Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
íslenskir skipstjórnarmenn á fiskiskipum og bátum sækja
einatt á fjarlæg mið og dvelja fjarri átthögum sínum margar
vikur á stöðum sem heita nöfnum sem enda á -mið eða
-hanki. í þeirra eyrum hljóma þessi nöfn líkt og götunöfn og
hreppaheiti, þótt þau þýði öll þaö sama í hugum landkrabba.
Það er að segja: Sjór. Baldvin Gíslason er einn þessara
íslensku skipstjóra, en hann hefur undanfarin fjögur ár sótt
sjóinn á stöðum sem ekki einu sinni ómælisvíðáttur veður-
spárinnar í útvarpinu megna að fjalla um. Hann hefur nefni-
lega verið að veiðum á Malindibanka o.fl. stöðum undan
strönd Kenya, u.þ.b. 3 gráður fyrir sunnan miðbaug og einni
gráðu sunnar er að fínna heimahöfn Baldvins þessi ár, hafn-
arborgina Mombasa. Baldvin dvaldi á þessum slóðum ásamt
fjölskyldu sinni á vegum Þróunarsamvinnustofnunar, sem
áður hét AÖstoð íslands við þróunarlöndin. Hann var skip-
stjóri og kennari á bát, sem var í senn kennslutæki og
rannsóknarfar, ætlað til að hjálpa Kenyabúum að efla físk-
veiðar sínar.
Báturinn hét R/V Shakwe. Fjölskyldan er nú nýkomin
heim til Islands og í óða önn við að koma sér fyrir í íbúð sinni
við Álfaskeiö í Hafnarfirði. Baldvin gaf sér þó tíma frá máln-
ingarvinnu í vikunni til að spjalla við mig um dvöl sína í
Kenya og víðar.
Frá Akureyri
til Mombasa
Ég spurði fyrst hvaða leið lægi
frá æskustöðvum Baldvins á Ak-
ureyri til Mombasa í Kenya.
„Þetta byrjaði allt fremur
venjulega, ég kláraði vélstjóranám
1963 og fór síðan á sjó sem kokkur.
Síðan lá leiðin í Stýrimannaskól-
ann, sem ég lauk 1965. Eftir það
var ég á togurum frá Akureyri og
síðar stýrimaður og skipstjóri í
Vestmannaeyjum. Eg var í tæp
þrjú ár útgerðarstjóri hjá Einari
heitnum ríka í Eyjum og í Reykja-
vík, eftir gos. Síðan fór ég að
starfa hjá FAO árið 1975. Á þeirra
vegum var ég sendur til Norður-
Yemen, til borgarinnar Hodeidha
og þar var ég í um tvö ár við
hliðstæð störf og síðar í Kenya.
Síðan veiktist ég hastarlega af
gulu og var nærri dauður, en allt
fór þó vel og ég var heima í rúmt
ár um 1977.
Norður-Yemen er eitthvert fá-
tækasta land á jarðarkringlunni.
Þaðan er enginn útflutningur og
þar er engin olía. Þar er raunar
nær ekkert nema fátækt og
óhreinindi og ríkið lifir á verka-
mönnum sem fara til vinnu í
Saudi-Arabíu. Þarna var ég eink-
um við rækjuveiðar í Rauðahafinu
og kenndi innfæddum, á bát frá
FAO.
Eftir að ég veiktist af gulunni
kynntist ég Guðjóni heitnum 111-
ugasyni, sem nú er nýlátinn. Hann
hafði farið til Kenya ’77 til að
kanna möguleika á hjálparstarfi
þar. Eftir að heim kom var ég
fljótlega kallaður á fund hjá Að-
stoð íslands við þróunarlöndin og
varð brátt fyrsti fasti starfsmaður
hennar og fór sem slíkur til Capo
Verde, eða Grænhöfðaeyja, í nóv-
ember 1977 og skilaði skýrslu um
ástandið þar í janúar og vann
áfram fyrir Aðstoðina fram á vor,
en hélt síðan til djúprækjuveiða
frá Dalvík. Síðan var ég sendur til
Kenya til að stjórna þar bát og
kenna innfæddum ýmislegt í sam-
bandi við skipstjórn og fiskveiðar.
