Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
Dagatal
n i »i i'-' x
fjfeib
* ALLTAF A ÞRIÐJUDOGUM
ÍÞRÓTIA
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
Alltaf á fóstudögum
ALLTAFA LAUGARDÖGUM
ALLTAF Á SUNNUDÖGUM
SMRA
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON
Fólk flýr skothríd í Vestur-Beirút,
þar sem íbúarnir eru aóallega Mú-
hameðstrúarmenn. Sýrlenzkur
skriðdreki í bakgrunninum.
orta í Norður-Líbanon og var
forseti landsins 1970 til 1976.
Það var hann sem bað sýrlenzka
herinn að sækja inn í Líbanon til
þess að binda endi á borgara-
stríðið 1976. Hann var í banda-
lagi með Gemayel-feðgum og
Chamoun þegar á stríðinu stóð.
Smátt og smátt liðaðist banda-
lagið í sundur, þar sem nærvera
Sýrlendinga olli bandamönnum
Franjieh vonbrigðum, og að lok-
um tóku Gemayel-feðgar og
Kristnir menn
deila í Líbanon
MORÐIÐ á Bashir Gemayel og fjöldamorðin á Palestínumönnum t
flóttamannabúðunum Sabra og Chatilla í Beirút hafa beint athyglinni að
hinum miklu stjórnmálaværingum og ættardeilum, sem hafa sundrað
kristnum mönnum í Líbanon síðan landið hlaut sjálfstæði 1943, þótt þeir
hafi verið ráðandi afl í landinu á þessu tímabili og séu það enn.
Gmayel átti marga óvini.
Vopnaðir flokkar hans hafa
gengið milli bols og höfuðs á Mú-
hameðstrúarmönnum, Drúsum
og Palestínumönnum og átt í
blóðugum deilum við aðra
kristna Maroníta. Gemayel
reyndi að sættast við Múham-
eðstrúarmenn eftir að hann var
kosinn forseti, en iítil sannfær-
ing virtist búa að baki og senni-
lega munu ekki margir lands-
menn syrgja hann, aðrir en
falangistar.
Tveir kunnir leiðtogar krist-
inna manna og fyrrverandi for-
setar, Camille Chamoun og Sul-
eiman Franjieh, voru ofarlega á
óvinalista Gemayels. Vopnaðir
falangistar myrtu son, tengda-
dóttur og barnabarn Franjieh
fyrir fjórum árum og Franjieh
strengdi þess heit opinberlega að
myrða Gemayel. Smurð lík
þeirra hafa ekki verið grafin, en
það á að tákna að þeirra hafi
ekki verið hefnt.
Saga Líbanon er blóði drifin.
Frá því fyrir 1000 f. Kr. hefur
landið verið hersetið af Egypt-
um, Babýlóníumönnum, Forn-
Grikkjum, Rómverjum, Býzans-
mönnum, Tyrkjum og Frökkum,
sem veittu landinu sjálfstæði að
lokum. Þar við hafa bætzt blóð-
ugar innbyrðis deilur trúflokka,
fjölskyldna, ættflokka og stjórn-
málahópa. Þessar deilur steyptu
landinu út í borgarastyrjöldina
1975-76 og á undanförnum sjö ár-
um hafa þúsundir kristinna
manna og Múhameðstrúar-
manna verið myrtir, þar á meðal
um 500, sem biðu bana í umsátri
falangista um flóttamannabúð-
irnar í Tal Zaatar í júní 1976.
Flóttamenn sökuðu falangista
um að hafa framið ódæðisverk
meðan á umsátrinu stóð.
Kristnir Líbanir eru jafnan
taldir hægrisinnaðir og skýring-
in er sú að þeir hafa eindregið
staðið gegn pólitískum breyting-
um í landinu. Samkvæmt þjóðar-
sáttmála, sem var gerður þegar
landið hlaut sjálfstæði, verður
forsetinn að vera kristinn Mar-
oníti og hlutfallið milli kristinna
og múhameðskra þingmanna
verður að vera sex á móti fimm.
í krafti forréttinda sinna hafa
þeir haft tögl og hagldir í öllum
stjórnarstofnunum.
Maronítar eru fjölmennasti
söfnuður kristinna manna í Lí-
banon og draga nafn sitt af sýr-
lenzkum munki, Marun að nafni,
sem bjó í fjöllum Líbanon eins
og Maronítar og lézt 410 e. Kr.
Kirkja Maroníta hefur verið í
beinu sambandi við rómversk-
kaþólsku kirkjuna síðan 1736.
Flestir telja að Maronítum hafi
fækkað á síðustu 40 árum og Mú-
hameðstrúarmönnum fjölgað, en
| þar sem ekkért manntal hefur
verið tekið í hálfa öld vita menn
það ekki fyrir víst. Samkvæmt
manntalinu voru kristnir menn
51% íbúanna, en 10 ólíkir trú-
flokkar eru í Líbanon.
