Morgunblaðið - 14.12.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.12.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Útgefandi ttXiTnbií* hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Seinborin þjóðarsátt Enn er ástæða til að vekja máls á því, að pólitískt minni ýmissa sýnist oft á tíð- um ná skammt, þegar stjórn- málaþróun síðustu ára er íhuguð. Ástæðan fyrir því, að þetta er rifjað upp nú, er grein, sem Þröstur Ólafsson, alþýðubandalagsmaður og að- stoðarmaður fjármálaráð- herra, ritaði hér í blaðið síðastliðinn föstudag. Ástæðu- laust er annað en taka undir mat Þrastar á stöðu efna- hagsmála nú eftir fjögurra ára stjórnarsamvinnu Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins. Þröstur hefur lög að mæla, þegar hann segir: „Við getum ekki tryggt áframhald- andi velmegun almennings, að óbreyttu ástandi." í þessum orðum, sem Þröstur feitletrar í grein sinni, felst uppgjöf framsóknarmanna og alþýðu- bandalagsmanna. Hún Slasir við öllum, en æskilegt væri að fleiri þyrðu að viðurkenna hana en aðstoðarmenn ríkis- stjórnar og ráðherra, til dæm- is þeir sem veita þeim umboð með atkvæði sínu á Alþingi. Þröstur Ólafsson bendir einnig réttilega á það í grein sinni, að efnahagsvandi þjóð- arinnar verður ekki einvörð- ungu skýrður með talnaraun- um, á þessum vanda er póli- tísk hlið, stórpólitísk. Og enn er það rétt hjá Þresti þegar hann segir: „Kallið á sam- heldna sterka pólitíska ein- ingu, sem hefur nægilegt þor og þjóðfélagslega festu til að snúa af braut óstjórnar og upplausnar verður sífellt hærra.“ Menn þurfa ekki að starfa í fjármálaráðuneytinu til að átta sig á þessu, þótt ábyrgðin sem því starfi fylgir hljóti að opna mönnum aðra sýn inn í þjóðfélagið en boðun þeirrar kenningar, að Islend- ingar geti leyst allan vanda sinn með því að treysta á Karl Marx. En Þröstur segir einnig: „Enginn einn flokkur ber meiri ábyrgð á núverandi ástandi í íslenskum stjórnmál- um en Sjálfstæðisflokkurinn." Þar með er komið að því, að ieiðir skilur milli Morgun- blaðsins og Þrastar. Eftir að hafa varpað ábyrgðinni yfir á Sjálfstæðis- flokkinn telur Þröstur Ólafs- son nauðsynlegt að staðið verði að gerð „einskonar þjóð- arsáttmála, sem bindi ákvarð- anir einstakra hópa við getu þjóðfélagsheildarinnar". Og þar með er komið að hinu póli- tíska minni, sem nefnt var í upphafi. Áður en Þröstur Ólafsson varpaði ábyrgðinni yfir á Sjálfstæðisflokkinn hefði hann átt að rifja upp inntakið í stefnu þeirri, sem Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, fylgdi þegar hann var forsætisráðherra 1974 til 1978 og þau sjónarmið sem Geir hafði að leiðarljósi, þegar hann reyndi myndun ríkis- stjórna sumarið 1978 og um áramótin 1979. Geir Hall- grímsson hefur jafnan lagt á það áherslu, að hann líti á Sjálfstæðisflokkinn sem sátta- aflið í íslenskum stjórnmálum, sem forsætisráðherra hvatti hann til þjóðarsáttar og við stjórnarmyndanir ræddi hann um þjóðstjórnir. Við myndun núverandi rík- isstjórnar var markvisst unnið að því að gera Sjálfstæðis- flokkinn „pólitískt óstarfhæf- an“, svo að orðalag Þrastar Ólafssonar sé notað. Alþýðu- bandalagsmenn og framsókn- armenn töldu það samboðið pólitískri virðingu sinni