Morgunblaðið - 14.12.1982, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
Læknir og sögumaður
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Gylfi Gröndal:
ÆVIMINNINGAR KRISTJÁNS
SVEINSSONAR AUGNLÆKNIS.
238 bls. Setberg. Reykjavík, 1982.
Þetta er viðfelldin bók, notaleg
aflestrar, í raun og veru skemmti-
leg. Þó er ekki í henni bardaginn
fremur en guðspjöllunum. Sögu-
maður er friðarins maður; klæi
manni eftir að heyra illa talað um
annað fólk kemur þessi bók ekki
að notum. En Kristján hefur það
sem dýrmætara er til að blása lif-
anda lífi í frásögn: hann hefur
kímnigáfu. Þessa saklausu gam-
ansemi sem engan smækkar en
bregður aðeins glaðværð yfir frá-
sögnina: manni líður vel undir
lestrinum.
Fjöldi fólks kemur við sögu.
Mest segir Kristján frá ætt sinni
og uppruna og síðan frá skóla-
göngu, minna frá starfsævi. Hann
veit minna en ekki af eigin per-
sónu. Hann lendir ekki í útistöð-
um við aðra, hann er ekki upp á
kant við neinn, hann þarf ekkert
að erfa. Hann hefur kynnst fjölda
fólks — fólks á öllum þrepum
þjóðfélagsstigans; man eftir ýms-
um kynjakvistum sem settu svip á
þjóðlífið upp úr aldamótunum síð-
ustu, og embættismanna minnist
hann frá sama tíma. Hann er
maður lesinn, enda eru skáld í ætt
hans, og hann skírskotar gjarnan
til góðra bókmennta.
Hér hafa tveir verið að verki:
sögumaður og höfundur. Ekki er
unnt að segja með vissu hvað er
frá hvorum þegar mat er lagt á
stíl og frágang, en sé hvort
tveggja í góðu lagi hafa báðir unn-
ið vel. Svo er hér. Á einum stað
rakst ég á óþarfa endurtekningu,
en slíkt kemur ekki víða fyrir.
Raunar er erfitt að forðast endur-
tekningar nema handrit séu lesin
af öðrum fyrir útgáfu — og lag-
færð. Höfundur, sem búinn er að
grúfa sig langtímum saman ofan í
verk sitt, verður meira eða minna
ónæmur fyrir ýmsu sem aðrir sjá
á augabragði. Nóg um það.
Kristján Sveinsson er prests-
sonur. Foreldrar hans byrjuðu
með tvær hendur tómar eins og
títt var um frumbýlinga um alda-
mótin — jafnvel þótt í embætti
væru komnir — en efnuðust nokk-
uð er tímar liðu. En fátækt þeirra
var þó aldrei svo sár sem sumra
annarra sem úr minna höfðu að
spila, stundum alls engu. Slíka
neyð sá Kristján Sveinsson annars
staðar, lífið var ekki alls staðar
ljúft í bernsku hans og æsku,
fjarri því. Hjálpsemi hans og
óeigingirni, sem hann er frægur
fyrir, mun því sprottin af marg-
víslegri reynslu á langri ævi, auk
hans góða hjartalags, að sjálf-
sögðu.
Sigurður skólameistari sagði
einu sinni við nemendur sína —
bæði í gamni og alvöru og hafði
eftir einhverjum Englendingi,
minnir mig, að bestu konuefnin
væru prestsdætur úr sveit. Eitt-
hvað mun þá einnig hafa verið í
prestsynina spunnið. Fyrr á tíð
skiptu prestar alloft um brauð,
byrjuðu á þeim rýru og fikruðu sig
smám saman til hinna betri. Börn
þeirra ólust því gjarnan upp á
fleiri en einum stað, oft var jafn-
vel flust á milli landsfjórðunga.
Þess konar búsetuskipti auðguðu
lífsreynsluna og brugðu fleiri lit-
um yfir minningarnar síðar meir.
Kristján Sveinsson steig fyrstu
sporin norður í Skagafirði, fluttist
svo þaðan með foreldrurti sinum
vestur í Dali, og síðan norður á
Strandir. Þaðan lá svo leið hans í
Gagnfræðaskólann á Akureyri
(sem síðar varð menntaskóli) og
loks til Reykjavíkur í langskóla-
nám. Flutningar þessir og það
mismunandi umhverfi sem hann
kynntist á hverjum stað, auka
fjölbreytnina í minningum hans.
Hann segist hafa verið feiminn
sveitastrákur. Ómannblendinn
hefur hann þó ekki verið. Róleg
íhygli hans og þoiinmæði and-
spænis öðrum hefur opnað honum
dyr heimila jafnt og hugskot
manna. Undirbúningur hans til að
starfa með fólki og fyrir fólk hefur
því verið í ákjósanlega góðu lagi
þegar hann gerðist læknir. En úr
Jólaóratoría
Saint Saens
Tónlist
Egill Friöleifsson
Bústaðakirkja sunnudaginn 12. des-
ember.
Efnisskrá: Jólaóratoría Saint Saéns.
