Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAÖUR 28. SEPTEMBER 1982 Guðmundur Hraundal tannlœknir — Minning Kæddur 23. júlí 1914 Dáinn 20. september 1982 Það er nokkur vandi áð koma tij skila ganngjarnri viðurkenningu um minningu þeirra manna, sem hafa unnið lífsstarf sitt í kyrrð og gengið æviskeiðið í hógyærð og hávaðalaust. Til að leysa það vel af hendi, þarf að kunna vel gripin á strengjum tungunnar. Annað gildir um þá, sem skilið hafa eftir sig skarpari línur, þar dugar ann- ar penni. Sá, sem þessar línur rita, er ekki þeim hæfileikum gæddur sem duga mættu til að gera það svo vel sé, en langar þó með nokkrum orð- um að minnast æskuvinar, Guð- mundar Hraundal, tanntæknis. Guðmundur Hreggviður Mar- geir Hraundal, var fæddur 23. júlí 1914 að Gröf í Kirkjuhvamms- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Asgeir H.P. Hraundal rith. og bóndi að Bald- urshaga í V.-Hún. og kona hans Sigurlaug GUðmundsdóttir, Ijósmóðir. Árið 1924 fluttist Guð- mundur með föður sínum og systkinum til Hafnarfjarðar, en þá hafði móðir hans veikst af berklum, þeim voðasjúkdómi, sem þá var, þegar engin lyf voru til, og farið á Vífilsstaðahælið. Ekki verður með orðum lýst þeirri and- legu þjáningu sem svona atburði er samfara, þegar móðir verður á þennan hátt viðskila við stóran barnahóp, en börnin voru þá níu á lífi, ein stúlka hafði látist mjög ung. Eg fór einu sinni með Guð- mundi á reiðhjóli upp að Vífils- stöðum að heimsækja móður hans og ég man hvað sár og sorgmædd- ur hann var á bakaleiðinni. Þessi reynsla markaði djúp sár í vitund Guðmundar og mun seint hafa gróið heilt þar um. Guðlaug lést á Vífilsstöðum 1930. Við Guðmundur kynntumst fljótt eftir að hann fluttist til Hafnarfjarðar. Þó nokkuð langt væri á milli heimila okkar þá hitt- umst við öðru hvoru. Þá var bæj- arbragur með nokkuð öðrum hætti en nú er, atvinnuhættir einhliða og snérgst raunverulega eingöngu um saltfiskinn. „Lífið er saltfisk- ur,“ segir Laxness og það var það svo sannarlega í Hafnarfirði. Hús- in hjá Einari Þorgilssyni voru full af fiski og konurnar stóðu við þvottakörin úti á fiskreitnum framan við verzlunina og voru að vaska og bakaríið hans Ásmundar var þarna í miðdepli tilverunnar, en þangað hugsaði maður hlýlega því þar fengum við vínarbrauð- senda fyrir ekki neitt. Þá kostaði snúðurinn tíu aura og krónan var króna. Maður sem átti túkall í buddunni var ekki blankur, því þá kostaði neftóbaksbréfið 25 aura, en strákar komust mest uppí að eignast tuttugu og fimm aura, en meðalauður hjá krökkum mun hafa verið tíu aurar, en það var það sem þau fengu kannski fyrir að fara í sendiferðir fyrir ókunn- uga, en oftast var þó vasinn tóm- ur. Miðdepill alheimsins og sá áhugaverðasti, spannaði frá Ein- arsbúð og vestur að Hansen. Lengra vestur hætti maður sér eiginlega ekki, enda tóku þar við útkantar heimsins og voru ekki eins spennandi. Nær hefði verið að fara með færið sitt niður á hryggj u og veiða. Þetta er svona lítil þverskurðarmynd af tilver- unni í Hafnarfirði á árunum milli 1920 og ’30 eins og hún kom litlum drengjum fyrir sjónir. Um fermingaraldur fór Guð- mundur í tannsmíðanám hjá Halli L. Hallssyni tannlækni og lauk þaðan prófi 1931. Til stúdents- prófs las