Morgunblaðið - 04.12.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 04.12.1982, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 34 Akstur * í hálku Hægt væri að fækka verulega umferðaróhöppum sem verða í hálku, ef ökumenn tækju tillit til þess hvernig veggrip er hverju sinni, og notuðu bensíngjöf og hemla með varúð. Þegar hjólin snerta veginn myndast núnings- viðnám sem er háð ójöfnum veg- arins, og þeim þrýstingi sem hvíla á hjólunum. Hægt er að hugsa sér þennan kraft eins og hönd sem grípur niður á veginn. Best veggrip hefur þurr vegur, en lélegast er það í snjó og hálku. Ætíð skal hafa í huga, að hraða bifreiðarinnar sé stillt í það hóf, að ekki þurfi að snögg- hemla, og gildir það bæði á auð- um vegi og hálum. Þetta tak- mark næst með framsýni og með því að gera ávallt ráð fyrir að ólíklegustu atvik geti gerst og á veginum framundan geti alltaf leynst hætta. Góður ökumaður getur e.t.v. ekið nokkuð greitt í hálku, en í REYND þegar hann þarf að snögghemla, skiptir ekki mikiu máli hversu góður hann er öðru jöfnu. Því meiri sem hálkan er, því minni verður hraðinn að vera. Þegar dregið er úr hraða gerist það venjulega á tvennan hátt: Annað hvort er allt í lagi og ökumaður- inn hefur nægan tíma til þess, eða að upp kemur óvænt atvik, þar sem honum er nauðsynlegt að stöðva bifreiðina í skyndi. Öruggast er að draga úr hraða með því að minnka smátt og smátt bensíngjöf, og stíga létt á hemlana. Sumir draga úr hraða með því að skipta í lægri gír, kúpla rólega saman, og nota vél- ina á þann hátt til hemlunar. Þegar hægja verður ferð snögg- lega, á að nota fóthemlana, og jafnframt að „kúpla frá“. Ef bif- reiðin rennur þá til, verður öku- maðurinn að sleppa hemlunum og rétta bifreiðina af. Það er ekki mögulegt ef hjólin eru læst. Sleppið því hemlunum fyrst, og náið stjórn á bifreiðinni. Mörg umferðaróhöpp verða í beygjum vegna þess að fát kem- ur á ökumanninn, hann snögg- hemlar og missir stjórn á bif- reiðinni. Draga verður úr hraða áður en komið er í beygju. Ef hemlað er, verður það oftast til þess að bíllinn rennur til, eða stefnir áfram út af veginum. Nota verður bensíngjöf með var- úð, annars getur bíllinn runnið til. Ef beygja er tekin á of mikilli ferð, getur reynst ómögulegt að halda bilnum á veginum vegna tregðuaflsins. Stýrishreyfingar verða að vera rólegar og jafnar, svo bíllinn renni ekki til. Akstur í beygju: Snögghemlið ekki Snöggbeygið ekki Notið bensíngjöf með varúð Ef eitthvað fer úrskeiðis í akstri, er enginn tími til þess að hugsa um hvernig bregðast á við. Öll viðbrögð verða að vera örugg og gerast ósjálfrátt. Best væri að ökumenn æfðu sig í vetrarakstri á opnum svæðum, þar sem ekki geta hlotist af slys, þótt illa tak- ist til á meðan verið er að ná réttum tökum á akstrinum. Munið: að snögghemla aldrei, að nota bensíngjöf varlega, að stýra með rólegum hreyfing- um, að aka með útsjónarsemi og fyrirhyggju, að nota veggripið á réttan hátt. Á myndinni má sjá eitt af spilaboxunum úr TOPS-spilakassanum. í kassanum eru fern spil og fjórar 28 spilakeppnir. Við fyrstu sýn virðist sem þetta spil sé mjög hagkvæmt fyrir minni bridgefélögin. Bridge Arnór Ragnarsson TOPS — nýtt bridgespil Um þessar mundir er að koma á markaðinn spil sem hefir hlot- ið nafnið TOPS. Þetta er bridge- spil þar sem spilarar fá að reyna sig við valin spil úr völdum keppnum. Spilið er hægt að spila á einu borði eða mörgum að vild en fæst geta 4 tekið þátt í leikn- um. Stefán Guðjohnsen er um- boðsmaður TOPS á íslandi. Hann kynnti spilið fyrir blaða- mönnum fyrir nokkrum dögum og lét af hendi eftirfarandi upp- lýsingar: Með því að spila TOPS getur hinn almenni spilari tekið þátt í mörgum helstu mótum heimsins, spilað sömu spil og bridgemeist- ararnir og borið árangur sinn saman við þeirra. Og hvernig er TOPS spilað? Eins og í venjulegum bridge þarf minnst fjóra til þess að