Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Hræringur Næturflug með fljúgandi furðuhlut Næturflug VASP flugvélar frá Fortaleza í Brazilíu tii Sáo Paulo hinn 8. febrúar sl. hófst með venju- legum hætti. Farþegarnir komu sér notarlega fyrir í sætum sínum og bjuggust til svefns eftir að ljósin í farþegarýminu höfðu verið deyfð. En værð þeirra var skyndilega rof- in er æst rödd flugmannsins, Ger- son Maciel De Britto hljómaði í kallkerfinu: „Ég sé fljúgandi furðu- hlut fjörutíu eða fimmtíu mílur til vinstri við okkur," tilkynnti hann. Gerson Maciel De Britto við stjórn- völ flugvélar sinnar. „Kg bið ykkur öll að verða vitni að þessu.“ Farþegarnir urðu þess nú varir að flugvélin var böðuð Ijósi; þeir litu út um gluggana og næsta klukkutímann og 22 mínúturnar sáu þeir rauöa, rauðgula, hvíta og bláa Ijósglampa á næturhimninum. De Britto flugmaður fullyrðir að hann hafi séð eitthvað sem líktist „geysistórum hveljulaga disk með fjórum skærum Ijósum og þaut hann um loftið með miklum hraða". De Britto reyndi að komast í sam- band með þvi að kalla diskinn upp á portúgölsku og ensku. Þegar það bar engan árangur, segist hann hafa einbeitt sér allt hvað af tók í því skyni að koma á hugsanaflutn- ingi milli sín og veranna í disknum. Rétt áður en hann millilenti í Ríó de Janero, tilkynnti De Britto til flugturnsins að ljósið væri aðeins átta mílur frá flugvélinni og nálg- aðist stöðugt. Á ratar sést hins veg- ar ekkert til disksins og þegar flugturninn í Ríó spurði þrjá aðra flugmenn, sem voru á svipuðum slóðum, hvort þeir sæju nokkuð til furðuhlutarins, svöruðu þeir allir neitandi. Skömmu síðar hóf flokkur brazilískra orrustuflugvéla leit að furðuhlutnum, en alveg án árang- urs. Farþegarnir, um 100 manns, töldu sig allir hafa séð hinn bjarta furðuhlut, og daginn eftir voru allir helztu fjölmiðlar í Brazilíu með fréttir af atburðinum. Næstu daga höfðu fréttamenn viðtöl við störnu- fræðinga og sérfræðinga í fljúgandi furðuhlutum — kom þá m.a. fram að hinn 8. febrúar hafði Venus ein- mitt risið á austurhimninum kl. 3.10 eftir miðnætti. En getur hugsast að Venus hafi gefið frá sér svo bjart og litríkt ljós? Dr. J. Allen Hynek, stjórnandi „Rannsóknarmiðstöðvar fljúgandi furðuhluta" í Illinois í Bandaríkj- unum telur það vel hugsanlegt. „Venus hefur þykkan lofthjúp sem virkar eins og kristall gagnvart sól- arljósinu," segir hann. „Þegar plán- etan rís lágt á himni getur hún því blikkað í ýmsum litum, og þegar hún er hátt á himni getur hún gefið frá sér töluverðan ljóma." En De Britto flugmaður fullyrðir að hann hafi séð Venus auk hins einkennilega ljósfyrirbæris. Þar að auki telur hann víst að hlutnum hafi verið stjórnað af vitsmunaver- um, því hann hefði ávallt haldið stöðu sinni óbreyttri gagnvart flugvélinni, jafnvel þá De Britto breytti stefnunni um 51 gráðu. „Ef þessi flugmaður segir sannleikann, þá hefur þetta ekki verið Venus. Og ef það var ekki Venus, þá hefur þetta verið fljúgandi furðuhlutur," segir Dr. Hynek. Hlekkir Gulagsins „Á þeim fjölmörgu árum sem ég dvaldi í þrælkunarbúð- um meðal pólitískra fanga í Sovétríkjunum, fann ég oft einkennilega neikvætt viðhorf hjá þeim gagnvart væntanlegri brottför þeirra úr fangabúðun- um. Maður skyldi ætla að dag- ur frelsisins, eftir löng ár þján- ingar og einangrunar, vekti til- hlökkun og von — en þannig var því ekki varið," skrifar sov- ézkur geðlæknir, Semyon Gluzmann, sem eyddi allmörg- um árum í þrælkunarbúðum í Rússlandi vegna pólitískra skoðana sinna, i bandarísku tímariti um