Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
For.sætisráðherra og fleiri nefndarmenn stjórnarskrárnefndar ásamt ritara og ráðgjafa nefndarinnar ganga upp
tröppur Hótels Borgarness í gærmorgun en þá hófust þar tveggja daga fundarhöld í nefndinni. MorRunblaðiA/HBj
Tæring hjá Hita-
veitu Akureyrar
TÆRINGAR hefur orðið vart hjá Hitaveitu Akureyrar og hafa eigendur 30
íbúðarhúsa í Glerárhverfi tilkynnt um leka í ofnum.
„Tæringar varð vart í lögnum í lok júnímánaðar. Það benti allt til, að
tæringin stafaði af súrefni i vatninu en einnig var hugsanlegt, að kalt vatn
hefði komist inn á kerfið. Rannsóknir staðfestu að súrefni var í vatninu og
átti það sér stað í miðlunargeymum í bænum,“ sagði Vilhelm Steindórsson,
framkvæmdastjóri Hitaveitu Akureyrar í samtali við Mbl.
Borgames:
Stjórnarskrár-
nefnd á fundi
Stjórnarskrárnefnd er með
tveggja daga fundarhöld í Borgar-
nesi. Fundarhöld, sem standa frá
morgni til kvölds í tvo daga, hófust í
gærmorgun og standa fram á kvöld í
dag. Að sögn Gunnars G. Schram,
ráðunauts stjórnarskrárnefndar, er í
fyrsta lagi ætlunin að fara heildaryf-
irferð yfir núgildandi stjórnarskrá.
Sagði Gunnar að samkomuiag virtist
um flestar greinar hennar. f öðru
lagi yrðu tekin fyrir nýmæli; ákvæði
sem ekki væru í núgildandi stjórn-
arskrá en hugsanlega yrðu tekin i
nýju stjórnarskrána, t.d. þjóðareign
á landi i einhverjum mæli, auðlindir,
umhverfisvernd svo eitthvað væri
nefnt. í þriðja lagi yrði svo
kjördæmamálið rætt svo og ýmsar
tillögur og athugasemdir því viðvíkj-
andi.
Matthías Bjarnason, alþingis-
maður, sem er einn nefndar-
manna, sagði í samtali við Mbl. í
gær að nefndarstörfin gengju vel.
Verið væri að fara síðustu yfirferð
yfir stjórnarskrána almennt,
grein fyrir grein. Þar hefði verið
tekið tillit til athugasemda og
ábendinga frá fyrri fundum
nefndarinnar. Hefur verið gengið
frá textanum til síðustu umræðu.
Matthías sagði að ekkert væri
farið að ræða um kjördæmaskip-
anina eða breytingar á henni,
enda hefði það verið ærið verkefni
að fara yfir textann almennt.
Reiknaði hann með að ekki yrði
farið að ræða kjördæmamálið fyrr
en á morgun. Matthías sagðist
reikna með að áður en til síðustu
umræðu kæmi yrðu tillögur
nefndarinnar teknar til umræðu í
þingflokkunum. Lokaumræðn-
anna í stjórnarskrárnefndinni
yrði úr þessu vart langt að bíða.
Skemmdar-
verk unnin
á dælustöð
Skagstrendinga
SKEMMDARVERK voru unnin á
sunnudag á spennubreytum í dælu-
stöð þeirri er sér Skagstrendingum
fyrir neysluvatni. Er talið víst að þar
hafi verið á ferðinni einhverjir
skotglaðir menn sem voru við skot-
æfingar skammt frá dælustöðinni.
„Það tókst að stöðva súrefnis-
upptekt í vatnið, en til frekara ör-
yggis var hafin blöndun með
natríum-súlfíti. Ekki hefur borið á
súrefni í vatninu eftir þessar að-
gerðir og hefur því tekist að koma
i veg fyrir tæringu.
Unnið hefur verið að rannsókn á
umfangi skemmda í miðlunar-
geymum og dreifikerfinu. Ég get
ekki svarað neinu um niðurstöður
þessara rannsókna, en það er ljóst
að tjón er óverulegt. Þó er ljóst, að
lekinn í ofnum stafar að hluta til
eða öllu leyti af þessari tæringu.
Könnun þar að lútandi er ekki lok-
ið. Mál þetta hefur verið til um-
fjöllunar í stjórn hitaveitunnar og
leitað hefur verið álits bæjar-
lögmanns," sagði Vilhelm.
Fyrsta síldin
á Eskifjörð
Kskifirði. 27. s<-Dl»‘mÍH“r.
FYRSTA söltunarsíldin á haustinu
barst hingað til Eskifjarðar á laug-
ardag. Þá kom Sæljónið SU 104 með
350 tunnur af síld. Var þetta mjög
stór og falleg sild og veiddist á
Bakkaflóa. Saltað var á Söltunarstöð
Friðþjófs hf., en það fyrirtæki gerir
skipið út. Söltunarstúlkur voru að
vonum mjög ánægðar með að fá
svona stóra síld í fyrstufsöltun, en
oft vill síldin vera rýr fyrst á haustin.