að ganga til samstarfs við brot af þingflokki sjálfstæðismanna með alkunnum afleiðingum bæði fyrir stjórnmála- og efnahagslífið. Þröstur Ólafs- son komst til starfa í fjár- málaráðuneytinu, af því að hugmyndum Sjálfstæðis- flokksins um þjóðarsátt var hafnað. Hvaða skoðun sem menn hafa á þeim hugmynd- um, sem kenndar eru við „sögulegar sættir", hljóta þeir að viðurkenna að með því að hreyfa þeim var stigið mikil- vægt skref til þjóðarsáttar. En hvernig dettur mönnum í hug, að sættir náist þegar staðið er að málum eins og gert var við myndun þessarar ríkisstjórn- ar? Það er í senn ómaklegt og rangt að kenna Sjálfstæðis- flokknum um að ekki skuli hafa náðst þjóðarsátt um lausn hins mikla vanda okkar íslendinga. Síst af öllu ættu þeir menn sem standa að nú- verandi ríkisstjórn að gera það. Líklegt er, að myndun þessarar ríkisstjórnar muni um langan aldur koma í veg fyrir hina nauðsynlegu þjóðar- sátt. Vilji Þröstur Ölafsson í raun stuðla að slíkum sáttum, ætti hann fyrst að gera hreint í sínum flokki og kasta þeim fyrir róða, sem aldrei hafa viljað þjóðarsátt. Ólíklegt er þó, að Þresti sé það fært, því að sundrungaröflin í hans eig- in flokki vilja ýta honum til hliðar. Innrásin færði Afgani áratugi aftur í tímann — segir Kenneth A. Yates forstöðumaöur Menningarstofn- unar Bandaríkjanna, en hann starfaði um tíma í Afganistan „Þad sem þarna hefur átt sér stað er hrikaleg harmsaga. Þjódin var að verða sjálfri sér nóg og efnahagsástandið að verða þolanlegt. Afganir voru að treysta vináttu við aðrar þjóðir og nutu víðast hvar virðingar, en nú er þetta allt unnið fyrir gýg. Segja má að Afganir hafi verið færðir áratugi aftur í tímann.“ Þannig mælti Kenneth A. Yates, nýskipaður forstöðumaður Menningarstofnunnar Bandaríkjanna, í samtali við Mbl. Yates tók við starfi forstöðumanns Menningarstofnunarinnar nú í haust, en áður en hann kom hingað til lands, starfaði hann m.a. í Suður-Kóreu og Afganistan. Blaðamanni lék forvitni á að heyra álit hans á atburðunum sem átt hafa sér stað í Afganistan undanfarin ár, en Yates var þar í landi skömmu fyrir byltinguna í apríl 1978, er Dhaoud prins var steypt. „Margir vina minna týndu lífi í kjölfar byltingarinnar 1978, í refsiaðgerðum þeirra sem þá komust til valda. Ýmsir þeirra voru líflátnir fyrir það eitt að vera menntaðir, og aðrir fyrir að gefa sig ekki skoðunum bylt- ingaraflanna á vald. Það dylst engum, að stór hluti afgönsku þjóðarinnar sá nýja von við fráfall siðustu leyfa kon- ungsstjórnarinnar. Margir töldu breytinga þörf og var því tölu- verður stuðningur við bylting- una. Það kom hins vegar fljótt í ljós að byltingin var gerð að undirlagi Sovétmanna, og eftir því sem það varð augljósara og taumhald Rússa í Afganistan varð fastara, magnaðist andúðin við byltingaröflin. Mikið áfall Örðugleikar nýju valdhafanna hrúguðust fljótt upp af þessum sökum. Margir hörðustu fylg- ismanna byltingaraflanna sner- ust gegn nýju ráðamönnunum. Þeir héldu að bylt hefði verið í þágu Afgana. Áfall þeirra varð mikið er þeir gerðu sér grein fyrir því að Rússar stóðu á bak við alít saman. Innrás Sovétmanna í desem- ber 1979 var til að bíta höfuðið af skömminni. Atburðir af þessu tagi eru