Guðmundur utan skóla og varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1938. Hann stundaði nám við læknadeild Háskóla ís- iands 1938—’39. Fyrirætlun Guð- mundar var að fara til frekara náms erlendis og var hann búinn að fá inngöngu í tannlæknadeild Háskólans í Kaupmannahöfn 1939, en svo skall stríðið á þá um haustið og féll þar með sú ákvörð- un niður. Síðar fór hann til Bandaríkjanna og stundaði nám við Boston School of Mechanical Dentistry og lauk þaðan prófi 1942. Einnig fór hann ferðir til Plnglands og Norðurlandanna bæði til náms og að kynnast nýj- ungum á sviði tannsmíða. Hann var kennari við tannlæknadeild Háskóla íslands frá stofnun deild- arinnar 1944 til dauðadags. Árið 1938 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Skaftadóttur frá Viðey, mætri konu, sem stóð við hlið manns síns í lífi og starfi. Reyndar var hún hans eini aðstoðarmaður við tannsmíðarnar, sem hann stund- aði jöfnum höndum auk kennsl- unnar við háskólann. Ennfremur fór hann í tannsmíðaleiðangra út á land á sumrin og mæddu þær erfiðu ferðir ekki hvað síst á herð- um Ingibjargar. Helga, dóttir þeirra, er gift Hinrik Friðbertssyni, rafeinda- tækni, og eiga þau tvö börn. 1979 fæddist fyrsta barnabarnið og sólargeislinn hans Guðmundar, Dagný Hulda, og drengurinn 1981, sem skírður var í höfuðið á afa og ömmu, Guðmundur Ingi. Guðmundur var dagfarsgóður maður, hlýr í viðmóti og hógvær í framkomu, hann var frábitinn öll- um tildurshætti í líferni og sýnd- armennsku og hafði ákveðnar skoðanir bæði á mönnum og mál- efnum. Hann var heilsteyptur vin- ur vina sinna og þeir, sem þekktu hann best, vissu hve góðan dreng hann hafði að geyma. Guðmundur lést á heimili sínu 20. þ.m. og fer útförin fram frá Fossvogskirkju í dag, en jarðsett- ur verður hann á Lágafelli. Ingibjörgu og Helgu, dóttur þeirra hjóna, og fjölskyldunni allri, votta ég fyllstu samúð mína og bið þeim allrar blessunar. Kiríkur Sæmundsson Oft er skammt milli skins og skúra. Erfitt á ég að trúa því að Guðmundur, móðurbróðir minn, hafi lokið lífsgöngu sinni, svo stutt er síðan að fundum okkar bar saman. Laugardaginn 4. september sl., söfnuðust systkini Guðmundar og makar þeirra saman heima hjá okkur systkinunum. Þau Guð- mundur og Ingibjörg Skaftadóttir, eiginkona hans, færðu okkur ynd- islegan blómvönd ásamt korti sem Guðmundur hafði áritað. Blómin voru falleg en kortið er eitt af þeim dýrmætu perlum sem aldrei gleymast og ylja manni um hjart- að. Þau orð sem þar voru rituð segja vel til um, hvern mann hann hafði að geyma. Guðmudur var ekki allra. Hann var ákaflega viðkvæmur í lund og getur það oft valdið erfiðleikum og misskilningi í kuldahreti mann- legs lífs. Hann var trúaður og treysti á hjálpræði Hans í einu og öllu. Guðmundur gat virát frá- hrindandi á yfirborðinu en þeir sem til þekktu og höfðu náð að komast inn úr þeirri skel sem hann brynjaði sig með, vissu að undir sló gullhjarta. Hann var einn af þeim sem gat gefið án þess að fá þakkir. Þær gjafir sem hann gaf, vildi hann ekki að aðrir vissu um nema þiggjandinn. Þetta lýsir honum vel. Þann 6. september sl., mætti ég honum ásamt eiginkonu sinni, á förnum vegi. Var ég þá á leið heim til þeirra til þess að þakka fyrir sendingu sem ég