Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö.
Óheillaþróunin
heldur áfram
Þrátt fyrir margítrekaöar yfirlýsingar ráðherra um að
meö bráðabirgðalögunum nú í ágúst hafi orðið þátta-
skil í efnahagslífi þjóðarinnar, blasir við öllum að óheilla-
þróunin heldur áfram. Ráðherrarnir vilja ekki fallast á þá
skýringu, að vandinn sé að verulegu leyti af mannavöld-
um. A meðan það viðhorf ríkir við landstjórnina er ekki
von að úr rætist. Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri,
nefndi hér í blaðinu á sunnudag þrjár höfuðástæður fyrir
því, að ekki sé tilefni til bjartsýni vegna afkomu íslenska
þjóðarbúsins og tók þar mið af umræðum á ársfundi
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Toronto á dögunum. Jóhannes
sagði:
„I fyrsta lagi er ljóst, að enn er mjög tvísýnt um það
hve fljótt megi vænta efnahagslegs afturbata er nægi til
þess að létta Islendingum róðurinn. Horfurnar eru sér-
staklega alvarlegar þegar hugað er að því að koma á fót
ýmsum nýjum iðngreinum til að auka útflutning, einkum
að því er varðar orkufrekan iðnað.
í öðru lagi bendir flest til þess að bilið milli íslands og
annarra landa sé að aukast bæði þegar litið er til verð-
bólgu og viðskiptajafnaðar. Flest hin þróuðu ríki í kring-
um okkur hafa verið að ná dýrkeyptum árangri í þessum
efnum. Hins vegar horfum við íslendingar nú; meðal ann-
ars vegna sérstakra aðstæðna, bæði fram á vaxandi verð-
bólgu og meiri viðskiptahalla en áður.
I þriðja lagi felst í þróuninni á erlendum lánamörkuð-
um alvarleg áminnig til íslendinga um að draga úr er-
lendri skuldasöfnun og bæta stöðu sína út á við, svo að
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar verði ekki stefnt í
alvarlega hættu.“
Séu þessi áminningarorð seðlabankastjórans borin
saman við þróunina í efnahagsmálum þjóðarinnar þau ár
síðan 1978 sem vinstri stjórnir hafa setið við vöfd, kemur
í Ijós, að það er alls ekki einungis vegna ytri aðstæðna að
svo er komið sem raun ber vitni. 4 ára seta Hjörleifs
Guttormssonar á stóli iðnaðarráðherra hefur valdið
stöðnun á sviði orkufreks iðnaðar. Ríkisstjórnin ætlaði
sjálf að sjá til þess, að í ár yrði verðbólga hér svipuð og í
nágrannalöndunum. Undir þessu yfirskyni hafa allar
verðlagsforsendur í landinu verið skertar svo illilega, að
stjórnvöld hafa jafnvel fyrirskipað vel reknum opinberum
fyrirtækjum að fjármagna rekstur sinn með erlendum
lánum. Söfnun erlendra skulda á rétt á sér, ef leitað er
eftir fjármagni er skilar arði og útflutningstekjum. Á 4
ára ferli vinstri stjórna síðan 1978 hefur erlenda skulda-
byrðin verið þyngd án þess að hugað sé að gjaldeyris-
sparnaði, arðsemi eða útflutningstekjum. Með þessum
hætti hefur efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar verið
stefnt í voða. Undanlátssemi staðfestulausra stjórnmála-
manna er meginorsökin fyrir óskynsamlegum lántökum í
útlöndum. Hver trúir því, að sú ríkisstjórn sem nú situr
muni allt í einu nokkrum mánuðum fyrir kosningar sýna
staðfestu og draga úr erlendri skuldasöfnun? Með þessa
ríkisstjórn við völd mun óheillaþróunin markvisst halda
áfram, því að stjórnin sjálf er að verulegu leyti undirrót
vandans.
Betlilýðveldið
Orðhagir innlendir menn og ómyrkir í máli hafa nefnt
ísland betlilýðveldið, þegar þeir fjalla um stjórn
efnahagsmálanna. Eftir málsmeðferð þeirrar ríkisstjórn-
ar sem nú situr og afleiðingar þess að þar hafa ráðherrar
lotið neitunarvaldi Alþýðubandalagsins í flugstöðvarmál-
inu, kann þetta ógeðfellda heiti, betlilýðveldið, að verða
notað um landið víðar en marga grunar. Og spyrja má:
Hefði ekki verið meiri sæmd í því að sprengja stjórnina á
þessu máli áður en beiningastafurinn var tekinn fram,
heldur en gera það nú í tötrum?
Grindavík:
Ný sóknarkirkja vígð
Síðastliðinn sunnudag vígði biskup
Islands, herra Pétur Sigurgeirsson,
nýja sóknarkirkju Grindvíkinga að
viðstöddu miklu fjölmenni. Leysir
hún af hólmi eldri kirkju er vígð var
sama dag fyrir 73 árum.