Flytjendur: Kirkjukór Bústaðakirkju
ásamt kammersveit og einsöngvur-
um.
Stjórnandi: Guðni Þ. Guðmundsson.
Kirkjukór Bústaðakirkju efndi
til tónleika um síðustu helgi og
flutti Jólaóratoríu eftir Saint
Saéns ásamt kammersveit og ein-
söngvurum. Það mun í fyrsta
skipti að þetta verk hljómar hér-
lendis og það var því með nokkurri
eftirvæntingu að skundað var til
Bústaðakirkju sl. sunnudag. Jóla-
óratoría Saint Saéns er ekki til-
takanlega rismikið verk, en er
áferðarfallegt og lætur ljúft í eyr-
um. Hlutverk kórsins er ekki
átakamikið í þessu verki, en hann
gerði margt vel og er auðheyrt að
stjórnandinn Guðni Þ. Guð-
mundsson er laginn og dugandi í
starfi sínu. Sá háttur var á hafður
að einsöngvararnir sungu með
kórnum. Slík ráðstöfun lyftir og
léttir kórfólkinu róðurinn að
sjálfsögðu, en í fámennum kór
eins og Kór Bústaðakirkju er
hætta á að einsöngvararnir skeri
sig nokkuð úr á stöku stað og liti
hljóm kórsins nokkuð sterkt, sem
annars er fremur mildur og jafn.
Einsöngvarar voru fimm í þessu
verki með þau Ingveldi Hjaltested
sopran og Halldór Vilhelmsson
bariton í broddi fylkingar. Aðrir
eru minna þekktir, nefnilega Unn-
ur Jensdóttir sopran, Kolbrún á
Heygum alt og Reynir Guðsteins-
son tenor. öll gerðu þau hlutverk-
um sínum fremur lagleg skil, þó
verkið í sjálfu sér bjóði ekki upp á
mikil átök. í heild má segja að
flutningur hafi tekist vel og
Kirkjukór Bústaðakirkju á hrós
skilið fyrir framtakið.
Gylfi Gröndal Kris‘íán Sveinsson
þeim kapítula lífshlaupsins, sem heppnir: Gylfi Gröndal að skrá
vissulega varð sá lengsti, gerir þessa bók. Og Kristján Sveinsson
hann ekki mikið í þessari bók. að trúa honum fyrir endurminn-
Ég held að báðir hafi verið ingum sínum.
Kór Kennara-
háskóla íslands
Tónlíst
Jón Ásgeirsson
Nú hefur verið endurvakinn kór
í Kennaraháskóla íslands og hefur
núverandi stjórnandi kórsins,
Herdís Oddsdóttir, unnið mark-
visst að uppbyggingu kórsins og
má segja að með þessum tónleik-
um sé hægt að staðhæfa, að við
skólann starfi kór. Við Kennara-
háskólann hefur nýlega verið
komið á laggirnar tónmennta-
kennaradeild, sem myndar eins-
konar kjarna í kórnum og þar með
verður kórstarfið í fastari skorð-
um. Efnisskrá kórsins var tví-
skipt. Fyrst voru þjóðlög og tón-
verk frá Norðurlöndunum, m.a.
eitt lag frá Færeyjum, í raddsetn-
ingu Gunnars Reynis Sveinssonar.
Eftir hlé voru íslensk lög og meðal
annars frumfluttur lagaflokkur
eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við
texta eftir Æra-Tobba. Kórinn
flutti sex þætti af þessum laga-
flokki, sem mun vera nokkuð
lengri. Tónverkið er mjög
skemmtilega unnið en þyrfti að
flytjast með meiri breytingum í
hraða og í heild nokkuð hraðar og
með meiri galsa. Að öðru leyti var
flutningur verksins mjög skýr og
vel útfærður. Það var auðheyrt að
söngstjórinn Herdís Oddsdóttir
hafði lagt mikla vinnu í verk
Gunnars. Fjórar íslenskar þjóð-
lagaútsetningar flutti kórinn,
fyrst Það á að strýkja strákaling í
skemmtilegri raddsetningu eftir
Ríkarð Örn Pálsson og þrjú þjóð-
lög raddsett af Hjálmari H. Ragn-
arssyni. Raddsetningar Hjálmars
eru frábærlega skýrar, þar sem
lögð er áhersla á að varðveita
sérkenni laganna. Eftir undirrit-
aðan voru sungin þrjú lög og tvö
falleg kórlög eftir Atla Heimi
Sveinsson, Við svala lind og Sem
dökkur logi, bæði við texta eftir
Odd Björnsson. Þrátt fyrir of fáar
karlaraddir er mjög gott jafnvægi
í samhljóm raddanna og var góður
heildarsvipur yfir tónleikunum.
Magnús hinn mikli
og Ludvig van Til
Spjallaö við Anton Helga Jóns-
son um nýútkomna bók hans
Anton Helgi Jónsson í klassískri uppstiílingu. i.jónmynd Mbi. kók.
