Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 45

Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 45 á svið og banna honum að reykja enda væru reykingar bannaðar í salnum. Sá næsti átti að koma upp á sviðið um leið og hann heyrði klyngja í glösum, en þá átti hann að biðja um tónlist og stjórna síðan „hljómsveitinni". Sá þriðji átti að skjóta dávaldinn í afbrýðikasti er hann sæi hann gerast of nærgöngulan við stúlku eina í salnum. Eftir að hafa gefið fyrirmælin vakti dávaldurinn mennina og fengu þeir sér sæti í sal. Frise- nette tók þá til við að stöðva hjartslátt sinn í eina mínútu og gekk það að óskum eins og áður greinir. Síðan dáleiddi hann hvít- an, reiðan hana, svo haninn varð ljúfur eins og lamb, settist niður, slappaði af og fékk sér sígarettu. Frisenette fékk sér einnig að reykja og það var eins og við manninn mælt, — „lögreglu- þjónninn" kom strax upp á svið og harðbannaði honum að reykja og vildi hann helst fara með dá- valdinn niður á stöð. Að þessu atriði loknu sló dávaldurinn saman glösum og „hljómsveitar- stjórinn" kom strax upp á svið, bað um tónlist og tók til við að stjórna „hljómsveitinni". Frise- nette fékk nú stúlku eina úr saln- um til að koma upp á svið og um leið og hann fór að gera sér dælt við hana kom sá „afbrýðisami" upp, greip skammbyssu sem lá þar á stól og skaut dávaldinn. Hann var strax vakinn og var greinilegt að honum var nokkuð brugðið fyrst á eftir. Síðasta atriðið hjá Frisenette var að dáleiða „hljómsveitar- stjórann” aftur og í þetta skipti lét dávaldurinn hann liggja stíf- an og láréttan á milli tveggja stólbaka og Jörundur klifraði upp á magann á honum, en sá stífi lét sig hvergi. Þannig lauk þessari ágætu kvöldskemmtun og þar með væntanlega löngum og glæsi- legum ferli dávaldsins Frise- nette. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, á skemmtun- inni á fimmtudagskvöldið. — Sv.G. iniDssonnR OOO INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 13-19 SIMAR: 38126 74444 llll Kennslustaðir Reykjavík ~ INNRITUN mánudag til föstudags Jazzballett er sérstaklega holl og góð hreyfing og vægast sagt mjög skemmti- legur. Viö höfum fengiö til liös viö okkur stórgóöan kennara Kristínu Svavars- dóttur, sem kennt hefur jazzballet í 10 ár í Dan- mörku. DRRSSHAll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.