hafði fengið frá þeim deginum áður, en það var fullur poki af kartöflum. Það hafði verið árviss viðburður að Ingi- björg og Guðmundur gáfu foreldr- um mínum mýjar kartöflur í soð- ið. Eftir að þeir voru horfnir héð- an, átti ég ekki von á að þessum sið yrði haldið, en fullan kartöflu- poka hef ég fengið árlega síðan. Þessa tryggð þeirra hjóna fæ ég aldrei fullþakkaða. Guðmundur og Ingibjörg giftust 1. okt. 1938. Hún er yndisleg og bráðmyndarleg kona sem bjó hon- um fallegt heimili að Drápuhlíð 30 og stóð ætíð styrk við hlið hans. Mestan hamingjudag í lífi Guð- mundar, utan hans giftingardag, tel ég vera þann dag er nýr fjöl- skyldumeðlimur bættist við, dótt- irin Helga, sem varð augasteinn- inn hans. Hún er gift Hinrik Frið- bertssyni og eiga þau tvö börn, Dagnýju Huld og Guðmund Inga, sem löðuðust að afa sínu, því barngóður var hann. Þessi fátæklega kveðja er aðeins örlítill þakklætisvottur fyrir alla þá tryggð og hlýhug sem Guð- mundur hefur látið mér og fjöl- skyldu minni í té í gegnum árin. Elsku Ingibjörg mín, þó að nú bregði birtu og söknuður sé sár, er það þó huggun harmi gegn, að geta ornað sér við minninguna um góðan eiginmann og föður. Ég og fjölskylda mín sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur og bið ykkur allr- ar Guðs blessunar. „Far þú í fridi, friúur (iuAs þig blesNÍ, hjarlans þökk fyrir alll og allt.“ Hafdís Guðmundur Hraundal, tann- læknir og kennari við tannlækna- deild Háskóla Islands varð bráð- kvaddur á heimili sínu þann 20. september. Með Guðmundi er genginn sérstakur og góður dreng- ur, frumherji í kennslu tannlækn- inga hér á landi. Allar götur frá stofnun deildarinnar eða hartnær 35 ár hafði Guðmundur helgað starfskrafta sína kennslu í tækni- legum greinum tannlæknisfræði og á seinni árum í formfræði tanna. I dag verður kvaddur hinstu kveðju lærimeistari okkar tannlækna og langar mig til að minnast örlítið samkennara og vinar. Oft er stutt milli lífs og dauða og ekki nema örfáir dagar síðan við Guðmundur hittumst í þröng- um og loftlausum gasgangi tann- læknadeildar til að skipuleggja kennslu vetrarins og ræða við nemendur. Hópurinn í ár var stærri en oft áður og hafði Guð- mundur orð á því að nú styttist í að kennsla hæfist í stærra og betra húsnæði. Guðmundur átti þá ósk heitasta að fá að ljúka starfsdegi sínum á Tanngarði eftir að hafa verið á hrakhólum með kennsluna svona untangarðs öll þessi ár. Hag nemenda sinna bar Guð- mundur ávallt fyrir brjósti og lagði sig fram um að vera félagi þeirra í starfi og leik. Varð kennslan honum því bæði skemmtilegri og auðveldari fyrir bragðið. Guðmundur hafði næmt auga fyrir handbragði nemenda sinna og var óþreytandi við að leiðbeina um það, sem betur mátti fara. Oft naut hann aðstoðar þeirra við kennsluna þannig að báðir höfðu gagn af. Guðmundur hélt ekki tilfinning- um sínum á lofti en á heimili hans og Ingibjargar gafst oft tóm til að ræða um lífið og tilveruna. Nú við leiðarlok minnist ég með þökk og virðingu góðs samferðamanns og vinar. Ingibjörgu, Helgu og vensiafólki öllu færi ég dýpstu samúðarkveðj- ur. Karl Örn Karlsson Kveðja frá tannlæknadeild Háskóla Islands I dag fer fram útför Guðmundar Hraundal, tannlæknis, kennara við tannlæknadeild Háskóla