Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 28. SEPTEMBER 1982 Námskeið Félagsmálastofnun Kópavogs gengst fyrir námskeiöi í meðhöndlun iönaðarvéla, í samvinnu við Trefja- deild Iðntæknistofnunar íslands. Hér er um að ræða grunnþjálfun. Farið verður yfir grundvallaratriöi í saumaskap og meðferð véla. Þetta námskeið verður sérstaklega ætlaö fólki meö skerta starfsorku. Fjöldi þátttakanda er takmarkaöur. Leiðbeinendur á námskeiðinu veröa Sigrún Jóhann- esdóttir og Martha Ó. Jensdóttir. Nánari upplýsingar veitir Hrafn Sæmundsson, Fé- lagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12 — sími 46863. Félagsmálastofnun Kópavogs Tölvunámskeið Byrjendanámskeið Námskeiðin standa yfir í 2 vikur. Kennt er 2 stundir á dag virka daga, kl. 17.30—19.30 eöa 20.00—22.00. Viö kennsluna eru notaðar míkrótölvur af algengustu gerö. Námsefnið er allt á íslensku og ætlaö byrjend- um sem ekki hafa komiö nálægt tölvum áöur. Á námskeiðunum er kennt m.a.: Grundvallaratriöi forritunarmálsins BASIC. Fjallað er um uppbyggingu, notkunarsviö og eiginleika hinna ýmsu geröa tölva. Kynning á tölvukerfum, hugbúnaði og vélbúnaöi, sem notuð eru við rekstur fyrirtækja. TÖLVUSKÚLINN Sldpholti 1. Simi 254 00 FARANDKIRKJUR eftir Hermann Þorsteinsson Ymsir kirkjunnar menn hér heima hafa haft af því spurnir, hvernig Danir hafa í yfir 90 ár með heildarstjórnun skipulagt nauðsynlegar kirkjubyggingar á höfuðborgarsvæði sínu og víðar. Þeir stofnuðu fyrir þetta viðfangs- efni það sem þeir nefna Kirke- fondet. Framkvæmdastjóri Kirke- fondet, sr. Erik Normann Svensen, var hér á ferðinni í þessum mán- uði sem þátttakandi í kirkjulegri, norrænni fjölmiðlaráðstefnu að Ikíngumýri. Hann hafði löngun til að sjá og fræðast um kirkjubygg- ingar hér á höfuðborgarsvæðinu og fékk hann þann, er þetta ritar, til að fara með sér í hringferð á alla kirkjustaði prófastsdæmisins. Þetta reyndist fróðleg ferð á björtum, fögrum sumardegi. Það, sem skoðað var, bar miklu fram- taki og fórnfýsi vitni, en vöntunin á heildarstjórnun á skipulagi þessara mála var einnig mjög svo augljós. Til ársins 1940 var gamla Dómkirkjan eina kirkjuhús þjóð- kirkjumanna í Reykjavík og söfn- uðurinn var einn. Með lögum, sem Alþingi samþykkti 1940, var Reykjavíkursöfnuði skipt í 4 söfn- uði: Dómkirkju-, Hallgríms-, Laugarnes-, og Nessöfnuð. Alþingi ákvað, að Dómkirkjusöfnuði skyldi án endurgjalds afhent hin gamla Dómkirkja, en hinum söfn- uðunum var gert að sjá sér fyrir kirkjuhúsum og fengu þeir til þess Hermann Þorsteinsson af ríkisfé samtals 300 þús. sem greiðast skyldu á 35 árum. Af þessari upphæð átti Hallgríms- söfnuður að fá stærstan hluta, því að honum var ætlað að byggja hina stóru Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, sem verið hafði á dagskrá hjá Reykjavíkursöfnuði í allmörg ár. Höfuðborgarsvæðið var gert að sérstöku prófasts- dæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi, en innan þess eru nú Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavogur. I