Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 39 Sigrún Guðbjarna- dóttir — Minning Fædd 26. nóvember 1929 Dáin 18. seplember 1982 „Sofðu mín Sigrún, sofðu nú rótL Guð faðir gefi góða þér nóu.“ Eftir hverja nótt kemur dagur. Hjá Sigrúnu er kominn eilífðar dýrðardagur, því svo uppsker maðurinn sem hann sáir. Ég á henni persónulega margt og mikið að þakka, og svo mun um fleiri. Hún vildi hvers manns vanda leysa og öllum gott gera, og naut þess að fórna sér fyrir aðra. Það er guði þóknanlegt, því að í sannleika sagt á maður ekkert nema það sem maður gefur, hitt allt er að láni. Þess vegna átti Sigrún mikið, góðan mann, yndisleg born og barnabörn, sem öll eru henni inni- lega þakklát og harma hana af innstu hjartans rótum. Það sama má segja um vini Sigrúnar alla, og þeir voru margir. En enginn má sköpum renna, hún í dag, ég á morgun. Guð einn veit hvað best er. Hann blessi hana og varðveiti um alla eilífð. Ástvinum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Ég sakna góðrar konu. Bjarni Kr. Björnsson Engum, sem til þekkti, kom andlát hennar á óvart. Síðan snemma í vor hafði hún átt við illkynjaðan sjúkdóm að stríða. Að lokinni ítarlegri læknisrannsókn og sjúkdómsgreiningu varð ekki um villzt, að ótímabær ævilok voru skammt undan. Hvíldin eilífa hlotnaðizt henni síðan eftir sumarlanga, erfiða sjúkrahúslegu á Landakotsspítala undir hádegi hinn 18. þ.m. Ég á ekki auðvelt með að taka undir það, þó að spaklega kunni að vera mælt, „að þá fyrst skiljum við dauðann, þegar hann leggur hönd sína á einhvern, sem við unnum." Betur gæti ég trúað, að hið gagnstæða væri nær sanni, því að þótt sorgarfregnarinnar hafi mátt vænta fyrr en síðar, fer ekki hjá, að hún kemur okkur alltaf úr jafnvægi, okkur setur hljóð og söknuðurinn grípur hugi okkar og hjörtu. Við fráfall tápmikillar starfs- systur um nokkurra ára bil og góðrar vinkonu í fjóra áratugi, er a.m.k. mér þannig innanbrjósts — mér finnst ég skilja dauðann síður eftir en áður. Og nú er Sigrún horfin okkur, hún er komin heim; þangað, sem við öll hljótum að hverfa, þegar skaparinn, er gaf okkur líf, og ör- lögum ræður, ákveður að þóknast sér sjálfum með burtköllun okkar. Heimkoma hennar hlýtur að hafa verið bæði greiðfær og fögur, svo hreinskiptin og velviljuð sem hún ævinlega var í lifanda lífi. Vinkonan, sem nú er horfin heim, Sigrún Guðbjarnadóttir, var fædd í Reykjavík hinn 26. nóvem- ber 1926. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Bjarnadóttir, ætt- uð úr Vestur-Skaftafellssýslu, og Guðbjarni Ólafsson, ættaður úr Þingvallasveit, er lengstum var sjómaður að atvinnu, eða allt þangað til heilsu hans tók að hraka. Þá gerðist hann nætur- vörður hjá Iðnaðarbankanum, þar sem hann starfaði á meðan hann var vinnufær, en hann lézt eftir langvarandi vanheilsu árið 1969. Frekari skil kann ég ekki á upp- runa hennar eða ættum, enda þess ekki þörf, þar sem ætlun mín er aðeins að minnast hennar í fáum kveðjuorðum. Foreldrar Sigrúnar bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að Oðins- götu 7 í Reykajvík, þar sem hún komst á legg og lifði fyrstu ár bernsku sinnar. Þegar Sigrún var 7 ára að aldri, fluttist fjölskyldan að Sindra á Seltjarnarnesi. Þar ólst hún upp með bróður sínum Sigmundi, sem er nokkrum árum yngri og lifir systur sína ásamt móður þeirra, nú í hárri elli. Á heimilinu voru líka móðuramma Sigrúnar og föðurafi. Með þeim systkinum var ávallt mjög kært, og á heimilið var jafnan þægilegt að koma og gestum vel fagnað. Vorið 1941, eða skömmu eftir fermingu, hóf Sigrún nám í hár- greiðsluiðn hjá Kristínu Ingi- mundardóttur, vel þekktri sæmd- arkonu og yndislegum vinnuveit- anda, sem þá starfrækti einhverja vinsælustu hárgreiðslustofu bæj- arins, en lézt fyrir 9 árum. Á hárgreiðslustofu Kristínar í Kirkjuhvoli lágu leiðir okkar Sigr- únar saman, og tókust strax með okkur góð kynni, sem með tíman- um breyttust í vináttu, sem entist til hinztu stundar hennar. Á stof- unni störfuðu jafnan með okkur ágætisstúlkur, og ekki tel ég á neina þeirra hallað, þó að mér finnist ég ekki mega láta þess ógetið, að fljótt kom í ljós, að við Sigrún og Iðunn Heiðberg, sem réðst til Kristínar síðar um sumarið 1941, áttum hvað auð- veldast með að blanda geði, enda urðum við þrjár brátt góðar vin- konur, og afar samrýndar. Sigrún vinkona mín var fríð sýnum, í góðu meðallagi há vexti, grönn, samsvaraði sér mjög vel og var einstaklega létt í hreyfingum og bar sig því áberandi vel. Hún var ör í lund og glaðsinna. Við- kvæm var hún og mátti ekkert aumt sjá eða heyra án þess að vera boðin og búin til að