Is- lands. Guðmundur varð bráð- kvaddur að heimili sínu 20. sept- ember sl. á 69. aldursári. Hann var fastráðinn kennari við tannlæknadeildina frá upp- hafi, eða í rúm 38 ár. Við upphaf þessa kennsluárs hafði aðeins einn kennari lengri starfsaldur við Há- skóla íslands. Guðmundur Hraundal var mjög stoltur af starfi sínu við þessa stofnun. Tannlæknadeildin var honum allt. Hann hafði oft látið í ljósi þá ósk, að honum entist aldur og heilsa til að sjá deildina flytja í hin nýju og glæsilegu húsakynni og fá að starfa þar um stund áður en starfsdegi lyki fyrir aldurs sak- ir. Honum varð þvi miður ekki að þessari ósk sinni. Guðmundur Hraundal hóf tann- smíðanám aðeins 14 ára gamall hjá Halli Hallsyni tannlækni, og lauk náminu á þremur árum. Stúdentsprófi lauk Guðmundur utan skóla árið 1938, jafnframt því sem hann vann fyrir sér með iðn sinni. Guðmundur stundaði nám í læknadeild veturinn 1938—39, en hugur hans stóð til tannlæknanáms. Guðundur hafði fengið skólavist í tannlækningum við Hafnarháskóla haustið 1939. Heimsstyrjöldin síðari sem skall á þá snemma um haustið, kom í veg fyrir að þessi draumur Guðmund- ar gæti rætst. Á stfiðsárunum dvaldi hann um tíma í Bandaríkj- unum við framhaldsnám í tannsmíði. Það var því að vonum árið 1944 við upphaf tannlæknakennslu á íslandi, að þessi stofnun leitaði til best menntaða og færasta verk- mannsins í tannsmíðum, Guð- mundar Hraundal. Mörg sumur ferðaðist Guð- mundur um landið og smíðaði gervitennur. Var sú þjónusta vel metin og þökkuð í tannlæknisleysi landsbyggðarinnar. Listrænir hæfileikar Guðmund- ar fengu að njóta sín í fleiru en við tannsmíði og tannlæknakennslu. Hann var músikalskur mjög og eftir hann liggja mörg sönglög. Guðmundur Hraundal var að mörgu leyti sérkennilegur maður. Hann varð eins og flestir menn fyrir ýmsu mótlæti á æfiskeiði sínu. En þau brostnu framtíðar- áform ungs manns og vonbrigði, sem hið skyndilega alheimsstríð olli, settu mjög mark sitt á allan lífsferil hans. Eftirlifandi kona Guðmundar, og stoð hans og stytta í gegnum lífið, er Ingibjörg Skaftadóttir og eiga þau eina dóttur. Við sendum þeim og öðrum ættingjum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti. Guðmundur Hraundal er dáinn. Með honum er fallinn í valinn góð- ur maður, tónskáld, hestamaður, víðlesinn menntamaður og síðast en ekki síst traustur vinur. Þegar hinn íslenski tannlækna- skóli var stofnaður, var Guðmund- ur ráðinn þar kennari og sinnti hann því starfi til dauðadags. Eg kynntist Guðmundi vel á mínum námsárum og þó samvist- um fækkaði er á leið, bar aldrei skugga á okkar góðu kynni. Starf Guðmundar við tann- læknadeildina var fólgið í því að opna nýstúdentum fyrstu innsýn í þetta merka fag og kenna þeim að forma tennur í vax. En einmitt sú iðja er ein af undirstöðum hinnar verklegu hliðar tannlækninganna. Það má því segja, að Guðmundur hafi að nokkru leyti lagt grunninn að hinni íslensku tannlæknastétt. Guðmundur Hraundal var leik- inn í höndunum og sá vel út smá- atriði formsins. Hann hafði yndi af því að hjálpa og segja til og margur fingrastirður tannlækna- nemi átti góðan bakhjarl þar sem Guðmundur var. Það er erfitt að kveðja vin sinn í síðasta sinn. Það er svo margt sem gleymdist að