Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
45
\ftk?AKANDI
Starri skrifar.
„Nokkurskonar flúoræði hefir
gripið um sig á íslandi. Einhvers
konar þing var haldið á dögunum
og ágæti flúors í drykkjarvatni
margrómað af þar til völdum
mönnum. Þeir sem voru á öðru
máli voru ekki tíundaðir í fjöl-
miðlunum.
Það er talað um að setja flúor í
drykkjarvatn okkar íslendinga, til
þess að koma í veg fyrir tann-
skemmdir barna. Ég hefi nú ekki
oft séð börn drekka blávatn, það
gera þeir fullorðnu frekar, en þar
sem ég er einn af þeim, harðneita
ég að láta einhverja sértrúarmenn
blanda flúor í drykkjarvatn mitt.
Mér væri nær að halda að réttara
Abyrgðarhluti að blanda
flúor í drykkjarvatnið
SIMI 27015 KL. 2—7
Síöasta innritunarvika. Enn eru nokkur pláss laus.
Innritun í skólanum, Stórholti 16, daglega kl. 2—7
síödegis, sími 27015.
Upplýsingar á öörum tímum í síma 85752.
Dodge 400 —1982
Til sölu, geysifallegur og velmeöfarinn DODGE 400,
2 dyra lúxusfólksbíll.
Framhjóladrifinn, meö sjálfskiptingu, vökvastýri, afl-
hemlum, lituöum glerjum, pluss sætum, rafm. læs-
ingum, rafm. opnanlegar rúöur og skottlok. Ekinn
11000 km, litur Mahogany brúnn metalic, Ijósbrúnt
vinilbak. Teppalagöur í hólf og gólf. Dekk 14 tommu,
vetrardekk fylgja, Pioneer stereo útvarp og segul-
band, powermagnari og fjórir hátalarar. Verö
355.000 kr.
Skipti koma til greina á góöum Range Rover.
Bifreiöin er til sýnis aö Ármúla 23, BRIMBORG hf.,
sími 85870.
væri að blanda flúor í kókið eða
aðra gosdrykki; þá drekka börnin;
en lofa okkur hinum að hafa okkar
ágæta vatn ómengað. Það er
ábyrgðarhluti að taka sér fyrir
hendur að blanda flúor í allt
drykkjarvatn vegna þess að um
ágæti þess eru menn allsendis
ósammála. Sumir telja að það geti
haft skaðleg áhrif og finnst mér
það vera óðs manns æði að fara að
byrla þeim þetta eitur. Ætli það sé
ekki rétt, að aðaluppistaðan í
rottueitri sé flúor? Það hefi ég les-
ið í grein eftir sérfróðan mann,
sem fyrir skömmu varaði við
þessu eitri í vatn almennings.
Þeir, sem vilja flúor í vatn sitt,
ættu án allra afskipta að fá að
blanda því í glös sín, en við sem
viljum það alls ekki, ættum að fá
að drekka okkar ágæta vatn í
friði.
Hvernig væri að athuga sæigæt-
isát barna og unglinga hér á ís-
landi. Skyldi það hafa einhver
áhrif á tannskemmdir? Það skyldi
Oáheyrilegt
stagl
„Hr. Velvakandi!
Má ég biðja veðurfræð-
ingana Trausta og Guðmund
að athuga að á eftir tilvísun-
arfornafninu SEM á ekki að
fylgja að. Þetta semað eða
sema-stagl er ósköp óáheyri-
legt, enda alrangt.
Veðurfræðingarnir eru
vissulega ekki einir um þessa
málvillu. Nokkrir útvarps-
menn, t.d. Helgi í Ameríku og
parið á Vettvangi, bera sér
þetta í munn. Það væri
óskandi að allt þetta fólk tæki
sig nú á og losaði sig við þetta
vaðals-að, sem (takið eftir:
ekki sem að) er með öllu
óþarft."
þó ekki vera? Væri ekki réttara að
stemma stigu við öllu því ofáti og
sjá svo til. Hvað skyldu vera seld
mörg hundruð tonn af sælgæti,
sem nú er fraið að flytja inn í
stórum stíl, hér á Islandi? Hvað
skyldu íslendingar éta mikið af
sykri miðað við t.d. íra?
Ég vona að almenningur í land-
inu rísi upp gegn þessu flúoræði
Anna Aóalsteinsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Hvenær kemur platan með
föngunum út. Ég er að hugsa um
að senda vinafólki mínu í útlönd-
um hana í jólagjöf, en ég veit ekki
hvenær platan kemur í verslanir.
Afgreiðslufólkið í plötubúðunum
vissi ekki hvenær platan kæmi eða
og komi í veg fyrir að einhverjir
sértrúarmenn komist upp með að
blanda eitri í drykkjarvatnið
okkar. Það gæti þá komið næst að
annar sértrúarhópur vildi blanda
loftið sem við öndum að okkur,
með einhverju efni sem þeir hefðu
trú á að kæmi í veg fyrir þá
ástæðu að neyta tóbaks. Hvað
myndu menn þá segja?“
hvert ætti að snúa sér til að fá
upplýsingar um það. Þess vegna
leita ég til þín, Velvakandi góður.
Vonandi kemur platan áður en
síðasti skipapóstur fer fyrir jólin
því annars verð ég að velja aðra
gjöf.
Með þökk fyrir allt gamalt og
gott.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hluti varaliðsins var kallað út.
Rétt væri: Hluti varaliðsins var kallaður út.
(Ath.: Hluti var kallaður.)
Á ekki við verd hjá
Nýja dansskólanum
Níels Einarsson hjá Nýja
dansskólanum hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Vegna fyrirspurnar
„Hrafnhildar" — „Hvernig
stendur á þessu?", sem birtist
í dálkunum hjá þér á sunnu-
dag, langar mig að gera eftir-
farandi athugasemd: Það verð
sem gefið er upp í fyrirspurn-
inni er ekki frá Nýja dans-
skólanum. Við erum með
Þessir hringdu . .
lægstu skólagjöldin þrátt
fyrir takmarkaðan nemenda-
fjölda í hverjum danstíma.
Hvenær kemur plat
an í verslanir?
FRÆÐSLUFUNDUR
Hagsveifluspár
Stjórnunarfélag íslands og Félag íslenskra iónrekenda
boóa til fræðslufundar um helstu leióir og aöferöir viö
hagsveifluspár í fyrirtækjum (konjukturvarsling i virk-
somheder).
Eftirfarandi verður tekiö fyrir á fundinum:
— Notkun hagsveifluspáa í áætiun fyrirtækja.
— Úrvinnsla hagtalna.
— Aðferöir við hagsveifluspár.
— Tengsl þjóöhagstæröa og rekstrarstæröa.
— Raunhæft dæmi — Danfoss
Flytjandi veröur Verner Puggaard, en hann er einn af sér-
fræöingum danskra iönrekenda um þetta efni, og er kynn-
ing þessi stytt útgáfa af þriggja daga námskeiöi um sama
efni.
Staöur: Hótel Esja, 2. hæö.
Tími: Fimmtudagur 7. október, kl. 10—12 f.h.
Ath. breyttan staó og tíma.
Kaffiveitingar.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands
í síma 82930.
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS
SIÐUMULA 23 SÍMI 82930
Félag íslenskra iðnrekenda