Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 35 hafa farið að í þessum verkefnum, þ.e. með því að nota hinar svonefndu „vandrekirker". „Verkfæraskúr Jesú“ svonefnd er „vandrekirken" í Árósum (Hell- igándskirken) — og er það rétt- nefni slíkrar kirkju, því að verk- færaskúr rúmar alls kyns nytja- verkfæri í lítilli, yfirlætislausri byggingu. „Vandrekirke" er ekki of fín fyrir forfæringar á búnaði, þar sem hinn litli kirkjusalur, sem er hið eina stærra rými í kirkjunni, þarf að vera nothæfur fyrir alls konar starfsemi, allt frá guðsþjón- ustu á sunnudögum til æskulýðs- heimilis á laugardögum. Inn á milli geta verið samkomur fyrir aldraða, kirkjukvöld, kirkjuskóli, fullorðinsfræðsla, skátastarf, fermingarfræðsla o.fl. Listinn er nær óendanlegur og allt gerist þetta í hinu tiltölulega litla húsi með einum sal, eldhúsi, presta- herbergi, fatageymslu og snyrt- ingu. I „vandrekirken“ í Helsingjaeyri var t.d. sagt eftir samkomu með kaffiveitingum: „Nú förum við yfir í kirkjuna," en það gerðist með því, að kaffiborðin voru fjarlægð og stólum raðað. Og þá var allt tiibúið til „kirkjugöngunnar"! Lít- ið Guðshús með mörgum mögu- leikum, það er „vandrekirke". Meðan sóknin vex ... Það er hinn mikli kostur þessa litla kirkjuhúss, að það er með frá byrjun hinnar nýju byggðar, þegar sóknin er full- byggð, en hinn stærri kirkja fram- tíðarinnar fullbyggð, tilbúin fyrir þau viðfangsefni og athafnir, sem hin endanlega kirkja er ein hæf fyrir. Þegar því marki er náð, hef- ur sóknarfólkið betur lært að vera söfnuður, þökk sé hinni litlu „vandrekirke", því að í henni myndast samfélag, sem flyst með inn í kirkjuhús framtíðarinnar. í ljós hefur komið, að kirkju- bygginganefndir hafa reynst mikl- um mun hæfari til að móta þarfir og kröfur framtíðarkirkjunnar, eftir að hafa fengið reynslu af „vandrekirken". Skapar samfélag Þessar kirkjur eru allar af mjög svo hóflegri stærð og einmitt þess vegna eru þær samfélagsmynd- andi („Blessuð þrengslin," sögðu gömlu Þingeyingarnir), og það er líklega ástæðan fyrir því, að margir kveðja þær með söknuði, er þær eru fluttar í enn nýja byggð. Þetta kom fram, þegar Margrethe-kirkjan í Kaupmanna- höfn var vígð og „vandrekirken", sem verið hafði athvarf safnaðar- ins í nokkur ár var kvödd. „Þú litla, blessaða kirkja, við munum sakna þín.“ Nýi söfnuðurinn sem fær þessa „vandrekirke“ til afnota mun ef- laust segja: „Þú litla blessaða kirkja, við hlökkum til að nota þig“ Svo mörg eru þau orð. Hugsum um þau. Eigum við ekki að gera tilraun með slíka flytjanlega kirkju í komandi nýbyggðum okkar í þéttbýlinu? Eðlilegt væri, að kirkjubyggingasjóðir Reykja- víkurborgar og ríkisins leggðu fram stofnfé, en söfnuðurinn, sem nýtti kirkjuna, greiddi hóflega leigu uns hann hefur komið sér upp eigin kirkju fyrir framtíðina. Á jónsmessu ’82 Megrunarnámskeið Ný námskeiö hefjast 7. október. (Bandarískt megrun- arnámskeiö sem hefur notiö mikilla vinsælda og gefiö mjög góöan árangur.) Námskeiöiö veitir alhliöa fræöslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræöi. Námskeiöiö er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir aö vandamáliö endurtaki sig. • sem vilja foröast offitu og það sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í síma 74204 kl. 13—18. Kristrún Jóhannesdóttir, manneldisfræöingur. MYNDLIST í áföngum Kennari Einar Hákonarson listm. Námskeiö í teikningu verða haldin á vinnustofu minni aö Vogaseli 1, Breiðholti, 4. okt.