Anton Helgi Jónsson hefur sent
frá sér sína þriðju bók, söguna
Vinur vors og blóma sem bókaút-
gáfan Iðunn gefur út. Áður hafa
komið út eftir hann Ijóðabækurnar
Undir regnboga (1974) og Dropi úr
síðustu skúr (1979), en það var í
tilefni af útkomu Vinur vors og
blóma sem blaðamaður öslaði
snjóinn á nöpru siðdegi fyrir
skömmu vestur í bæ og hafði tal af
rithöfundinum.
„Það má kannski segja að Vin-
ur vors og blóma fjalli í höfuð-
atriðum um mann sem býr með
konu, hann verður hrifinn af
annarri og missir báðar upp úr
því.
Sagan er mynduð af tveimur
„plottum". í fyrsta lagi er það
saga einhvers Magnúsar, það er
hins mikla, sem veltist áfram í
lífinu og úr því verður tilviijana-
kennd frásögn frekar en epísk
saga. Hins vegar er ég með þess-
ari sögu að velta fyrir mér hvað
er satt og hvað er logið og hvað
er raunverulegt og hvað ekki.
Lokapunktur sögunnar er síð-
an spurningin um að vera einn
og erfiðleikana við að „kommún-
ikera" við aðra í þjóðfélaginu,
eins og gjarnan er sagt. Sögu-
maðurinn í frásögninni er síðan í
beinum tengslum við síðara
„plottið" og er þá jafnvel verið
að gefa í skyn að hann sé fyrri
sambýlismaður Katrínar, sam-
býliskonu Magnúsar. Upplifun
skrásetjarans á okkar tímum er
kannski þetta sambandsleysi."
— Er Magnús hinn mikli
þverskurður af hinum venjulega
vinnandi manni hversdagsleik-
ans?
„Já, Magnús er nútímamaður
á Islandi og titillinn Vinur vors
og blóma lýsir honum vel. Hann
er sannkallaður heiðursmaður
brandarakarlinn hann Magnús
og vinur jafnt vorsins sem blóm-
anna.“
— Mikið er um slanguryrða-
notkun í bókinni. Heldurðu að
það eigi eftir að vekja viðbrögð
hjá fólki sem ekki er vant slíku?
„Ég hef reynt að láta persón-
urnar tala sinu máli. Málið á
bókinni kemur úr umhverfi per-
sónanna, en það má auðvitað
benda á í þessu sambandi að
enginn getur skilið bókina full-
komlega nema sá sem hefur
sömu forsendur og höfundur-
inn.“
— Nú hefur þú gefið út tvær
ljóðabækur og eftir þig hafa
birst smásögur. Hefur þú með
útkomu þessarar bókar sagt
skilið við þessi form? Hyggstu
snúa þér að skáldsagnagerð í
framtíðinni?
„Ég mun nú halda áfram að
yrkja mér til hugarhægðar
stundum. Og þá mun ég vita-
skuld reyna að setja mikla speki
í litlar vísur eins og fólk hefur
gert í gegnum aldirnar, saman-
ber vísuna:
I kvidarholinu heyri ég
þann hljóm s«*m ég skil
samt lifir hún listin
og Ludvig van Til.
En ég hef hins vegar lengi ætl-
að mér að verða rithöfundur og
skrifa prósa. Kannski er ég rit-
höfundur vegna þess að sem
barn gat ég aldrei gert upp við
mig hvað ég ætlaði að verða
... ég vildi helst geta orðið allt
sem mér datt í hug.“
— Á hve löngum tíma er sag-
an skrifuð?
„Það var líklega árið 1979 sem
ég heyrði þessa sögu og datt í
hug að það gæti verið gaman að
skrifa hana niður. Ég hélt að
sjálfsögðu að það væri ekkert
mál og bókrn gæti jafnvel komið
út haustið 1980. Þessi þrjú ár
sem hafa liðið síðan hef ég verið
að þreifa fyrir mér hvernig best
er að skrifa prósa. Þessi útgáfa
er því eins konar barnaskólapróf
og jafnframt undirbúningur
þeirra bóka sem á eftir koma.“
— Ertu vinnuþjarkur?
„Ja, það er misjafnt hvað fer
langur timi í ritstörf hjá mér á
dag. Yfirleitt eru það samt fjór-
ar til fimm klukkustundir. Mér
hefur ekki reynst vel að sitja við
skriftir á kvöldin, en ég hef hins
vegar tekið skorpur inn á milli
þar sem ég hef farið út á land og
vinn þá tólf til fjórtán klukku-
stundir á sólarhring. Ég er þá
hjá vinum og kunningjum og
eins hef ég verið í húsi Guð-
mundar Böðvarssonar á Kirkju-
bóli, þar sem rithöfundar hafa
afnot af húsi á jörðinni. Það er
alltaf gott að skipta um um-
hverfi."
— Og að lokum. Ertu með
aðra bók í smíðum? Má vænta
frekara framhalds á ástum og
örlögum Magnúsar?
„Já ég er að vinna að annarri
bók. Það er ekki framhald á ást-
um og örlögum Magnúsar vinar
míns, en það má vænta frekara
framhalds á ástum og örlögum
yfirleitt..sagði Anton Helgi
að lokum, sposkur á svip.