Skipverjar kváðu mikla síid
vera á Bakkaflóa og virtist hún á
Maðurinn sem
drukknaði
MAÐURINN, sem fannst látinn
við kaupfélagsbryggjuna á Reyð-
arfirði þann 17. september síðast-
liðinn, hét Birgir Valdórsson.
Hann var fæddur 19. nóvember
1944. Útför hans hefur farið fram.
leið suður með Austfjörðum. Bát-
ar sem veiða í lagnet hafa fengið
reytingsafla í Reyðarfirði, um 20
tunnur í 10 net. í dag kom svo
Haukafell frá Hornafirði með 80
tunnur og landaði hjá söltunar-
stöðinni Auðbjörgu.
Fréttaritari.
Falleg síld
veiðist í mynni
Siglufjarðar
Siglufirði, 27. september.
FALLEG síld veiðist nú í mynni Siglu-
fjarðar og er mikill hugur i mönnum
hér. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa
auglýst eftir síld til söltunar: Sjö bátar
tilkynntu um afla, sem þeir fengu í
mynni fjarðarins. Eftirtaldir bátar til-
kynntu afla; Vinur 150 tunnur, Njáll
120, Dröfn 30, Farsæll 16, Viggó og
Þerney 11 tunnur hvor bátur og Aldan
8 tunnur.
Fréttaritari.
Fáar fisk-
sölur erlendis
HKLDIIR hefur nú dregið úr því að
fiskiskip selji afia sinn erlendis og
stafar það fyrst og fremst af tregum
aflabrögðum. f gær seldu tvö skip afla
í Þýzkalandi og alls munu 6 skip til
viðbótar selja afia í þessari viku.
í gær seldi Ögri RE 194,7 lestir,
mest karfa í Bremerhaven. Heildar-
verð var 2.160.400 krónur, meðalverð
11,09. Þá seldi Sigurey SI 155,1 lest í
Cuxhaven, mest karfa. Heildarverð
var 1.575.100 krónur, meðalverð
10,15.
Áslaug Brynjólfsdóttir ________________
Áslaug Brynjólfsdóttir
skipuð fræðslustjóri
MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Ingvar Gíslason, hefur skipað Áslaugu Brynj-
ólfsdóttur kennara, fræðslustjóra í Reykjavík. Bréf þessa efnis var lagt fram
á fundi í fræðsluráði Reykjavíkur í gær.
Fyrir nokkru fjallaði fræðslu-
ráð um embættisveitinguna og
mælti meirihluti ráðsins með Sig-
urjóni Fjeldsted skólastjóra í
stöðuna. Hlaut Sigurjón 4 at-
kvæði, en Áslaug 3. Þriðji um-
sækjandinn um stöðu fræðslu-
stjóra var Bessí Jóhannsdóttir.
Skutu þeir einu skoti í gegnum
spennubreytinn sem varð þess
valdandi að rafmagn fór af dælu-
stöðinni og þá um leið varð vatns-
laust í þorpinu. Viðgerð tók um
tuttugu klukkustundir og var
vatnslaust allan þann tíma. Skipt
var um spennubreyti og óvíst er
hvort hægt verður að gera við
þann skemmda en að sögn eru
þessir spennubreytar mjög dýrir.
Ekki hafði tekist að upplýsa
hverjir voru hér að verki þegar
síðast fréttist, en að sögn Þórs
Gunnlaugssonar lögreglumanns á
Skagaströnd er unnið að rannsókn
málsins.
Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík.
Strengjasveit Tónlistar-
skólans komin í úrslit
Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík, sem þátt tekur í alþjóð-
legri keppni strengjasveita í
Belgrad í Júgóslavíu, er komin í
úrslit. Undanúrslitin fóru fram í
fyrradag og komst Strengjasveit
Tónlistarskólans áfram, ásamt sex
öðrum sveitum.
Að sögn er meðalaldur ís-
lensku sveitarinnar lang lægst-
ur, en meðlimirnir eru á aldrin-
um 14—22 ára, 9 stúlkur og 2
piltar. Mun þetta vera í fyrsta
skipti sem íslensk strengjasveit
tekur þátt í alþjóðlegri keppni.
Þessi keppni fer fram á vegum
Jeunesse Musicale, en það er al-
þjóðleg stofnun, sem gengst
fyrir keppnum sem þessari. í
undanú.rslitunum flutti sveitin
verk eftir Leif Þórarinsson. í úr-
slitunum munu þau flytja
Simple Symphonie, eftir Benj-
amin Britten og Perpetuum
Mobile eftir júgóslavneska
tónskáldið Hovarth.
Sveitin fór utan á mánudag,
fyrir viku, og þau sem ekki fara í
nám erlendis koma aftur hingað
til lands 2. október.
Stjórnandi Strengjasveitar-
innar er Mark Reedman.