óskiljanlegir á 20. öld- inni, það hefði gegnt öðru máli ef nú væri áríð 1600. Harmur Afgana er mikill, og þótt Rússar hyrfu í kvöld með innrásarheri sína, tæki það þjóðina marga áratugi að komast yfir örðug- leikana sem innrásin hefur skap- að og eyðileggingar hennar. Þjóðin hefur verið færð áratugi aftur á bak. í kjölfar innrásar- innar höfum við orðið vitni að einhverjum mesta flóttamanna- straumi sem um getur á spjöld- um sögunnar. Stolt fólk Átökin hafa orðið hvað illvíg- ust í Panshjir-dalnum, þar sem Rússar hafa hvað eftir annað reynt að uppræta frelsisöflin og reka þau út úr dalnum. Dalurinn er meðal annars þekktur fyrir það harðgerða og stolta fólk sem hann byggir. Varnarbarátta þess hefur verið hetjuleg, hreint að- dáunarverð. Það hefur sýnt áræðni og ásetning, sem sérhver maður gæti verið stoltur af, þótt Rússar hafi beitt gegn því ein- hverjum hryllilegustu vopnum sem um getur, þar á meðal efna- vopnum. „Það er öllum ljóst, eflaust Rússum líka, að afganska þjóðin styður ekki núverandi valdhafa í Afganistan. Ég hef ekki trú á því að Rússum takist að brjóta þjóð- ina undir sig. Byssur kúga ekki mannsandann, hugur Afgana og hjarta verður ekki undirokað þótt hernaðarlegt stórveldi eigi í hlut. Grimmdarverk Rússa í Afgan- istan standa mér nærri vegna kynna minna af Afgönum. Ég finn til með Afgönum af þessum sökum. Ég dáðist að fólkinu, hughreysti þess og lífsþrótti, og fylltist lotningu. Velja frelsið Á ferðalögum mínum í Afgan- istan kynntist ég hjarðmönnum, sem eru 10% þjóðarinnar. Þetta er stolt fólk og virðulegt. Það er hreykið af sér og fjölskyldum sínum. Kynnin við þetta fólk eru eftirminnileg. Afganir eru trú- aðir mjög og því nær sem menn standa hinni aldagömlu ætt- bálkaskipan, því megnari er and- úðin á innrás Rússa. Trú þeirra og menning á sinn þátt í hinni miklu mótspyrnu. Þeir elskuðu frelsi sitt öðru fremur og vilja endurheimta það. Fyrir þeim eru tálmar eins og landamæri og Kenneth A. Yates. aðrar pólitískar viðmiðanir marklausir hlutir. Margir Afg- anir höfðu bæði auð og atgervi til að segja skilið við lifnaðar- hætti hjarðmannsins, en kusu heldur tjöldin og hjólhýsin en borgarlífið, frelsisins vegna. Margir þjóðflokkar Afganir eru ekki sameinuð þjóð í orðsins fyllsta merkingu, og hafa aldrei verið, heldur er um að ræða marga hópa, sem byggja landið. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að sameina þjóðina í pólitískum, menning- arlegum og félagslegum skiln- ingi, en enn þann dag í dag skiptast Afganir í 20 mismun- andi þjóðflokka. Afganir líkjast íslendingum að því leyti að þeir varðveita eldri gerðir persneskrar og pak- istanskrar tungu, og önnur forn menningarverðmæti. Afganir eru mjög sjálfstæðir að eðlisfari og meta frelsi mikils auk þess sem þeir eru sloltir af menningu sinni, rétt eins og íslendingar. Flestum er kunnug hin mikla trúhneigð Afgana. Þeir eru jafn- framt tilfinninganæmir og siða- reglur þeirra strangar. Állt til byltingarinnar 1978 varð stjórn landsins að taka tillit til ætt- bálkanna og virða yfirráð þeirra yfir fjölskyldumeðlimum þegar um var að ræða meðferð glæpa- mála og ýmissa félagslegra vandamála. Þess var vandlega gætt að virða þessi völd, einkum