Nýja kirkjan tekur 240 manns í
sæti og allt af 150 í viðbót geta setið
í sóknarheimilinu, sem er sambyggt
kirkjunni og er hægt að opna á millí
inn í kirkjuskipið. Þrátt fyrir það
gátu ekki allir fengið sæti, slíkur var
áhugi bæjarbúa fyrir athöfninni.
Fyrsta skóflustungan var tekin
þann 5. nóvember 1972, þannig að
byggingin hefur tekið tæp 10 ár.
Ragnar Emilsson arkitekt teiknaði
bygginguna og hefur farist það vel úr
hendi, því hún er öll hin smekkleg-
asta. Margir eigulegir munir hafa
verið gefnir kirkjunni og er þar fyrst
að minnast á altaristöfluna, en hún
er eftirmynd töflunnar úr gömlu
kirkjunni, er hún eftir Ásgrím Jóns-
son listmálara og heitir: Jesús stillir
sjó og vind. Altaristaflan er 18m2 og
útfærð í mósaík af þýsku fyrirtæki. I
henni eru u.þ.b. 400.000 steinar í 500
litum. Fiskvinnslufyrirtæki í
Grindavík gefa töfluna. Lionsmenn
hafa gefið þrjár kirkjuklukkur og
Kiwanisklúbbur Grindavíkur gaf
fullkomið hátalarakerfi. Kostnaður-
inn við bygginguna var u.þ.b. 2.720
þús. kr. og var að mestu greiddur
með gjafafé hinna ýmsu félagasam-
taka og áheitum. Einnig greiddi
bæjarsjóður Grindavíkur verulegan
hluta.
Að vígslu lokinni þáðu kirkjugestir
veitingar í Félagsheimilinu Festi.
Sóknarprestur í Grindavík er sr.
Jón Árni Sigurðsson, organisti og
formaður sóknarnefndar Svavar
Árnason, form. byggingarnefndar
Óiafur Sigurðsson og yfirsmiður var
Guðmundur ívarsson.
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, heilsar kirkjugestum.
Ljósm.: Einar Falur
/•.>
Hin nýja Grindavíkurkirkja á vígsluda
Sex börn voru skírð við kirkjuvígsluna
Stóðréttarstemmning í Sk
Það var mikið um að vera hjá skag-
firskum stóðbændum á sunnudag þeg-
ar réttað var á tveim stöðum í Skarða-
rétt og Staðarrétt. Byrjað var að draga
upp úr hádegi í Skarðarétt en í Stað-
arrétt var byrjað um þrjú leytið. Margt
var um manninn í báðum réttunum og
voru sumir langt að komnir.
í Skarðarétt, sem einnig gengur
undir nafninu Gönguskarðarétt eða
Tungurétt í Gönguskörðum, voru
hátt í sjö hundruð fullorðin hross
eða hátt í þúsund með ungviði. Að
loknum drætti var framkvæmd
nákvæm talning að beiðni ólafs
Dýrmundssonar landnýtingarráðu-
nauts, en hann hafði hálfum mán-
uði áður farið um afréttinn og talið
að um ofbeit væri að ræða. í samtali
við Ólaf kom fram að ekki væri
ákveðið hvaða ráðstafanir yrðu
gerðar en ekki væri ósennilegt að
hrossum yrði fækkað verulega á af-
réttinum í náinni framtíð. Réttar-
stjórinn, Úlfar Sveinsson, Ingveld-
arstöðum, kvaðst vera sammála
Ólafi um það að of margt væri á
afréttinum og nýtingu bæri að haga
í samræmi við það sem landið þyldi.
Sagði hann einnig að fé væri farið
að tolla illa á afréttinum og leitaði
niður á miðju sumri.
I Staðarrétt voru rúmlega þúsund
hross að ungviði meðtöldu að sögn
réttarstjórans, Sveins Steinssonar,
Geitagerði. Aðspurður kvað hann
mjög líklegt að Staðarafréttur væri
ofbeittur og nefndi í því sambandi
að fé leitaði niður í byggð seinnipart
sumars.
Eins og venja er til í stóðréttum
var mikil stemmning í báðum rétt-
um. Allir sem vettlingi gátu valdið
tóku þátt í áflogunum sem fylgir
þegar stóðið var dregið í dilka og
nokkrir ofurhugar sýndu þá dirfsku
að fara á bak ungum og villtum fol-
unum. Þeir sem eldri eru og ráðsett-
ari stóðu álengdar með stafprik í
hendi og stjórnuðu drættinum. Kon-
Ungu piltarnir fljúgast hér á við einn fola, sem ekki vill una frelsisskerðingunni,
en Leifur í Keldudal, sem er bæði reyndur og ráðsettur, hefur vit á að halda sig
í hæfilegri fjarlægð frá hættunni.