geðlækningar, „American journal of Psychiatry". „Ég tel að skýringin á þessu sé sú að í fangabúðum Sovét- ríkjanna hafi myndast eins- konar pólitiskir menningaraf- kimar. Pólitískur fangi vill ekki samsamast hinu stóra samfélagi utan fangabúðanna, en samræmist hins vegar menningarafkimanum innan þeirra — þar getur hann lifað með viðhorfum sínum án sam- viskubits. Umskiptin frá lífinu innan fangabúðanna til hins „frjálsa" lífs í Sovétríkjunum veldur þannig skertri tilfinn- ingu fyrir innra frelsi. Brottför frá Sovétrikjunum væri eina leiðin sem duga myndi til að losa þessa póli- tísku fanga við ótta þeirra við að verða samdauna hinu sjúka samfélagi utan fangelsismúr- anna. En fyrir pólitíska fanga í Sovétríkjunum er þessi leið því miður gersamlega ófær ...“ Vélmennið og teningurinn Hópur verkfræðinema við há- skólann í Illinois í Bandaríkjun- um hefur hannað vélmenni sem getur auðveldlega raðað töfra- teningnum, sem kostað hefur margan manninn svo mikil heila- brot. „Heili" vélmennisins leysir þrautina á einum tíunda úr sek- úndu, en þar sem vélmennið sjálft er dálítið seint í snúning- um er það fimm til sex mínútur að framkvæma röðunina. Röðunin fer þannig fram: Nemandi gerir tölvunni grein fyrir hvaða litir eru á hliðum teningsins sem látinn hefur verið í hendur vélmennisins. Tölvan finnur lausn gátunnar og gefur vélmenninu síðan skipanir um einstakar hreyfingar. Tvær stengur undir teningnum velta honum þar til sú hlið sem tölvan tiltekur snýr upp. Þá ýta þeir armar teningnum undir „hönd“ vélmennisins, sem grípur um efsta lag hans, snýr því að fyrir- mælum tölvunnar og lyftir hon- um síðan til að hægt sé að velta honum við á ný. Það tekur vél- mennið töluvert lengri tíma að | raða teningnum en færustu menn á þessu sviði. Stafar það af því hversu margar hreyfingar vélmennið þarf að framkvæma — 90 að meðaltali, áður en ten- ingnum hefur verið raðað að fullu. Smíði vélmennis þessa kostaði 400 dollara og tók það verkfræði- nemana fimm mánuði að koma því saman. Aðeins fáir hönnuð- anna kunnu skil á því hvernig skal raða töfrateningnum, en persónuleg reynsla þeirra sem eitthvað kunnu á teninginn, ásamt leiðbeiningum úr bók um hann, var færð inn á tölvu vél- mennisins og reyndist þetta sam- safnaða vit nægilegt þegar til kom. Þeir hönnuðanna sem ekk- ert kunnu á teninginn höfðu eng- an áhuga á að læra á hann. Eða eins og einn þeirra lét hafa eftir sér: „Er það nokkuð annað en hrein tímaeyðsla þegar maður hefur vélmennið við hendina?." Fyrirtæki til sölu Lítiö heildsölufyrirtæki til sölu. Gott tækifæri til þess aö hefja eigin atvinnurekstur. Viöskiptasambönd inn- aniands og utan þegar fyrir hendi. Þeir sem hafa áhuga hafi samband viö Jón Hjörleifs- son í síma 28466, fyrir 26. þessa mánaöar. Sinfóníuhljómsveit íslands Sala og endurnýjun áskriftarskírteina fyrra misseris þessa starfsárs hefst þriðjudaginn 18. þessa mánaöar á skrifstofu hljómsveitarinnar, Hverf- isgötu 50, 4. hæö, sími 22310 (athug- iö nýtt heimilisfang). Áskrifendur hafa forkaupsrétt á skírt- einum sínum til og meö 24. þessa mán- aðar. Sinfóníuhljómsveit íslands. f íhino © Einstakt tækifæri Eigum til afgreiöslu nú þegar tvo Hino-vörubíla á veröi síöan fyrir gengisfellingu: 1. Hino KL 645. Heildarþyngd 9,5 tonn, vél 6 cyl., 165 hö. 7 dekk 825x16 fylgja. Verö kr. 276.800. 2. Hino KM 600. Heildarþyngd 8,4 tonn. Vél 6 cyl., 100 hö. 7 dekk 750x16 fylgja. Verö kr. 255.200. Góöir greiðsluskilmálar. BÍLABORG HF Véladeild Smiðshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.