmu austur að Stóru-Borg. Því miður var Mjöll Snæsdóttir ekki viðlátin, en i stað hennar var rætt við Vilhjálm Örn Vilhjálmsson, sem einnig vinnur við uppgröft á Stóru-Borg. — Það fyrsta sem við spurðum var, hvernig uppgröfturinn hefdi gengið í sumar? „Hann hefur gengið svona og svona. Við byrjuðum að vinna hérna 23. júní sl. Það er votviðra- samt hérna við ströndina, því verður þetta oft á tíðum nokkuð stopult. Júlímánuður var t.d. mjög slæmur, þá gátum við nálega ekk- ert gert í þrjár vikur sökum rign- inga, en í rigningu rennur hér allt í sundur?" — Hafið þið einungis unnið við uppgröft á bæjarhólnum eða hafið þið rannsakað eitthvað fleira? „Fyrsta sumarið sem var unnið að uppgreftri hérna var byrjað að rannsaka kirkjugarð, sem var að miklu leyti farinn undir Bakka- kotsá og Kaldaklifsá. Þórður i Skógum hafði fylgst með honum og fundið í kringum 100 grafir, en þegar við komum hingað, fundum við aðeins leifar af 66 gröfum. Hinar höfðu horfið í millitíðinni og því voru síðustu forvöð að rannsaka garðinn, þegar við byrj- uðum. Nú er þessi garður horfinn undir sand. Samkvæmt gömlum máldögum, hefur verið hér kirkja frá um 1200 til 1700 en gæti þó verið eldri. Sjórinn hafði skolað ofan af kirkjubyggingu og 1974 var hún rannsökuð. Þá kom í ljós að þarna hefur verið timburkirkja að norskri fyrirmynd. 1979 var byrjað að grafa í bæj- arhóli.on og hefur verið unnið að uppgreftri á honum síðan. Þar hafa fundist leifar af 25 húsum, misjafnlega vel varðveittum. I hólnum er hægt að rekja húsbygg- ingar frá efstu jarðvegslögum og allt niður á þriggja metra dýpi. Núna erum við að rannsaka hús frá því um 1500. Það er augljóst að byggð hefur verið stöðug á hólnum á tímabilinu. Við höfum fundið skemmubyggingar, smiðju, búr og bæjarhús. Hins vegar höfum við ekki fundið leifar af neinum skepnuhúsum. Það er einkennandi fyrir rústirnar, að gólflög eru mjög þykk, sem vitna um langan notkunartíma húsanna." — Hvernig aldursgreinið þið rúst- irnar? „Við aldursgreinum þær útfrá þeim munum sem að við finnum. Elstu hlutirnir sem fundist hafa, eru leirker, skósólar, og kirkju- munir. Við hólinn hefur einnig fundist sverðshjalt sem er aldurs- hluta rústanna. greint útfrá stíl frá um 1200. Hérna er ekki hægt að áætla aldur samkvæmt öskulögum og jarðlög- um, jarðfræði Eyjafjallahrepps er lítið könnuð til þess.“ — Nú hafa fundist hér á þriðja þúsund munir, hverskonar munir eru þetta? „Frægasti hluturinn sem að fundist hefur, er sennilega snældusnúður, sem grafið var á með höfðaletri „Anna á mig“. Hann er aldursgreindur frá um 1500. Hér hafa fundist ótrúlegustu hlutir, en mest hefur fundist af nöglum, hnífum, brýnum, beinum, trémunum, steinkeröldum og brotum úr eirpottum. Ókjör hafa og fundist hér af beinum. Varð- veislu skilyrði eru ótrúlega góð hér fyrir lífræn efni, svo sem bein, tré og leður. Beinin sem fundist hafa eru af mjög fjölbreyttum uppruna. Fiskibiein, aðallega úr þorski og löngu ásamt fleiri teg- undum, enda var útræði héðan til forna. Svo hafa fundist geita-, svína-, sauðfjár-, nauta- og hesta- bein. Allt þetta vitnar um fjöl- breytt matarræði og húsdýraeign þess fólks sem bjó hér áður fyrr.“ Hér hafa einnig fundist 3 græn- ar baunir og skurn af heslihnetu, en sá fundur kom okkur talsvert á óvart. Baunirnar og hnetan koma hingað að öllum líkindum frá Englandi á 16. öld. Margt fleira mætti telja upp af fundum hér, svo sem krítarpípubrot, kamba, vaðmál, skótau, skrauthluti kvenna og er þá aðeins fátt eitt upptalið." — Hefur eitthvað varðandi húsa- kost komið ykkur á óvart? „Til forna hefur verið búið mjög rikmannlega á Stóru-Borg. Öll húsakynni sem við höfum grafið upp bera því vitni. í elstu húsun- * um höfum við fundið ræsi, sem hafa verið til þess brúks að taka við regnvatni. Þessi ræsi hafa einnig verið leidd út í veggina til að taka við raka úr þeim. Ræsin bera vitni um mikið verkfræðivit forfeðra okkar og þeirra manna, sem að hafa búið hér. Því þá eins og nú, hefur verið votviðrasamt hérna við ströndina." — Hvert fara þeir munir, sem hér eru grafnir upp? „Þegar búið er að hreinsa mun- ina og gera við þá, fara þeir til varðveilsu á Byggðasafnið í Skóg- um. Það veldur nokkrum vand- kvæðum að Þjóðminjasafnið er illa í stakk búið að taka við öllum þeim fjölda muna, sem hafa fund- ist hér. Því liggur nokkuð af þeim undir skemmdum. Það sem veldur þessu einkunver hve safnið er illa búið tækjum og eins hve það er illa mannað," sagði Vilhjálmur að lokum. Steinker frá 18. öld. * * * ,7' 'if *• * * • • ■■ ap- -a V. “ « •* AÍf,. mjÞ m .»£ <. %+ > S * ■ >>‘ »jfcl *** ***■ k $ 4 < \ * i wm.4W*' * # * h * *♦ * \ v > mm mi 4 S ^ r*. m Sverðshjalt frá um 1200. Vilhjálmur Örn, fornleifafræðingur, við kortlagningu á rústunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.