Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUtiAGTJR 5Í8. SEPTEMBER 1982 29 ginn. Ljósm.: Einar Falur. á sunnudag í Grindavík. Um 600 manns voru við vígsluna og þurftu nokkrir frá að hverfa vegna rúmleysis. Ljósm.: ólafur Rúnar. y j < 1 Jón Hólmgeirsson meóhjálpari gengur í fylkingarbrjósti meó krossinn, sem stód á altari gömlu sóknarkirkjunnar í Grindavík yfir í nýju kirkjuna. Á eftir koma Jóhanna Sigurðardóttir, formaður kvenfélagsins, og prestar prófastdæmisins. Ljósm.: Einar Falur. Mynd þessi er tekin sunnudaginn 12. september, en þá var í síðasta sinn messað í gömlu sóknarkirkj- unni í Grindavík. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson, en eftirmynd hennar er gerð I mósaík i nýju kirkj- unni. Árið 1909 var gamla kirkjan vígð — sama dag fyrir 73 árum. Ljósm.: Ólafur Rúnar. Altaristaflan í nýju sóknarkirkjunni í Grindavík — stækkuð eftirmynd málverks Ásgríms Jónssonar — gerð í mósaík. Ljósm.: Ólafur Rúnar. :agafirði ur og börn röðuðu sér á réttarvegg- inn og fylgdust með atganginum sem oft á tíðum var mikill. Hróp og köll glymja og stundum fljúga fleygar setningar eða þá að bölvað er hraustlega í faðmlögum við fóst- urjörðina eftir að baldinn foli fór með sigur af hólmi í einni orrust- unni, en þá er bara að standa á fæt- ur á nýjan leik og fljúga á folann aftur. Síðan þegar safnað er kröft- um fyrir næstu lotu er gjarnan heilsað upp á vini og kunningja og þykir þá vel við hæfi að taka upp vasapelann til að undirstrika vin- áttuna. Þegar líður að lokum rétt- arstarfa brýna sumir raustina og syngja öðrum og ekki síður sjálfum sér til ánægju. Erfitt er að ætla sér svo vel sé að lýsa þeirri stemmningu í máli og myndum sem ríkir á samkundu sem stóðréttir eru. Ef vel ætti að vera þyrfti bæði tal og tónar að fylgja með en best er að fara á staðinn sjálfur og upplifa það sem þar fer fram. En ef til vill fer hver að verða síðastur til þess því stoðréttum fer sífellt fækkandi og ekki ósennilegt að þessi þjóðlega uppákoma verði minningin ein í náinni framtíð. VK Hér er einn að komast á bak meðan félagi hans reynir að stöðva trippið. í baksýn má sjá áhorfendadilkinn sem er í miðjum almenningnum í Skarðarétt. Góð hugmynd að koma slíku fyrir. Sigurlaug Jónasdóttir, húsfreyja á Kárastöðum (þessi með prikið), sýndi bæði dugnað og stjórnsemi við hliðgæslu við Rípurhreppsdilkinn og lét hún karlana óspart heyra það ef þeir ekki stóðu sig i stykkinu. i.jósm. vk. í þungum þönkum ganga þeir Einar E. Gíslason, ráðunautur og bóndi að Syðra-Skörðugili, og Sigurður Ingimarsson, Flugumýri, eftir almenningnum. Dúddi á Skörðugili þi^. _r brjóstbirtu af Guðmundi Valtýssyni stórbónda á Eiríksstöðum í Svartárdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.