rétta ör- láta hjálparhönd. Ung að árum giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Gunnari Pét- urssyni Guðmundssonar kaup- manns og verksmiðjueiganda, sem oftast var kenndur við fyrirtæki 1 Bladburöarfólk óskast! Austurbær Þingholtsstræ Eskihlíö 5—1£ Vesturbær Tjarnargata 3- Kópavogi . ti. Nýbýlavegur 5—36 UpplýSingar ’• í síma 35408 sitt, Málarann, og eiginkonu hans, Halldóru Samúelsdóttur. Þeim hjónum, Sigrúnu og Gunn- ari, varð tveggja dætra auðið, Sig- ríðar Halldóru og Sigrúnar, sem báðar hafa stofnað sín eigin heim- ili. Dætrabörnin eru orðin 5, og bar amma þeirra velferð þeirra allra mjög fyrir brjósti og vildi veg þeirra sem mestan og beztan, enda hændust þau sérlega ástúð- lega að ömmu sinni. Á raunastundum sem þessum verða flest huggunarorð lítils megnug þótt í beztu meiningu séu sögð eða fest á blað. Eigi að síður sendi ég aðstandendum hinnar látnu og kært kvöddu vinkonu minnar innilegustu samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minn- ar um leið og ég bið þeim blessun- ar í sárri sorg þeirra nú, og vel- farnaðar í framtíðinni. Utför Sigrúnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudag 28. september, og hefst kl. 3. Jarð- sett verður í Gufunesgrafreit. Elín J. Þórðardóttir í dag er til moldar borin vin- kona mín, Sigrún Guðbjarnadótt- ir, Selvogsgrunn 29 í Reykjavík. Ekki get ég sagt að fregnin um andlát hennar, hafi komið mér mjög á óvart, svo þjáð sem hún var orðin, en þó lifði alltaf innra með mér von um bata, henni til handa, en kallið var komið og því kalli verða allir að hlýða. Kynni okkar Sigrúnar hófust fyrir næfellt fjörtíu árum, og hófst þá með okkur góður kunn- ingsskapur, er seinna varð að traustri vináttu. Upphaf kynna okkar Sigrúnar var það að eigin- menn okkar voru æskuvinir, og hefur sú vinátta aldrei rofnað. Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Sigríður Bjarnadóttir og Guð- bjarni Ólafsson sjómaður, hann er látinn fyrir nokkrum árum, en Sigríður lifir enn, og tregar nú ástríka dóttur, er allt gerði til að gera henni elliárin sem gleðirík- ust. Einn bróðir átti Sigrún, Sig- mund að nafni, á milli þeirra voru ávallt sterk systkinabönd. Sigrún giftist 28. ágúst 1949 eft- irlifandi manni sínum, Gunnari Péturssyni, verslunarmanni í Mál- aranum, miklum sómadreng, og eignuðust þau tvær dætur, Sigríði Halldóru og Sigrúnu. Barnabörn Sigrúnar og Gunnars eru fimm, og bar amma mikla umhyggju fyrir þeim, enda þótti þeim gott að koma til hennar, og jafnvel fá að sofa þar nótt og nótt, og er ég hrædd um að hjá þeim verði sökn- uðurinn mikill. Minningin um góða ömmu mun verða þeim gott veganesti á lífsleiðinni. Sigrún var mikil mannkosta- manneskja, kom það best fram í kærleika hennar til gamals fólks, hún var aldrei svo störfum hlaðin, að hún mætti ekki vera að því að sinna því ef að það þurfti einhvers með og mun margt af þessu gamla fólki missa góðan vin að henni lát- inni. Sigrún bjó manni sínum og dætrum gott heimili, því hún var myndarleg og hagsýn húsmóðir, og nutum við vinir hennar oft góðs af, gott var að koma til þeirra hjóna, þar var manni alltaf tekið af miklum rausnarskap og hlýhug. Við færum henni okkar hjart- ans þakkir fyrir vináttu hennar alla. Guð bið ég að styrkja Gunnar vin minn í hans miklu sorg, er hann sér nú á bak tryggum lífs- förunaut sínum, en það getur orð- ið honum huggun í raun, hvað hann var henni miið góður og kærleiksríkur í veikindum hennar, kom þá best fram hvern mann hann hefur að geyma. Við leiðarlok vil ég votta öllum ástvinum Sigrúnar einlæga samúð og hluttekningu í sorg þeirra. Helga Kristinsdóttir KENWOOD chef 8ESJI HJALPARKOKKUmN KENWOOD CHEF fylgir þeytari, hrærari, hnoðari, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöflu- afhýðari, dósahnífur ofl. CiMBOÐSMENN: < </) £ J L-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík J L-húsið, Borgarnesi. Húsið, Stykkishólmi. Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal. Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, Dal. Póllinn h/f, ísafirði. Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki. Radío- og sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri. Grímur og Árni, Húsavík. Verslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum. Mosfell, Hellu. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Radío- og sjónvarpsþjónustan, Selfossi. Kjarni, Vestmannaeyjum. Rafvörur, Þorlákshöfn. Verslunin Bára, Grindavík. Stapafell h/f, Keflavík. RAFTÆKJADEILD IhIHEKLAHF I LAUGAVEGI 170 -172 SÍMAR 11687 ■ 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.