Faðir Gemayel-bræðranna,
Bashirs og Amins sem var kjör-
inn forseti í hans stað, Pierre
Gemayel (sem er 77 ára að
aldri), stofnaði falangistaflokk-
inn 1936 þegar hann hafði verið í
heimsókn í Þýzkalandi Hitlers.
Flokkurinn var upphaflega
æskulýðshreyfing, en er nú fjöl-
mennasta herdeild kristinna
manna, hefur 8,000 menn undir
vopnum og nýtur víðtæks hern-
aðarstuðnings ísraelsmanna.
Falangistar segjast geta kallað
út 25,000 manna her á stríðstím-
um. Falangistar ráða lögum og
lofum í Líbanonsfylkingunni
svokölluðu, sem er samsteypa
Maroníta-leiðtoga, þeirra á með-
al Camille Chamouns fv. forseta.
Vopnaðir flokkar Bashir Gemay-
els lömuðu liðsafla Chamouns
1979, í hinni óvæntu árás þegar
sonur Franjieh, kona hans og
barn voru myrt, auk 29 iífvarða.
Chamoun er 82 ára gamall,
hefur átt sæti á þingi síðan 1939
og var forseti 1952-1958, þegar
hann bað um aðstoð bandarískra
landgönguliða til að bæla niður
uppreisn Múhameðstrúarmanna.
Vopnaðar borgarasveitir Cham-
ouns, „Tígrisdýrin" (skírð eftir
föður hans Nimr, sem merkir
tígrisdýr), voru skipaðar 2-3,000
mönnum í borgarastríðinu og
veittu bandalagi vinstrisinnaðra
Múhameðstrúarmanna og Pal-
estínumanna einhverja hörðustu
andspyrnuna, sem þeir mættu.
Sú ákvörðun Chamouns að draga
framboð sitt til baka í forseta-
kosningunni á dögunum, afstýrði
að margra dómi klofningi í röð-
um Maroníta á erfiðleikatímum í
sögu Líbanons.
Franjieh er frá bænum Zagh-
Chamoun upp baráttu gegn Sýr-
lendingum. Bandalagið leystist
endanlega upp eftir morðið á
syni Franjiehs. Hann er leiðtogi
vopnaðrar borgarasveitar, sem
kallast „Risarnir" og talið er að
sé skipuð 3-5,000 mönnum.
Saad Haddad majór, sem er
kaþólskur, einangraðist frá
bandamönnum sínum í Norður-
Líbanon í borgarastríðinu og
gekk í bandalag með ísraels-
mönnum gegn Palestínu-
mönnum. Árið 1979 lýsti hann
því yfir að 10 km breið og 100 km
löng landræma, sem hann réð
yfir hjá ísraelsku landamærun-
um, væri „Frjálst Líbanon."
Stjórnin í Beirút sakaði hann
um landráð. Amin Gemayel,
hinn nýkjörni forseti, þarf nú að
taka afstöðu til þess hvort leiða
skuli Haddad fyrir rétt. Haddad
er einnig hlynntur því að frið-
arsamningur verði gerður við
Israelsmenn, en Gemayel-feðgar
og Chamoun telja að ef samið
verði við Israelsmenn áður en
hernámi þeirra lýkur muni
klofningur Múhameðstrúar-
manna og kristinna manna
aukast og Líbanon einangrast
frá Arabaheiminum.
Enginn veit hver myrti
Gemayel, en ýmislegt bendir til
þess að aðeins kristnir Maronít-
ar hafi getað komið fyrir
sprengjuefni því sem olli spreng-
ingunni í aðalstöðvum falangista
í Ashrafieh, úthverfi Austur-
Beirút. Enginn staður í allri
Beirút hafði verið eins vel varinn
áður en árásin var gerð, hvergi
hafði verið eins öflugur vörður.
Tvisvar sinnum áður hafði verið
reynt að ráða Gemayel af dög-
um, í bæði skiptin með bíla-
sprengjum. Önnur sprengjan
varð kornungri dóttur hans að
bana.
Tilræðismaðurinn kann að
hafa verið stuðningramaður
Franjieh. Hins vega* er talið
vafasamt að hann hefði getað
komizt gegnum öryggisnet fal-
angista án aðstoðar einhvers,
sem þekkti vel til í aðalstöðvun-
um. Falangistaflokkur Gemayels
hefur kennt Haddad majór um
tilræðið, en hann hefur vísað
ásökuninni á bug. ísraelsmenn
hafa aftur á móti skellt skuld-
inni á falangista sjálfa. í hreyf-
ingu falangista er að finna
menn, sem hafa verið miklu
hlynntari ísraelsmönnum en
Gemayel-bræður. Verið getur að
einhverjar innbyrðis deilur hafi
komið upp.