Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 31 Þar með viðurkennir svartur að hafa tapað hinni fræðilegu bar- áttu, því biskupinn stendur illa á c6 þar sem riddarinn á b8 ætti að standa. Riddarinn verður því að fara til d7 í framhaldinu en þar stendur hann lakar en á c6. 10. Bb5+! byggist á því að 10. — Rc6 er ekki mögulegt vegna 11. Da4 — Hc8 (11. - Dc7, 12. Bf4!) 12. Dxa7! 11. Bd3 — Rd7, 12. 0—0 — h6. Gheorghiu þorir ekki að hróka, eftir 12. — 0—0 hefur hann líklega óttast 13. d5. En á miðborðinu stendur svarti kóngurinn enn verr. 13. lldl - I)c7, 14. d5! — exd5, 15. exd5 — Bxd5, 16. Bb5 — a6. Svarta staðan var þegar hart- nær töpuð. 16. — Bc6 mátti svara með 17. Bf4! - Db7, 18. Bxc6 - Bxc6, 19. Hel — Df6, 20. De4 og svartur er í hroðalegri klemmu. Nú vonaðist Gheorghiu eftir 17. Bxd7+ — Dxd7, 18. c4 — be4! og svartur er sloppinn fyrir horn. 17. Bf4! — Dxf4, 18. Bxd7+ - Kxd7, 19. Hxd5+ — Kc7. Úrslitin eru ráðin. Svarti kóng- urinn á ekkert skjól. 20. Hel — Bd6, 21. Hf5! — Dc4, 22. He4 — Db5, 23. Hxf7+ — Kb8, 24. He6 — Hd8, 25. c4 — Dc6, 26. Re5 — Dc8, 27. Dbl 27. De4 hefði gert sama gagn, en það skipti ekki máli, því að nú lagði Gheorghiu niður vopn. Útför Hallgríms Þórhallssonar gerð frá Reykja- hlíðarkirkju Mývalnssveit, 27. septemh<‘r. ÚTFÖR Hallgríms Þórhallssonar, Vogum, var gerð frá Reykjahlíðar- kirkju síðastliðinn laugardag að við- stöddu miklu fjölmenni. Séra Björn Jónsson, sóknarprestur á Húsavík, flutti útfararræðu og jarðsöng, í for- föllum séra Arnars Friðrikssonar. Kirkjukórinn söng, organisti var Jón Árni Sigfússon. Sigríður Einarsdóttir lék á fiðlu. Þorgrimur Starri flutti kvcðjuorð. Hallgrímur Þórhallsson var fæddur í Vogum 28. apríl 1914. Foreldrar hans voru Þuríður Ein- arsdóttir og Þórhallur Hall- grímsson. Þau bjuggu á Vi hluta Voga alla sína búskapartíð. Hall- grímur fór snemma að hjálpa til við bústörfin og tók að sér forustu við búreksturinn að föður sínum látnum, 1941, og hafði síðan það hlutverk með höndum til dauða- dags. Mjög bætti hann jörð sína, hvað ræktun og húsakost snerti, í samvinnu við bræður sína. Hallgrímur stundaði nám í Laugaskóla og víðar frá 1930—1935. Hann iðkaði íþróttir á yngri árum, bæði knattspyrnu og glímu. Mjög lét hann margs konar félagsstörf til sín taka og var þar virkur félagi. Árið 1958 kvæntist hann Önnu Vilfríði Skarphéðins- dóttur frá Akureyri. Þau eignuð- ust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Hallgrímur andaðist á sjúkrahús- inu á Húsavík 18. september eftir stutta legu þar. Fréttaritari ^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 Helga Guðmundsdóttir, formaður Bandalags kvenna, (.uðríður Elíasdóttir, form. verkakvennafélagsins Framtíðar- innar, og Lára Jónsdóttir, ritari BK. í.jósm, Mbi. koe. Austurbæjar- bíó sýnir Moröin í lestinni AUSTURBÆJARBÍÓ frumsýn ir í dag kvikmyndina „Morðin i lestinni", sem á frummálinu heitir „Terror Train“ og er handarísk hryllingsniynd, „ein sú harðsoðnasta, sem hér hefur sést“ eins og segir í kynningu kvikmyndahússins. Myndin er framleidd af Harold Greenberg og Sandy Howard og er undir leik- stjórn Rogers Spottiswoode. Handrit er eftir T.Y. Drake. Helztu aðalhlutverk leika Ben Johnson, Jamie Lee Curt- is, Hart Bochner og David Copperfield. Sölusýning í Hafnarfirði SUNNUDAGINN 26. septem- ber opnaði Bandalag kvenna í Hafnarfirði sölusýningu á listmunum og fleiru í Iþrótta- húsinu við Strandgötu til styrktar elliheimilunum í Hafnarfirði, í tilefni af ári aldraðra. Sýningin mun standa í eina viku, frá 26. september til 3. október, og verður opin frá kl. 15 til 22 um helgar, en kl. 20 til 22 virka daga. Um helgar verða kaffiveitingar á boðstól- um. Afhenti Koivisto trúnaðarbréf BENEDIKT Gröndal, sendiherra, afhenti í Helsinki í dag Mauno Koivisto, forseta Finnlands, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Is- lands í Finnlandi með aðsetur í Stokkhólmi. Kynnum nýjar eldhús- og baðinnréttingar í sýn- ingarsal okkar í Sundaborg. Þá kynnum viö einnig úrval fataskápa og minnum jafnframt á mesta úrval landsins af parketi. ínnréttingaval Sundaborg, sími 84383.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.