þakka fyrir meðan tími var til. Minningarnar hrann- ast upp. Samverustundir í tann- læknadeildinni með skini og skúr- um, eins og námsárum fylgir, og heimsóknir á hans indæla heimili, þar sem hans trausti lífsförunaut- ur, Ingibjörg, tók okkur opnum örmum, tengdu þau vináttubönd, sem aldrei rofna. Ógleymanleg er ferð til meginlandsins sumarið '71, þar sem Guðmundur, Ingibjörg og Helga, dóttir þeirra, þessi sam- henta fjölskylda, lék á als oddi -og naut lífsins í glöðum hópi og lagði drjúgan skerf til gleðinnar með sögum og tónlist. Það var áhrifa- mikil stund í þessari ferð þegar Guðmundur Hraundal lék „Lorel- ei“ á orgel á danshúsi í Goslar í Þýskalandi. Hljómsveitin og allur salurinn tók undir og fagnaðarlát- um ætlaði aldrei að linna. Þá var Guðmundur í essinu sínu. Eg talaði við Guðmund tveim dögum fyrir andlátið. Eitthvað var þá þungt yfir vini mínum, eins og hann ætti von á að breyting væri í nánd. Hann var þó önnum kafinn við undirbúning að kennslu 32 nýstúdenta í tannlæknadeild, undir hið erfiða samkeppnispróf sem ákveður hverjir skuli halda áfram námi. Nú er Guðmundur allur. Það verður annar sem tekur við hans starfi. Maður kemur í manns stað. En nokkrir hafa misst góðan vin sem seint gleymist. Eg votta ykkur, Ingibjörg og Helga, mína dýpstu samúð. Stefán Finnbogason í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför vinar míns Guðmundar Hraundal, tannlæknis, kennara við tannlæknadeild Háskóla Is- lands, er lést þ. 20. þessa mánaðar. Guðmundur var fæddur þann 23. júlí 1914 og varð því liðlega 68 ára. Guðmundur Hreggviður Mar- geir Hraundal, en svo hét hann fullu nafni var einn 10 systkina. Strax 9 ára gamall verður Guð- mundur fyrir stóru áfalli, þegar heimili hans er leyst upp og móðir hans send á Vífilsstaði með berkla. Suður til Reykjavíkur kemur Guðmundur ásamt föður sínum og tveim systkinum árið 1924. Hefst þá hinn harði skóli lífsins. Þegar 14 ára gamall fer Guðmundur í tannsmíðanám hjá Halli Hallssyni eldri, tannlækni, og lauk því á 3 árum. Jafnframt las Guðmundur utanskóla til stúd- entspróf við MR og varð stúdent árið 1938. Hugur hans stefndi ætíð til tannlæknanáms. Á þessum ár- um fékk aðeins einn Islendingur inni í tannlæknaskólanum í Kaup- mannahöfn ár hvert, og eftir und- irbúning í Læknadeild HÍ, heilan vetur hlaut Guðmundur það hnoss að verða útvalinn árið 1939. Örlög- in réðu því að Guðmundi lokuðust öll sund, þegar heimsstyrjöldin síðari braust út. Þetta var annað stóra áfallið í lífi Guðmundar. Til Ameríku var haldið á fölskum for- sendum í tannlækninganám nokkru síðar, en úr varð fram- haldsnám í tannsmíðum. Kennari við tannlæknadeild HÍ varð Guðmundur árið 1941, þegar deildin var stofnuð, ásamt pró- fessor Jóni Sigtryggssyni og var það til dauðadags. Undirritaður kynntist Guð- mundi fyrir 9 árum þegar nám á 3. ári tannlækninga hófst. Kenndi hann formfræði tanna (tálgun tanna í vax). Guðmundur var mjög sérstakur persónuleiki, ljúfmenni, gáfumaður, tilfinn- ingamaður, lagasmiður og fl. Eftir hann heyrast oft lög leikin í út- varpi. Strax tókust með okkur góð kynni, sem héldust ætíð síðan. 6 nemar voru á ári hverju og varð Guðmundur strax félagi okkar. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.