Ég fór út í byrjun ágúst ’78 og
skoðaði ströndina og bátihn, sem
þá var í ansi slæmu ástandi enda
ekki verið á sjó í þrjú ár. Það var
til dæmis nánast ekkert sem starf-
aði af tækjunum í brúnni, nema
Morgnblaðift/ Krístján
Baldvin Gíslason akipstjóri.
veggklukkan. Ég kom síðan aftur
heim og undirbjó veruna suðurfrá,
setti upp tvö troll, úr efni frá
Hampiðjunni, báturinn átti að
vera tilbúinn um mánaðamótin,
október-nóvember."
„Africa no hurry“
„Þegar út var komið bað ég
strax um ný tæki í bátinn, sem
rekinn er af Kenya stjórn, en þar
steytti ég brátt á því stóra skeri
sem ríkisbáknið er þar í landi.
Dýptarmælirinn kom í apríl ’81,
talstöðin kom í janúar á þessu ári
og radarinn er ekki kominn enn.
Það gengur nú reyndar flest „pole,
pole“, eins og þeir segja í Kenya,
það er rólega, á þessum slóðum.
Maður verður að byrja á því ð
venja sig af að hugsa eins og Is-
lendingur. I Kenya er ekkert sem
heitir að „drífa í einhverju". Einn
ágætur náungi, sem var stýrimað-
ur hjá mér, svaraði jafnan, ef ég
var að byrsta mig eitthvað um
borð: „Africa no hurry, bwana",
eða „Afríka er ekkert að flýta sér,
herra.“
Áhöfnin á bátnum var um
fimmtán manns, allir innfæddir,
mXwri
Coquithatrtjík
íic.loriíL-
fcöf.0 <
fontbasq,
rtxibœr
Mafía
„K.Mgado
jfrjtr/te >
MfKooÍi
Baldvin Glslason
skipstjóri er ný-
kominn heim eftir
fjögurra ára starf í
Kenya á vegum
Þróunarstofnunar.
í eftirfarandi við-
tali segir hann frá
reynslu sinni.
nema ég. Við gerðum út frá
Mombasa, sem er eina góða höfnin
á mjög stóru svæði á austurströnd
Afríku. Annars staðar eru víðast
mikil kóralrif utan við ströndina,
svo stærri skip og bátar komast
ekki inn fyrir. Fyrir innan er hins
vegar sandströnd sem hlýtur að
vera draumur ferðamannsins,
enda er mikill ferðamanna-
straumur til Mombasa og ná-
grennis.
Við þurftum að stíma sextíu
mílur norður eftir til að komast á
miðin á Malindi-banka. Veiðin er
ekki ýkja mikil á þessum slóðum,
lítill botnfiskur en töluvert af
mjög stórri og góðri rækju, selst
fyrir 83 krónur kílóið. Hún veiðist
einkum í Ungama-flóa sem er
nokkru norðar en Malindi-bank-
inn.
Starf mitt fólst einkum í að
kenna áhöfninni og stunda um leið
rannsóknir á fiskistofnunum.
Siglingafræði kenndi ég heima í
stofu og mér tókst að koma fimm
mönnum í gegnum „pungaprófið".
Margir þessara manna um borð
voru ágætisnemendur sem nú eru
farnir að kenná öðrum og það var
Helena Líndal og Gísli Rúnar um jólaleytið í hitabeltinu.
Baldvin ásamt A. Abdalla, sem tók
við bátnum þegar sá fyrrnefndi hélt
heim til íslands. Að baki þeim er
búð sem Abdalla á, en hún er smíð-
uð úr umbúöunum utan af búslóð
Baldvins og veiðarfærum frá ís-
landi.
Fjöldkyldan á miðbaug. Frá vinstri:
Baldvin, Helena Sigtryggsdóttir,
kona hans, og Helena Líndal og
Gísli Rúnar.