—4. nóv. Innritun í síma 71271. 1. áfangi, byrjendur, 10 skipti. Hluta og módelteiknun. Mánud. og fimmtud. kl. 17.50—19.50 og 20.00—22.00. 2. áfangi, framhaldsfl., 10 skipti. Myndbygging, módel- teiknun. Þriöjud. og föstud. kl. 17.50—19.50. Kennslugjald, efni og áhöld hvers áfanga 1200 kr. Aldurslágmark 16 ára. Bridge Arnór Ragnarsson Tafl- og Bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 30. sept. hefst aðaltvímenningskeppni TBK. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen. Þátttakendur skrái sig hjá Sigfúsi Árnasyni, sími 71294 eða Sigfúsi Sigurhjartar- syni, sími 44988. Spilað er í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.50 stundvíslega. Bridgefélag Kópavogs Eins kvölds tvímennings- keppni var háð fimmtudaginn 23. sept. með þátttöku 19 para. Spilað var í tveimur 10 para riðl- um með yfirsetu í öðrum. Sam- anlögð úrslit úr riðlum urðu: Hrólfur Hjaltason — Ásgeir Ásbjörnsson 141 stig Sigurður Sigurjónsson — Júlíus Snorrason, 131 stig Ragnar Björnsson — Ármann J. Lárusson 125 stig Friðrik Guðmundsson — Georg Sverrisson 120 stig Þórir Sveinsson — Jónatan Líndal 118 stig Baldur Bjartmarsson — Guðjón Jónsson 117 stig Meðalskor 108 stig Næsta kéþpni félagsins er 3ja kvölda tvímenningur sem hefst fimmtudaginn 30. sept. kl. 20.00 stundvíslega að Þinghóli við Hamraborg. Frá Bridgefélagi Selfoss og nágrennis Stóra Flórídanamótið Nú, eins og undanfarin tvö ár, stendur Bridgefélag Selfoss fyrir stórmóti í bridge. I ár höldum við Stóra Flórídanamótið. Mótið verður haldið í Hótel Selfoss, laugardaginn 16. okt. nk. Mót- setning verður kl.13.00 og spila- mennska hefst kl. 13.15. Spilaður verður 32ja para tölvugefinn barómeter. í boði eru 16.000,- kr. verðiaun og skiptast þau þannig: 1. v. 8.000,- kr., 2. v. 5.000,- kr„ 3. v. 3.000,- kr. Á mótinu verður einnig spilað um silfurstig. Þátttökugjald er kr. 500,- pr. par og borgast það í mótsbyrjun. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til Erlings Þor- steinssonar í síma: 99-1653 eða Garðars Gestssonar í síma 99- 1758, fyrir 10. okt. nk. Mótstjóri verður Sigurjón Tryggvason. Stjórnin. Bridgedeild Breiðfirðings Sl. fimmtudag voru spilaðir 3 tólf para riðlar. Úrslit urðu þessi: Stig 1. Halldór Jóhannesson — Ingvi Guðjónsson 206 2. Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 203 3. Birgir Isleifsson — Karl Stefánsson 197 4. Jóhann Jóhannsson — Kristján Siggeirsson 194 5. Halldór Helgason — Sveinn Helgason 190 6. Hans Nielsen — Lárus Hermannsson 196 7. Arnar Ingólfsson — Þorsteinn Bergmann 185 8. Benedikt Björnsson — Magnús Björnsson 184 Meðalskor 165 Næst verður spilað nk. fimmtudag, 30. sept., stundvís- lega kl. 19.30. Níðsterk klæðning á þök og veggi Barkar-stálplötur eru fáanlegar með tveimur mismunandi háum bárum, 45 eöa 76 mm. Stáliö er f ramleitt erlendis undir ströngu gæöaeftirliti og siöan valsaö i nýjum og fullkomnum vélum Barkar hf. Barkar-stálplötur eru galvaniseraðar og húöaöar meö plastisol eöa silikon polyester, sem tryggir einstakt veörunarþol. Stálplöturnar eru afgreiddar í lltum og lengdum aö vali kaupanda. Barkar-stálplötur henta sérstaklega vel sem klæöning á þök og veggi. Vegna mikils buröar- þols er 76 mm platan einnig hentug i milligólf og þar sem langt bil er á milli ása. '^BÖRKUR hf ( w H JALLAHR AUNI 2 • SIMI 53755 ■ POSTHOLF 239 ■ 220 HAFNARFlRDI Framfaraspor - framtíðarlausn Hringið eöa skrifiö eftir islenskum bæklingi It

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.