utan Kabúl og stærstu borg- anna,“ sagði Yates. í S-Kóreu Kenneth A. Yates dvaldi tví- vegis í Kóreu. Hann líkti Kóreu- mönnum við Afgani, hvað vilja- styrk og áræðni snerti og stolt af eigin arfleifð. „Þeir eru einnig sjálfstæðír í hugsun og skyn- samir. Ágreiningurinn vegna skiptingar Kóreu hefur mótað þá og markað," sagði Yates. „Suður-Kóreumenn hafa búið við ógnun úr norðri og átt yfir höfði sér innrás allt frá því Kóreustríðinu lauk. Ég man það vel að á fýrstu árum mínum í Kóreu dundu skothvellir við og sprengjudynkir á nóttunni, en Seoul er aðeins 50 kílómetra frá landamærunum. Ég taldi að hér hefði verið um æfingar hersins að ræða, en allir áttu von á inn- rás þá og þegar. Óttinn við inn- rás hafði sín áhrif á stjórnmál S-Kóreu, bæði inn á við og út á við. Af þessum sökum hafa Kóreu- menn gert sér betur grein fyrir mikilvægi sterkra varna en ýms- ir aðrir. Og samhliða sterkum vörnum hefur iðnaður eflst stór- um og velmegun aukist. Suður- Kórea hefur á skömmum tíma breyst úr þróunarríki í háþróað iðnríki og efnahagur landsins stendur traustum fótum. Tekjur hafa nær tvöfaldast síðustu fimm til sex árin. Kóreumenn eru góðir kaupsýslumenn og iðn- aður þeirra nýtur virðingar. Að auki hafa mörg stórfyrirtæki þeirra flutt út verkkunnáttu sína og náð miklum árangri í byggingaframkvæmdum í Mið- austurlöndum. Það hafa orðið miklar breyt- ingar í framfaraátt í Suður- Kóreu, og tók ég vel eftir breyt- ingunum er ég kom þangað öðru sinni eftir nokkurra ára fjar- veru. Jafnvel Kóreumenn sjálfir trúa vart hversu ör þrðunin hef- ur orðið, og hún hefur valdið vissu róti og erfiðleikum, en við heyrum gjarnan meira af erfið- leikum þjóða, en því sem betur fer. Kóreumenn búa ríkulega hvað snertir menningarlega arfleifð. Þeir gegndu afar mikilsverðu forystuhlutverki í menningu og listum Austur-Asíu. Þeir höfðu sín áhrif á kínverska menningu meðan þungamiðja hennar var að flytjast frá Kína til Japan; gerðu hana mannúðlegri. Ánægður Reynsla mín er sú, að hvar sem ég hef komið og starfað um lengri eða skemmri tíma, hefur fólkið reynst viðkunnanlegt. Það hefur verið sjálfstætt í hugsun og viljað fara eigin leiðir og hafa kynni mín af fólki af ýmsum þjóðum orðið mjög lærdómsrík. Fyrstu kynni mín af íslending- um eru góð, hugarfar þeirra og afstaða til ýmissa mála minnir mig að ýmsu leyti á Afgani og Kóreumenn. Við kunnum vel við okkur hér, kona mín og ég. Náttúran er un- aðsleg og borgin á ýmsan hátt aðlaðandi. Þá kunnum við hjónin vel að meta að þurfa ekki að keyra nema í 10 mínútur til þess að vera komin út í sveit. Ég vona að Menningarstofn- unin megi uppfylla þær vonir, sem við eigum, um að hér gefist íslendingum gott tækifæri til að kynnast bandarískri menningar- arfleifð. Einnig að bókasafnið og upplýsingaþjónustan bjóði upp á þann fróðleik sem nauðsynlegur er til að Islendingar geti áttað sig á því hverjir við erum. Þessi stofnun reynir að fjár- festa í skilningi og góðum sam- skiptum þjóða, og við eigum þá von að með auknum persónu- legum kynnum þjóða í millum verði þörfin fyrir öflugar og kostnaðarsamar varnir minni," sagði Kenneth A. Yates að Lok- um. — ágás.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.