Morgunblaðið - 14.12.1982, Side 29

Morgunblaðið - 14.12.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 29 Norræna húsið: Sembalkynning og tónleikar MIÐVIKUDAGINN 15. desember kl. 12.30 mun Mark Stevenson sembalsmiður frá Bretlandi flytja stutt erindi um endurvakningu sembalsins á 20. öld. Þar verður gef- ið sögulegt yfirlit um þróun sembals- ins á þessari öld, með dæmum um verk hinna ýmsu sembalsmiða. Fyrirlesturinn verður skreyttur lit- skyggnum og tóndæmum, sem Helga Ingólfsdóttir, semballcikari, flytur. Sem fyrr verður þessi atburð- ur i Norræna húsinu og hefst kl. 12.30, sem áður sagði. Um kvöldið kl. 20.30 mun svo Mitzi Meyerson, semballeikari, halda tónleika í Norræna húsinu, þar sem hún leikur á sembal verk eftir J.S. Bach, Froberger, For- queray, Louis Couperin o.fl. Mitzi Meyerson hefur haldið tónleika víða um heim og unnið til Mitzi Meyerson fjölda verðlauna. Hún hefur sem stendur aðsetur í Boston, Banda- ríkjunum, þar sem hún leikur að staðaldri með Tríó Sonnerie og kammersveitinni Saraband. Bolungarvíkurprestakall laust til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst Bol- ungarvíkurprestakall laust til um- sóknar, en séra Gunnar Björnsson sem þar hefur þjónað síðustu 10 ár- in, hefur verið ráðinn prestur Frí- kirkjusafnaðarins i Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1983. Þá segir í frétt frá Biskupsstofu, að séra Jón Kr. Isfeld þjóni á Djúpavogi og séra Ingólfur Ást- marsson á Hólmavík. Næstu þrjá mánuðina a.m.k. mun séra Jón Kr. ísfeld gegna prestþjónustu á Djúpavogi, en þar er nú enginn prestur eftir að séra Trausti Pét- ursson prófastur lét af embætti þar. Séra Jón ísfeld hefur undan- farið komið til aðstoðar þar sem prestslaust hefur verið um skamman tíma, eftir að hann hætti sjálfur sóknarprestsþjón- ustu vegna aldurs. Séra Ingólfur Ástmarsson, sem nýlega lét af störfum vegna aldurs í Mosfellsprestakalli í Árnes- prófastsdæmi, hefur tekið að sér að þjóna Hólmavíkurprestakalli næstu mánuðina, en séra Andrés Ólafsson lét af prestþjónustu þar nýlega eftir nær 35 ára starf. Séra Ingólfur vígðist hinsvegar til Hólmavíkur (Staðarprestakalls í Steingrímsfirði) fyrir réttum 40 árum og lýkur þannig hringnum með prestþjónustu á þeim stað er hann hóf sinn prestskap. Jólatónleikar Tón- skóla Sigursveins TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tvenna tónleika í þessari viku. Hinir fyrri eru kamm- ertónleikar framhaldsnemenda og verða í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavik á miðvikudaginn 15. des- ember, kl. 20.30. Á þessum tónleik- um verða fhitt verk eftir m.a. JJS. Hjartaþjófnaðir í Nýja bíói NÝJA BÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku kvikmyndinni Hjarta- þjófnaðir. Myndin segir frá rannsókn óhuganlegra morðmála í San Francisco, þar sem hjörtu fórnar- lambanna voru tekin og sett á svartan líffæramarkað. Aðalhlutverk leika Garry Good- row og Mike Chan. Bach, Tarrega, Schubert, Mendel- sohn og Chopin. Seinni tónleikarnir eru svo ár- legir jólatónleikar og verða í sal Hamrahliðarskólans sunnudaginn 19. desember, kl. 14.00. Þar koma aðallega fram yngri nemendur skólans bæði í einleik og sam- spilshópum. T.d. kemur fram blokkflautukór skipaður forskóla- nemendum og flytur ásamt hljómsveit tvö íslensk jólalög í út- setningu stjórnandans Sigur- sveins D. Kristinssonar en flytj- endur þessara laga munu verða hátt í 100 talsins. Fyrirlestur um erfðafræði ÞRIÐJUDAGINN 14. desember heldur dr. Olafur S. Andrésson er- indi á vegum Liffræðifélags íslands um rannsóknir sínar á „Históngen- um gersveppsins Saccharomyces cerevisiae“. Verkefnið fólst í því að einangra og raðgreina gen, sem ákvarða tvö históngen í gersveppum þessum með því að nota históngen, sem áður höfðu verið einangruð úr ígulkerjum og bananaflugum. Að lokinni einangrun voru bornar saman basaraðir þeirra gena sem við sögu komu og verður í fyrir- lestrinum fjallað um ýmsa þætti þessa samanburðar. Fyrirlestur- inn, sem er öllum opinn, verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 20.30. (KrétUlilkynning) VINDURINN OG ÉG er saga indíánastúlku sem höfundurinn byggir að nokkru á atburðum úr eigin lífi. Sagan lýsir baráttu hennar við sjálfa sig og umhverfi sitt. Lesandinn fær að skyggnast inn í líf og menningu Indíána og verður vitni að þeirri glímu sem á sér stað þegar indíáni hrökklast frá heimabyggð sinni til stórborgar. kr. 321,10 HRÍFANDI BÓK SEM ÞÚ GETUR EKKI HÆTT AÐ LESA EF ÞÚ ERT EINU SINNI BYRJAÐUR ÍALl Freyjugötu 27 Sími 18188 Þvottavél og þurrkari Saga þvottavélanna 5 kg af þurrum þvotti. 900 snúninga vinduhraöi. 12 þvottakerfi og sparnaöarkerfi. Heimilistækjadeild Skipholti 19, simi 29800. 1930 1940 1950 1960 Þegar amma Þegar mamma Þegar margir Framhlaðin var ung var ung fœddust THOMSON ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI Topphlaöin Fullkomið T-5981 At hverju topphlaðin? Thomson er stærsti framleiðandi þvottavéla í Evrópu • Topphlaðnar þvottavélar endast betur þar sem þvotta- belgurinn er á legum báðum megin. • Vinnuaðstaða er betri þar sem ekki þarf §ð bogra fyrir framan vélina heldur fer þvotturinn ofaní vélina. • Vélin verður hljóðlátari og titringur minni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.