Morgunblaðið - 14.12.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
Höfum umboössölu fyrir kanadíska fyrirtækið
rvi n
FÖOD SEHVICE EQUIPMENT
Eldhústæki fyrir hótel, sjúkrahús og aðrar stofn-
anir.
Höfum einnig samsettar frystigeymslur í ýmsum
stæröum sem henta jafnt í heimahús, verzlanir og
stofnanir, ásamt ýmsu öðru sem hentar slíkum
rekstri.
B. Ólafsson & Berndsen hf.,
Langageröi 114, sími 34207.
ITT
SJÓNVÖRP
GÓÐ? BETRI?
BEST?
EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA
ERU EKKI í VAFA.
VID ERUM ÞAD EKKI HELDUR.
VILT PÚ
SANN-
FÆRAST?
nm
S J ÓNV ARPSDEILD
SKIPHOLTI 7 - SÍMAR 20080 8t 26800
írar fá nýja
stjórn í dag
Limerick, írlandi, 13. desember. AP.
LJÓST er nú, að Garret Fitzgerald,
fyrrum leiðtogi stjórnarandstöðunn-
ar á írska þinginu, verður næsti for-
sætisráðherra íra, en í gær, sunnu-
dag, samþykkti Verkamannaflokk-
urinn að ganga til samstarfs við
flokk Fitzgeralds, Fine Gael.
Irska þingið kemur saman á
morgun, þriðjudag, og mun þá
Fitzgerald verða kjörinn forsæt-
isráðherra nema eitthvað óvænt
komi upp á. A þingi Verkamanna-
flokksins nú um helgina var það
samþykkt með 842 atkvæðum
gegn 522 að ganga til samvinnu
Nicaragua:
Olli ofhleðsla
þyrluslysinu?
Managua, Nicaragua, 13. desember. AP.
ÁTTATÍU og fjórir, einkum börn á
aldrinum eins til fjögurra ára, fór-
ust í þyrluslysi í Niearagua si.
fóstudag. Ekki er enn vitað hvað
slysinu olli.
Julio Ramos, yfirmaður leyni-
þjónustu hersins í Nicaragua,
sagði á blaðamannafundi, sem
efnt var til í Managua, að verið
væri að kanna orsakir slyssins og
að enn sem komið væri benti
ekkert til að þyrlan hefði verið
skotin niður. Þegar þyrlan hrap-
aði var verið að flytja fólk frá
landamærunum við Hondúras en
þar hafa geisað átök milli stjórn-
arhermanna og uppreisnar-
manna.
„Utvarp Moskva“, sem sendir
út víða um heim, hélt því fram að
„byssumenn fá Hondúras" hefðu
skotið þyrluna niður en yfirvöld í
Nicaragua hafa hins vegar að-
eins sakað uppreisnarmenn um
að hafa valdið slysinu óbeint með
hernaði sínum í landinu. Þyrlan
var af gerðinni MI-8, sovésk, og
átti að geta borið 2.860 kg farm.
Leikur grunur á að um ofhleðslu
hafi verið að ræða.
við Fine Gael og er búist við, að
formaður Verkamannaflokksins,
Dick Spring, verði yngsti aðstoð-
arforsætisráðherra í sögu lands-
ins. Hann er nú 32 ára að aldri.
Þetta verður í annað sinn á ár-
inu sem Fitzgerald verður for-
sætisráðherra. Fyrri stjórn hans
með Verkamannaflokknum, sem
var minnihlutastjórn og hjarði að-
eins í átta mánuði, var felld í
janúar sl. þegar til umræðu voru
strangar aðgerðir í efnahagsmál-
Garret FitzGerald
unum en írar eiga við gífurlegan
vanda að etja í þeim efnum.
Græðið — annars
getið þið lokað
— segir forsætisráðherra Kína — Allt að
30% tap hjá kínverskum fyrirtækjum
Pcking, 13. desember. AP.
ZHAD ZIYANG, forsætisráðherra Kína, sagði í ræðu á kínverska þing-
inu í dag, að búast mætti við allt að 30% tapi á fyrirtækjum í ríkiseign á
þessu ári. Hann bætti því við, að þau fyrirtæki, sem mest tap væri á,
ættu um tvo kosti að velja. Annar þeirra væri að byrja strax að græða.
Hinn væri einfaldlega að loka.
Ziyang sagði, að á því væri
enginn vafi, að mikil mótstaða
ætti eftir að koma upp við sumar
hugmyndir stjórnvalda, en hana
yrði að yfirstíga. Þetta væri
verk, sem þyrfti að vinna fljótt
og sú lausn, sem fundin yrði á
vandanum, þyrfti að vera var-
anleg.
Kínverski forsætisráðherrann
sagði ennfremur, að mikið og al-
varlegt tjón hefði áður orðið af
völdum of mikillar og óhyggi-
legrar fjárfestingar í iðnaðinum.
Því væri hörmulegt til þess að
vita, að slíkt væri enn að endur-
taka sig á sumum stöðum í land-
inu. Tekjur ríkisins hefðu dreg-
izt saman þrjú undanfarin ár, en
þess væri samt að vænta, að þær
færu vaxandi á næsta ári.
Fjölskylda Valla-
dares fékk að fara
ERLENT
París, 13. desember. AP.
FJÓRIR úr fjölskyldu kúbanska
skáldsins Armando Valladares,
sem látinn var laus í október sl.
eftir 22 ára vist í fangelsum Kastr-
\ ós, fóru nú um helgina til Miami
til að vera viðstaddir kirkjulegt
brúðkaup Valladares og konu
hans.
Valladares, sem fékk frelsi sitt
eftir að Mitterrand Frakklands-
forseti talaði máli hans við
Kastró, fór til Miami sl. föstudag
ásamt konu sinni, Mörtu. Þau
voru gefin saman við borgara-
lega vígslu í kúbönsku fangelsi
árið 1969 en vilja nú endurtaka
hana í guðrækilegum anda.
Móðir skáldsins og systir,
mágur hans og móðir hans fengu
loks að fara frá Kúbu sl. föstu-
dag en lengi vel virtist sem kúb-
önsk stjórnvöld ætluðu ekki að
leyfa þeim að fara.
Mary Rose í höfn
Ekki er langt síðan Mary Rose, hinu sögufræga flaggskipi Hinriks VIII Bretakonungs, var lyft af hafsbotni. Nú hefur
skipið verið flutt í þurrkví í Portsmouth, þar sem þess verður gætt af herskipinu Victory, sem hefur ólíkt gæfuríkari
feril að baki. í framtíðinni er ætiunin, að Mary Rose verði gert að safngrip til sýnis öllum almcnningi.