Morgunblaðið - 14.12.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 14.12.1982, Síða 17
MORtíUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 17 Jones færa okkur að málverkum viktoríanska meistarans. Ég ætla ekki að reyna að kanna orðræður Kjarvals hér, en ég verð að gefa lesandanum góðan hluta úr sam- tali til að glíma við af eigin ramm- leik. Eftirtektarvert dæmi af hugflæði Kjarvals, stíl og snúnum vísdómi, kom upp á yfirborðið þegar Matthías spyr hann um ljóð, en meistarinn er greinilega hrif- inn af þeim, og um listina: „Hvort heldurðu að þú sért meira ljóð- skáld eða málari?“ Og gamli meistarinn svarar eftirfarandi orðum: „Þetta litla sem ég yrki er in- spírerað frá málverkinu. Þegar ég kem heim finn ég að ég á afgang, og svo á ég eitthvað gaman í mér lika, þó það sé klaki í náttúrunni og fólk láti hann ráða. Hugsaðu þér bara íþróttamennina. Maður eins og ég er undanþeginn þessu, því ég get ekki synt á hvalvöðu og sett á þá beizli eða utanborðsmót- or. Þeir leika sér ekki nóg að hvöl- unum, en þetta er í listinni. Þetta er alltof billegt hjá þeim, alltof alvarlegt. Þeir eiga að komast í samband við aðrar verur. Hugsaðu þér hvað lífið yrði miklu skemmti- legra, ef þeir settu beizli á grindhvalina, þetta er til í listinni. Þegar þeir þurftu að frðast í gamla daga, fóru þeir upp í hval- ina, það var leikur í þessu hjá þeim, einhver trúnaður þarna. Hvers vegna er öll þessi grimmd gegn smáhvölum sem af einhverri fýsiskri nauðsyn þurfa að komast á grynnra vatn? Þeir koma að heimsækja okkur og við tökum á móti þeim, eins og það hafi aldrei verið til nein menning. Það kalla ég að tapa skóla, þegar menn sjá ekki í gegnum fingur við aðrar tegundir í dýraríkinu. Það ætti að vera sport hjá sumum íþrótta- mönnum að setja á hvalina beizli og flotholt og svo gætu þeir fengið sér í soðið. Hvers vegna alltaf að flýja til frummannsins í sjálfum sér, óskaplegt. Þeir mega vara sig á þessu, klakinn getur bráðnað og hvar standa þeir þá.“ (bls. 22.) Burne-Jones hefði ekki sagt þetta alveg á þennan hátt, en hann bjó einnig yfir visku og mann- kærleika og það var einnig leikur í honum og ég held að hann hefði verið Kjarval sammála. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er vandinn í sambandi við listina ósköp ein- faldur: „Þeir leika sér ekki nóg að hvölunum." Þakkir tii útgefand- ans, Iceland Review, fyrir að færa okkur yndi þessa manns. Og þið þarna norðurfrá: Kjarval kann að vera ástsælasti málari Islendinga, en frá sjónarhóli okkar hérna, er hann einfaldlega írskasti útlend- ingur sem uppi hefur verið. Bækurnar sem fjallað er um í greininni eru: Burne-Jones Talking. His Con- versations 1895—1898. Preserved by His Studio Assistant Thomas Rooke. Ritstýrt af Mary Lago. Gefin út hjá John Murray, Lond- on, 1982. Kjarval. A Painter of Iceland. Eftir Aðalstein Ingólfsson og Matthías Johannessen. Gefin út af Iceland Review, Box 93, 121 Reykjavík. Blaðsíðutölin í grein- inni eru miðuð við þessa útgáfu. Þýtt. SKJ Viktors Korchnoi, skákkeppni verkalýðsfélaga, skólaskák 1980-82, boðsmót TR 1981, Ungl- ingameistaramót íslands 1981, Haustmót TR 1981, för ungra ís- lenzkra skákmanna til Bandaríkj- anna og viðureign við Collins- krakkana, vígslu útitaflsins, Norð- urlandamót grunnskóla 1981, Norðurlandamót framhaldsskóla 1981, íslandsmót kvenna 1981, Bik- armót TR 1981, aðalfund TR 1981, Skákþing Reykjavíkur 1982, skákkeppni stofnana 1982, sveita- keppni grunnskóia í Reykjavík 1982 og skákkeppni framhalds- skóla 1982. Ritstjórar eru Ólafur H. Ólafs- son og Þráinn Guðmundsson. Á forsíðu blaðsins er mynd af Karli Þorsteins, skákmeistara Taflfélags Reykjavíkur 1982. ÍSLENSKAR BÆKUR EKLENDAR BÆKUR MYNDBÖND Bókaversltm Snæbjamar , Hafnarstræti „ ELECTROLUX ÖRBYLGJUOFNINN Það þarf ekki að hita upp örbylgjuofninn. Fullur styrkur næst á broti úr sekúndu. Hinn eiginlegi hiti myndast í matnum sjálfum og ekkert brennur í örbylgjuofni. Örbylgjuofninn eyðir rafmagni á við eina meðal ljósaperu. Öll venjuleg matreiðsla tekur skemmri tíma og þú uppgötvar nýjar víddir í matreiðslu möguleikum. Ef þú villt vita enn meira pantarðu þér upplýsingablað í síma 32107 milli 10—12. Já, þessi örbylgjuofn er alveg ótrúlegur hvað verður það næst...! Sælkermatur á nýju bragð- og hraðameti RAFTÆKJADEILD - SIMI 86117

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.