spila og hver spilari fær plast- bakka með þremur hlutum, sem ætlað er að hylja spilin. Þau eru hins vegar tekin úr bakkanum. Norður stjórnar spilinu. Síðan er TOPS-keppnisumslagið opnað, eh aftan á því stendur hvaða keppni á að spila. í umslaginu eru 8 litlar arkir og þú tekur upp þær fjórar efstu, sem sýna spil- in. Norður lætur hvern hinna hafa sína spilaörk og tekur sína sjálfur. Hver spilari lætur sína örk í plastbakkann. Spilin eru númeruð frá 1 og 28. Fyrstu 15 spilin eru öðrum megin, en hinn 12 á bakhliðinni. Hinir þrír hlut- irnir eru síðan notaðir til þess að hylja spilin, þannig að þú sjáir aðeins spilið sem á að spila hverju sinni. Síðan er hverjum spilara afhentur TOPS-spila- stokkur. Hann raðar síðan upp sinni hönd og þá er hægt að byrja að spila. Hver spilari raðar sínum spilum fyrir framan sig eins og í keppnisbridge. Útreikn- ingurinn fer síðan fram eins og í keppnisbridge og fylgir útreikn- ingstafla með. Hægt er að reikna út árangur jafnóðum, eða í hálfleik eða að loknu móti, hvernig sem hver vill hafa það. Vegna þess að spilin í TOPS eru valin þannig, að báðar áttir hafa tiltölulega jafna möguleika til þess að skora, þá er þetta til- valin skemmtun fyrir þá sem spila heima einu sinni í viku, því enginn þarf að kvíða því að sitja með „hundana" allt kvöldið. Ennfremur er TOPS tilvalið fyr- ir minni bridgefélög, sem vilja skemmta félögum sínum með völdum spilum úr völdum keppn- um frá bridgeheiminum. Og verðið á TOPS er viðráð- anlegt. Fyrir kr. 200 færðu plastbakkann með fjórum 28 spila keppnum. Síðan geturðu keypt ársfjórðungslega átta 28 spila keppnir fyrir kr. 165, eða gerst áskrifandi að 32 keppnum með 28 spilum á ársgrundvelli (sent fjórum sinnum á ári) fyrir kr. 455. Bridgesamband Islands Keppnisdagar íslandsmóta í sveitakeppni og tvímenningi hafa þegar verið ákveðnir. Und- anúrslit sveitakeppninnr verða 18.—20. mars á Hótel Loftleiðum og úrslitin 31. mars til 3. apríl á sama stað. íslandsmótið í tví- menningi verður spilað 28. apríl til 1. maí, undankeppnin í Dom- us Medica og úrslit á Hotel Loft- leiðum. Til viðbótar mun Bridgesam- bandið halda íslandsmót í flokki yngri spilara og kvennaflokki um miðjan febrúar. Nánari dagsetning og keppnisstaður verða auglýst síðar. í athugun er að halda fyrir- tækjamót í bridge. Óvíst er hvort af því verður á þessum vetri en stefnt er að slíku móti í framtíðinni. 16.—30. júlí næstkomandi verður haldið Evrópumót í opnum- og kvennaflokki í Wies- baden í Þýskalandi. Briedgesam- bandið hefur ákveðið að senda lið til keppni í opna flokkinn og er nú að undirbúa hvernig vali liðsins verður háttað. Einnig er í athugun að senda lið í kvenna- flokkinn en engin ákvörðun hef- ur verið tekin um það enn. Fyrirhugað er að halda Norð- urlandamót yngri spilara í Danmörku næsta sumar, en ekk- ert hefur enn borist hingað um það mót. Bridgesambandið hefur nú til sölu takmarkað magn af sagn- boxum. Settið kostar 750 krónur en búast má við hækkun á næstu sendingu. Skrifstofa sambands- ins er opin á mánudögum og fimmtudögum milli klukkan 16—19 en einnig er hægt að panta sagnbox í síma 18350. Að lokum vill Bridgesamband- ið minna spilara á að spila inn meistarastigum sínum fyrir ára- mót en næsta meistarastigaskrá kemur út í janúar. Bridgedeild Sjálfsbjargar Nýlokið er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni með þátttöku 7 sveita. Sveit Sigurðar Björns- sonar sigraði örugglega, hlaut 1.914 stig. Með Sigurði voru í sveitinni: Lýður S. Hjálmarsson, Jóhann P. Sveinsson, Zophonías Benediktsson, Þórður G. Möller og Rögnvaldur Möller. Næstu sveitir: Sigurrós Sigurjónsdóttir 1.859 Þorbjörn Magnússon 1.821 íris Asmundsdóttir 1.764 Meðalárangur 1.728 Næsta keppni deildarinnar verður aðalsveitakeppnin og hefst hún mánudaginn 17. janú- ar 1983. Mætið öll stundvíslega kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.