þessu prófastsdæmi eru nú 16 prestaköll og 19 sóknarprestar starfandi á vegum þjóðkirkjunnar auk presta í sérþjónustu. Þeir, sem hafa verið að verki í þjóð- kirkjunni á höfuðborgarsvæðinu og fylgst hafa með hinni öru þjóð- félagsþróun, hafa haft af því vax- andi áhyggjur, hve seint og þung- lega kirkjunni hefur gengið að skapa sér viðunandi starfsaðstöðu. í prófastsdæminu eru nú 7 kirkjur í smíðum og 2 í undirbún- ingi, auk þess sem einn söfnuður- inn er að byggja safnaðarheimili við sína litlu sóknarkirkju. Sum kirkjuhúsin hafa verið áratugi í smíðum vegna vöntunar á nauð- synlegum fjármunum og vegna skipulagsleysis og skorts á eðli- legri samvinnu kirkjunnar manna. Greinilegt er, að stjórnvöld hafa lengst af verið skilningstreg á þarfir kirkjunnar fyrir eðlilega fjármuni fyrir hina umfangsmiklu starfsemi og þjónustu hennar. Kirkjunnar menn hafa ekki reynst eins aðgangsharðir um fjármuni við stjórnvöld og talsmenn ann- arra stofnana, og e.t.v. hefur djörfung þeirra og festa kirkjunn- ar vegna ekki verið sem skyldi. Og hæfni til heildarskipulagningar á notkun þeirra fjármuna, sem fyrir hendi hafa verið á hverjum tíma, hefur greinilega verið ábótavant. Núverandi staða kirkjubygginga í Reykjavíkurprófastsdæmi er hrópandi dæmi um það. Ef það mætti verða til þess að hlífa væntanlegum söfnuðum í nýjum byggðum við sundin blá eða kring um vatnið rauða við því oft algjöra aðstöðuleysi, sem söfnuðir okkar og starfsmenn þeirra hafa lengi mátt búa við hér í þéttbýl- inu, skal hér kynnt hvernig Danir Beint flug í sólina ! Síöasta ferðin meö beinu flugi til og frá BENIDORM á þessu ári. Nú er mjög þægi- lega heitt á ströndinni og þessvegna til- * valin ferö fyrir eldri borgara. Gréta Hall- 1 dórs, hjúkrunarfræöingur frá Akureyri, veröur fólki til aöstoöar í þessari ferö. ATH.: Möguleíki á aö hafa viödvöl í □! LONDON eöa AMSTERDAM á heimleiö- \l inni ffyrír þá sem það vilja. ^ FERÐA MIÐSTODIIM yAÐALSTRÆT! 9 S. 28133 NYJUNGIPLASTEINAN GRUN Á ÍSLANDI Aukið öryggi fyrir húsbyggjendur Plasteinangrun hf. á Akureyri hefur nú hafið framleiðslu á einangrunarplasti í öðrum eldvarnarstaðli en eldri framleiðsla. Þetta plast er ekki eldleiðandi og lendir því í flokki B1 skv. staðli DIN 4102 (tregbrennanleg byggingarefni). Þar sem útlit er óbreytt munum við í framtíðinni bjóða eingöngu þessa gerð og á sama verði og fyrri framleiðslu. Á þessum myndum gefur að líta báðar gerðir af plasti sem eru á markaðnum í dag. Myndirnar til hægri eru teknar einni mínútu eftir að eldur var borinn að kubbunum. Sama verð um allt land. Helstu útsölustaðir: REYKJAVlK - SAMBANDIÐ, BYGGINGAVÖRUDEILD REYKJAVlK - JL-HÚSIÐ. BYGGINGAVÖRUDEILD HÚSAVÍK - KAUPF. ÞINGEYINGA VOPNAFIRÐI - KAUPF. VOPNFIRÐINGA EGILSSTÖÐUM - KAUPF. HERAÐSBUA HÖFN I HORNAFIRÐf- KAUPF. A -SKAFTFELLINGA ICEPIAST PIASTEINANGRUN HF. ÚSEYRI3 PÚSTHÚLF 214 602 AKUREYRI SÍMI96 22300 & 22210 TELEX 2083 F.NR.7123-2344

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.