Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 15 LITGREINING MEÐ CROSFIELD 5 40 LASER LYKILLINN AO VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Hr. riLstjóri. Vegna skrifa í Morgunblaðinu undanfarið um flúor og tann- skemmdir þykir kennurum í eiturefnafræði i læknadeild rétt að beiðast birtingar á niðurlagi þess kennslugagns, er fjallar um flússýru og flúoríð og notað er við kennslu læknanema í 3. námsári. Virðingarfyllst, Þorkell Jóhannesson Leysanleg flúoríð frásogast vel frá meltingarvegi. Flúoríð dreifast um allan vatnsfasa líkamans og koma fyrir í öllum líffærum. Flú- oríð safnast í bein og tennur og að nokkru leyti í skjaldkirtil. í þess- um líffærum, einkum beinum, er því meiri flúor en í öðrum líffær- um. Magn flúors í beinum eykst með aldrinum. Flúoríð skiljast út með gaukulsíun, en eru að lang- mestu leyti (90% eða meira) endursoguð í nýrnagöngum. Flú- oríð hafa þannig tilhneigingu til þess að safnast í líkamann. Vitað er, að magn flúoríða getur aukist mjög í blóði, ef um flúor- eitrun er að ræða. Lítið er hins vegar vitað um, hver sé þéttni flú- oríða í blóði eftir töku lækninga- legra skammta og hver áhrif biluð nýrnastarfsemi hefur á blóðþéttni flúoríða. Fyrir um það bil 40 árum tóku menn eftir því, að tannáta (caries) hjá börnum var minni þar, sem flúormagn í drykkjarvatni var mikið. Vakti þetta mikla athygli, þar eð tannáta er væntanlega al- gengasti sjúkdómur í mönnum hér á landi og í öðrum löndum með svipaðar matarvenjur. Síðar hafa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun- um og víðar komist að þeirri niðurstöðu, „að æskilegt magn flú- oríða“ í drykkjarvatni sé 1 mg/ 1. Ef styrkt flúoríða í drykkjarvatni er minni en þessu nemur, skuli flúoríði því bætt í drykkjarvatnið, uns þessu marki er náð. Einungis natríumflúoríð hefur verið notað í þessu skyni. Víðast er styrkt flúoríða í drykkjarvatni minni en 0,3 mg/ 1. Hér á landi er styrkt flúoríða í drykkjarvatni oftast á bilinu 0,05—0,1 mg/ 1, en oft um það bil 0,8 mg/ 1 í hveravatni. Vitað er, að breytingar í beinum þekkjast þar, sem styrkt flúoríða í drykkjar- vatni er umfram 3 mg/ 1, og móg- ular tennur eru alltíðar í börnum þar, sem magn flúoríða í drykkj- arvatni er á bilinu 1,5—2,0 mg/ I. Vægustu breytingar af völdum flúors í glerungi tanna sjást raun- ar hjá um 10% barna þar, sem styrkt flúoríða í drykkjarvatni er á bilinu 1,0—1,2 mg/1. Verður þannig ekki annað séð en fólk með nýrnasjúkdoma eða óeðlilega mikla vatnstekju gæti verið í nokkurri hættu fyrir umtalsverð- um flúorskemmdum, enda þótt styrkt flúoríða í vatni væri ein- ungis á bilinu 1,0—1,5 mg/1. Rannsóknir benda og til, að svo sé einnig í raun. Með því að flúortekja er fyrst og fremst líkleg til þess að gagna börnum og ungmennum, hefur víða verið farin sú leið að gefa börnum og ungmennum flúor í formi taflna. Venjulega eru notað- ar Tabl. natrii fluoridi 0,55 mg, er hafa að geyma ca. 25 mg af flúor- íði. Venjulegur skammtur er á bil- inu 1—3 töflur á dag eftir aldri. Telja verður þessa leið mun væn- legri en auka flúoríði í vatn og raunar fullkomlega réttmæta, þar eð þá er verið að gefa þeim varn- andi meðferð, er tannáta herjar mest á og flúoríð gagnar mest. Reynt hefur verið að nota flúor- íð í tannkrem og er hér á landi naumast annað tannkrem á mark- aði en flúortannkrem. Við laus- lega athugun hefur komið í ljós, að notkun tannkrems hér er með ólíkindum mikil. Má þannig ætla, að umtalsvert magn flúoríða kom- ist í menn með þessum hætti. Ein- kum gæti þetta átt við ung börn. Notagildi flúortannkrems er yfir- leitt talið mun síðra en flúor- taflna. Á síðustu árum hefur verið reynt að framleiða tannkrem, er hefur enzým að geyma, er hamla vexti baktería í munnholi. Um notagildi þess konar tannkrems ríkir enn óvissa. Þess ber ævinlega að minnast, að tannáta var óþekkt á íslandi allt til loka 18. aldar, enda þótt flúormagn í drykkjarvatni hafi yf- irleitt verið svo lítið og raun ber vitni. „Æskilegt flúormagn'* í drykkjarvatni er þannig ekki for- senda tannheilbrigðis. Tannáta stendur öðru fremur í sambandi við matarvenjur, ekki síst neyslu syk- urs. Sykurneysla er óvíða eða hvergi í víðri veröld meiri en á íslandi. í plöntum finnst yfirleitt lítill flúor. Þó eru undantekningar frá þessu. Telauf inniheldur þannig mikið magn flúoríða eða 150—200 mg/ kg. Við eldgos, t.d. Heklugosið 1947, hefur orðið umtalsverð mengun vatnsbóla af völdum flúors. Meng- un þessi, er yfirleitt stendur stutt, getur þó valdið gaddi í sauðfé. Gjöf til barnaspítalans í minningu dótturbarnanna NÝLEGA færði Ásta Þorláksdóttir Barnaspítala Hringsins, Landspítal- anum, stórgjöf, kr. 50.000,00, til minningar um tvö dótturbörn, hvor- tveggja stúlkur er létust, önnur 1965, þá nýfædd, og hin 1972, þá orðin 5 ára og bar sú nafn ömmunn- ar. Ásta sagðist hafa heyrt yfir- lækni deildarinnar hafa orð á því í útvarpsviðtali að nauðsyn væri á að bæta aðstöðu foreldra sem fengju að dvelja á deildinni hjá veikum börnum sínum og vill hún að peningunum sé varið í því skyni. Ásta er 73 ára og hefur orð- ið að vinna hörðum höndum allt sitt líf, en nú er hún illa farin af gigt. Um árabil hefur hún lagt til hliðar hluta af eigin aflafé og með þeim hætti einvörðungu er sjóður- inn til orðinn. Á myndinni sést þegar yfirmað- ur Barnaspítalans, Víkingur H. Arnórsson prófessor, veitir gjöf- inni móttöku. KOMDU OG REYNSLUGAKKTU NÝJU K-BUXURNAR FRÁ KÓRONA, ÞÆR ERU FÁAN- LEGAR í FLANNEL-FLAUELS-OG TWILL VEFNAÐI. BANKASTRÆTi 7 • AÐALSTRÆTI4 „Æskilegt flúormagna í drykkjarvatni ekki forsenda tannheilbrigðis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.