Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 41 fclk í fréttum Ali ætlar ekki aftur í hringinn + Múhameð Ali, sá frægi boxari og orðhákur, sagði nýlega, að hann gæti fullvissað alla um það, að hann færi aldrei framar í hringinn, þrátt fyrir orðróm um hið gagnstæða. „Eftir útreiðina, sem ég fékk hjá Larry Holmes, er það útilokað. Eg er of gamall og þreyttur. Ég hef í rauninni aldrei haft ánægju af boxi. Mér finnst það grimmileg og miskunnarlaus íþrótt. Astæðan fyrir því að ég gerðist boxari, var sú, að ég vildi vera mínu fólki hvatning til að rífa sig upp úr ræsinu og öðlast stolt. Mér tókst það, en nú vil ég hins vegar einbeita mér að því, að breiða út boðskap Islam." Travolta og Stallone vinna að nýrri mynd + Kvikmyndaleikarinn John Travolta vonast nú til að ná fyrri hylli með hjálp frá Rocky-stjörnunni Sylvester Stallone, sem er að semja fyrir hann handrit. Þessi nýja mynd mun bera nafnið „Stayin’ Alive" og mun Sylvester einnig vera leikstjóri, en ekki er ljóst hvort takast mun að fá Bee Gees til að sjá um tónlistina í myndinni, eins og ráð hafði verið fyrir gert, þar sem þeir hafa nú tilkynnt að þeir séu farnir í eins og hálfs árs starfshlé. COSPER — Þegar hann byrjar að ganga hlýtur hann að vekja athygli. Leikkonan Evelyne Bouix. Ný mynd um Edith Piaf + Frakkar eru nú að gera enn eina mynd um söngkonuna smáu en miklu, Edith Piaf. Spörfuglinn, eins og hún var kölluð hefur sig til flugs að nýju þegar leikkonan Evelyne Bouix mun leika aðalhlut- verkið í nýrri mynd um hina stórkostlegu Edith Piaf. Að þessu sinni verður fjallað um ástarævintýri hennar og heimsmeistarans í hnefaleik- um, Marcel Cerdan. Hann var eini eiginmaður söngkonunnar heimsfrægu. DANSSKÓLI Siguröar Hákonarsonar BÖRN-UNGLINGAR-FULLORÐNIR Kenndir alliralmennirdansarog margt fleira. KENNSLUSTAÐIR ERU Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 _ Þróttheimar v/Sæviöarsund Félagsheimili Víkings, Hæðargarði Sérstakir tímar verða fyrir hópa, klúbba eða félög, ef óskað er. Barnatímar m.a. á laugardögum eins og verið hefur. Stígið gæfuspor, því dans er skemmtileg tilbreyt ing fyrir alla, skemmtilegri en þú heldur. Lærið hjá þeim sem reynslu og þekkingu hefur. Hressilegt og óþvingað andrúmsloft. Innritun og upplýsingar daglega kl. 10.00 - 19.00 í síma 46776 og 41557. Sigurður Hákonarsson 15 ára kennslureynsla 50.493 mfn. löng dagskrá eöa — ef þú heldur vilt — 10 ára birgöir af laugardagsmyndum. Yfir 500 titlar. Fyrir VHS, BETA og 2000. Opiö frá kl.12.00-21.00 virka daga. 12.00 —18.00 laugardaga. Lokaö á sunnudögum. JJJ VIDEOMIÐSTÖÐIN Laugavegi 27 — Sími 14415.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.