Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 27

Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 27 Einar Jónsson, sagnfræóinemi, með hluta af þeim beinum, sem hafa fundist í sumar. Um leið og hann sýnir okkur þau, segir hann: „Það hefur augsýnilega alltaf verið stór- býli á Stóru-Borg. Hér hefur og verið margt vinnufólk og það hefur áreið- anlega verið illa launað eins og vinnufólk hefur alltaf verið á Is- landi.“ Már Másson að sópa burt mold. Fyrir framan hann sést ræsi sem notað hefur verið til að taka við regnvatni. „Þessar rannsóknir varpa nýju ljósi á líf fslendinga“ — sagði Þórður Tómasson safnvörður í Skógum „RANNSÓKNIR á Stóru-Borg gefa nýja sýn yfir lifnaðarhætti, verslun og viðskipti íslendinga við aðrar þjóðir á miðöldum," sagði Þórður Tómasson safnvörður f Skógum, þegar við heimsóttum hann eftir að við höfðum lokið er- indi okkar á Stóru-Borg. „Úr moldu hafa risið margir hlutir, sem aldrei áður hafa fundist við uppgröft hér á landi. Þessi uppgröftur er því mjög at- hyglisverður til samanburðar við þær fornleifarannsóknir, sem gerðar hafa verið á hinum Norðurlöndunum." Ennfremur sagði Þórður: „Hlutir sem komnir eru úr jörðu á Stóru-Borg eru mjög vel varð- veittir. Sérstaklega allir lífrænir hlutir svo sem munir úr leðri, prjónles, vefnaður og tré. Þetta Þórður Tómasson með einn þeirra hluta sem fundist hafa að Stóru- Borg. kemur uppúr jörðinni eins og það fór ofan í hana. Til skamms tíma hafa menn staðið í þeirri meiningu að ís- lendingar hafi átt lélegastan skófatnað í heimi, en rannsóknir á Stóru-Borg staðfesta að allur almenningur á miðöldum hefur gengið í skóm úr sútuðu leðri, að meira eða minna leyti. í fundum frá Stóru-Borg eru leifar af 30—40 skóm úr leðri, af konum og körlum á öllum aldri, þar hafa meira að segja fundist skór af 3ja ára barni. Þar hefur og fundist prjónaður vettlingur sem færir upphaf prjónaskapar aftur um 100 ár miðað við það sem áður var vitað. Þessar rann- sóknir geta því gjörbreytt þeirri ímynd sem við höfum af fortíð- inni.“ Músikleikfimin hefst fimmtudaginn 17. september. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 daglega eftir kl. 3. PRENTARAR— ÚTGEFENDUR Til sölu prentiönaðartyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur. Fyrirtækiö er í fullum rekstri. Gott húsnæöi. Miklir möguleikar. Nánari uppl. aðeins veittar á skrifstofu. Fasteignaþjónustan Autturttrmli 17, *. 26600. Ragnar Tómasson hdl. 1967-1962 15 ÁR Það þarf varla aö taka fram, að Nepal-ferð Útsýnar er ein stór- kostlegasta ævintýraför, sem viö- skiptavinir okkar eiga völ á í ár. Þar, sem takmarkaður fjöldi kemst með í þessa óvenjulegu fjalla- og bátsferð um Hima- laya-héruðin viljum við vinsamlega benda þeim, sem áhuga hafa á að slást í hópinn að hafa samband viö Guð- rúnu Gyðu hjá Útsýn, sem veitir allar nánari upplýsingar. Ævintýraferðinni til Nepal verður hagað á eftirfarandi hátt: FYRSTA VIKA: MENNING 0G TRÚARBRÖGÐ Flogiö um London til Delhi, þar sem dvaliö er í 3 daga; síöan áfram til Kathmandu, höfuöborgar Nepal. Þarna gefst kostur á aö skoöa menningarverömæti, s.s. hiö fræga musteri Taj Ma- hal í Agra, hina fornu höfuöborg Fatehpur Sikri, svo og hin stórkostlegu hof Buddhatrúarmanna og Hindúa i Katmandu. ÖNNUR VIKA: FLJÓTA- 0G FRUMSKÓGARFERÐ Siglt niöur fossa og flúðir á gúmbátum meðfram stórbrotnu landslagi. Ákvöröunarstaður er Toyal Citwan þjóögaröurinn, friöaö svæöi í miöjum frumskógi. Þar er gist í hinum frægu gistiskálum Tiger Tops. Þar gefst góöur tími til þess aö skoöa hiö fjölbreytta dýra- og jurtalíf frumskógarins, fótgangandi sem og á filabaki. ÞRIÐJA VIKA: GANGA UM HLÍÐAR HIMALAYA Undir öruggri leiösögn Sherpa er gengiö um stíga og troöninga — þjóövegi innfæddra — þar sem einu farartækin eru uxar og asnar. I þessu ægifagra umhverfi gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast lífi og menningu þessara harögeru þjóöflokka. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Reykjavík: Austurstræti 1, sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4, sími 22911.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.