Morgunblaðið - 14.12.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
19
„Að heiman
Slðari hluti ljóðabókar Þórarins frá Kílakoti
NÝLEGA hefur verið gerin út seinni
hluti Ijóðabókarinnar „Að heiman“,
eftir Þórarin Sveinsson frá Kílakoti.
Þar er að finna m.a. nokkra
ljóðaflokka um íbúana og mannlíf-
ið í Kelduneshreppi á fyrstu ára-
tugum 20. aldarinnar. Má þar
nefna: Bændavísur, Húsmæðra-
Hjónin Ingvddur Björnsdóttir og
Þórarinn Sveinsson frá Kílakoti. —
Myndin var tekin um síðustu alda-
mót
kveðju, Kappatal, Kvennaslag,
Skáldatal og Tíðavísur að
ógleymdu kvæðinu Strokkur, sem
mikla athygli vakti á sínum tíma.
Um bændavísurnar fórust Karli
Kristjánssyni fyrrum alþm. svo
orð:
„Bændavísur Þórarins flugu
víða um nágrannasveitir. Skiptust
á í vísunum öfugmæli, sannmæli
og margvísleg gamansemi, sem
gerði skilning manna á þeim fyrst
i stað hálf áttavilltan. Man ég,
þegar vísur þessar bárust í mína
sveit, þá skemmtu menn sér við
þær eins og nokkurs konar felu-
myndir eða gátur."
„Við lestur þessa ljóðakvers
opnast mönnum sýn inn í hugar-
heim aldamótakynslóðarinnar í
Kelduneshreppi og viðhorfa henn-
ar til lífsins, sem að sjálfsögðu
mótaðist af harðri lífsbaráttu og
margháttuðum erfiðleikum, en
einkenndist þó af góðvild til ná-
granna og sveitunga, og ekki síst
af hjálpsemi við þá, sem stóðu
höllum fæti i samkeppninni um
þessa heims gæði," segir i frétt frá
útgefanda.
Bókin er unnin í Prentstofu G.
Benediktssonar, en útgefandi er
Björn Þórarinsson.
Ný bók eftir Denise Robins
DENISE Robins hefur skrifað
margar bækur og hefur um árabil
verið metsöluhöfundur. Margar af
hennar bókum hafa komið út á ís-
lensku.
Pyrsti kossinn fjallar um tvær
vinkonur sem ákveða að fara ísum-
arfrí og spara ekkert til þess. Þær
leigja sér lúxussvítu á virtu hóteli
ákveðnar í því að skemmta sér ær-
lega.
Þær lenda í hinum ótrúlegustu
ævintýrum sem ekki var reiknað
með í upphafi. En hin eina sanna
ást er þó að lokum það sem sigrar.
Útgefandi er Ægisútgáfan.
Þýðandi er Valgerður Bára Guð-
mundsdóttir.
Mets&ublad á hverjum degi!
„Valkyrjuáætlunin“ er
sannkölluð spennusaga,
þar sem telft er um líf og
dauða. Hún fjallar um
glæpi, njósnir, örlög, of-
beldi og ástríður. Val-
kyrjuáætlunin gerist að
mestu leyti á íslandi.
Höfundurinn Michael
Kilian dvaldi hér á landi
um skeið og kynnti sér §
aðstæður og er með
ólíkindum hve þekking
hans á staðháttum og
íslensku þjóðlífi er mikil.
o
HÖRKUSPENNAj
ÍSLENSKU UMHVERFI y^y^síÐUMÚLA 29 Simar 32800 32302
ELECTRIC
GENERAL
Laugavegi 170-172 Símar 21240-11687
PRISMA